Morgunblaðið - 01.07.1999, Side 1

Morgunblaðið - 01.07.1999, Side 1
B L A Ð A L L R A LANDSMANNA 1999 ■ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ BLAD \ Man. Utd ekki með í bikar- keppninni STJÓRN Manchester United hefur þegið boð enska knattspyrnusambandsins um að draga sig út úr ensku bikarkeppninni, en liðið er núverandi bikarmeistari. Sambandið vill að IUnited taki þátt í nýrri heimsmeistarakeppni félagsliða sem fara á fram í Brasilíu á næstu leiktíð, því búist er við að það hjálpi Englandi í baráttunni um að halda HM 2006. Alex Ferguson, knattspyrnustjóri United, sagði liðið ekki geta verið með í báðum keppnunum. „Það væri ómögulegt að leika bæði í bikarkeppninni og heimsmeistarakeppni félagsliða. Val okkar var mjög erfitt. Gagnrýnin sem við hefðum orðið fyrir ef við hefðum kosið að fara ekki til Brasilíu hefði verið óhugsandi," sagði hann. ......... KÖRFUKNATTLEÍKUR Jón Kr. Gíslason, fyrrverandi lands- liðsþjálfari, um þjálfaraskiptin „Kom mér í opna skjöldu“ „MITT markmið er hreint og klárt, ef okkur tekst ekki að komast áfram tel ég að það eigi að stokka upp spilin og skipta um þjálfara,“ sagði Jón Kr. Gíslason, fyrrverandi landsliðs- þjálfari, áður en hann hélt með liðið í undankeppni Evrópumóts- ins. Hann lagði starf sitt að veði og náði þeim árangri sem hann ætlaði sér. Liðið komst áfram, en þrátt fyrir þann góða árangur reyndist ekki áhugi innan KKI, körfuknattleikssambands Is- lands, að láta hann stjóma því áfram. Þegar Jón varspurður hvers vegna sljóm KKI óskaði ekki eftir því að hann yrði áfram við stjómvölin átti hann engin svör og sagðist aldrei hafa orðið var við óánægju varðandi sín störf. „Samningur minn rann út um mánaðamótin. Ég fundaði með forráðamönnum KKI eftir að lið- ið snéri heim frá Slóvakíu og þar lýstu þeir yfir einhuga áhuga á því að framlengja samninginn. Fljótlega eftir þennan fund var sljómarfundur hjá KKI og þar hafa komið fram einhveijar nýj- ar hugmyndir. Samt héldujþeir áfram viðræðum við mig. Eg bjóst við í síðustu viku að fara fá svar varðandi launakröfur en það kom aldrei. Það var hringt í mig í gær og tilkynnt að það væri búið að ráða annan í starf- ið. Þetta kom mér algjörlega í opna skjöldu." Jón sagðist ekki vera bitur yfir þessu. „Ég geri mér grein íýrir að þjálfarabransinn er harður og við því er ekkert að segja. Leik- menn hafa hringt í mig í dag og hvatt mig áfram.“ Morgunblaðið/Kristinn JÓN KR. Gíslason leggur á ráðin með landsliðsmönnum sínum. Fyrir aftan hann er aðstoðarmaður hans, Friðrik Ingi Rúnarsson, sem tók óvænt við starfi Jóns Kr. í gær. Friðrik Ingi Rúnarsson tekinn við þjálfun landsliðsins Landsliðsnefnd KKÍ tilkynnti á blaðamannafundi í gær að Frið- rik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarð- víkinga, hefur tekið við þjálfun lands- liðsins í körfuknattleik. Ekki reynd- ist áhugi innan KKI fyrir að endur- nýja samning við Jón Kr. Gíslason sem þjálfað hefur liðið undanfarin ár. Friðrik mun ekki láta af störfum sem þjálfari Njarðvíkur en hann á tvö ár eftir af samningi sínum við félagið. Ráðning Friðriks er hluti af end- urskipulagningu landsliðsmála innan KKI. Staða landsliðsþjálfara verður viðameiri. Hann mun hafa yfírum- sjón yfir yngri landsliðum ásamt hin- um hefðbundnu þjálfarastörfum. Landsliðið á mörg erfið verkefni framundan. í nóvember hefst keppni í milliriðlum Evrópumótsins og stendur hún fram til febrúar 2001. Norðurlandamót landsliða verður haldið á Islandi í ágúst 2000. Forráðamenn sambandsins eru bjartsýnir á að góður árangur náist í þessum mótum. „Við stefnum að því að ná sætum sem gefur okkur rétt á að fara beint inn í keppnina næst þegar hún er haldin og sleppa við að leika í undankeppni fyrir milliriðla,11 sagði Pétur Hrafn Sigurðarson, framkvæmdastjóri Körfuknattleiks- sambandsins. Pétur sagði að margir möguleikar hafi verið skoðaðir þeg- ar þjálfaramálin komu til tals. Einn möguleikinn var að fá erlendan þjálfara í stöðuna. Hann var skoðað- ur en ekki var áhugi innan KKÍ að fara þá leið. „Við veltum þessu fyrir okkur en komumst að þeirri niður- stöðu að vænlegast til árangurs væri að fá Friðrik til starfa.“ Spennandi verkefni „Þetta er mikið og skemmtilegt verkefni sem er framundan," sagði Friðrik Ingi í samtali við Morgun- blaðið. „Islenskur körfuknattleikur er á mikilli uppleið. Það sést best á því að íslenskir leikmenn eru orðnir mjög eftirsóttir í Evrópu og einnig í bandaríska skólaboltanum. Það er mjög gaman að fá að taka við liðinu þegar þessi meðbyr er með íþrótt- inni. Það er mitt verkefni að nýta hann til enn betri verka. „ Friðrik sagði að mikil gerjun væri í íslenskum körfuknattleik. „Það eru margir ungir leikmenn sem eru mjög hæfileikaríkir og þessir strákar munu koma til með að vera inni í myndinni hjá landslið- inu. Til að byrja með mun liðið vera byggt á þeim kjarna sem lék á móti Slóvakíu í maí. Samt er það þannig að enginn á fast sæti í liðinu.“ Friðrik hræðist ekki árekstra á milli þess að þjálfa félagslið hér á landi og landsliðið. „Ég vel þá leik- menn sem ég treysti best til þess að leika með landsliðinu og það breytir engu með hvaða félagsliði þeir leika. Ég sem þjálfari landsliðsins græði ekkert á því að velja leikmenn sem hafa ekki erindi í liðið.“ KNATTSPYRNA: ÍBV í FÓTSPOR ÍA í EVRÓPUKEPPNI - FER TIL ALBANÍU / C4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.