Morgunblaðið - 28.07.1999, Side 4

Morgunblaðið - 28.07.1999, Side 4
KNATTSPYRNA ÍBV mætir MTK Búdapest í forkeppni Meistaradeildar Evrópu Rennt blint í sjóinn HLYNUR Stefánsson, fyrirliði íslands- og bikarmeistara ÍBV, segir að leikið verði til sigurs á heimavelii gegn ungversku meisturum MTK Búdapest í fyrri leik liðanna í annarri um- ferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu, sem fram fer í Eyjum kl 19 í dag.. „Við rennum að vísu blint í sjóinn enda upplýs- ingar um ungverska liði af skornum skammti. En við er- um brattir, mikii leikgleði er í mannskapnum og vilji til þess að komast sem lengst í þess- ari keppni.“ Hlynur sagði að það væri að mörgu leyti kostur fyrir Eyja- menn að vita lítið um andstæðinga sína. „Það litla sem við vitum er að þeir unnu ungversku deildina með yfirburðum á síðasta tímabili, með yfír 20 stiga mun. Þeir hafa keypt nýja leikmenn og greinilegt að um " sterkt lið er að ræða. Þeir eru hins vegar ekki í jafn góðri leikæfingu og við, enda ekki leikið í deildinni í Ungverjalandi nú, og vonandi telst það okkur til tekna. Við ætlum að fara varlega í upphafi og nýta fyrstu mínútumar til þess að þreifa á and- stæðingnum en markmiðið er að reyna að stjóma leiknum, skora mörk og leika vamarleikinn af skynsemi. Það má gera ráð fyrir að Ungverjarnir leiki aftarlega, eins og lið gera jafnan á útivöllum í Evr- ópukeppni, og því verðum við að gæta þess að þeir nái ekki skyndi- sóknum á okkur. Við ætlum áfram en það verður síðan að koma í ljós hvort það tekst. Vonandi gengur - okkur vel í leiknum svo við verðum ekki með buxumar á hælunum þeg- ar honum lýkur. Ég treysti á að fólk fjölmenni á þennan leik og styðji við bakið á okkur. Það má gera ráð fyr- ir talsverðum fjölda í bænum vegna Þjóðhátíðar, sem verður um næstu helgi, og vona að aðkomumenn sem Eyjamenn komi á völlinn." Hlynur sagði að Eyjaliðið hefði Morgunblaðið/Sigfus Gunnar Guðmundsson INGI Sigurðsson og félagi hans, ívar Bjarklind, fá verðugt verkefni á heimavelli í dag gegn MTK Búdapest. verið rólegt í tíðinni það sem af er sumri en væri nú að ná fyrri styrk, hefði leikið vel gegn albanska liðinu SK Tírana í Evrópukeppninni og fylgt frammistöðu sinni eftir með sigri á Leiftri í efstu deild á sunnu- dag. „Við fómm áfram á seiglu í byrjun móts en eram að komast á svipað skrið eins og í síðari umferð Islandsmótsins í fyrra, en þá töpuð- um við ekki leik. Sá bragur er yfir liðinu nú og ég hef trú á að fátt stöðvi okkur það sem eftir lifir sum- ars. Það er mikil leikgleði í hópnum og við hlökkum til að takast á við þau verkefni sem era framundan." Aðspurður hvað hafi valdið því að liðið hafi ekki verið að leika eins vel og undanfarin ár segir Hlynur að það hafi verið eins og leikmenn hafi haldið að hlutirnir gerðust af sjálfu sér. „Okkur hefur gengið vel síð- ustu tvö ár en það er vegna þess að við höfum þurft að hafa fyrir hlut- unum. Þetta vantaði hjá leikmönn- um í upphafi sumars. Við ætlum að halda áfram þar sem frá var horfið gegn albanska liðinu og ná góðu for- skoti fyrir síðari leikinn gegn MTK, sem fram fer í Ungverjalandi.“ í- Guðmundur til Hauka GUÐMUNDUR Bragason, fyr- irliði íslenska landsliðsins í körfuknattleik, hefur gert tveggja ára samning við úrvals- deiidarlið Hauka í Hafnarfirði. Guðmundur var í viðræðum við lið í Belgíu, Austurríki og Þýska- landi en ákvað að leika á ný hér á landi. Guðmundur þjálfaði Grindavík í byrjun síðasta vetrar en var sagt upp og fór þá til Weisenfels í Þýskalandi. Hann kvaðst ekki hafa haft áhuga á að leika áfram með þýska liðinu, sem tryggði sér sæti í efstu deild. Hann hafði fengið tilboð frá félagsliðum í Austurríki og Belgíu en hafnaði þeim og gekk tO viðræðna við 1. deddarliðið Braunsweg í Þýska- landi í sumar. Af samningum varð ekki. „Ég var búinn að æfa með Haukum í sumar og þegar allt stefndi í að ég færi ekki td Þýskalands hóf ég viðræður við forráðamenn liðsins. Það verður óneitanlega skrítið að leika með öðru féiagsliði hér á landi en Gr- indavík, en mér lýst vel á félagið. Ég tel að með meiri liðsstyrk hafi liðið möguleika á að vera í toppbaráttunni og geti orðið mótvægi við liðin þrjú [Grinda- vik, Njarðvík og Keflavík] á Suð- umesjum." HANDKNATTLEIKUR Þorbergur með Vfldng orbergur Aðalsteinsson hefur tekið við þjálfun karlaliðs Vík- ings í handknattleik í stað Sigurðar Gunnarssonar, sem er hættur störf- um hjá félaginu. Sigurður Ragnarsson, formaður handknattleiksdeildar Víkings, sagði í samtali við Morgunblaðið að ástæðan fyrir brotthvarfi Sigurðar hafi verið ágreiningur um túlkun á samningi hans við félagið. „Þetta mál var leyst með þeim hætti að Sigurður hætti þjálíún liðsins og engin Olindi sem stóðu þar að baki. Sigurður hefur náð góðum árangri með liðið og kom því upp í 1. dedd. Ég óska honum velfamaðar í því sem hann hyggst taka sér fyrir hendur og vonandi á hann eftir að koma td starfa fyrir félagið síðar.“ Sigurður hafði í vor framlengt samning sinn við féiagið td tveggja ára. Sigurður Ragnarsson sagði að stjóm félagsins vænti mikds af Þor- bergi enda hefði hann mikla reynslu sem þjálfari og náð góðum árangri. Þorbergur er fyrram landsliðsþjálf- ari en hann hefur þjálfað karlalið IBV undanfarin ár. Meiðsli og maga- kveisa ÞRÍR leikmenn ÍBV, sem fengu snert af matareitrun eftir ferð liðsins til Albaníu í síðustu viku, hafa náð sér af magakveisunni og verða með gegn ungverska liðinu MTK Búdapest í fyrri leik liðanna í forkeppni Meistaradeildar Evrðpu í knattspyrnu, sem fer fram í Vestmannaeyjum í kvöld. Allan Markore, Guðni Rún- ar Helgason og Ivar Bjarklind veiktust strax á leiðinni frá Albaníu og sagði Bjarni Jó- hannsson, þjálfari liðsins, að það hefði litið illa út með þá um tíma. „Sem betur fer reyndust veikindi þeirra ekki alvarleg og ívar [Bjarklind] var með gegn Leiftri á sunnu- dag og Morkore kom inn á sem varamaður. Þeir eru því allir búnir að ná sér og verða í hópnum gegn ungverska lið- inu.“ Hlynur Stefánsson er meiddur, en hann er talinn hafa fengið högg á síðuna í Ieiknum gegn albanska liðinu. Bjarni sagði að um tíma hefði verið haldið að Hlynur hefði rifbeinsbrotnað en meiðsli hans iitu betur út en talið var í fyrstu. „Hann virðist hafa fengið högg á síðuna en við ætlum að láta hann spila.“ Goran Aleksic, leikmaður ÍBV, fór úr axlarlið gegn SK Tírana í fyrstu umferð for- keppni Meistaradeildar Evr- ópu, og verður ekki með gegn ungverska liðinu MTK Búda- pest. Bjarni sagði að Aleksic væri að ná sér og yrði klár í slaginn á næstu vikum. ■ NICO Olivera framherji lands- liðs Úrúgvæ hefur verið seldur td nýliða spænsku deddarinnar, Sevilla, fyrir 220 mdljónir króna. Olivera var í láni hjá Sevilla síðari hluta síðasta keppnistímabds og þótti standa sig vel. Gerði hann m.a. sex mörk. ■ DAVID Seaman, markvörður Arsenal og enska landsliðsins, leik- ur væntanlega ekld með í leiknum um Góðgerðarskjöldinn við Man- chester United næsta laugardag vegna meiðsla í kálfa sem hann hlaut í æfingaleik við Mónakó á mánudaginn. ■ AC Milan samþykkti í gær að selja Þjóðverjann Christian Ziege til Middlesbrough. Samningar munu vera í höfn á mdli félaganna en leikmaðurinn á eftir að ganga frá sínum málum gagnvart enska félaginu en reiknað er með að hann geri fjögurra ára samning. Kaup- verðið hefur ekki fengist uppgefið en ítölsk blöð greina frá því að það sé ekki undir hálfum mdljarði króna. ■ DENIS Smith, knattspymu- stjóri enska 1. deddarliðsins West Bromwich, var látinn taka pokann sinn í gær eftir aðeins 18 mánuði í starfi. John Gorman hefur tekið við stjórn liðsins ásamt einum þjálfara liðsins og fyrrverandi leik- manni, Cyrille Regis. Gorman var ráðinn aðstoðarmaður Smiths í síð- ustu viku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.