Morgunblaðið - 03.09.1999, Page 1

Morgunblaðið - 03.09.1999, Page 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA m 1 1999 PlttgwWalíilí ■ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER BLAD Pauzoulis til Fram HANDKNATTLEIKSDEILD Fram hefur leigt litháensku skyttuna Robertas Pauzoulis frá Selfossi fyrir næsta keppnistímabil. Honum er ætlað að taka við því hlutverki er rússneski leikmaðurinn Andrei Astafejv gegndi hjá Fram síðasta vetur. Pauzoulis, sem hefur leikið með litháenska landsliðinu, er með samning við Selfoss til 2001. Hann gerði 106 mörk fyrir liðið í 22 leikjum í 1. deild í fyrra. Leikmaðurinn lék áður með ÍBV. Þjálfaraskipti urðu hjá handknattleiksliði Fram í vor er Guðmundur Guðmundsson tók við þjálfun hjá þýska 1. deildarliðinu Dormagen. Við starfi Guðmundar tók Rússinn Anatolij Fedúkíns. Hann þjálfaði áður CSKA Moskvu. KNATTSPYRNA / EM LANDSLIÐA Morgunblaðið/Árni Sæberg Stund milli stríða... tekið í spil á Hótel Loftleiðum. Rúnar Kristinsson, Tryggvi Guðmundsson, Þórður Guðjónsson, Lárus Orri Sigurðsson og Heiðar Helguson. Ríkharður til sölu NORSKA úrvalsdeildarliðið Viking frá Stavangri, sem Rík- harður Daðason og Auðun Helgason leika með, hyggst selja nokkra leikmenn á þess- ari leiktíð til þess að bæta fjár- hag félagsins. Rikharður er einn af þeim leikmönmun sem nefndur hefur verið til sögunn- ar. Viking seldi Thomas Solberg fyrir skemmstu fyrir um 35 milljónir ísl. króna til skoska úrvalsdeildarliðsins Aberdeen. Bjarne Berntsen, fram- kvæmdastjóri norska liðsins, segir að sú sala dugi skammt og hann íhugi að selja leik- menn fyrir 120-150 milljónir ísl. króna til þess að rétta af rekstur félagsins. Hann segir ekki ákveðið hve marga leikmenn félagið ætli sér að selja og telur að það fari eftir þeirri Ijárhæð er félaginu býðst fyrir þá leikmenn sem eru falir. Hugsanlegt er að einhverjir leikmenn fari frá félaginu fyr- ir lok tímabilsins. Segir í Roga- lands Avis að umboðsmaöurinn Lars Petter Foshdal hafi gefið merki um að hann geti selt Ríkharð og annan leikmann til á þessari leiktfð. Sigurður leikur með brákað bein í stóru tá ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu mætir liði Andorra í und- ankeppni Evrópumótsins á Laugardalsvelli á morgun - liði sem hefur tapað öllum leikjum sínum í keppninni til þessa. Með sigri halda íslendingar velli í baráttu sinni við þrjú stórlið knatt- spyrnuheimsins um sæti í úrslitakeppninni, sem fram fer í Hollandi og Belgíu á næsta ári. Liðið leikur gegn firnasterkum Úkraínumönnum í Laugardalnum á miðvikudag og gæti það, með sigri í báðum leikjum, tekið forystu i riðlinum, sem er einnig skipaður Rússum og heimsmeisturum Frakka. Sjö leikmenn íslands hafa fengið gult spjald í undankeppni Evr- ópumótsins til þessa og fara því í eins leiks bann, fái Eftir þeir annað spjald; Edwin Birkir Kristinsson Rögnvaldsson markvörður, Rúnar Kristinsson, Sigurð- ur Jónsson fyrirliði, Lárus Orri Sig- urðsson, Hermann Hreiðarsson, Brynjar Björn Gunnarsson og Helgi Kolviðsson. Hvernig ætlar Guðjón að taka á þessum vanda? „Eg er ekki endanlega búinn að ákveða það, en það er ljóst að menn verða að gá að sér. Spjald í leiknum á móti Andorra þýðir að viðkomandi verður í banni í leiknum gegn Úkra- ínu. Við höfum reyndar spilað þrjá síðustu landsleiki í keppninni án þess að fá á okkur spjald. En við fengum þrjú í leiknum á móti And- orra úti, tvö af þeim voru nú bara brandari af hálfu dómarans, en þau gilda samt sem áður. Við þurfum því að gá að okkur.“ Eyjólfur Sverrisson og Steinar Adolfsson voru ekki á meðal þeirra sem komu til landsins fyrir leikina tvo. Eyjólfur mun gangast undir uppskurð á hné og Steinar er með brotna hnéskel. Nokkrir aðrir leik- menn eiga við minniháttar meiðsl að stríða og gætu misst af leiknum við Andorra. Rúnar Kristinsson og Þórður Guðjónsson eiga við bak- meiðsl að stríða og Tryggvi Guð- mundsson meiddist á æfíngu í fyrradag og gat ekki æft með liðinu í gær. Þó virðast Auðun Helgason, sem fór meiddur af velli í leiknum við Færeyinga á dögunum, og Pétur Marteinsson hafa jafnað sig, að sögn Guðjóns. „En eigi að síður er það þannig að maður veit slíkt aldrei endanlega fyrr en hugsanlega á fóstudags- kvöld eða laugardagsmorgun - hvort mennirnir sem eru á gráu svæði verði allir tilbúnir." Sigurður er líka meiddur, með brákað bein í lið stóru táar við tá- bergið. En Sigurður er af góðu kyni eins og menn vita - mikið hörkutól. Hann verður bara að þola þetta og veit að það er enginn leikur án sárs- auka,“ segir Guðjón, lítur til Sigurð- ar og hlær, en mönnum er enn í fersku minni er Sigurður nefbrotn- aði í leiknum við Úkraínu fyrr á ár- inu, en hélt eigi að síður áfram í leiknum, sem lauk með jafntefli, 1:1. Landsliðshópurinn er skipaður nítján mönnum, en leyfilegt er að vera með átján á leikskýrslu í Evr- ópukeppninni. Hann verður því full- skipaður, þótt einn fyrmefndra leik- manna verði ekki orðinn leikfær. ■ Héldu að ég .../C2 KÖRFUKNATTLEIKUR: MAGIC JOHNSON LEIKUR MEÐ MAGIC M7 í SVÍÞJÓÐ / C4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.