Morgunblaðið - 26.09.1999, Page 4
4 € SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FERÐALÖG
BANDARÍKIN
PARÍS
í LAS
VEGAS
HINN fyrsta
september síð-
astliðinn var opn-
að í Las Vegas,
höfuðborg spila-
vítanna, hótel og
spilavíti sem er
eftirlíking Eiffel-
turnsins í París,
aðeins helmingi
minna. Fjölmarg-
ir nafntogaðir
einstaklingar
voru viðstaddir
opnunina, en
meðal þeirra
voru frönsku
leikararnir Cha-
terine Denevue
og Line Renaud.
Hótelið er sagt
eitt hið glæsileg-
asta í borginni,
enda 2.196 herbergi, áttatíu og
fimm þúsund fermetra spilavíti, tíu
veitingastaðir og frægustu verslun-
arkeðjur heims meðal þess sem
boðið er upp á. Hótelið sem stend-
ur við hina frægu Las Vegas Bou-
levard South, er talið með dýrari
hótelum í borginni en nóttin kostar
að meðaltali 105 dollara.
Las Vegas Review Journal á Netinu
DANMÖRK
HAUST
í TÍVOLÍ
I dag, sunnudag-
inn 26. septem-
ber, verður hald-
in uppskeruhátíð
157. starfsárs
Kaupmannar-
hafnartívolísins
með miklum
glæsibrag, en
aðstandendur
lofa risastórri
flugeldasýningu
í garðinum.
Mesta aðdrátt-
arafl sumarsins
var nýreistur 63
metra hár gyllt-
ur turn byggður
í stíl Austur-
landa fjær.
Lyfta flytur hugaða gesti á met-
hraða upp á efsta pall turnsins
þar sem þeir geta notið útsýnisins
yfir Kaupmannahöfn áður en þeir
hrapa niður aftur á nokkurum
sekúndum, eða hraðar heldur en í
frjálsu falli.
Copenhagen this Week
ENGLAND
LYSTIGARÐUR
VÍNSINS
GARÐUR tileinkaður framleiðslu
víns var opnaður á dögunum í
næsta nágrenni
við Shakespe-
are-leikhúsið í
Lundúnum á
suðurbakka
Thames. Þó svo
að Englendingar
standist ekki
samanburð við
aðrar Evrópu-
þjóðir í vínfram-
leiðslu segir í
frétt Daily
News að þeir
séu miklir
áhugamenn um
vín og vínmenn-
ingu. Tilgangur
með starfsemi
garðsins, sem
ber nafnið Vin-
opolis, er
einmitt að vekja
frekari áhuga
meðal almenn-
ings um allt er
snýr að vínfram-
leiðslu því þekk-
ing er lykill að góðri vínmenn-
ingu.
Daily News
ÞÝSKALAND
GONDÓLAR
í HAMBORG
Hamborgarbúinn Ina Mierig
kynnti nú í sumar gondólakúnst
Feneyja fyrir borgarbúum, og
sigldi þar ótrauð
um síki og fljót
jafnan með full-
setinn bát. Segir
hún borgarbúa
hafa tekið sér
furðu vel þó svo
að hún hafi ekki
alltaf uppfyllt
óskir þeirra sem
margar hverjar
voru æði furðu-
legar.
Gestii'nir eni
með merkilegar
hugmyndir um
hvað eigi og ekki
eigi að gerast á
gondólum segir
Ina og krefjast
þess meira að
segja að ég syngi,
klæðist matrósar-
fötum eða reyna
að leiðbeina mér hvernig ég eigi að
bera mig að við starfið. „I Feneyj-
um myndi engum detta í hug að
skipta sér af mér, enda er fólk upp-
tekið af því að slappa af í bátsferð-
inni, en Þjóðverjar eru haldnir
þeirri tflhneigingu að þurfa í sífellu
að betrumbæta aðra.“ Að hennar
sögn er yndislegt að sigla með
stressaða íbúa stórborgarinnar inn í
rjóður þar sem algjör kyrrð ræður
og sjá þá gleyma amstri hversdags-
ins og jafnframt kærkomin nýjung
frá mikflli umferð í Feneyjum.
DER SPIEGEL
Séð yfir nokkur húsanna og lónið í Guadalest.
KONA
í NÁLAR-
AUGA
Guadalest er lítið þorp hótt uppi í fjöilum fyrir
ofan Altea q Spáni. Axel Jón Birgisson
heimsótti þar skemmtilegt örlistasafn.
Axel Jón Birgisson
Konan stendur inni í nálarauga.
GUADALEST er
gömul Márabyggð
og það er vinsælt
hjá ferðalöngum
að heimsækja þorpið og
skoða útsýnið og söfnin.
Eins er gaman að ganga
um göturnar sem eru
þröngai’ og húsin úr kalki,
alhvít og falleg. Mikið er
um smáverslanir sem
selja allt mögulegt smá-
dót og minjagripi frá
staðnum.
Þorpinu er komið hag-
anlega fyrir efst uppi á
kletti og hæst gnæfir
gamalt virki yfir dalnum
sem ber vitni um forna
tíma. Merkilegt þótti mér
að ganga í gegnum klett
tfl að komast inn í elsta
hluta þorpsins og þaðan í
gegnum gamlan kirkju-
garð og svo upp í virkið.
Fallegt lón er þarna í ná-
grenninu sem eru vatns-
birgðir Altea og
Benidormbúa.
Elskendur ofan á bjöllu.
Örlistasafn
Eitt lítið safn skoðaði
ég mjög merkilegt fyrh-
það að verkin eru örsmá.
Svokallað örlistasafn.
Verkin eru unnin úr leir,
málmi, mannshári, steini
og tré. Myndirnar eru t.d.
af elskendum á manns-
hársrót og pari að elskast
í skel ofan á bjölluskor-
dýri og konu sem stendur
inni í nálarauga. Þarna er
líka mynd af fugli sem er
að ná sér í safa úr blómi
og mannslíkama á hári.
Ég leit oft tvisvar á
hlutinn og svo í stækkun-
arglerið því ég trúði þessu
varia en ekkert sást nema
með öflugu stækkunar-
gleri.
• Guadalest er í um
45 km fjarlægö frá
Benidorm og 15 km
fjarlægð frá Althea.
Sólarhringskort
í söfnin í Kaup-
mannahöfn
# „I
HOM tMK).
a M J V ái ® w
***». I M*Nw, CtMnraá uj P
: >*4»*n jfj * i
fjcewrww.
Wonderful Copenhagen
Th# offlcial loLMisl siie of Wond*rful Cop#nhafl«nl
Ai* yw iooLhy fcu Waimeitwt «n Wíndwfúi Oawnlwgvn - joo h*v* tm* la 16* *«*i
w** ’NOít.dV i> ownxl ini nja by 'CissúzÚáS^iíeiÚUXiiíil ■ th* íanvwfwn *>vJ vnitei* bu>*»p af (h*
5**«*» C«|)*nft»o»n - «wl * t>* iVv** «tí toi IN C*prt»l Cop*r*i*«M
i <4 vxtifi 1« «li*i i*(«v«"l *n4
Cwfco* tonkmf »t*i »>w 1«
C'op»>’h*y»fi-*it«ð
W* dð 1>ep». wjta 9k jww t« ysu *nd ***** jreu »r*f« **»t>-)CWö*y » *
Rvmemher thaugh:
fUal lif* l» itiM (•») ihimji
TM viiw«l wocw.tlk comi>»t# wíth r*«l Itf* Oin#n»i*a *»-
Com* and •«• lei youitvlf.
Wb «i« InuVlug (eiwatd la walromlny yuul
SW oHhamwy fcwum * *rtc« d».
í2J m
MARGIR leggja leið sína til
Kaupmannahafnar ef marka má
flugáætlun Flugleiða til Dan-
merkur en þangað er um þessar
mundir flogið þrisvar sinnum á
dag og jafnvel fjórum sinnum
suma daga.
Með SAS er síðan hægt að fljúga
til Kaupmannahafnar á laugardög-
um en aðra daga er SAS með föst
sæti fyrir sína viðskiptavini í vélum
Flugleiða.
Það er margt hægt að gera í
Kaupmannahöfn. Hafí lesendur
áhuga á að kynna sér hvað borgin
hefur upp á að bjóða er tilvalið að
skoða slóðirnar http://www.-
woco.dk og http://www.ctw.dk.
Fyrri slóðin ber nafnið Wonderful
Copenhagen. Hún er rekin af
markaðsskrifstofu Kaupmanna-
hafnar í samstarfi við aðra og er
opinber ferðasíða fyrir Kaup-
mannahöfn og næsta nágrenni.
Þar er að finna upplýsingar um
gististaði, uppákomur og sýning-
ar og hægt að fá allar upplýsing-
ar um sérstakt Kaupmannahafn-
arkort sem stendur ferðamönnum
til boða.
Kortið veitir aðgang að 60 söfn-
um og einnig er hægt að fá af-
slætti af bílaleigubílum, ferjum,
skoðunarferðum, lestarferðum og
fleiru með þessu korti. Kortið
gildir í sólarhring, tvo sólar-
hringa eða fjóra sólarhringa, og
kostar frá 140 dönskum krónum
eða um 1.500 íslenskar krónur
fyrir fullorðna upp upp í 320
krónur danskar sem er nálægt
3.300 íslenskar krónur. Þá er á
þessari slóð að finna uppástungur
að skoðunarferðum.
Listi yfir veitingahús
Seinni slóðin er rekin af þeim
sem gefa út tímaritið Copenhagen
This Week. Þar er að finna upplýs-
ingar um veitingahús í borginni,
það sem um er að vera í menningu
og listum, sögu borgarinnar, gisti-
staði, opnunartíma verslana, kort
af borginni og svo framvegis.
Þegar farið var inn á veitinga-
húsasíðuna var mjög aðgengilegur
listi yfir veitingastaði. Hægt var að
velja um danska matargerð, ind-
verska, alþjóðlega, gi’ænmetisstaði
og svo framvegis og fá síðan lista.
Þá var einnig sagt frá veitingahúsi
sem kynnt var í nýjasta bæklingn-
um Copenhagen This Week sem
að þessu sinni var veitingahúsið
Nico. Það var opnað sl. vor. Mat-
seðlinn var kynntur, gefið upp
verð á réttum og heimilisfangið
sem og símanúmer.
Eini gallinn við þessa síðu var að
sumt var verið að lagfæra í síðustu
viku og því var t.d. ekki hægt að
komast inn á síðu með upplýsingum
um verslanir eða gistingu.