Morgunblaðið - 08.10.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.10.1999, Blaðsíða 1
■ STJÖRNULEIKUR FÍLS í STÓRBORGINNI/2 ■ VASADISKÓ TIL EYRNA ALMENNINGS/3 ■ TURN FYRIR FÓLK SEM KÝS GISTINGU Á EIGIN FOR- JAFNRETTI TIL NAMS FYRIR ALLA?/6 ■ ANDLITSDULD/8 Rauðu skórnir í ævintýri H.C. Andersen, sem vildu ekki hætta að dansa. / IRAUÐUM skóm taka menn stórt skref í átt að aldamótum því á nýju ári verða skærir litir í fatnaði boðnir velkomnir en sauðalitir hverfa á braut, að sögn tískufróðra. Verslanir í Reykjavík hafa sumar hverjar riðið á vaðið og sett í hillurn- ar rauða skó, nokkur pör á stangli innan um alla þessa svörtu, gráu og brúnu. Æ algengari sjón í Austurstræti eru því konur og jafnvel karlar tiplandi um á eldrauðum skóm. Slíkir skór eni áberandi og geta jafnvel komið í staðinn fyrir skartgiipi, svo sem fallega eyrnalokka og hálsmen. Grámygla í bland við rautt „Rautt ögi'ar og rauðir skór bera vott um sjálfstæði eigandans, í þeim er leikur,“ segir skósölukonan í 38 þrepum á Laugavegi. Hún segir jafn- framt að rauðir skór hafí aldrei verið eins vinsælir og nú. „Við höfum verið með skó í þessum lit nokkuð lengi en Hipparnir áttu það til að skella sér í rauða skó. Hver gengur þarna eftir Austurstræti á ótrúlega rauðum skóm? Morgunblaðið/Kristinn af rauðum skóm eins og ekkert sé.“ í skóverslunum í Kringlunni sést víða glitta í rauða skó og samkvæmt upp- lýsingum verslunarkonu í Skæði er rautt það sem koma skal í skófatnaði ef marka má skósýningu þar sem tískan næsta sumar vai' tekin fyrir. „Rauði liturinn er skerandi og brýtur upp grámygluna. Hann fylgir einnig frjálslegu hippatískunni sem einkenn- ist af litadýrð og blómum." I Centrum og Evu fást rauðir skór og sumir í strumpastíl. Sölukonur segja að gaman sé að brjóta upp grunnlitina; svart og grátt með hárauðu. Rauður er vinsæll aukalit- ur, að þeirra sögn, og gefur for- smekk að litadýrð komandi árs. Viðskiptavinur lýsti yfir ánægju sinni með rauða litinn, sem er að ryðja sér til rúms. „Meira að segja er unnt að kaupa rauðar peysur og boli,“ segir hann og setur rauðan. „Rauðir skór eru kannski ekk-i fyr- ir hvern sem er, þó er gaman að eiga skó sem eru allt öðru vísi en allir hin- ir.“ Ný sending af stórglæsilegum húsgögnum Svefn & heilsa ^ « *r ^ * Listhúsinu Laugardal, sími 581 2233 • Dalsbraut 1, Akureyri, sími 461 1150 • www.svefnogheilsa.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.