Morgunblaðið - 08.10.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.10.1999, Blaðsíða 6
B FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Jafnrétft til náms fyrir all - nema þroskaheft Morgunblaðið/Halldór í STOFUNNI HEIMA - Helena Dögg ásamt foreldrum si'num, Bryndísi M. Steinsson og Erni Eyjólfssyni. Helena Dögg er átján ára, einhverf og greind- arskert, býr í foreldra- húsum, starfar hluta úr degi á starfsþjálfunar- stað fyrir fatlaða og sækir Fullorðins- fræðslu fatlaðra tvisvar í viku. Valgerður Þ. Jónsdóttir heimsótti heimasætuna og for- eldra hennar, sem telja að þroskaheftir njóti ekki jafnréttis til náms. SEM smábarn gaf Helena Dögg sig fremur lítið að öðru fólki en nánustu fjöl- skyldu; foreldrunum, Bryn- dísi M. Steinsson og Erni Eyjólfs- syni, og eldri systkinum sínum, Guðrúnu Elínu, sem var átta ára þegar litla systir fæddist, og Ró- berti Emi, þá fimm ára. Manna- fæla virtist hún þó ekki vera og Bryndís og Örn höfðu engar áhyggjur þótt Helena Dögg skriði öðruvísi en önnur börn og væri sein til máls og gangs. „Hún var vær, kát og ljúf og við kipptum okkur ekkert upp við það þótt skriðtæknin fælist í að spyrna sér áfram á hælum og hnakka. Eftir á að hyggja voru ýmis sérkennileg- heit í hegðun hennar, sem við könnuðumst ekki við í fari hinna barnanna okkar, ef til vill vísbend- ing um að ekki væri allt með felldu. Við héldum bara að Helena Dögg væri svolítið seinþroska og létum m.a. rannsaka heyrnina til að leita eðlilegra skýringa," segja Bryndís og Örn. Heymin var í fínu lagi. Líkt og flestir foreldrar hafa efalítið til- hneigingu til segjast þau hafa bælt allar hugsanir um að dóttir þeirra kynni að vera þroskaheft. „A fjórða ári fór hún í leikskóla og þá bar fljótlega á vandamálum í samskipt- um hennar við önnur börn. Hún einangraði sig, en eins og síðar, í Öskjuhlíðarskólanum og víðar, gerðist eitthvert barnanna sjálf- skipaður verndarengill hennar; tal- aði fyrir hana og verndaði þegar á móti blés. Ur varð að sálfræðingur var fenginn í leikskólann, bæði fóstranum til halds og trausts og til að greina í hverju vandi Helenu Daggar væri fólginn." Alltaf barn Þegar hér var komið sögu gældu Bryndís og Örn ennþá við að vand- inn væri einungis minniháttar og tímabundinn. Að áeggjan sálfræð- ingsins fóru þau með Helenu Dögg í greiningu á Greiningarstöð ríkis- ins þar sem hún var rannsökuð sumarlangt á hverjum degi - og í lokin úrskurðuð á eftir jafnöldram sínum á flestum sviðum. „Okkur var sagt að með aldrinum myndi bilið að öllum líkindum breikka, en við vonuðum þó að sú spá gengi ekki eftir. Þótt niðurstaða grein- ingarinnar hefði ekki komið okkur með öllu í opna skjöldu vorum við lengi að átta okkur á að „normið“ í lífí okkar yrði aldrei samt aftur. I vissum skilningi yrði Helena Dögg alltaf barn, sem þyrfti að einhverju leyti á umönnun okkar að halda svo lengi sem okkar nyti við.“ Þar sem þekkingu og tækni við greiningu á hvers kyns fötlun hef- ur fleygt fram á undanförnum ár- um ákváðu Bryndís og Örn að fara með dóttur sína í greiningu öðru sinni sl. haust. „Miðað við allt sem við höfðum heyrt og lesið um ýms- ar þroskatruflanir granaði okkur að Helena Dögg væri einhverf.“ Granurinn reyndist á rökum reistur því Helena Dögg var greind einhverf en jafnframt greindar- skert eins og 70-80% einhverfra. Staðfestinguna segja þau að vissu leyti hafa verið létti vegna fram- vindu í þroska og samskiptum dótt- ur þeirra við aðra, enda sé öðram aðferðum beitt til að nálgast ein- hverfa en aðra þroskahefta sem og heilbrigða. „Þótt oft skorti skilninginn þá hefur Helena Dögg gott sjónminni. Stundum hefur reynst vel að skrifa einföld skilaboð á lítinn miða og rétta henni ef mikið liggur við. Eins og við segjum stundum þá kjaftar á henni hver tuska við okk- ur en síðan lokast hún innan um ókunnuga eða ef gest ber að garði," segja Bryndís og Örn. Núverandi gestur rekur upp stór augu, enda Helena Dögg, sem rétt áður kom aðvífandi með kaffí og kleinur, nýbúin að svara spuming- um um hvort hún væri alltaf svona húsleg, hver væri uppáhaldsnáms- greinin, uppáhaldstónlistin og öðr- um áþekkum. „...eða þannig var það,“ flýta foreldramir sér að bæta við „því hún hefur þroskast ótrúlega mikið'síðustu tvö árin. Hún hefði ekki setið hér hjá okkur áður.“ Hvert hænufet í auknum þroska fínnst þeim vera stórsigur. „Við er- um heppin. Eldri börnin hafa stað- ið sig vel á öllum sviðum og Helena Dögg jafn vel - en á sínum for- sendum.“ Þótt víða megi bæta um betur ljúka Bryndís og Örn lofsorði á hvernig samfélagið býr að mörgu leyti vel að þroskaheftum börnum og fjölskyldum þeirra. Að minnsta kosti hafi þau notið góðs af, þótt í byrjun hafí þeim fundist svolítið snúið að nálgast upplýsingar um aðstoð í boði. Ekki við sama skólaborð Bryndís og Öm eru ekki eins sátt við skilyrði Helenu Daggar og hennar líkra til menntunar og starfa á unglings- og fullorðinsár- um. Þótt þau segi jafnrétti til náms tryggt í lögum sitji þroskaheftir ekki við sama skólaborð og aðrir þegnar. „Lífsskilyrði fatlaðra hafa batnað mikið á liðnum árum og skilningur á aðstæðum þeirra og fjölskyldna þeirra aukist. Lagaá- kvæði um jafnrétti til náms virðast þó bara í orði en ekki á borði. Stutt er síðan þroskaheftum bauðst tveggja ára nám í framhaldsskól- um - en bara í einstaka skóla - sem kom í stað tveggja ára náms í Öskjuhlíðarskóla að loknum grunn- skóla. Þótt það sé óneitanlega framfór næst jafnrétti ekki fyrr en skrefið er stigið til fulls því aðrir nemendur eiga kost á fjórum, sex eða jafnvel fleiri árum eftir því hvaða hraði hentar þeim.“ Þetta fyrirkomulag finnst Bryn- dísi og Emi brot á mannréttindum. „Við vitum að börnin okkar ná ekki akademískum árangri eins og flest- ir í framhaldsskóla. A hinn bóginn teljum við hefðbundið skólastarf vænlega leið til að auka félags- þroska þeirra og færni á ýmsum sviðum. Á þessum aldri era þau oft móttækilegri fyrir námi en á öðr- um æviskeiðum - og því finnst okk- RÉTTUR ÞROSKAHEFTRA TIL NÁMS í FRAMHALDSSKÓLUM SAMKVÆMT nýrri aðalnámskrá fram- haldsskóla 1999 er gert ráð fyrir að skólarnir verði opnir fyrir þá sem notið hafa verulegrar sérkennslu í grunn- skóla, verið í sérdeild eða sérskóla og fengið námsmat samkvæmt 48. gr. grunnskólalaga. Þessum nemendum á að bjóðast tveggja ára námsbraut; starfsbraut 3 og 4 (st3), sem er a.m.k. helmingi styttra nám en öðrum nemend- um stendur til boða. I bæklingnum Enn betri skóli, þeirru réttur - okknr skylda, sem gefínn var út í aprfl 1998 og ætlaður var til að kynna almenningi meginatriði væntanlegrar aðalnámskrár, segir: „Jafnrétti til náms er fólgið í því að bjóða nemendum nám og kennslu við hæfí og gefa þeim tæki- færi til að spreyta sig á viðfangsefnum Björn Bjarnason að eigin vali. I þessu felast ekki endilega sömu úr- ræði fyrir alla heldur sambærileg og jafngild tæki- færi. Verkefnin skulu höfða jafnt til drengja sem stúlkna, nemenda í dreifbýli sem þétt- býli og fatlaðra og ófatlaðra.“ I aðalnámskrá framhaldsskóla 1999 er vitnað í stjórnarskrá fslenska lýð- veldisins og mannréttindasáttmála Sa- meinuðu þjóðanna, sem íslendingar eru aðilar að, um að hver maður eigi rétt til menntunar. Foreldrar þroskaheftra nemenda, sem útskrifuðust síðastliðið vor eftir tveggja ára nám í Borgarholtsskóla, hafa sent menntamálaráðherra fyrir- spurnir um hvort fyrirhugað sé að bjóða þroskaheftum ungmennum upp á ljög- urra ára nám í framhaldsskólum eins og öðrum. Eins og fram kemur í viðtalinu við Bryndísi M. Steinsson og Örn Eyj- ólfsson, sem eru í þessum hópi, fínnst þeim réttur þroskaheftra fyrir borð bor- inn í skólakcrfinu. En hverju svarar Björn Bjarna- son menntamálaráðherra eftirfarandi spurningum sem á þeim brenna?: Ferðafélag íslands Mörkinni 6 • I08 Reykjavík Sími 568 2533 • Fax 568 2535 • www.fi.is • fi@fi.is Við erum alltaf á ferðinni! Laugardagur 9. okt, kl. 9.00 Haustlita- og fræðsluferð í Borgarfjörð. Farið að Hreðavatni, ( Norðtunguskóg og víðar. Verð 3.000 kr. Fararstjórn frá Skógræktarfélaginu. Sunnudagur 10. okt. kl. 10.30 Móskarðshnúkar - Trana. Gengin ný leið úr Eyjadal. Verð 1.500 kr. kl. 12*00 Mosfellssel - Bringur, söguganga. Ný fróðleg gönguferð með Guðjóni Jehssyni. Stríðsmjnjaskoðun í Hvalfirði er frestað. Verð 1.300 kr. frltt f. börn m. fullorðnum. Brottför frá BSl, austanmegin og Mörkinni 6. Hvaða framhaldsskólar bjóða þroskahcftum upp á tveggja ára nám (starfsbraut 3 og 4 samkvæmt nýrri aðalnámskrá fyrir fram- haidsskóla)? Hvehter verður tryggt að slfk námsbraut verði í boði f nógu mörgum framhalds- skólum? haustönn 1999 er kennsla fyrir þroskahefta í eftirtöldum skólum. í Reykjavík: Iðnskólinn í Reykja- vík, Borgarholtsskóli og Fjölbrauta- skólinn í Breiðholti. I Kópavogi: Menntaskólinn í Kópavogi. I Garða- bæ: Fjölbrautaskólinn í Garðabæ Á Reykjanesi: Fjölbrautaskóli Suður- nesja. Á Vesturlandi: Fjölbrautaskóli Vesturlands. Á Vestfjörðum: Fram- haldsskólinn á ísafirð. Á Norðurlandi vestra: Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra. Á Norðurlandi eystra: Verk- menntaskólinn á Akureyri (Hvammshlíðarskóli tekur erfiðustu nem.) og Framhaldsskólinn á Húsa- vík. Á Austurlandi: Menntaskólinn á Egilsstöðum og Verkmenntaskóli Austurlands. í Homafirði: Fram- haldsskólinn í A-Skaftafellssýslu. Á Suðui-landi: Fjölbrautaskóli Suður- lands. I Vestmannaeyjum: Fram- haldsskólinn í Vestmannaeyjum. „Erfitt er að greina á milli starfs- brautar 1 og 2 annars vegar og starfsbrautar 3 og 4 hins vegar, einkum í skólum úti á landi þar sem þessar brautir era í einni deild. Reynslan er sú að skólar taka við öllum nemendum á þeirra svæði og reyna að veita þeim þjónustu við sem fá einstaklingsbundna aðstoð. Af hálfu menntamálaráðuneytisins hefur verið lögð mikil áhersla á það undanfarin ár, að framhaldsskólarn- ir tækju á móti þroskaheftum nem- endum. Tel ég að vel hafi til tekist í mörgum skólum. Jafnframt hefur verið lögð áhersla á það af hálfu ráðuneytisins að reyna að ná til for- eldra þroskaheftra nemenda með góðum fyrirvara í því skyni að búa skólana sem best undir að sinna þessu hlutverki sínu. Virðist svo sem tekist hafi að fullnægja þörfinni varðandi tveggja ára nám.“ Er ákvörðun um að bjóða þroska- heftum tveggja áru nám í fram- huldsskólum á valdi skólastjóra einstakra skóla eða menntamála- ráðuneytisins? Æ svæðum úti á landsbyggðinni þjónar ákveðnu svæði er það hlut- verk þess skóla að veita öllum nem- endum á svæðinu skólavist og hafa þeir gert það. Þar sem fleiri en einn framhaldsskóli er á ákveðnu svæði eins og í Reykjavík hefur ráðuneytið samið við tiltekna skóla um náms- framboð. Oft er um verkaskiptingu Aðventuferð í bórsmörk 27v-28. nóvember' ’jj Áramótaferð í Þófsmörk 3 I. des-2. jan„... HS Sjá nánar um ferðir á textavarpi bls. 619 M ftirfarandi skólar bjóða fram LJ kennslu fyrir þroskahefta, ýmist er um að ræða sérdeildir ef nemenda- fjöldi gefur tilefni til eða einstaklings- kennslu. Miðað er við að allir þroska- heftir nemendur fái kennslu í tvö ár, en stefht er að því að lengja námið. Á bundnar námsáætlanir. Á höfuð- borgarsvæðinu er starfsbraut 3 og 4 í Borgarholtsskóla, Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti, Menntaskólanum í Kópavogi og Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Um 130 nemendur eru í sérdeildum framhaldsskóla núna á haustönninni og að auki era nokkrir að ræða á milli skóla t.d. varðandi framboð á kennslu fyrir þroska- hefta. Þannig hefur Iðnskólinn verið með námsframboð fyrir þroskahefta nemendur sem geta umgengist vélar og Borgarholtsskóli með starfsbraut 3 og 4 en Fjölbrautaskólinn í Breið- holti með starfsbraut 1 og starfs-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.