Morgunblaðið - 10.10.1999, Qupperneq 3
2 D SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1999 D 3'
BÍLAR
BÍLAR
eða hcldl),
40 manns
panta dísil
M-jeppa
MERCEDES-Benz M-jeppinn kem-
ui’ á markað hér á landi með dísilvél í
desember. Hann verður talsvert bet-
ur búinn í grunninn en ML 230 bens-
ínbíllinn og á að kosta um fjórar millj-
ónir króna. Nú þegar hafa 40 manns
pantað dísilútgáfuna hjá Ræsi hf.,
umboðsaðila Mercedes-Benz. Dísilvél
M-jeppans er fimm strokka common-
rail, samrásarinnsprautun, sem skilar
163 hestöflum án forþjöppu. Hröðun
úr kyrrstöðu í 100 km hraða er sögð
taka rétt yfir 11 sekúndur. Staðalbún-
aður er ný sex gíra beinskipting
Mercedes-Benz en hann verður
einnig fáanlegur með sjálfskiptingu.
o
O oo
|eppa
Hleypt úr dekkjum áður en haldið var inn Kaldadal.
ContiWinterContact TS 780 heita nýju vetrardekkin frá Continental.
Ford og
Mazda smíða
FORD hefur staðfest að fyrirtækið
hafi í hyggju að smíða fjórhjóladrif-
inn jeppa í samstarfi við Mazda. Bíll-
inn verður smíðaður í japanskri
verksmiðju og hefst framleiðslan á
fyrri hluta næsta árs. Ford á meiri-
hluta í Mazda.
Nýr barna-
bílstóll Volvo
VOLVO hefur kynnt nýja gerð
bamabílstóls. Börn allt að þriggja til
fjögurra ára gömul, eða þar til þau
ná 18 kg þunga, geta notað stólinn
sem snýr í öfuga átt við aksturs-
stefnu bílsins. Fram til þessa hafa
barnabílstólar af þessu tagi aðeins
verið til fyrir börn upp að 9 kg
þyngd. Þegar árekstur á hindrun
framundan verður færist höfuð og
háls farþega af afli fram á við sem er
sérstaklega hættulegt ungum börn-
um þar sem höfuð þeirra er hlutfalls-
lega þungt í samanburði við aðra lík-
amshluta. Nýi barnabílstóllinn sem
snýr í öfuga átt við akstursstefnu
kemur hins vegar í veg fyrir að höf-
uð og háls hreyfist að ráði.
Við prófunarbrautina á Langjökli.
CONTINENTAL hjólbarða-
framleiðandinn þýski hefur
staðið fyrir umfangsmikilli
kynningu á vetrarhjólbörðum á
Langjökli síðustu daga með þáttöku
um 400 blaðamanna frá Evrópu.
Einnig komu til landsins fjórar sjón-
varpsstöðvar, frá Þýskalandi, Ítalíu
og Austurríki, sem auk þess að fjalla
um hjólbarða Continental, munu gera
íslandi og íslenskri náttúru skil í sinni
umfjöllun. Undirbúningur að komu
Continental til landsins hefur staðið
yfir í langan tíma en upphaílega stóð
til að fyrirtækið yrði með kynningu
hér á landi fyrir tveimur árum en
ekkert varð úr því.
Miklir flutningar upp á jökul
Arngrímur Hermannsson, forstjóri
Addlce ferðaskrifstofunnar, sem sá
um skipulagningu og flutninga til og
frá Langjökli, segir að forsvarsmenn
hinna ýmsu deilda Continental hafi
komið sjö sinnum til landsins til að
undirbúa kynninguna. Hann sagði að
gengi þetta verkefni vel gæti það leitt
til fleiri verkefna af svipuðu tagi því
það væri fljótt að spyrjast út hvern-
ig staðið væri að slíkum málum.
Að sögn Markus Burgdorf,
hjá almenningstengsladeild
Continental, nam kostnaður
við kynninguna ekki undir
Continental hefur undanfarna daga kynnt
nýja línu vetrarhjólbarða á Langjökli og
eytt í það ríflega 70 milljónum króna. 400
blaðamenn frá Evrópu hafa sótt kynning-
una. Guðjón Guðmundsson slóst í hópinn.
einni milljón dollurum, eða rúmlega
70 milljónum króna, og er þá ekki
meðtalinn launakostnaður starfs-
manna fyrirtækisins sem hafa unnið
að undirbúningi kynningarinnar um
nokki-a vikna skeið.
Blaðamenn og forsvarsmenn
Continental bjuggu á Hótel Sögu en
blaðamennirnir komu í alls tíu hópum,
um 40 manns í hverjum hóp. Hér
dvöldust þeir í tvær nætur og þrjá
daga, þar af einn dag á Langjökli þar
sem ráðgert var að kynna nýja línu
vetrarhjólbarða. Blaðamaður Morg-
unblaðsins slóst með í förina og varð
vitni að barnslegri hrifningu erlendu
gestanna á íslenskri náttúru og ekki
síst akstri á jökli, sem fæstir höfðu
nokkurn tíma stigið á fyrr. Starfs-
menn Addlce sögðu að þrátt fyrir
vandamál sem hefðu komið upp vegna
slæmra veðurskilyrða fyrstu daga
kynningarinnar hefðu blaðamenn
aldrei misst gleði sína og talið sig hafa
lent í miklum ævintýrum, og jafnvel
hrakningum, á íslandi.
Gekk ilia fyrstu dagana
Burgdorf sagði að ísland hefði orð-
ið fyrir valinu þar sem það væri einn
af fáum stöðum í Evrópu þar sem
hægt væri að ganga út frá því sem
vísu að snjó væri að finna á íjöllum.
Burgdorf segir að prófunin hefði þó
að mestu leyti farið fyrir ofan garð og
neðan fyrstu dagana vegna slæmra
veðurskilyrða á jökli. Blaðamenn
hefðu þó sýnt því skilning þegar þeir
litu sjálfir aðstæður uppi á jökli. Bíla
hafí fennt í kaf og aksturbrautir sem
voru troðnar að morgni voru orðnar
ófærar eftir hádegi.
Ferðaskrifstofan Addlce sá um að
flytja um 20 fólksbifreiðar upp á Lan-
gjökul sem nota átti við prófanirnar
og nokkra gáma sem starfsmenn
Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson
Continental höfðust við í meðan á
blaðamannaheimsóknum stóð. Síðan
flutti Addlce einnig blaðamennina á
jökul, sem fæstir höfðu áður setið í ís-
lenskum ofurjeppum sem hefur verið
sérstaklega breytt til að takast á við
ferðir um hálendið.
Þama var að finna hálfan annan tug
jeppa, Toyota Land Cruiser, Nissan
Patrol og einn Land Rover Defender
var einnig meðal ökutækja. Bílunum
hafði öllum verið breytt iyrir 38 tommu
hjólbarða en líka var farið á Toyota
Land Cruiser á 44 tomma dekkjum,
þeim sama og ekið var í tvígang yfir
Grænlandsjökul fyrr á árinu. Allt vom
þetta hinir vígalegustu farskjótar með
öllum mögulegum búnaði, svo sem raf-
magnsloftdælu, GPS staðsetningar-
búnaði og fjarskiptatækjum af ýmsurn
gerðum. Aftastur fór Ford Econoline
sem hafði verið breytt í útvarpsstöð á
hjólum, Radio Conti, sem útvarpaði á
FM 106 stuttum fréttum af
Continental fyrirtækinu, nýju hjólbörð-
unum, markaðshlutdeild fyrirtækisins
og léttri tónlist í bland.
BMW Z9 er rennilegur og krafta-
legur sportbíll með einni tækni-
væddustu V8 dísil-
vél heims.
ContiWinterContact er með
örskurði í sólanum.
Haldið var af stað frá Hótel Sögu að
morgni sl. sunnudags og farið um
Hvalfjarðargöngin, Borgames og inn
að Húsafelli. Síðan tók við Kaldidalur
eyðilegur og líflaus. Við blasti Eiríks-
jökull og síðar Langjökull, Hádegis-
fjall og Okið í suðri. Við jökuljaðarinn
staðnæmdist hópurinn og á meðan
blaðamenn dúðuðu sig í hlýja galla
sem Langjökull hf., fyrirtæki sem
heldur úti vélsleðaferðum og reksti-i
snjóbíla á Langjökli, skaffaði, hleyptu
jeppamenn lofti úr hjólbörðum. Til
stóð að fara í útsýnisferð upp að Toppi,
hæsta punkti jökulsins. Ferðin upp
jökuljaðarinn sóttist vel en þegar kom-
ið var upp í meiri hæð hvarf skyggnið
á augabragði og færðin þyngdist veru-
lega. Enn fóru menn út og hleyptu
meira lofti af hjólbörðum þannig að
ekki var eftir nema um þrjú pund í
þeim. Með því móti stöðvaði ekkert fór
bílanna. Ekið vai- eftir GPS tækinu en
ákveðið var að snúa við áður en Toppi
var náð var lítils skyggnis. Vitað er að
utan slóða geta leynst hættuleg-
ar sprungur.
Áð var í Kaldadal. Eiríksjökul ber við himin.
Þar sem gámunum hafði verið kom-
ið fyrir uppi á jökli var að finna heilan
flota af fólksbílum. Þarna voru VW
Golf, Alfa Romeo 146, VW Lupo og
fleiri vinsælir bílar frá Evrópu, allir á
nýju ContiWinterContact TS 780
dekkjunum. Þarna var líka Mazda Mi-
ata með blæjuþaki, sem var reyndar á
kafi í einum skaflinum þegar sá er
þetta ritar kom á staðinn. Það var
furðuleg sýn að horfa á þennan
spræka sportbíl í annarlegu umhverf-
inu innan um snjóbíla, vélsleða og of-
urjeppa.
Við vorum fyrsti hópurinn sem gafst
tækifæri að prófa nýju dekkin í sénít-
búinni reynsluakstursbraut. Búið var
að troða tiltölulega nýfallinn snjóinn
en grunnt var niður á glerhált svellið.
Hópnum var skipt í tvennt. Meðan
annar helmingurinn fór í dálitla ferð á
vélsleðum undir leiðsögn starfsmanns
Langjökuls, reyndu hinir nýju dekkin.
Ekki buðu skilyrði þó upp á nákvæma
prófun heldur miklu fremur nasasjón
af virkni hins nýja býkúpumynsturs
sem myndað er með ör-
tff-
Mazda Miata fremst á myndinni ásamt öðrum bfium sem iiafði fennt í kaf á Langjökli.
skurði dekkjanna. Á tungumáli hjóla- þar með endingu auk þess sem skurð-
barðaframleiðenda er talað um að irnir eru sagðh- ryðja betur frá sér
míkróskera dekk. Notaðar eru sér- vatni og draga því úr hættu á fleyti-
Mesta
markaðs-
hlutdeild
í Evrópu
CONTINENTAL hefur mesta
markaðshlutdeild í Evrópu fyr-
ir vetrarhjólbarða. Árið 1994
seldust alls alls 18 milljónir
vetrarhjólbarða í Vestur-Evr-
ópu, þar af 5 milljónir sem
framleiddir voru af
Continental. Fimm árum síðar
nam heildarsalan 28 milljónum
hjólbarða og hlutur Continental
var um 30%.
Continental gaf út sérstaka
fréttatilkynningu í tilefni af
kynningu á ContiWinterContact
TS 780 vetrarhjólbörðunum í
Hannover og Reykjavík á sama
tíma. Þar segir að nýju hjól-
barðarnir hafí verið þróaðir í
því skyni að auka enn umferð-
aröryggi að vetrarlagi. Hjól-
barðaframleiðendur hafa allir
sameiginlegt vandamál að
ghma við; að framleiða hjól-
barða með hámarksveggripi
jafnt í snjó og á þurrum vegum.
Continental telur sig hafa færst
nær þessu markiniði með „bý-
kúpumynstri" sem skorið er í
sólann örfínum
skurðum. Þetta
er í fyrsta sinn
sem mynstur af
þessu tagi er
kynnt í
Continental.
Jafnframt notast
fyrirtækið við
n3Íja gerð
gúmmís með
blöndu af díoxíð
sem sagt er
draga úr hvin á
þurrum vegum.
Meginmarkmið
Continental með
þróun nýja hjól-
barðans var að
ná fram eins
stakar skurðvélar til að rista fíngerða
skurði í sólann sem gerir það að verk-
um að flipar fletjast út og dekkið fær
betra grip. Þessi tækni er þekkt meðal
íslenskra jeppamanna sem margir
hafa látið míkróskei-a undir sína
bíla en þetta er í fyrsta sinn
sem Continental beitir
þessari tækni sem jafn-
framt er sögð bæta kæl-
ingu hjólbai-ðanna og
Smart í
sport
útfærslu
MERCEDES-Benz hefur kynnt
sportútfærslu af Smart bílnum. Bíll-
inn er 3,20 m á lengd og 1,6 m á
breidd og vegur 700 kg. Hann lítur
einna helst út eins og leikfang en hér
er um fullgildan lítinn sportbíl að
ræða. Hann er á 17 tommu felgum
og hefur 4,60 sm lengra hjólhaf en
Smart borgarbíllinn. Bíllinn er með
sömu vél og borgarbíllinn, þ.e.
þriggja strokka, 55 hestafla bensín-
vél með forþjöppu.
Stærri vél
RÖNG vélarstærð var tilgreind í
Nissan Micra í samanburðartöflu
sunnudaginn 26.9. í umfjöllun um
Daewoo Matiz. Rétt vélarstærð
Micrunnar er 1.300 rúmsentimetrar
og vélin er 75 hestöfl. Beðist er vel-
virðingar á þessu ranghermi.
Hugmynd BMW u
framtíðarsportbíl
BMW hefur kynnt hugmyndabílinn Z9 sem er glæsi-
lega hannaður sportbíll hlaðinn tækni og búnaði. Yfir-
byggingin bílsins er úr trefjaefnum og grindin er úr áli.
Þetta gefur yfirbyggingunni nægan styrk en dregur
um leið verulega úr þyngd bílsins. Vélin er helsta stolt
BMW, sama V8 dísilvélin og kynnt var í 740d bílnum.
Z9 er með rennilegum framenda sem er hannaður til
að kljúfa loftmótstöðu með sem minnstu átaki en aftur-
endinn er stuttur og kraftalegur. Þetta er stór sport-
bfll, fimm metrar á lengd og næstum tveir á breidd.
Hæðin er 1,35 m og hjólhafið 3,10 m. Af vatnskassahlíf-
inni og tvöföldum framlugtum sést að þetta er hrein-
ræktaður BMW. Ofan við framlugtir eru stefnuljósin
sem varpa frá sér neónljósi.
Stór hjólin setja kraftalegan svip á bílinn. Að framan
eru 20 tommu felgur og 21 tomma að aftan. Það þarf líka
gott grip til að taka við aflinu frá V8 dísilvélinni
með samrásarinnsprautuninni. Hún er 3,9 lítrar
að rúmtaki, með forþjöppu, skilar 245 hestöflum
og togaflið er hvorki meira né minna en 560 Nm.
Z9 er með vængjadyr báðum megin og ná þær
yfir allt farþegarými bílsins. Hurðirnar opnast
upp og mynda þægilegt aðgengi að öllum fjórum
sætunum. Einnig er hægt að opna hurðirnar á
hefðbundinn hátt og opnast þá einvörðungu fyrir
ökumann og farþega í framsæti. Þessu er öllu
stjórnað með fjarstýringu. Fjarstýringin stjórnar
ekki aðeins hurðunum heldur gangsetur einnig raf-
kerfi bílsins. Ökumaður stingur síðan lyklinum í rauf
í millistokk og þrýstir á hnapp í mælaborðinu til að
gangsetja vélina. Lítill gírstilkur er á stýrissúlunni en
sjálfskiptingin er með handskiptimöguleika og er þá
líH»u
Giato
l»asti.
akstri (aquaplanning).
Ai-ngrímur Hermannsson, forstjóri
Addlce ferðaskrifstofunnar, sem ann-
ast skipulagningu og flutninga til og
frá Langjökli, segir að næstu hópar
sem á eftir komu hafi fengið betri
skilyrði til að prófa hjólbarðanna. Þá
hafi t.a.m. verið komið upp hemlunar-
braut og hringbraut sem reynir á grip
hjólbarðanna undir öðru álagi og
kringumstæðum.
góðu veggripi og hægt er þegar
hliðarkraftar verka á bílinn í
beygjum um leið og hámarks-
aksturseiginleikum væri haldið
á blautum og þurrum vegum.
Fyrri kynslóð ContiWinter-
Contact var einvörðungu með
beinum skorum langsum eftir
sólanum og þversum. Nýjungin
nú er býkúpumynstrið sein
Continental segir að hafí yfír-
burði þegar kemur að hliðar-
kröftum.
Til SÖIu — beint frá Kanada
1997 Jeep Grand Cherokee Ltd. og Laredo, báðir lítið keyrðir.
Verð 27,000.00 og 23,000.00 kanadískir dollarar, FOB Halifx.
Netfang: natcome@aol.com
Sími: 001 514 637 2486.
skipt með því að þrýsta á hnappa í stýrinu. Með Z9 vill
BMW koma á framfæri sinni framtíðarsýn, jafnt í
tækni sem útlitshönnun. Alls óvíst er hvort bíllinn nái
því að komast á framleiðslustig.
BILARAF
er flutt ur Borgartúni 19,
í Auðbrekku 20 í Kópavogi
Nýtt símanúmer er
56 40 400
Alternatorar og startarar í fólksbíla, vörubíla,
vinnuvélar og bátavélar.