Morgunblaðið - 10.10.1999, Page 4
*á D SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
BÍLAR
Boðar engar nyjungar
Premacy er viðbót á þessum
markaði en boðar engar sérstakar
nýjungar. Þetta fimm manna bíll,
eins og Scénic, með fimm sjálf-
stæðum sætum. Farþegasætin
þrjú að aftan er hægt að fella
fram, fella fram og velta upp að
framsætum eða taka úr bflnum. Þá
er hægt að dunda við það að stilla
sætin á hvorki meira né minna en
100 mismunandi vegu, eins og seg-
ir í bæklingi Mazda. Þannig má
gera þennan fímm manna bíl að
sendibfl með lítilli íýrirhöfn eða
breyta innanrýminu í takt við
þarfirnar hverju sinni. Farþega-
sætisbak að framan og miðjusætis-
bak að aftan er hægt að fella fram
og nota sem borð.
Þægilegui’ og aflmikill
Nýjungarnai- í þessum flokki bíla
eru hins vegar Fiat Multipla, sem
er nýstárlega hannaður, sex manna
bfll með samskonar breytilegt inn-
anrými og byltingarkennda innrétt-
ingu, og einkum þó Opel Zaflra,
sem er sjö manna bfll, og hefur því
forskot á keppinautana hvað far-
þegaflutningsgetu varðar. Hann er
hins vegar ekki kominn á markað
hériendis og telst því vart til keppi-
nauta enn.
Ekki eru þó allir að leita að svo
mikilli farþegaflutningsgetu. Prem-
acy gæti verið þeirra kostur því hér
er á ferðinni þægilegur fimm
manna bfll með miklu flutningsrými
og breytilegu, með traustvekjandi
aksturseiginleika og aflmikla vé).
Annað sem einkennir flesta litla
fjölnotabíla er hve þægilegt er að
setjast inn í þá og fara út úr þeim.
Premacy er þar engin undantekn-
ing. Það er setið hátt í bílnum, 180
millimetrum hærra en t.a.m. í 323
hlaðbaknum. Útsýni er prýðilegt
út um stóra framrúðu og hiiðar-
rúður ásamt iitlum skjá við
fremsta gluggapóstinn. Út-
sýni um afturspegil tak-
markast á hinn bóginn nokk-
uð af hnakkapúða í aftursæt-
inu fyrir miðju. Þetta getur
jafnvel truflað ökumann við
að meta fjarlægðir þegar
bflnum er bakkað. Frágang-
ur í innanrými virðist allur til
fyrirmyndar en fremur hefð-
bundinn. Það er efnisnotkunin
líka sem samanstendur að
mestu leyti af ljósgi-áu plastefni.
Það er engu að síður bjart yfír
öllu inni í bílnum og það er
greinílega vandað til alls frá-
gangs.
Tvær útfærslur
Sæti eru þægileg og vel formuð
og framsætin eru með færanlegri
armhvflu. Allir stjórnrofar eru
þægilega staðsettir ef undanskilin
er gírstöngin sem höfð of aftarlega
Vélin er fjögurra strokka, 16 ventla, og skilar 115 hestöflum.
Allt er fremur hefðbundið að innan, bjart og frágangur vandaður.
& -s o ^ Mazda Premacy mazxm Renault Mégane Scénic \ Fiat Multipla f 100 SXI Mitsubishi » Space a 1 Starans
Vél, cm3 1.840 1.998 1.591 1.299
Afl, hestöfl 115 115 102 86
Hám.hraði, km/klst. 180 185 170 170
Hröðun, 0-100 km/klst. 11,4 sek. 11,1 sek. 12,6 sek. 13,4 sek.
Lengd, mm 4.295 4.135 3.990 4.030
Breidd, mm 1.705 1.720 1.870 1.700
Hæð, mm 1.570 1.600 1.670 1.515
Sæti 5 5 6 5
Farangursrými, I 370/1.800 410/1.800 430/1.300 370/1.370
Samlæsing Já Já Já Já
Álfelgur 58.400 Já 59.000 kr 50.000 kr
Líknarbelgir 4 1 4 4
Hemlalæsivörn Já Já Já Já
Eyðsla, (bland. akstur) 8,3 1/100 km 9,0 1/100 km 8,6 1/100 km 6,81/100 km
Verð, kr. 1.859.000 1.998.000 1.630.000 1.525.000
Afturhlerinn er stór og gott að hiaða bflinn.
þannig að þegar hægi-i hönd öku-
manns hvflir á armhvílu þarf hann
að beita úlnliðnum til að skipta um
gíra. Þetta venst þó ágætlega, ekki
síst vegna þess að gírskiptingin er
lipur og x-atvís.
Premacy er nákvæmur í stýri og
þægilegur í allri notkun. Aflið kem-
ur frá fjögurra strokka, 1,8 lítra vél,
115 hestafla. Þetta er skemmtilega
aflmikil vél sem býður upp á fína
vinnslu og togar vel í öllum gírum.
Það er ekki vandamál að setja niður
fyrir sig hvaða gerð af bflnum skuli
velja ef valið á annað borð snýr að
Premacy. Bíllinn er eingöngu fáan-
legur í tveimur útfærslum, þ.e. GXi
og GSi sem báðar eru með 1,8 lítra
vél. Önnur er 100 hestöfl en hin 115
og hérlendis verður einvörðungu
boðið upp á síðasttöldu gerðina,
með eða án sjálfskiptingar. I byrjun
næsta árs er síðan von á Premaey
með 2,0 lítra forþjöppudísilvél í
Evrópu.
Vel búinn
Premacy er smiðaður á sömu
botnpiötu og Mazda 323 og er með
McPherson að framan og fjölliða-
fjöðrun að aftan. Hann liggur betur
á vegi en búast hefði mátt við af svo
hábyggðum bfl og fer vel með
snöggar beygjur. Hann er líka
prýðilega vel hljóðeinangraður.
Þótt hönnuðum Mazda hafi tekist
mæta vel að sneiða hjá hálfþreytu-
legu sendibflaútliti sem oft
vill hrjá fjölnotabíla er
Preraacy langan
veg frá því að
vera jafn frísklegur eða djarflegur í
útliti og Fiat Multipla eða Renault
Scénic. Einnig virðist sem hönnuðir
hafi fengið sitthvað að láni frá móð-
urfyrirtækinu Ford því útstæðar
hjólaskálar og afturlugtir minna
ekki svo lítið á Ford Focus, sem
kemur reyndar í formi lítils fjöl-
notabíls síðar á þessu ári á erlend-
um mörkuðum.
Premacy er vel búinn bfll sem
kemur líka fram í dálítið stífu verði,
sem er 1.859.000 krónur fyrir bflinn
beinskiptan. Hljómtæki með geisla-
spilara er staðalbúnaður ásamt raf-
knúnum rúðuvindum að framan og
aftan og rafstýrðum og upphituðum
útispeglum. Þá er í bflnum fjórir
líknarbelgir, veggripsstýring og
ABS hemlakerfi með rafeinda-
stýrðri hemlunarátaksdreifingu,
EBD, þokuljós í framstuðara, hiti í
framsætum, toppbogar og samlæs-
ingar með fjarstýringu.
Guðjón Guðmundsson
Mazda Premacy er nýr valkostur
í flokki minni fjölnotabfla.
Mazda Premacy
með fjölbreytilegu
innanrými
Þrjú þriggja punkta öryggisbelti eru í aftursætum sem hægt er að
fella fram eða fjarlægja úr bflnuni.
MAZDA Premacy, nýr bíll í
flokki minni fjölnotabfla, verð-
ur kynntur um helgina hjá
umboðsaðilanum Ræsi. Prem-
acy kom á markað í Evi’ópu
fyrr á þessu ári og fyllir hann
vaxandi flokk minni fjölnota-
bfla, sem eiga miklum vin-
sældum að fagna í álfunni.
__ Renault kynnti þessa gerð
bfla fyrir tveimur árum með
Scénic sem hefur selst eins og
ijUI heitar lummur og haft afger-
K andi forystu á þessum mark-
aði. Það sem einkennir bfla af
þessari gerð er í stuttu máli sagt h't-
ið utanrými en mikið og fjölbreyti-
legt innanrými.