Morgunblaðið - 30.10.1999, Side 1
B L A Ð
A L L R A
LANDSMANNA
1999
■ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER
BLAÐ
Bologna skoðar
Brynjar Björn
ÍTALSKA knattspyrnuliðið Bologna og hol-
lenska liðið Vitesse Arnhem eru sögð hafa sýnt
Brynjari Birni Gunnarssyni, leikmanni sænska
úrvalsdeildarliðsins Orgryte, áhuga, að því er
kemur fram á heimasíðu sænska liðsins.
Brynjar Björn hefur oftar en ekki verið val-
inn besti leikmaður liðsins að mati sænskra
fjölmiðla á keppnistímabilinu og hefur Erik
Hamrén, þjálfari liðsins, sagt að Brynjar væri
einn besti miðvörður deildarinnar.
„Ég hafði ekkert heyrt af því. Það er vitan-
lega gaman að heyra af áhuga annarra liða, en
ég tek honum með fyrirvara á meðan félög
hafa ekki sambandi við mig eða félagið. Ég
íhuga það vel ef eitthvað berst, en það hefúr
ekki gerst,“ sagði Brynjar Björn, sem á tvö ár
eftir af samningi sínum við Orgryte.
Birgir Leifur
komst
áfra
BIRGIR Leifur Hafþórsson, at-
vinnumaður í golfi frá Akranesi,
hefur tryggt sér þátttökurétt á
lokaúrtökumóti fyrir
aðalmótaröð Evrópu
á næsta tímabili, en
það verður haldið hinn 17. til 22,
nóvember.
Iirgir Leifur lék síðasta hringinn
á Peralada-vellinum á Spáni í
öðrum áfanga forkeppninnar í gær á
70 höggum, tveimur undir pari, og
hafnaði í 11. til 19. sæti, en 29 efstu
keppendumir á vellinum komust
áfram. Birgir Leifur iék fjóra hringi
á 281 höggi, sjö undir pari, og var
tveimur höggum á undan þeim sem
urðu að leika bráðabana um laus
sæti í lokamótinu. Frakkinn Jean-
Francois Lucquin varð efstur á 271
höggi.
Leikið var á tveimur öðrum völl-
um, Pals og Emporda. Sami fjöldi
komst áfram þar, en alls hófu 242
kylfmgar keppni á völlunum þremur.
Þeir áttatíu og sjö, sem komust á
lokamótið, slást í hópinn með þeim
sem náðu sér ekki á strik á aðal-
mótaröðinni í ár og þurfa því að fara
aftur í undankeppni. Síðasta mót
evrópsku mótaraðarinnar fer nú
fram í Montecastillo á Spáni og lýk-
ur á sunnudag.
Birgir Leifur hefur þegar leikið í
tveimur úrtökumótum í haust, en
lokamótið verður það síðasta en jafn-
framt það erfíðasta. Þar er keppend-
um fækkað eftir fjóra hringi, áður en
úrvalshópurinn leikur 36 holur tii
viðbótar í keppni um þátttökurétt á
evrópsku PGA-mótaröðinni, sem
lýsa má sem úrvalsdeild atvinnu-
kylfinga í Evrópu og gefur þátttaka í
henni stig til vals á Ryder-liðinu. A
mótaröðinni leika sterkustu kylfíng-
ar álfunnar, þ.á m. Skotinn Colin
Montgomerie og Spánverjinn Sergio
Garcia. Þar eru háar fjárhæðir í
boði.
■ Var staðráðinn... / B3
KNATTSPYRNA
Eggert og Guðjón í viðræðum
EGGERT Magnússon, formaður
Knattspyrnusambands íslands,
og Guðjón Þórðarson, landsliðs-
þjálfari, hittust á ný á fundi í
gær og ræddu landsliðsþjálf-
aramálin. „Fundurinn var
gagnlegur. Við munum hittast
aftur um helgina og ræða málin
frekar,“ sagði Eggert við Morg-
unblaðið í gærkvöldi.
Samningur Guðjóns við KSÍ
rennur út á morgun.
Sheff. Wed. fylgist
með Eiði Smára
GERT er ráð fyrir að Sheffield
Wednesday geri tilboð í Eið
Smára Guðjohnsen, leikmann
Bolton, um leið og Andy Booth
verði seldur til Leicester. Búist
er við að Booth gangi til liðs við
Leicester á næstu dögum en fé-
lagið hefur boðist til þess að
greiða um 320 milljónir ísl. króna
fyrir hann. Booth hefur hins veg-
ar ekki enn tekið ákvörðun um
hvort hann vilji fara frá Sheffield
Wednesday.
Á heimasíðu Bolton segir að ef
Booth fari til Leicester muni
Danny Wilson, knattspyrnusljóri
Sheff. Wed., reyna að nota þá
fjárinuni sem hann hefur undir
höndum til þess að kaupa Eið
Smára. Wilson er sagður hafa
fylgst með leikmanninum um
tíma og hrifíst af frammistöðu
hans. Sam Allardyce, knatt-
spyrnustjóri Bolton, segir hins
vegar að enginn leikmaður liðs-
ins sé falur nema fyrir álitlega
upphæð. Sheff. Wed hefur ekki
gengið vel í úrvalsdeildinni það
sem af er, er í neðsta sæti deild-
Jens Martin
kominn við
þríðja mann
BÚIST er við að færeyski
markvörðurinn Jens Martin
Knudsen skrifi undir samning
við Leiftur frá Ólafsfirði í dag
um að hann taki við þjálfun
liðsins. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins er fyrirhugað-
ur samningur til tveggja ára.
Jafnframt er stefnt að því að
Einar Einarsson verði aðstoð-
arþjálfari liðsins.
Jens Martin kom til landsins
í gær. Með houum í för var
færeyski landsliðsmaðurinn
Sámal Joensen frá Gotu en for-
svarsmenn Leifturs vilja semja
við hann til tveggja ára. Sámal,
sem er 24 ára vamar- og
miðjumaður, hafði gert samn-
ing við Leiftur um að leika með
liðinu í sumar en af því varð
ekki þvi' hann fékk sig ekki
lausan frá Gotu.
Þá hefur Leiftur sýnt fær-
eyska leikmanninum Jens
Erik Rasmussen áhuga og eru
líkur til þess að hann gangi til
liðs við Olafsfjarðarliðið. Jens
Erik er 31 árs miðjumaður og
hefur leikið með færeyska
landsliðinu.
EYJAMENN VONGOÐIR UM AÐ BIRKI SNUIST HUGUR/B4