Morgunblaðið - 30.10.1999, Page 4

Morgunblaðið - 30.10.1999, Page 4
Eyjamenn vongóðir um að Birki snúist hugur EYJAMENN eru í viðræðum við tvo leikmenn, sem iéku með knattspyrnuliði félagsins í sumar, landsliðsmarkvörðinn Birki Kristinsson og Goran Aleksic, um að þeir leiki áfram með liðinu, en margir leik- menn þess hafa róið á önnur mið og íhuga forráðamenn fé- lagsins nú hvað er til ráða til að komast hjá því að brott- rhvarf lykilmanna veiki liðið of mikið. ÍBV verður án krafta ívars Ingimarssonar, nafna hans Bjarklind og Kristins Haf- liðasonar á næsta ári, auk þess sem félagið hefur ekki áhuga á að endurnýja samning Zorans Miljkovic. Jóhannes Ólafsson, framkvæmda- stjóri knattspyrnudeildar ÍBV, segist enn vongóður um að Birkir ■■■■■■ ákveði að leika áfram í .Eftir marki ÍBV, en hann Edwirt var leystur undan Rögnvaldsson samnjngi smum að eigin ósk á dögunum, sagði ástæðu þess vera persónulega. ÍBV ákvað að verða við þeirri ósk, þar sem félagið taldi sig hafa gert samkomulag við Jens-Martin Knud- sen, færeyskan markvörð Leifturs. Honum snerist síðar hugur. Birkir ver nú mark austurríska liðsins Lustenau. „Við töldum, og teljum okkur enn vera með þriggja ára samning við Birki Kristinsson. Því máli er ekki lokið. Hann hefur ekki gefíð okkur endanlegt svar. Við ger- um okkur enn vonir um að hann verði áfram. Annars munum við bregðast við því og erum með ákveðna lausn, sem er of snemmt að segja frá,“ segir Jóhannes. Hann segist einnig bjartsýnn á að Goran Aleksic, sem ÍBV hafði í láni frá júgóslavnesku liði síðastliðið sumar, komi aftur til landsins á sömu skilmálum næsta vor. „Við er- um vongóðir um að Goran [Aleksic] verði með okkur áfram. Við erum í samningaviðræðum við hann.“ Aðra sögu er að segja af landa hans í vörn ÍBV, Zoran Miljkovic. Jóhannes seg- ir að félagið hafí ekki áhuga á að hafa hann áfram. „Við teljum okkur hafa jafn góða leikmenn og hann fyr- ir. Það kostar dágóða upphæð að fá leikmenn langt að. Menn geta bara skoðað þá sem leikið hafa lítið eitt í þessum stöðum hjá okkur, bæði Kjartan Antonsson og Guðna Rúnar Helgason. Við teljum okkur geta leyst þessa stöðu,“ segir Jóhannes. Miljkovic hóf að leika með IBV árið 1997 og hefur tvívegis orðið íslands- meistari með liðinu auk þess að verða bikarmeistari með því í fyrra. Þar áður varð hann margfaldur Is- landsmeistari með Skagamönnum. Hlynur enn undir feldi Hlynur Stefánsson, fyrirliði IBV undanfarin ár, hefur í hyggju að leggja skóna á hilluna. Jóhannes á *v'on á svari hans bráðlega. „Við höf- um enn ekki komist að niðurstöðu. Við höldum áfram að kanna það og ræðum saman. Hann er ekki tilbúinn að gefa svar.“ Er Jóhannes var spurður hvemig félagið brygðist við brotthvarfí leik- Morgunblaðið/Golli leikmannakaupum til að styrkja liðið, svo það nái markmiði sínu? „Jú, en hafa skal í huga að mörg lið misstu nánast engan og bættu við, en náðu nánast engum árangri,“ segir Jóhannes. „Sum lið keyptu á annan tug leikmanna og rétt sluppu við fall. Það er því ekki alltaf besta lausnin að kaupa menn, ef menn telja sig hafa réttu blönd- una. Við vorum með góðan hóp síð- ast og teljum að við getum leyst þessi mál. Kristinn Hafliðason hef- ur verið mikið nefndur, en hann spilaði engan einasta leik með okk- ur í sumar, svo dæmi sé tekið. Svona ganga kaupin á eyrinni. ívar Bjarklind hefur verið meiddur að auki. Við verðum bara að leysa þessi mál.“ Salan á Ivari Ingimarssyni til Brentford er, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, um tólf milljóna króna virði fyrir IBV, auk þess sem sú upphæð geti tvöfaldast ef ívar leikur ákveðinn fjölda leikja fyrir enska liðið. Fyrir tveimur árum seldi ÍBV Hermann Hreiðarsson til Crystal Palace fyrir um fímmtiu milljónir. Er því ekki nægt fjár- magn fyrir hendi til að styrkja liðið með góðum, erlendum leikmönnum? „Rekstur okkar hefur alltaf verið í lagi og við sníðum okkur stakk eftir vexti. Okkur hefur gengið ágætlega undanfarin ár. Við viljum vera við toppinn og til þess þurfum við fjár- magn,“ segir Jóhannes Ólafsson, framkvæmdastjóri knattspyrnu- deildar ÍBV. mannanna, sem um ræðir, og á hvaða mið yrði leitað, sagði hann: „Markaðurinn á Islandi er uppur- inn. Við förum ekki að leita að einhverj- um miðlungsmönn- um hér á Islandi og berjast um þá fyrir stórupphæðir. Það er alveg ljóst. Þeir eru bara ekki til, menn sem fylla þessi skörð. Hinsvegar eigum við „breiðan" hóp, mjög efnilega stráka, sem munu örugglega komast nær þessu núna. Síðan munum við skoða erlenda leikmenn. Við örvæntum ekki, eins og við eigum ekki menn í lið. Við höfðum tekið þá stefnu að hleypa þeim nær hringiðunni, þeim yngri. Við teljum einmitt að sá hópur sé tilbúinn. Þeir fá tækifæri næsta sumar í bland með erlendum leikmönnum ef þess þarf.“ Jóhannes segir að ÍBV stefni eftir sem áður að því að vera á meðal allra Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Guðmundsson bestu liða landsins, þótt mörg ný andlit megi eflaust merkja innan herbúða þess á næsta tímabili. „Við stefnum að því að vera með topplið. Við erum í Evrópukeppni og þurfum að eiga alvörulið. Við höfum fengið að kynnast því að vera gott lið, en það er ekki langt síðan við vorum hinum megin. Við vitum hvort er bæði skemmtilegra og arðbærara. Við höldum því áfram, höfum fullan hug á því,“ segir Jóhannes. ítrekuð kaup ekki ávallt besta lausnin En þarf félagið ekki að huga að Goran Aleksic á ferðinni í leik gegn Skagamönn- um - á i höggi við Jóhannes Harðar- son - og Birkir Kristinsson á myndinni til hlið- ar. Eyjamenn eru vongóðir um að þeir leiki áfram með ÍBV-liðinu næsta sumar. Hlutafélag í Grindavík FYRIR dynim stendur að ' stofna hiutafélag um rekstur knattspyrnudeildarinnar í I Grindavík. Hefur verið kjör- in sjö manna nefnd til þess að vinna að málinu, en hana skipa; Björgvin Gunnarsson, Eiríkur Tómasson, Pétur i Pálsson, Bjarni Andrésson, Jónas Þórhallsson, Ragnar : Ragnarsson og Guðmundur Pálsson. Jafnframt voru : ákveðin fyrstu verkefni nefndarinnar, en þau er að hefja undirbúning að stofn- i un hlutafélags, að óska eftir viðræðum við bæjaryfirvöld í Grindavík um nýfram- kvæmdir á aðalleikvangi og áhorfendastúku. Einnig : verður það verkefni nefnd- i arinnar að koma með tillög- ; ur að framtíðarsýn knatt- spyrnumála í Grindavík. ÍÞR&mR FOLK ■ VIGGÓ Sigurðsson, fyrrverandi handknattleiksþjálfari hjá Wupper- tal, hafnaði í gær tilboði frá 1. deild- arliðinu Willstatt, sem Gústaf Bjarnason og Magnús Sigurðsson leika með. ■ WILLSTÁTT, sem hefur langt frá gengið vel í deildarkeppninni - er á botninum, lét þjálfara sinn fara á dögunum. Viggó taldi að staða liðsins væri þannig, að fátt gæti bjargað því frá falli. ■ FALÚR Harðarson, landsliðs- maður í körfuknattleik, skoraði 28 stig fyrir ToPo í finnsku úrvals- deildinni, er liðið vann Pybasket á útivelli, 90:80. Falur setti niður átta þriggja stiga skot. ■ GUÐMUNDUR Benediktsson, sóknarleikmaður KR í knattspyrnu, mun leika með belgíska 1. deildar- liðinu Geel fram til vors. Hann er fimmti leikmaðurinn sem KR lánar til útlanda - hinir eru Bjarki Gunn- laugsson, Preston og þeir Sigurður Örn Jónsson, Bjarni Þorsteinsson og Þórhallur Hinriksson, sem eru hjá Uerdinga í Þýskalandi. ■ HERBERT Arnarson gerði 15 stig og var stigahæstur hjá Donar Groningen í hollensku 1. deildinni í körfuknattleik er liðið tapaði fyrir Astronauts Amsterdam 53:49 á mið- vikudag. Donar er í 9. sæti. ■ EIRÍKUR Önundarson gerði 19 stig fyrir Holbæk sem tapaði fyrir Stevensgade 92:65 í dönsku 1. deild- inni á þriðjudag. Holbæk er í 6. og neðsta sæti í vestur-riðli, hefur unn- ið einn leik en tapað sjö. ■ NORSKA kvennaliðið í hand- knattleik, Stabæk, sem Kristján Halldórsson tók við í sumar, hefur leikið fjóra leiki í úrvalsdeild kvenna; unnið tvo og tapað tveimur. Liðið er í sjötta sæti deildarinnar. ■ DAGUR Sigurðsson, landsliðs- maður í handknattleik hjá Wupper- tal, verður frá keppni í þrjár til fjór- ar vikur til viðbótar. Hann var skor- inn upp fyrir meiðslum í hné í sum- ar, en síðan meiddist hann á hásin á dögunum. ■ OSSIE Ardiles, fyrrverandi landsliðsmaður Argentínu og leik- maður með Tottenham, var í gær leystur frá störfum hjá króatíska meistaraliðinu Króatía Zagreb. Astæðan er slök framganga liðsins í Meistarakeppni Evrópu. Aðstoðar- maður hans, Marijan Vlak, tekur við liðinu á ný, en hann var þjálfari áður en Ardiles tók við. ■ ARDILES er fjórði þjálfarinn hjá Króatía Zagreb sem er leystur frá störfum á tveimur árum. KNATTSPYRNA H

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.