Morgunblaðið - 05.11.1999, Qupperneq 2
2 B PÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
Af Rósari tannlækrii, tannlæknunum þremur sonum hans og dótturinni tannfræðingnum
Sumum finnst þeir þögl-
ar og ógnvekjandi
manngerðir og atvinnu-
tæki þeirra hin mestu
hryllingstól. Einungis
neyð fær sumt fólk til að
biðja mennina með
grímurnar ásjár en aðr-
ir eru upplitsdjarfari og
heimsækja þá jafnvel
með glöðu geði. Eins og
Yalgerður Þ. Jónsdótt-
ir, sem hitti Rósar Vig-
fús Eggertsson tann-
lækni, syni hans
tannlæknana Sigurð
Eggert, Gunnar Qdd og
Gunnlaug Jón og dótt-
urina Huldu Björgu
tannfræðing - grímu-
laus á góðri stund.
ÞÖGNIN ræður aldrei
ríkjum þegar stórfjöl-
skyldan er samankom-
in,“ segja Rósar V.
Eggertsson tannlæknir
og eiginkona hans Magdalena Mar-
grét Sigurðardóttir. Ekki heldur
þegar sá hluti fjölskyldunnar, sem
gerir út á tennur, er búinn að tylla
sér kringum sófaborðið í stofunni á
æskuheimilinu í Hvassaleitinu.
„Þeir geta svo lítið talað í vinnunni,
blessaðir,“ segir Magdalena Mar-
grét góðlátlega um leið og hún
kemur færandi hendi með kók
handa mannskapnum.
„Mamma þó ... að þú skulir koma
með kók einmitt núna. Hvað held-
ura að fólki hugsi um tannlækna,
sitjandi að kóksumbli heima hjá
sér, en finna drykknum allt til for-
áttu við viðskiptavini sína,“ segir
dóttirin, tannfræðingurinn, og
reynir að vera ströng á svip.
Mamman, pabbinn og synimir
hlæja bara dátt og keppast við að
skálda upp fyrirsagnir eins og;
Tannlæknafjölskylda á kafi í kók,
Tannlæknar uppvísir að stórfelldu
sykursukki, og fleiri í þeim dúr.
Tannfræðingurinn fær sér penan
sopa, en trú starfi sínu heldur hún
smáfyrirlestur um skaðsemi stöð-
ugs gosdrykkjaþambs á tennur.
Feðgamir segja alveg merkilegt
með stúlkuna, hún noti hvert tilefni
og tækifæri til að koma boðskap
sínum á framfæri og sjá þannig til
þess að tannlæknar hafi á endanum
lítið sem ekkert að gera. „Og þetta
sem hefur verið lifibrauð fjölskyld-
unnar í áratugi,“ segir pabbinn sár-
móðgaður.
Óþekktarormarnir
til Huldu
Þeir eru búnir að kasta grím-
unni, tannlæknafeðgamir Rósar
Vigfús, Sigurður Eggert, Gunnar
Oddur og Gunnlaugur Jón. Hús-
móðirin, Magdalena Margrét, þarf
aldrei á henni að halda og alla jafna
ekki tannfræðingurinn Hulda
Björg, sem ákveður að fylgja í fót-
spor föður síns og bræðra og kasta
þessari óáþreifanlegu sem hún rétt
áðan myndaðist við að setja upp.
„Þeir em svo elskulegir að leyfa
mér að vera á stofunum sínum og
fræða viðskiptavinina um forvam-
ir, tannhirðu og þessháttar og svo
tek ég líka myndir og hreinsa tenn-
urnar," segir Hulda. „Okkur finnst
voðalega þægilegt að senda alla
óþekktarormana til Huldu,“ segir
Gunnar digurbarkalega. Feðgamir
kinka kolli til samþykkis og em
Morgunblaðið/Kristinn
Rósar Vigfús Eggertsson
Sigurður Eggert Rósarsson
Gunnar Oddur Rósarsson
Gunnlaugur Jón Rósarsson
íhugulir á svip stutta stund. Mjög
stutta, því síðan er eins og þeim
finnist þeir hafa gengið heldur
langt í stríðninni. Hver í kapp við
annan hefja þeir starf tannfræð-
inga til skýjanna. Hulda stöðvar þá
í miðju orðskrúðinu og kveðst vera
einfær um að tala fyrir sig sjálf.
„Ég vinn fyrst og fremst fyrir-
byggjandi starf og í samstarfi við
tannlækna. Hluti starfsins er að
fara í skóla, fyrirtæki og stofnanir
og fræða fólk um þátt þess sjálfs í
að viðhalda góðri tannheilsu. Einn-
ig bý ég fólk undir að hitta þessa
menn, sem sumum stendur svo
mikill stuggur af,“ segir Hulda og
lítur snöggt á föður sinn og bræð-
urna þrjá, sem sitja þama svo
ósköp prúðir og ljúfir og hlýða á út-
skýringamar.
Hulda lærði tannfræði í Arósum
og útskrifaðist eftir tveggja ára
nám árið 1981. Hún er með fyrstu
starfandi tannfræðingum hérlend-
is, en núna eru þeir rúmlega tutt-
ugu. Að námi loknu hóf hún sam-
starf við Rósar og Sigurð og síðan
hina bræðuma, koll af kolli, um leið
og þeir hömpuðu prófskírteinun-
um.
Eins og öll fimm böm Rósars
hefur Hulda verið viðloðandi stof-
una hjá foður sínum frá unga aldri.
Þar var hún áður klínikdama eins
og móðir hennar, sem ber starfs-
heitið aðstoðarmaður tannlæknis
samkvæmt leyfisbréfi frá heil-
brigðisráðuneytinu, og yngri syst-
ir, Ragnheiður Erla, efnafræðing-
ur.
Þar sem sú síðarnefnda er nú
fjarri góðu gamni eru þau spurð af
hverju hún hafi ekki líka fetað í fót-
spor föðurins. Systkinin verða ar-
mæðuleg á svip og ýja að eðlislægri
þvermóðsku, tiktúmm og óþekkt.
„Hún hefur samt spjarað sig ágæt-
lega og við erfum ekkert við hana
þótt hún hafi hlaupist svona undan
merkjum," segja þau síðan, um-
burðarlyndið uppmálað. Rósar og
Magdalena Margrét kíma og segj-
ast vön hálfkæringi af þessu tagi.
„Ragnheiður Erla hefði ekki verið í
vandræðum með að svara fyrir
sig,“ segir Rósar og kveðst jafn
stoltur af öllum bömum sínum.
Þeim finnst ekkert sérstaklega
merkilegt þótt svona margir í fjöl-
skyldunni hafi lagt fyrir sig tann-
lækningar, segja mýmörg dæmi
um að bifvélavirkjun, pípulagnir og
ýmis fleiri störf leggist í ættir. „Við
lentum eiginlega alveg óvart í
þessu. Kannski vegna einhvers
konar erfðagalla, sem Kári á eftir
að rannsaka..." segja bræðurnir.
Til þess að fara ekla nánar út í þá
sálma - og áður en þeir fara á flug,
era þeir snarlega beðnir um að
gera grein fyrir tildrögum starfs-
valsins. „Þessi meinti erfðagalli
hlýtur að vera frá mér kominn, því
faðir minn var söðlasmiður og eng-
inn tannlæknir í minni ætt þegar
ég hóf nám árið 1950,“ segir Rósar,
sem rekið hefur eigin tannlækna-
stofu í fjörutíu og fjögur ár í húsinu
sem hann fæddist og ólst upp í að
Laugavegi 74, en þar hafði faðir
hans söðlasmiðju á áranum áður.
„Eftir stúdentspróf var ég frekar
óráðinn í hvað gera skyldi. Krón-
prins Sigurður var fæddur og sem
ábyrgur fjölskyldufaðir fannst mér
ég ekki geta farið í langt háskólan-
ám. Framan af var verkfræðin mér
ofarlega í huga, en í sannleika sagt
varð góð afkoma tannlækna til þess
að ég afréð að skella mér frekar í
tannlækningar," viðurkennir Rósar
og hefur aldrei séð eftir ákvörðun-
inni. Hann segir fjarri því að starfið
sé einhæft og einmanalegt eins og
margir haldi.
„Af skiljanlegum ástæðum eiga
viðskiptavinirnir stundum erfitt
með að halda uppi samræðum, en
þeir era þeim mun viðræðubetri
þegar þeir eru lausir úr stólnum.
Starfið er í senn afar gefandi og
Hulda Björg Rósarsdóttir
skapandi. Þeim sem liðið hafa fyi-ir
Ijótar tennur finnst oft sem þeir
hafi fengið nýtt og betra andlit þeg-
ar meiriháttar tannviðgerðum eða
jafnvel ísetningu falskra tanna er
lokið.“
Falskar tennur í fermingargjöf
I tannlæknatíð Rósars hefur ým-
islegt breyst og flest til bóta. Hann
segir þá tíð löngu liðna að rífa þurfi
allar tennur úr fermingarbörnum
og setja í þau falskar. Tannlækna-
skort úti á landi telur hann hafa
valdið því að einu sinni þótti slíkt
bara eðlilegt og jafnvel liður í for-
vörnum. „Trúi því hver sem vill en