Morgunblaðið - 23.11.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.11.1999, Blaðsíða 12
Nfjög mikilvægt að tapa ekki Miðherji Stoke þjálfaði KR ÍSLENDINGAR hafa gert innrás í Stoke, en þess raá geta til gamans að Stoke-búi kom mikið við sögu í ís- lenskri knattspyrnu 1946. Þá kom hingað til lands Fredrick Steele, leikmaður Stoke, sem hafði leikið sex landsleiki fyrir England fyr- ir seinni heimsstyrjöldina. Steele gerðist þjálfari KR og þá sá hann um að þjálfa og undirbúa landsliðið fyrir fyrsta landsleik fslands - gegn Dönum á Melavellin- um, 0:3. Þegar Steele fór á ný til Englands gerðist hann knattspymustjóri hjá Port Vale, hinu liðinu í Stoke. Guðjón Þórðarson stjórnar lærisveinum sínum í Stoke City í fyrsta sinn í deildar- leik í kvöld er sóttir verða heim Wycombe *Wanderers. Fimm æfíngar og einn æfínga- leikur eru að baki síðan Skagamaðurinn tók við stjórnartaumunum á Britannia sl. mánudag. I kvöld hefst ballið hins vegar fyrir alvöru; „þá kemur í ljós úr hverju menn eru gerðir“, segir nýbakaður stjór- inn í spjalli við Björn Inga Hrafnsson. Morgunblaðið/RAX Sigursteinn Gfslason lék seinni hálfleikinn fyrir Stoke City í æfingaleik gegn Mansfield á laugardag. Hann er í hópnum í kvöld gegn Wycombe. Mótherjamir í Wycombe eru um miðja deild, standa Stoke City ekki langt að baki. Guðjón gerði sér ferð til Oxford í síðustu viku til að kortleggja Wycombe í bikarleik gegn heimamönnum úr háskóla- borginni og sagði þá að um sterkt lið væri að ræða. „Þeir breyttu svo nokkuð leik sín- um gegn Wigan um helgina og því er ekki svo gott að vita við hverju á að búast. Eitt er víst að þetta verð- ur mjög erfiður leikur, rétt eins og flestir leikir okkar koma til með að verða það sem eftir er vetrar," sagði Guðjón við Morgunblaðið í gær- kvöldi. Guðjón segist finna fyrir því að léttari andi sé nú í leikmannahópn- um en fyrst er hann tók við. „Það er enda ekkert skrítið. Það er alltaf erfitt fyrir leikmenn þegar skipt er um stjóra en mikilvægt er að allir einbeiti sér nú að sama markmið- inu. Það er alveg ljóst að leikmenn eru að þreifa á mér, rétt eins og ég á þeim. Akveðin óvissa hefur verið í gangi, enda vita þeir ekki hvemig ég bregst við þegar á hólminn er komið. Eg er ekki farinn að sýna mikið af hendinni á mér ennþá,“ segir Guðjón. Of snemmt er að dæma veik- leika og styrkleika leikmannahóps .Stoke City að svo komnu máli, að sögn Guðjóns. „Það eru vissulega ágætir knattspyrnumenn í hópn- um; strákar sem geta vel spilað góða knattspymu og látið finna fyrir sér um leið. Þetta er ekki besta knattspyrnulið í heimi, ég geri mér alveg grein fyrir því. Þess vegna er það líka statt þar sem það er og því var hér verið að fjárfesta í ákveðnum möguleikum - sóknarfæmm. Eg hef þegar fjölgað æfingum og breytt þeim nokkuð - legg meiri áherslu á spil. A þeim nótum lékum við æfingaleik gegn Mansfield á föstudaginn, unnum hann 3:0 og ég taldi mig sjá nokkur batamerki í leik okkar.“ Stoke City hefur beitt leikaðferð- inni 4^-2 að undanfömu og Guðjón segist ætla að halda sig við hana til að byrja með. „Hægt er að leggja áherslu á meiri knattspymu í því kerfi en hér hefur verið gert hingað til. Vissulega er kraftaknattspyma til í þessari deild, en sum liðin em samt að reyna að leika almennilega knattspyrnu. Ég byrja á þessari leikaðferð og svo sjáum við til. Ég gæti t.d. hugsað mér að beita 3-5-2- aðferðinni í framtíðinni en þá þyrftu að koma til sterkari varnarmenn, að minnsta kosti einn miðvörður." Samið við íslendingana Gengið var frá leigusamningum í gær við KR vegna Einars Þórs Daníelssonar og Sigursteins Gísla- sonar. Þeir félagar komu sl. fimmtudag og náði Sigursteinn að leika seinni hálfleikinn í æfinga- leiknum daginn eftir. Einar Þór var slæmur í maga og lék ekki með þá, en að sögn Guðjóns hafa þeir félag- ar staðið fyrir sínu á æfingum á laugardag og í gær og verða báðir í hópnum í kvöld - báðir líklega vara- menn. „Þeir Einar Þór og Sigursteinn styrkja leikmannahópinn, annars hefði ég ekki fengið þá hingað," seg- ir Guðjón um KR-ingana sem leigð- ir hafa verið til vors. „Ég hyggst reyna að styrkja hópinn frekar, en fer hægt í sakirnar fyrst í stað. Það hjálpar KR-ingunum að þeir eru fjölhæfir leikmenn og geta nýst í fleiri en eina stöðu. Þannig getur Einar Þór verið vinstra megin á miðjunni, á vinstri kantinum eða jafnvel frammi. Sigursteinn getur leikið flestar stöður á vellinum og þetta hentar okkur vel nú,“ segir hann. Sænskur vamarmaður frá Norrköping, Michael Hansson að nafni, lék einnig æfingaleikinn gegn Mansfield. Guðjón segir að þar fari sterkur leikmaður sem sé samn- ingslaus og þegar hafi verið gert til- boð. Hann hafi haldið til Svíþjóðar til að bera það undir kærustuna. „Ég bind vonir við að hann verði leikmaður okkar áður en langt um líður," segir stjórinn. Töluverður tími hjá knattspymu- stjómm í ensku knattspymunni fer í að ræða um kaup og sölu leik- manna. Einnig eru menn sífellt að ræða hugsanleg lán á mönnum, frjálsa sölu og þar fram eftir götun- um. Guðjón segir að þetta fylgi starfinu. „Margir góðir leikmenn em í boði og því em ekki stór vonbrigði þótt ekki takist alltaf að semja við þá sem efstir em á blaði. Hér vinnum við eftir ákveðnum hugmyndum um kaupverð og launakjör og svo er bara að spila úr því.“ Vitað var af áhuga hans á læri- sveinunum úr landsliðinu, Brynjari Bimi Gunnarssyni og Rúnari Krist- inssyni. Þau mál virðast nú vera úr sögunni og þá tekur við leit annars staðar, að sögn landsliðsþjálfarans fyrrverandi. „Þannig ganga málin fyrir sig. Við höfum áhuga á báðum þessum leikmönnum, en svo virðist sem þeir komi ekki. Brynjar Bjöm er ekki til sölu, að því er okkur er tjáð, jafnvel þótt hann hafi ekki kostað neitt fyr- ir ári er hann fór frá Valerenga. Rúnar vill ekki fara niður í ensku 2. deildina, þótt ég taki íram að ég hafi ekki heyrt það frá honum sjálf- um. Þá verður svo að vera - hver veit hvað gerist í framtíðinni. Það er betra að fara eitt skref og komast það heldur en i einhverjum stökkum og fara á trýnið," segir hann. Þriðji Islendingurinn er í herbúð- um Stoke City - Kristján vamar- maður Sigurðsson, yngri bróðir landsliðsmannsins Lámsar Orra. Kristján hefur leikið með yngri lið- um Stoke og einnig yngri landslið- um Islands, en gerði í sumar at- vinnumannssamning við Stoke City. Guðjóni líst vel á strákinn: „Það sem ég hef séð er ég ánægður með. Hann er ungur og efnilegur og á sæti í mínum framtíðaráætlunum,“ segir hann. Mikíl tilhlökkun Viku aðlögunartími er nú að baki og í kvöld tekur alvaran við. Guðjón neitar því ekki að hann finni fyrir spennu. Og um leið eftirvæntingu. „Auðvitað verður gaman að sjá hvemig þetta fer allt saman af stað. Hvernig leikmennimir bregðast við og hvaða staða kemur upp á borðið. Stutt er síðan í næsta leik, gegn botnliði Colchester á heimavelli á laugardag, og kannski þarf ein- hverju að breyta milli leikja,“ segir hann. Gert er ráð fyrir fleiri áhorfend- um á Britannia-leikvanginn nk. laugardag en sótt hafa völlinn í haust. Vitað er að fólk er forvitið að sjá nýja leikmenn og vill lýsa stuðn- ingi við yfirtökuna, einnig er sér- stakt tilboðsverð fyrir böm. Guðjón segist vona að sem flestir sjái sér fært að mæta. „Aðeins þannig náum við árangri og mynd- um hér sterkan heimavöll sem and- stæðingarnir óttast.“ En fyrst á dagskrá er leikurinn í kvöld. Ekki er að efa að margir munu fylgjast með fyrsta íslenska knattspymustjóranum í ensku knattspymunni. Gary Megson, frá- farandi stjóri, var vinsæll og í Stoke þarf Guðjón Þórðarson að sanna sig fyrir heimamönnum. „Ég geri mér fyllilega grein fyrir því. Mjög mikilvægt er að tapa leiknum ekki í kvöld. Þá geta menn reiknað dæmið út frá því: tveir hinir möguleikarnir, jafntefli og sigur, em þokkalega viðunandi," segir Guðjón Þórðarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.