Morgunblaðið - 26.11.1999, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 26.11.1999, Qupperneq 5
4 B FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER1999 DAGLEGT LIF MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 B 5 DAGLEGT LIF ÞROSKAHEFTIR FORELDRAR EKKI er vitað hve margir þroska- heftir foreldrar búa hér á landi en þeim fer fjölgandi. Þegar rætt var við Rannveigu Traustadóttur dós- ent við Háskóla íslands, en hún hefur gert rannsókn á högum þroskaheftra fjölskyldna hér á landi, kom fram að það er brýnt að auka þekkingu og skilning á að- stæðum þeirra. Astæðumar fyrir fjölgun þroskaheftra foreldra segir hún vera þær að sú hugmynda- fræði að fatlaðir skuli hafa rétt til eðlilegs lífs og fullrar þátttöku í samfélaginu hafi gert það að verk- um að þroskaheftir eins og aðrir fatlaðir, hafí í vaxandi mæli getað tekið upp eðlilegt lífsmunstur. Hluti af því felist í stofnun fjöl- skyldu. Sagðu hún jafnframt að ekki væri lengur reynt að aðskilja kynin í sama mæli og áður. Nú séu sam- skipti kynjanna eðlilegri til dæmis búi fullorðið þroskaheft fólk af gangstæðu kyni saman í sambýl- um. Einnig sé sífellt algengara að það hefji sambúð og gifti sig og flestum fínnist núorðið eðlilegt að þorskaheftir lifí kynlífí. Þá kom fram hjá Rannveigu að ekki tíðkast lengur að gera fjölda ófrjósemisaðgerðir á þroskaheft- um konum. Slíkar aðgerðir tíðkuð- ust þar til á síðustu árum og hafí oft verið framkvæmdar án vitund- ar og vilja þeirra kvenna sem í hlut áttu. Flest vestræn lönd hafí nú tryggt mannréttindi og sjálfsá- kvöðrunarrétt fatlaðra á þessu sviði. Greindarskerðing ekki algengari hjá börnum þroskaheftra Þroskaheftir foreldrar hafa lengi verið umluktir goðsögnum sem erf- itt er að kveða niður eins og að böm þroskaheftra foreldra verði greindarskert eða þeir séu óhæfir foreldrar. I riti sem Félagsvísind- astofnun Háskóla Islands gaf út í fyrra og heitir Umdeildar fjöl- skyldur er leitast við að svara því hvort þessar goðsagnir eigi við rök Halldóra og Kristján eru nálægt þrítugu en sonur þeirra Gunnar Helgi er á fjórða ári. Halldóra er heimavinnandi húsmóðir en hafði áður unnið í verksmiðju en Kristján vinnur átta tíma á dag, einnig í verksmiðju. Þau búa í snoturri þriggja herbergja íbúð í tvíbýlishúsi og búa foreldrar Halldóru á hæð- inni fyrir ofan þau. Halldóra og Kristján hafa verið gift í nokkur ár. Þau höfðu oft rætt um bameiginir en það stóð ekki til að fara að eignast böm strax. Þau vildu koma sér betur fyrir og láta á það reyna hvernig þeim gengi að hugsa um sig sjálf áður en þau stækkuðu fjölskylduna. Halldóra hafði líka átt við veikindi að stríða alveg frá því hún var bam og vissi ekki hvort hún gæti heilsu sinnar vegna gengið með bam. Þegar Halldóra verður pfrísk er hún á getnaðarvamarpillunni, þungunin kom þeim því í opna skjöldu. Lækni hafði yíírsést skert virkni pillunnar af völdum lylja sem hún tekur að staðaldri. Halldóra var því komin þijá mánuði á leið þegar henni varð Ijóst að hún gengi með barn. Þegar Halldóra og Kristján kom- Almennt er nú viðurkennt að þroskaheftir eigi rétt á og hafí þörf fyrír að lifa venjulegu lífí úti í sam- félaginu meðal annars stofna fjölskyldu og eiga börn. Hildur Einarsdóttir kynnti sér líf og aðstæður fjölskyldna þar sem foreldrarnir eru seinfærir eða þroskaheftir. Morgunblaðið/Ásdís Rannveig Traustadóttir, ddsent við félagsvísindadeild Háskóla ísiands. að styðjast en í þessum skrifum er stuðst við bæði innlendar og er- lendar rannsóknir á þessum hópi foreldra. Það eru þær Rannveig Traustadóttir og Hanna Björg Sig- urjónsdóttir doktorsnemi við Fé- lagsvísindadeild Sheffield háskóla sem tóku upplýsingarnar í ritinu saman en þær hafa gert rannsókn- ir á högum þessara fjölskyldna En hvað er hæft í þeirri goðsögn að börn þroskaheftra foreldra verði greindarskert? I riti þeirr Rannveigar og Hönnu Bjargar kemur fram að rannsóknir sýni að tíðni greindarskerðingar af líffræðilegum eða erfðarfræðileg- um orsökum eru ekki meiri hjá börnum þroskaheftra en annarra. Margir þroskaheftir foreldrar eignast böm með eðlilega greind og ef foreldramir fái nauðsynlegan stuðning við uppeldi barna sinna geti þau spjarað sig vel sem ungl- ingar og fullorðið fólk. Hætta á þroskaseinkun barna aukist ef fjöl- skyldumar búa við fátækt. Þessi hætta sé þó ekki meiri í fjölskyld- um þar sem foreldrar em þroska- heftir en hjá öðram fjölskyldum sem lifa við sömu aðstæður. Það hefur einnig verið trú manna að þroskaheftir foreldrar eignuðust yfirleitt mörg börn. Samkvæmt upplýsingum í ritinu sýna rannsóknir að þroskaheftir foreldrar eiga ekki fleiri böm en gengur og gerist meðal foreldra úr sömu félags- og efnahagsstétt. Þvert á móti eiga þau yfirleitt færri börn. Likt og aðrir foreldrar mishæfir uppalendur Hvað er að segja um goðsögnina að þroskaheft fólk séu óhæfir for- eldrar? Að sama skapi sýna rann- sóknir að þroskaheftir foreldrar geta staðið sig vel í uppeldishlut- verkinu en líkt og aðrir foreldrar era þeir mishæfir uppalendur. Ekkert bendi til að bein tengsl séu á milli þess að hafa hærri greindar- vísitölu og vera hæfari sem for- eldri. Vissir þættir eru þó taldir hafa áhiif á frammistöðu þroska- hefts fólks í foreldrahlutverkinu, samkvæmt upplýsingum í ritinu. Þeir þættir sem virðast skipta máli era að greindarvísitala sé hærri en 50-60 stig, að foreldrar séu giftir, eigi fá börn, fái viðeigandi stuðn- ing, bæði frá félagslega kerfinu og fjölskyldu sinni og að þeir vilji þiggja stuðninginn. En geta þroskaheftir foreldrar lært að hugsa nægilega vel um börnin sín? I riti þeirra Rannveig- ar og Hönnu Bjargar segir að rannsóknir sýni að þroskaheftir geta lært, munað og yfirfært það sem þeim er kennt. Mikilvægt er þó að viðeigandi námstækifæri og kennsluaðferðir séu notaðar. Líkt og aðrir foreldrar læra þeir best þegar þeir eru virtir, lífreynsla þeirra viðurkennd og námsefnið tekur mið af þörfum þeirra. Rannveig sagði að goðsagnir um þroskahefta foreldra væru býsna lífsseigar. Þær lifðu því miður góðu lífi þrátt fyrir að rannsóknir sýni svo ekki verði um villst, að þetta eru bara goðsagnir. Skilningur að aukast „UMRÆÐAN um málefni þroskaheftra eða seinfærra foreldra hefur verið að aukast bæði meðal þeirra sjálfra og úti í þjóðfélaginu," segir María Hreiðars- dóttir, formaður Ataks hagsmunafélags þroskaheftra. „Það ríkir meiri skilning- ur á þessum málum nú en áður. Enn er þó að finna mikla fordóma gagnvart þroskaheftum/seinfæram foreldrum. Sagt er að þeir séu ekki jafnhæfir og aðrir að ala upp börn. Fólk veit ekki um hvað málið snýst. Það er skoðun okkar að þroskaheftir/seinfærir eins og aðrir í þjóðfélaginu eigi jafnan rétt á að ala upp böm sín. Þetta fólk þarf réttan stuðning ef uppeldið á að takast jafnvel og hjá öðram.“ Hvernig hefur stuðningurinn verið við þroskahefta/seinfæra foreldra? „Það er einstaklingsbundið. Sumir þeirra fá þann stuðning sem þeir þurfa á að halda meðan aðrir fá hann ekki.“ Eftir hverju fer það hvort stuðning- urinn er mikill eða lítill? „Það fer eftir fólkinu sem leitað er til hjá félags- lega kerfinu, það er eins misjafnt og það er margt. Það hefur komið iyrir að þroskaheftir/seinfærir for- eldrar eru hræddir við að María leita til félagslega kerfisins Hreiðarsdóttir vegna þess að þeir hafa fengið slæm viðbrögð og era jafnvel hræddir um að barnið verði tekið frá þeim. Það skiptir einnig máli að fjöl- skylda þess þroskahefta/seinfæra sé nógu sterk til að fylgja málum hans vel eftir.“ Hafa þroskaheftir/seinfærir yfirleitt mikinn áhuga á barneignum? „Það er misjafnt eins og hjá öðram. Þeir sem treysta sér til að ala upp börn hugsa meira um barneiginir en hinir sem finna til vanmáttar gagnvart upp- eldishlutverkinu." Morgunblaðið/RAX María er spurð að því hvort hún þekki persónu- lega til þroskaheftra/sein- færra foreldra? Segir hún svo vera. Hún þekki móð- ur sem á þriggja ára barn og það gangi bara vel hjá þeim. „Það sem skiptir máli við stuðninginn er að þeim þroskahefta/sein- færa líki vel við stuðnings- aðilann og að sami aðilinn sé í þessu hlutverki sem lengst. Það hefur einnig mikið að segja að stuðn- ingsaðilinn þekki hlutverk sitt og átti sig á að aðferð- imar við að ala upp böm geti verið misjafnar en jafngóðar," segir hún. Gjarnan er talað um peningaleysi þegar þessi mál bera á góma. Era fjár- munir til að styðja myndarlega við bakið á þroskaheftum/seinfæram foreldram? „Þetta er auðvitað alltaf spurning um í hvað menn vilja eyða peningunum. Eg tel að það sé betra að eyða þeim í að halda fjölskyldunni saman með því að styðja við baldð á henni en sundra henni. Þessar fjölskyldur eru til og það er skylda þjóðfélagsins að styrkja for- eldrana eins og aðra þroskahefta eða seinfæra.“ Góður stuðningur gerir gæfumuninn ust að því að hún var barnshafandi vöknuðu tvíbentar tilfinningar með þeim. Gleði yfir því að eiga von á barni og kvíði yfir því hvort hún mætti ganga með bam veikinda sinna vegna. Læknirinn fullvissaði ungu hjónin um að allt væri í besta lagi og ekk- ert á móti því að hún eignaðist barn- ið en það yrði hún að ákveða sjálf. Stuttu síðar sagði Halldóra móð- ur sinni tíðindin en hún segir að hún hafi kviðið fyrir því. „Vegna þess að ég vissi að þetta yrði eins og hamar í hausinn,“ segir Halldóra, „en ég ákvað nú samt að segja henni frá því. Ég vissi að það væri betra fyrir mig og bamið.“ Halldóra hafði rétt fyrir sér um viðbrögð móðurinnar, sem lagði til að þau létu eyða fóstrinu. Halldóra segir hana hafa verið áhyggjufulla yfir heilsu sinni og getu þeirra til að annast bam. Um fóstureyðinguna sagði Halldóra: „Við hugsuðum kannski eitthvað lauslega um það fyrst en samt, alltaf nei...“ Þegar ljóst varð að þau ætluðu að eiga bamið reyndist þeim enginn betur en Anna, móðir Halldóm. Hún hafði samband við Guðlaugu, stuðningsaðila þeirra hjá þjónustu fatlaðra, og sagði henni málavöxtu og bað hana að sjá til þess að ungu hjónin fengju allan þann stuðning og aðstoð sem þau ættu rétt á. Guð- laug tók beiðni Onnu vel og hafði samband við fulltrúa ungbarnaeftir- litsins og Félagsþjónustunnar. Sam- eiginlega ákváðu þessir aðilar að mynda stuðningsnet, um fjölskyld- una og gera allt sem í þeirra valdi stæði til að henni famaðist vel. Á meðgöngunni var heilsa Hall- dóm með besta móti og þau Krist- ján bjuggu sig undir nýja hlutverkið með því að sækja námskeið fyrir verðandi foreldra. Þegar kom að fæðingunni gekk hún í alla staði vel og Kristján var viðstaddur þegar Gunnar Helgi fæddist. Á fæðingardeildinni var ungu hjónunum kennt ýmislegt um umönnun ungbama og síðasta sól- arhringinn dvaldi Kristján þar yfir nótt. Þau fengu herbergi út af fyrir sig og starfsfólkið kenndi Krisljáni meðal annars að baða barnið, blanda þurrmjólk og skipta um bleiu. Halldóra og Kristján vom meðvituð um að þau væm í „svona sérkennslu" eins og Halldóra orðar það en fannst engu að síður gott að fáþessa kennslu. Halldóru Ieið ágætlega þær tvær vikur sem hún lá á spítalanum. „Starfsfólkið var ágætt og passaði að ég gerði rétt, en sumir efuðust um að ég gæti það,“ segir hún og það fannst henni sárt að finna. Á meðan Haildóra lá á spítalan- um skipulögðu þjónustustofnun fatlaðra, Félagsþjónustan og ung- barnaeftirlitið stuðningsnet fyrir íjölskylduna í náinni samvinnu við móður Halldóm. Halldóra og Krist- ján vom ekki höfð með í ráðum við skipulagningu stuðningsins en þau vora látin vita hvað stæði til, spurð álits og fullt tillit tekið til óska þeirra um ýmsa hluti. Halldóra og Kristján vora sátt við að fá stuðning við barnauppeldið. Þau gera sér grein fyrir takmörk- unum sinum og vilja allt til vinna að tryggja öryggi barnsins. Það eina sem olli þeim hugarangri var að vera tilkynnt til Félagsþjónustunn- ar. Tilhugsunin um afskipti hennar var þeim afar óþægileg vegna þeirrar stimplunar sem þeim fannst fylgja því. „Ég var líka nýbúin að lesa greinar um stelpur sem börnin vom tekin af,“ segir Halldóra. Hún segist þó ekki hafa óttast að Gunnar Helgi yrði tekinn af þeim. „En ég vissi bara að ég yrði að passa mig og svona og hafa reglu.“ Halldóm og Kristjáni fannst notalegt að fá stuðning frá þjónustustofnun fatlaðra. Þau höfðu fengið stuðning þaðan síðan þau hófu búskap og þau héldu sama stuðningsaðila, Guðlaugu, sem kom nú oftar en áður. í upphafi var stuðningurinn mikill en fijótlega fór hann niður í tvo daga í viku, tvo tíma í senn. Guðlaug veitti þeim bæði hagnýt- an og persónulegan stuðning og reyndi aldrei að ráðskast með þau. Guðlaug segir að Halldóra hafi ver- ið fljót að læra að hugsa um bamið. Fulltrúi ungbarnaeftirlitsins kom fimm daga vikunnar í fyrstu. Hún veitti hjónunum ráðleggingar um næringu og meðferð ungbama og fylgdist með því að barnið dafnaði og þroskaðist eðlilega. Sá stuðningur sem Félagsþjón- ustan veitti Ijölskyldunni var í formi tilsjónar og heimilishjálpar. Það auðveldaði Halldóru að þiggja stuðning frá Félagsþjónustunni að frænka hennar sem er þroskaþjálfi var ráðin tilsjónaraðili. Tilsjónin stóð í eitt ár en þá þótti ekki ástæða til að halda henni áfram. Halldóru var þó sagt að tilsjónin mundi hefj- ast að nýju þegar Gunnar Helgi byrjaði í skóla. Hún fékk þó ekki að vita af hvetju hún hæfist aftur þá en hún telur líklegt að það sé vegna þess að hún er „öryrki og lengur að læra og þeir treysta mér kannski ekki til að hjálpa honum við námið,“ segir hún. Eini stuðningurinn sem þau vora ósátt við var heimilishjálpin, þrátt fyrir að liafa samþykkt slíkan stuðning í upphafi. Þau vom ósátt vegna þess að sú sem sinnti heimilis- hjálpinni veitti þeim hvorki ráðgjöf né leiðbeiningar. Að auki fannst. þeim hún vinna störf sín illa. Hall- dóra og Kristján óskuðu eftir því að heimilishjálpinni yrði hætt þar sem þau töldu sig geta unnið þessi störf jafn vel ef ekki betur en hún gerði og var farið að óskum þeirra. Stuðningsaðilamir, sem allir vom konur, hittust reglulega á sam- ráðsfundum og bám saman bækur sínar. Þeir vom sammála um að Halldóm og Kristjáni gengi vel að sinna baminu. Þau tækju tilsögn vel og lærðu að tileinka sér nýja færni. Stuðningsaðilar þeirra vom því ekki áhyggjufullir og drógu smám saman úr stuðningnum. A þessum tíma bjuggu þau í leiguíbúð sem þjónustust ofnun fatlaðra hafði út- vegað þeim. Öllum stuðningi var hætt þegar þau fluttu í sama hús og foreldrar Halldóra. Hins vegar er Tengsl foreldra og barna sterk Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Dr. Tim Booth og Wendy kona hans. Dr. Tim Booth og eiginkona hans, Wendy, hafa um árabil unnið að rannsóknum sem snúa að þroska- heftum foreldram og bömum þeirra. Þau hafa nýlega gefið út tvær bækur um þetta efni. Önnur heitir Parenting undcr pressure: Mothers and fathcrs with learning diffículties og fjallar um fjölskyldur þar sem foreldramir, annar eða báðir, era þroskaheftir. Hin bókin, Growing up with parents who have learning diffículties, byggist á við- tölum við fullorðið fólk sem ólst upp hjá þroskaheftum foreldrum. Þau hjón héldu nýlega opinbera fyrirlestra á vegum félagsvísinda- deildar Háskóla íslands og Rann- sóknarstofnunar Kennaraháskóla íslands. Fyrirlesturinn nefndist Þroskaheftir foreldrar: Goðsagnir og paunveraleiki. í viðtali við dr. Tim Booth kom fram að rannsókn þeirra á högum þroskaheftra foreldra hefði meðal annars leitt í ljós að það vantaði til- finnanlega stuðning við þessar fjöl- skyldur. Stuðningur við uppeldi barna væri öllum ungum foreldrum nauðsynlegur. Hann væri þó sér- lega mikilvægur þegar um þroska- hefta foreldra væri að ræða og tal- inn geta skipt sköpum um gengi þeirra í foreldrahlutverkinu. Mikilvægt að efla færni og sjálfs- traust þroskaheftra foreldra „í rannsókn okkar komumst við að því að félagslega kerfið veitir ekki nægjanlegan né viðeigandi stuðning sem foreldrarnir þurfa á að halda,“ segir dr Booth. „Það hendir iðulega að þroskaheftir for- eldrar fá ekki stuðning fyrr en kom- ið er í óefni með uppeldið. Þá miðast hann við þarfir bamsins en ekki fjölskyldunnar í heild. Samkvæmt athugunum okkar felst ái’angursrík aðstoð í langtíma stuðningi sem byggist á að styrkja þá góðu þætti sem foreldrarnir búa yfir og efla fæmi þeirra og sjálfstraust og þai’ sem ríkir gagnkvæmt traust milli foreldra og stuðningsaðila. Urræðin þurfa að vera þannig að þau taki mið af þörfum hverrar fjölskyldu í stað þess að fjölskyldan sé felld inn í þau úrræði sem era fyrir hendi.“ Félagslega kerfið bregst oft Dr. Booth ræddi um slæma reynslu margra þroskaheftra af kerfinu og sagði að það brygðist þessu fólki allt of oft. Ekki væri staðið við gefin loforð og valdið væri misnotað. „Dæmi era um að börn þeini velkomið að leita til þeirra eftir aðstoð hvenær sem er. Halldóm finnst gott að búa svona nærri foreldram sfnum en vera samt algjörlega út af fyrir sig. Hún segir nábýlið þó hafa bæði kosti og galla í för með sér. Kostirnir em fyrst, og fremst öryggið sem því fylgir en hún segir móður sína „...passa upp á að hann (Gunnar Helgi) vei’ði ekki tekinn af mér eða eitthvað svoleiðis". Gallana segir hún vera aukin afskipti af barna- uppeldinu og fjárináluni. Halldóm langar til að eignast annað bam í framtíðinni en þó ekki strax. Bæði vegna þess að hún telur að það yrði of erfitt fyrir sig að vera með tvö lítil börn í einu og eins vegna þess að húii gerir sér grein fyrir erfiðri stöðu seinfærra mæðra. Um frekari barneignir segir hún að liún muni kannski eignast annað barn þegar Gunnar Helgi er kominn eitthvað áfram f skóla. Um þetta segir hún: „Ég er ekki viss uin að ég hefði orku í það strax og þá væri meiri hætta á að börnin yrðu tekin af mér. Sigga (fyrrverandi til- sjónaraðili) myndi vera í annarri vinnu. Þá yrði það ókunnug kona, hún yrði allavega að vera eitthvað era tekin af þroskaheftum foreldr- um af ástæðum sem þættu ekki boð- legar ef foreldrar með fulla greind ættu í hlut.“ Dr. Booth sagði jafnframt að þessar fjölskyldur þyrftu að þola mikla fordóma og þær mættu litlum skilningi frá umhverfinu. „Foreldrarnir og heimili þeirra era gagnrýnd óhóflega og hæfileiki þeirra til að sinna margbrotnum skyldum foreldrahlutverksins dreg- in í efa. Það kom skýrt fram í rannsókn okkar að ef seinfærir eða þroska- heftir foreldrar fá rétta aðstoð farn- ast þeim yfirleitt vel sem foreldram. Þar sem umönnun og uppeldi hafði ekki gengið eins vel íyrir sig vora ástæðurnar margar. Álgengt er að þessar fjölskyldur búi við bágan efnahag, atvinnuleysi, húsnæðis- vanda og annað í þeim dúr. Slíkar aðstæður takmarka getu allra for- eldra til að mæta þörfum barna sinna og auka líkurnar á að upp komi vandamál eins og að bömin verði fyrir þroskaseinkun.“ Fjölskylduböndin mikilvæg Tim og Wendy Booth rannsök- uðu ekki aðeins foreldrana og að- stæður þeirra heldur höfðu upp á fullorðnu fólki sem hafði alist upp hjá greindarskertum foreldram eða foreldri og báðu það um að lýsa reynslu sinni. „Næstum allir sem við ræddum við eða tuttugu og sjö einstaklingar af þrjátíu, töluðu um foreldra sína, einkum móðurina, af mikilli hlýju og sérstök til að það væri í lagi. Til að það væri ekkert hættulegt með hana. Mér finnst bara með fólk; það er nóg að manneskjan sé fötluð og það kafar ekki lengra. Athugar ekki endilega hvemig manncskjan er. Það er nóg að hún sé fotluð og þá er það búið.“ Saga þeirra Halldóm og Krist- jáns sýnir hversu vel getur tekist til hjáþroskaheftum/seinfæmm for- eldmm og hversu mikilvægur góð- ur stuðningur er fyrir þær. Frá- sögnin birtist í ritinu Umdeildar fjölskyldur, sem gefið var út á veg- um félagsvísindastofnunar Háskól- ans, en þar er einnig að finna sögu einstæðrar þroskaheftrar móður þar sem ekki hefur tekist jafn vel til, en hún býr við stöðugan ótta við afskipti kerfisins. Að sögn Rann- veigar Trausfadóttur, dósents við félagsvísindadeild Háskóla íslands, en hún skráði frásagnimar niður ásamt Hönnu Björgu Sigurjónsdótt- ur, doktorsnema við Sheffield- háskóla, endurspegla sögurnar afar ólíkar og mismunandi aðstæður sem fjölskyldur seinfærra/ þroskaheftra foreldra búa við hér á landi. þakklæti. Oft var það þannig að fað- irinn hafði yfirgefið fjölskylduna og bömin höfðu lítil eða engin sam- skipti við hann. I rannsókninni var meðal annars athugað mikilvægi fjölskyldu og fjölskyldubanda. Virtust tengsl milli foreldra og barna vera sterk. Ef foreldramir voru enn á lífi höfðu bömin samskipti við þau. Sum bjuggu enn hjá foreldram sínum, önnur komu reglulega í heimsókn. I þeim tilfellum þar sem börnin höfðu verið skilin frá foreldram sín- um á unga aldri höfðu þau oftast tekið upp samband við foreldrana seinna á lífsleiðinni. Athugun okkar sýndi einnig að sambandið við foreldrana hafði af- gerandi áhrif á að skapa þeim heil- steypta sjálfsmynd. Ekkert benti heldur til þess að bömin hefðu gert tilraun til að rjúfa tengslin við foreldrana. Urðu fyrir aðkasti frá umhverfinu í rannsókninni var einnig leitast við að meta þanþol barna sem alast upp við erfiðar aðstæður. í viðtölum við bömin kom fram að það fylgdu því ýmsir erfiðleikar að alast upp hjá seinfæram eða þroskaheftum foreldram. Þau urðu fyrir aðkasti frá umhverfinu og nokkur þeirra höfðu hætt í skóla án þess að ljúka grannnámi. Enginn í þessum hópi talaði þó um að hann vildi hafa alist upp við aðrar aðstæður. Þau elskuðu for- eldra sína skilyrðislaust. Rannsóknin kvað því niður þá goðsögn að gi-eindarskertir foreldr- ar ættu í erfiðleikum með að mynda tilfinningaleg tengsl við börn sín og öfugt. Það sem virtist skipta sköpum fyrir bömin var ef fjölskyldan fékk góðan félagslegan stuðning. Hann gat komið frá ömmunni eða afanum eða öðram ættmennum, góðum nágranna, vini eða kunningja. Kennarinn gat líka haft mikil áhrif á vellíðan bamsins með því að sýna því áhuga og skilning. Það skipti líka máli hvort bamið væri opið að eðlisfari og tilbúið til að fara út á meðal fólks í staðinn iyrir að loka sig af.“ Booth sagði að í Bretlandi væru líklega um 250.000 fjölskyldur þar sem annað eða bæði foreldri væri seinfært eða þroskaheft. „í þessum hópi era foreldrar sem eru ófærir um að ala upp böm sín. En meiri- hluti foreldranna býr yfir margvís- legum hæfileikum sem nýtast vel við barnauppeldi auk þess sem hægt er að auka færni þeirra á þeim sviðum þar sem þeim er ábótavant með viðeigandi kennslu og þjálfun. Því er ekki hægt að alhæfa og segja að greindarskert fólk sé óhæft sem foreldrar heldu þarf að líta á hvert einstakt tOfelli fyrir sig.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.