Morgunblaðið - 26.11.1999, Side 8
% B FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
tt
DAGLEGT LÍF
Bönunum, eplum og kókoshnetum fórnað til guðanna.
Skólastjórinn Isaac ásamt kennaranum Mariam Lilly og nemendum.
HEIMSÓKN í STÚLKNASKÓLA Á INDLANDI
Heimurinn horfír öðru-
vísi við indversku stúlk-
unum í skóla Póru Ein-
arsdóttur í Chennai en
‘íslenskum jafnöldrum.
Hrönn Marinósdóttir
blaðamaður og Sigrún
Magnúsddttir ljós-
myndari fóru í heim-
sókn á hátíðisdegi.
FRAMAN á litlu húsi í miðju fá-
tækrahverfi Chennaiborgar (áður
Madras) á Suður- Indlandi stend-
ur skrifað stórum stöfum, Icela-
ndic Children Aid Training Cent-
er. Eftir langa mæðu vorum við
f9)is á leiðarenda. Ökumaðurinn
sem glannast hafði á „rikksjó" um
alla borg, fór vegvillur, þannig að
hvítingjarnir í aftursætinu, voru
orðnir svartir í framan af mengun
stórborgarinnar og hálfbumbult
eftir holótta vegina.
Börn úr hverfínu hópast að þeg-
ar aðkomumenn stíga út. „Hi, how
are you?“ spyr einn lítill og skelli-
hlær. Vinirnir brosa breitt að ár-
æðni þess stutta og sjálfsagt und-
arlegu útliti útlendinganna. Uti er
glaðasólskin og 39 stiga hiti.
Fyrr en varir kemur maður og
kynnir sig, Isaac skólastjóri var
þar mættur og vísar okkur leiðina
inn í litla húsið. Inni mætum við
fleiri forvitnum augum, um það bil
40 ungar stúlkur sitja við sauma-
vélar en aðrar við tölvur.
Vigdís Finnbogadóttir blasir
einnig við sjónum, á stórri mynd
sem hangir á áberandi stað. Einn-
ig er kunnugleg mynd
þar sem á stendur:
Drottinn blessi heimil-
ið.
Við erum stödd í
skólanum hennar
Póru Einarsdóttur
eins og hann er nefnd-
ur í daglegu tali. f ellefu ár hafa
stúlkur frá 12 ára aldri notið þar
almennrar fræðslu og starfsþjálf-
unar í handavinnu og tölvuvinnu
en kjörorð skólans er hjálp til
sjálfshjálpar.
Þóra, sem nú er á níræðisaldri,
er mörgum kunn fyrir áratuga-
starf sitt að góðgerðarmálum hér-
lendis og á Indlandi.
*Isaac skólastjóri kynnir okkur
fyrir nemendum sem virðast hálf-
feimnir við heimsókn útlending-
anna. „Hello madame,“ segja þær í
einum kór.
Kennsla verður í styttra lagi hjá
þeim í dag þar sem til stendur að
fagna Aayutha puja, hindúahátíð-
inni sem haldin er um allt land,
m.a. til heiðurs verkamönnum.
Um 70 nemendur
í tvísetnum skóla
Aður en gleðin tekur völdin seg-
ir skólastjórinn okkur að námið
taki að jafnaði um eitt ár, nemend-
ur eru um 70 en skólinn er tvíset-
inn, kennt er bæði fyrir og eftir
hádegi. Fyrstu árin var námið ein-
ungis ætlað holdsveikum stúlkum,
að sögn Isaacs en litið er mjög nið-
ur á holdsveikisjúklinga, þeir eiga
erfítt með að fá vinnu og komast
áfram í þjóðfélaginu. „Holdsveiki
er nú í rénun sem betur fer, og því
hefur námið einnig verið miðað við
fatlaðar stúlkur og þær sem eiga
fjölskyldur af litlum efnum. Vel
hefur gengið hjá stúlkunum að út-
vega sér vinnu að námi loknu, og
sumar geta jafnvel aðstoðað for-
eldra sína fjárhagslega."
Drengir þykja
eftirsóknarverðari en stúlkur
Isaac er félagsfræðingur sem
hefur sérhæft sig í þróunarstarfi,
en lengi vel vann hann hjá þýskri
hjálparstofnun, German Leprosy
Children Aid. Náin samvinna hef-
ur verið á milli Islensku barna-
hjálparinnar, nefndarinnar sem
rekur skólann með Þóru í forsvari,
og þýsku samtakanna.
„A Indllandi ríkir oft mikið
harðræði," heldur Isaac áfram
„ekki síst meðal kvenna og raunir
þeirra byrja oft strax við fæðingu.
Drengir eru taldir eftirsóknar-
verðari þar sem þeir tryggja for-
eldrum öryggi á efri árum. Sumir
þeirra búa áfram í
foreldrahúsum eftir
að þeir ganga í
hjónaband. Stúlk-
urnar eru taldar
meiri byrði, þær yf-
irgefa fjölskylduna
við giftingu og með
þeim þarf að borga heimanmund.
Afleiðingarnar eru að stúlkur fá
stundum verri menntun en dreng-
ir og eru þannig vanræktar.
A Indlandi giftist fólk yfirleitt af
hagkvæmisástæðum og mikið er
um að foreldrar ákveði giftingar
barna sinna með aðstoð hjúskap-
armiðlara. Dóttir á unglingsaldri
gæti verið lofuð manni sem hún
hefur aldrei augum litið. Foreldr-
um hefur sumum reynst erfitt að
Raunir indverskra
kvenna hefjast
oft strax við
fæðingu
Meena dansar af mikilli list.
Ljóðaupplestur á hátíðisdegi hindúa. Forvitnir nágrannar fylgjast með aðkomumönnunum.
koma dætrum sínum í hjónaband
og útburður stúlkubarna, sem enn
þekkist, er afleiðing af því.“
Námskeið fyrir almenníng
Mikil ásókn hefur verið í skól-
ann, að sögn Isaacs, og til greina
hefur komið að auka starfsemina,
jafnvel kaupa nýtt húsnæði. Hug-
myndir eru um að útbúa athvarf
fyrir konur sem eiga í erfiðleikum,
hafa til dæmis skilið eða eignast
börn í lausaleik en slíkt þykir nán-
ast glæpur á Indlandi.
Islenska bjarnahjálpin hefur
einnig séð til þess að á vegum skól-
ans eru haldin námskeið fyrir al-
menning um samfélags- og heil-
brigðismál, svo sem alnæmi.
„Mother Thora er hér nánast í
dýrlingatölu,“ segir Isaac, „hún
hefur staðið lyrir svo mörgum
góðum hlutum.“
Steikt hrísgrjón, söngur og dans
Skólinn er ekki rekinn á grund-
velli trúarbragða, engu máli skipt-
ir hvort lærlingarnir séu hindúar,
múslímar eða kristnir. Til þess að
gleðja nemendur og kennarana,
sem eru tveir auk Isaacs, var
ákveðið að halda upp á Aayutha
puja, hindúahátíðina. Vélum og
tækjum er sýnd sérstök virðing á
þessum degi og því skreyta hind-
úar bfla sína með blómum!
Hátíðin hófst í skólanum með
fórnargjöfum til guðanna; kókos-
hnetur, bananar, epli og mango
voru sett á blómum skreytt borð
og nemandi var fenginn til þess að
framkvæma fórnarathöfnina
(puja). Grafarþögn ríkti í litla skól-
anum meðan á þessu stóð en svo
tók við fjöldasöngur, farið var í
leiki, sungið ennþá meira, farið
með ljóð og allir fengu bland í
poka; steikt hrísgrjón, sæta köku
og banana.
Punkturinn yfir i-ið var frum-
fluttur dans sem Meena, 16 ára
yngismær og nemi í handavinnu,
hafði æft með aðstoð handavinnu-
kennarans Mariam Lilly.
Meena uppskar mikið lófaklapp
fyrir dansinn. Fæstir nemandanna
í skólanum tala ensku en með
hjálp Isaacs segir Meena okkur að
hún hafi verið dugleg að æfa und-
anfarna daga og að dans sé hennar
aðaláhugamál.
„Eftir að námi lýkur, langar mig
til að koma á fót lítilli saumastofu,
það er draumurinn,“ segir hún. Til
þess þarf ég þó að taka bankalán."
Meena getur ekki vænst mikillar
fjárhagsaðstoðar að heiman en
faðir hennar hefur verið holds-
veikur og atvinnulaus í mörg ár.
„Pabbi hefur enn ekki fengið fasta
vinnu en við erum fimm í fjöl-
skyldunni. Þess vegna er gott að
ég skuli hafa fengið tækifæri hér í
skólanum."
Heimurinn horfir töluvert öðru
vísi við nemendum þessa skóla en
jafnöldrum hér á Islandi. Gæðun-
um er í það minnsta misskipt en
skóli Þóru er kannski skýrt dæmi
um hve lítið þarf til að bæta stöðu
þeirra sem minna mega sín.
í öðrum heimi