Morgunblaðið - 22.12.1999, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 22.12.1999, Qupperneq 29
Haukur Hlíðkvist Ómarsson er einn þeirra sem sigldi niður Jökulsá á Brú síðast- liöið sumar. Morgunblaóið/Þorkell Áin var straumþung og oft erfið viðureignar. Morgunblaðlð/Sverrir Vatnið gengur yfir annan gúmmíbátinn. Fagnað sigri er landl var náð eftlr 14 tíma í gljúfrunum. Morgunblaðið/Þorkell Morgunblaðið/RAX straumi auk þess sem grjót gat fallið úr snarbröttum hamraveggjunum. „Við vorum fjórtán tíma ofan f gljúfrunum og meðan á sigl- ingunni stóð sáum við ána vaxa ört á stuttum tíma. Einnig lentum við í minniháttar óhöppum en okkur brá mest þegar einn okkar datt út fyrir rétt fyrir ofan aðrar stærstu flúðirnar. Þetta geröist mjög snögglega og hann komst fljótlega upp úr en þarna mátti ekki miklu muna. Áin er bæði köld og mjög gruggug og kraft- urinn alveg gríðarlegur. Við sögðum oft í gríni að þetta væri eins og að vera inni í stórri garöslöngu." Jökulsá á Brú er metin 5-6 á áhættukvarða fyrir straum- vatnssiglingar og Jökulsá eystri er metin á um 4. „Flúð- irnar sem við sigldum ekki eru 6, en gráðan 6 þýðir að það sé ófært," útskýrir Haukur. „Daginn áður, þegar Nepalarn- ir fóru Jöklu, sögðu þeir hana vera um 5. En þeir sögðu einnig að það væri mjög erfitt aö gráða ána því ef eitthvaö kemur upp á er maður í mjög slæmum málum. Áhættustuð- ullinn hækkar því það er mikiö mál að koma slösuðum manni upp úr gljúfrunum." HVERS VEGNA? Þegar Ijóst er hverjar hætt- urnar eru og að Jökulsá á Brú er illfær og á köflum ófær að mati færustu manna er ekki skrítið að fólk velti fyrir sér hvað það sé sem fær menn til að fara í slíka ferð. „Þetta er auövitað ekkert annaö en æv- intýramennska," svarar Hauk- ur um hæl. „Við höfum allir verið að klifra og feröast á jeppum bæði sumar og vetur. Siglingin var skemmtileg til- breyting og gaman fyrir okkur að vera fyrstir til að gera þetta og taka þátt í að búa til kvik- mynd um ferðina." En myndi Haukur fara aftur niður Jöklu ef honum byðist það? „Nei, ég hugsa ekki. Ég myndi ekki sækjast eftir því. Þetta var mikil vinna og fyrir- höfn og alls ekki óhætt að fara nema hafa björgunarsveit til taks fyrir ofan sig. En þetta er alveg gríðarlega fallegt svæði og rosalega hrikalegt, alveg einstakt, hvernig sem á þaö er litið." 29

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.