Morgunblaðið - 30.12.1999, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 30.12.1999, Qupperneq 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1999 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER BLAÐ c soPBHmnsnnB McKinleyvar sendurheim frá Snæfellli ROBERT McKinley, bandarískur leikmaður sem hugðist leika með úrvalsdeildarliði Snæ- fells, var látinn fara frá liðinu eftir nokkurra daga dvöl í Stykkishólmi. Forráðamenn Snæ- fells fengu þær upplýsingar hjá umboðsmanni McKinleys að leikmaðurinn gæti leikið flestar stöður á vellinum og að hann hefði leikið við góðan orðstír hjá New York State-háskólanum. Þegar til kastanna kom var leikmaðurinn í engri æfingu né var talið að hann gæti komið að einhverjum notum með Snæfelli í úrvalsdeild þegar keppni hæfíst eftir áramót. Leikmaður- inn óskaði sjálfur eftir að fara frá liðinu og til síns heima í gær. HANDKNATTLEIKUR/EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA I KROATIU 2000 Ljósmynd/Stadtsparkasse Magdeburg Ólafur Stefánsson verður væntanlega í sviðsljósinu með íslenska landsliðinu á EM í Króatíu sem hefst eftir þrjár vikur. Hér er hann að skora í leik með liði sínu Magdeburg gegn Barcelona. Enn bið- staða hjá Brynjari EKKI er enn komin niður- staða varðandi féiaga- skipti Brynjars Björns Gunnarssonar frá sænska liðinu Örgi-yte til Stoke City. Á heimasiðu Stoke City í gær er viðtal við Guðjón Þórðarson, knatt- spyrnusljóra félagsins, þar sem hann er geinilega far- ið að lengja eftir því að fá svar frá Orgryte. Brynjar Björn sagði við Morgunblaðið í gær að enn væri biðstaða í málinu. „Það er í raun ekkei*t nýtt í þessu. Örgryte og norska liðið Válerenga eru enn að ræða saman og freista þess að ná sáttum. Það eina sem ég veit er að félögin eru að ræðast við þessa dagana. Það hlj^tur að skýrast á mogun (í dag) hvort af söl- unni verði eður ei,“ sagði Brynjar Björn. Eins og fram hefur kom- ið gerir Válerenga, sem Brynjar Björn lék nieð áð- ur en hann fór til Örgryte, kröfu um allt að 40% af söluverðinu. Stoke hefur boðið Örgryte 60 milljónir íslenskar Jkr. fyrir Brynjar og hefur Örgryte verið að reyna að fá Válerenga til að lækka prósentuhlut sinn, en án árangurs. Þorbjörn Jensson ekki tilbúinn með landsliðshóp sinn fyrr en eftir áramót Lykilmenn á sjúkralista ÞORBJÖRN Jensson, lands- liðsþjálfari í handknattleik, hefur frestað því að tilkynna íslenska landsliðshópinn fyrir EM í Króatíu fram yfir áramót vegna meiðsla lykilmanna. Landsliðið leikurtvo æfinga- leiki við Frakka ytra 7. og 9. janúar, en fyrsti leikurinn í EM verður í Rijeka gegn Evrópu- meisturunum sjálfum, Svíum, 21. janúar. Fjórir leikmenn, sem hafa gegnt mikilvægum hlutverkum í ís- lenska landsliðinu á undanförnum árum, eru meiddir og óvíst hvort þeir verða tilbúnir fyrir Evrópu- mótið. Það eru hornamennirnir Bjarki Sigurðsson og Valdimar Grímsson og síðan leikstjórnend- urnir Dagur Sigurðsson og Aron Kristjánsson, sem meiddist á fæti í leik með liði sínu Skjern á dögun- um. Þetta setur Þorbjörn í nokk- urn vanda varðandi valið á liðinu og því hefur hann ákveðið að bíða með að tilkynna það í von um að skýrari línur fáist varðandi meiðsli þeirra upp úr áramótum. Landsliðshópurinn mun vænt- anlega ekki koma saman fyrr en liðið fer til Frakklands 6. janúar. Þar verða tveir leikir eins og áður segir. Síðan mun liðið leika tvo til þrjá æfingaleiki hér heima gegn úrvali erlendra leikmanna sem spila hér í 1. deildinni. Liðið fer síðan til Króatíu 19. janúar og verða 16 leikmenn í þeim hópi. Reiknað er með að Þorbjöm velji hóp 20 leikmanna strax upp úr áramótum sem síðan verður skor- inn niður í 16 áður en haldið verð- ur til Króatíu. íslenska liðið er í B-riðli keppn- innar ásamt Svíum, Rússum, Dön: um, Slóvenum og Portúgölum. í A-riðli leika Spánverjar, Þjóðverj- ar, Frakkar, Norðmenn, Ukraínu- menn og Króatar. Tvær efstu þjóðirnar í hvorum riðli komast í undanúrslit. Leikið verður í Rij- eka og Zagreb frá 21.-30. janúar. Handknattleikssambandið hef- ur þegar sent leikmannalista með 26 nöfnum til Króatíu. En það er ekki endanlegur listi eins og gefur að skilja. A þeim lista eru eftir- taldir: Markverðir: Sebastian Alexandersson, Fram Guðmundur Hrafnkelsson, Nordhorn Bergsveinn Bergsveinsson, UMFA Reynir Reynisson, KA Birkir Guðmundsson, Stjörnunni Aðrir leikmcnn Sigurður Bjarnason, Wetzlar Björgvin Björgvinsson, Fram Bjarki Sigurðsson, UMFA Valdimar Grímsson, Wuppertal Dagur Sigurðsson, Wuppertal Patrekur Jóhannesson, Essen Gústaf Bjarnason, Willstatt Konráð Ölavson, Stjörnunni Ólafur Stefánsson, Magdeburg Robert Duranona, Eisenach Róbert Sighvatsson, Dormagen Njörður Arnason, Fram Rúnar Sigtryggsson, Göppingen Ragnar Oskarsson, IR Ai-on Kristjánsson, Skjern Magnús Már Þórðarson, UMFA Guðjón Valur Sigurðsson, KA Heiðmar Felixson, Wuppertal Daði Hafþórsson, Dormagen Magnús Sigurðsson, Willstatt Páll Þórólfsson, Essen HELGISIGURÐSSON SKORAÐI TVÖ í GRIKKLANDI/C2

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.