Morgunblaðið - 30.12.1999, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 C 3
ÍÞRÓTTIR
Miljkovic
í Víking
VÍKINGAR hafa samið við
júgóslavneska varnarjaxlinn
Zoran Miljkovic og mun hann
leika með liði félagsins í 1.
deildinni næsta sumar.
Miljkovic hefur leikið um
árabil hér á landi, fyrst með
Skagamönnum í þrjú ár og síð-
ar Eyjamönnum síðustu þrjár
leiktíðir. Varð Miljkovic oft Is-
lands- og bikarmeistari með
þessum liðum og hlýtur að telj-
ast einn sigursælasti leikmaður
íslenskrar knattspyrnu á seinni
árum.
Víkingar féllu úr efstu deild
sl. haust eftir skamma viðdvöl.
Er Miljkovic, sem er 35 ára,
ætlað að styrkja Iiðið með
reynslu sinni, en Lúkas Kostic
verður áfram þjálfari liðsins.
Reuters
Tomás Dvorák, heimsmethafi og heimsmeistari í tugþraut, átti einstaklega gott ár og því kom
ekki á óvart að hann var valinn frjálsíþróttakarl Evrópu 1999.
■ INGEMAR Stenmark skíðamað-
ur hefur verið kjörinn besti íþrótta-
maður Svíþjóðar síðustu fimmtíu
árin. Að kjörinu stóðu sænskir
íþróttafréttamenn og fékk Sten-
mark sex atkvæðum meira en
tenniskappinn Björn Borg. Sten-
mark er sigursælasti skíðamaður í
sögu heimsbikarsins með 86 sigra
að baki þrátt fyrir að hafa keppt að-
eins í svigi og stórsvigi. Skíðamað-
urinn Sixten Jernberg varð þriðji í —
kjörinu, átta stigum á eftir Borg.
Stigahæsta konan var skíðadrottn-
ingin Pernilla Wiberg, margfaldur
heims- og Olympíumeistari, en hún
hafnaði í sjötta sæti.
■ MIKA Myllyla, skiðagöngukappi
hefur verið útnefndur íþróttamað-
ur ársins í Finnlandi af íþrótta-
fréttamönnum þar í landi og var
hann langefstur í kjörinu með 321
atkvæði. Myllyla vann þrenn gull-
verðlaun á heimsmeistaramótinu í
Austurríki í febrúar. Hakkinen,
heimsmeistari í Formúlu- kapp-
akstri, hafnaði í öðru sæti með 70
atkvæði og rallökuþórinn Tommi
Makinen varð fjórði með 41 at-
kvæði. y
■ MAGNUS Wislander, hand-
knattleiksmaður sem leikur með
þýska liðinu Kiel, var á dögunum
kjörinn besti handboltamaður Sví-
þjóðar á þessari öld. Þeir sem
næstir komu voru þessir: Per Car-
lén, Erik Hajas, Magnus Anders-
son, Mats Olsson, Tomas Svens-
son, Stefan Lövgren, Bo
Andersson, Björn Jilsén og Claes
Hallgren.
■ HARRY Kewcll leikmaður
Leeds, hefur verið útnefndur besti
knattspyrnumaður ársins í Eyja-
álfu. Þjálfarar, stjórnendur og
blaðamenn stóðu að kjörinu og
hafði Kewell nokkra yfirburði, var
46 atkvæðum á undan Mark Vi- _
duka, leikmanni Celtic, sem hafn-
aði í öðru sæti.
■ RIVALDO sem á dögunum var
útnefndur knattspyrnumaður Evr-
ópu, sagði blaðamönnum í Brasilíu í
gær að hann myndi verða í herbúð-
um Spánarmeistara Barcelona til
loka leiktíðarinnar 2003 hið
minnsta. Líkum hefur verið leitt að
því að Rivaldo sé á förum frá
Barcelona vegna ósáttis við Louie
van Gaal þjálfara, en Rivaldo virð-
ist nú sjálfur hafa kveðið slíkt tal í
kútinn.
■ STAN CoIIymore fer ekki sem*
lánsmaður til franska liðsins
Montpellier eins og líklegt var tal-
ið. Forráðamenn Montpellier vildu
leigja kappann til vors, en settu
sem skilyrði að hann léki einn æf-
ingaleik fyrst með liðinu. CoIIym-
ore tók slíkt ekki í mál, taldi sér
stórlega misboðið og er nú snúinn
aftur til Aston Villa. f
laikos. Hann skoraði tvívegis í gær í stórsigri liðs síns.
stórsigri Panathinaikos í Grikklandi
lertgur
/onum“
nú er bara að halda sínu striki og bíða
eftir að andstæðingnum skriki fótur,“
sagði Helgi Sigurðsson.
GABRIELA Szabó og Tomás
Dvorák hafa verið útnefnd
frjálsíþróttamenn Evrópu í ár-
legu vali Frjálsíþróttasam-
bands Evrópu.
W
Iöðru sæti í kvennaflokki varð
Rússinn Svetlana Masterkova og
Svíinn Ludmila Engquist hafnaði í
því þriðja. Daninn Wilson Kipketer
varð annar í karlaflokki og Colin
Jackson, Bretlandi, þriðji.
Szasbó átti einstaklega gott tíma-
bil og vann öll keppnishlaup utan-
húss sl. sumar í 3.000 og 5.000 metr-
um. Hún fékk 930 stig í kjörinu,
Masterkova 371 og Engquist 367.
Dvorák vann sér það helst til frægð-
ar á árinu að hann bætti sjö ára
gamalt heimsmet Bandaríkja-
mannsins Dans O’Briens í tugþraut í
sumar um 102 og var auk þess
heimsmeistari í greininni. Dvorák,
sem er frá Tékklandi, fékk 752 stig,
Kipketer 694 og Jackson 396. Þá
hefur virtasta frjálsíþróttarit heims,
bandaríska tímaritið Track & Field
News kosið frjálsíþróttamenn árs-
ins. Þar varð Szabó einnig fyi-ir val-
inu í kvennaflokki, Marion Jones,
Bandaríkjunum, varð önnur og landi
Szabó, Rúmeninn Mihaele Melinte,
heimsmeistari í sleggjukasti varð
þriðja. „Eyðimerkurprinsinn"
Hicham E1 Guerrouj er að mati
blaðsins sá sem stendur upp úr
karlaflokki. Heimsmethafinn í 100
metra hlaupi karla, Maurice Greene,
varð annar og Dvorák varð þriðji.
Að mati blaðsins var heimsmet
Michael Johnsons, Bandaríkjunum,
í 400 metra hlaupi, 43,18 sekúndur,
mesta afrek ársins í karlaflokki og
heimsmet Teglu Loroupe, Kenýa, í
maraþonhlaupi kvenna, 2:20.43 mín-
útur, er talið helsta afrek konu í
frjálsíþróttum á árinu sem nú er
senn á enda.
KÖRFUKNATTLEIKUR
Bandaríkjamaður
líklega í Njarðvík
NJARÐVÍKINGAR eiga í við-
ræðum við Keith Veney, 25 ára
bandarískan leikmann, sem leik-
ið hefur með 1. deildar félögum í
Frakklandi og Israel síðastliðin
ár. Veney er bakvörður og
reyndi í sumar fyrir sér hjá
bandaríska NBÁ-Iiðinu Sacra-
mento Kings og gerði 15 stig að
meðaltali í leik með liðinu á sum-
armóti en fékk ekki samning í
haust. Aðspurður af hverju
Njarðvíkingar hefðu ákveðið að
ræða við bakvörð sagði Gunnar
Þorvarðarson, formaður körfu-
knattleiksdeildar félagsins, að
liðið þyrfti á góðum skotmanni
að halda. Gunnar sagði góðar
líkur á að samið yrði við leik-
manninn og ef af því verði komi
hann 3. janúar til landsins.
Gunnar sagðist hafa fengið þær
upplýsingar frá umboðsmanni
Veney að leikmaðurinn væri í
þokkalegu formi. Njarðvíking-
um hefur ekki haldist vel á er-
lendum ieikmönnum, en þrír
leikmenn hafa farið frá liðinu
það sem af er tímabilinu. Fyrst
kom Purnell Perry sem stóð
ekki undir væntingum, Jason
Hoover kom í hans stað en hann
undi hag sínum ekki hér og því
fékk félagið Donell Morgan til
sín. Hann þótti slakur og var lát-
inn fara eftir skamma viðdvöl.
FRJALSIÞROTTIR
og
Dvorák
þau bestu