Morgunblaðið - 30.12.1999, Side 4

Morgunblaðið - 30.12.1999, Side 4
SKIÐI/HEIMSBIKARMOTIÐ Sabine Egger frá Austurríki fagnar hér sigri í svigi heimsbikarsins í Lienz í Austurríki í gær. REUTERS Egger vann lokamót ársins SABINE Egger fagnaði sigri á heimavelli í lokamóti ársins í heimsbikamum sem fram fór í Lienz í Austurríki í gær. Hún var með ellefta besta tímann eftir fyrri umferð svigsins, en átti frá- bæra síðari umferð og tryggði sér sigur. Natasa Bokal frá Slóveníu varð önnur og Karin Köllerer frá Austurríki, sem var með rásnúm- er 30 í fyrri umferð, þriðja. Egger var ánægð með sigurinn , og sagði að hann hefði komið sér á óvart. „Þetta er ótrúlegt. Þegar ég kom í markið var ég nokkuð sátt og bjóst við að tíminn myndi nægja til að vera innan við fimm, en trúði ekki að hann nægði til sigurs," sagði Egger sem er 22 ára og var heimsbikarhafi í svigi síðasta tímabil. Sænska stúlkan Anja Paerson var með besta brautartímann í fyrri umferð, en féll úr keppni í síðari umferðinni. Trine Bakke frá Noregi var með næstbesta tímann í fyrri umferð en henni ^urðu á mistök í síðari umferð sem kostuðu að hún féll niður í sjötta sæti. Næsta heimsbikarmótið hjá konunum verður í Maribor í Slóv- eníu 5. og 6. janúar og þá verður keppt í stórsvigi og svigi. Kjus bestu r í Noregi SKÍÐAMAÐURINN Lasse Kjus var kjörinn íþróttamaður ársins í Noregi af Samtökum íþróttafrétta- manna þar í landi. I öðru sæti varð karlalandsliðið í knattspyrnu og heimsmeistarar Norecs í kvenna- handknattleik höfnuðu í þriðja sæti. Arangur Kjus var einstak- lega glæsilegur ár árinu og há- punkturinn var heimsmeistaramót- ið sem fram fór í Vail í febrúar. Þá vann Kius enll i stórsvieri ocr risa- svigi, silfur í bruni og svigi og alpatvíkeppni. íþróttamaður ársins hefur verið útnefndur í Noregi frá 1947 en þetta er í fyrsta skipti sem Kjus verður fvrir valinu. FRJÁLSÍÞRÓTTIR Baumann ítveggja árabann Niðurstaða rannsóknar á síðara sýni sem tekið var af þýska langhlaupararnum Dieter Baumann hefur leitt í Ijós sömu niðurstöðu og í hinu fyrra, þ.e. það reyndist inni- halda hormónalyfið Nadrolone. Þetta staðfesti talsmaður þýska frjáls- íþróttasambandsins í gær. Þar með yirðist fátt geta komið í veg íyrir að Ólympíumeistarinn í 5.000 metra hlaupi Ólympíuleikanna í Barcelona 1992 verði dæmdur til þyngstu refs- ingar af Alþjóða frjálsíþróttasam- bandinu; tveggja ára keppnisbann. Það er hins vegar í verkahring þýska frjálsíþróttasambandsins að úr- skurða Baumann strax í keppnisbann þar til mál hans verður tekið fyrir á efsta dómsstigi dómstóls Alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Baumann hefur neitað því að hafa notað ólög- lega lyf og lögfræðingur hans segir það koma til greina að höfða mál gegn þýska frjálsíþróttasambandinu til þess að fá banninu hnekkt, jafnvel áður en lögreglurannsókn verði lokið, en lögreglan hefur nú málið til rann- sóknar eftir að merki um Nandrolone fannst í tannkremstúbu á heimili íþróttamannsins á dögunum. Málið þykir hið pínlegasta, bæði fyrir Baumann og þýsk frjálsíþrótta- yfii’völd því Baumann hefur verið einn helsti baráttumaður gegn lyfja- Reuters Fátt virðist nú geta komið í veg fyrir að Dieter Baumann verði dæmdur í tveggja ára keppnisbann fyrir ólöglega lyfjanotkun. notkun innan þýska frjálsíþrótta- sambandsins. Hann sagðist á dögun- um gera hvað sem hann gæti til að sanna sakleysi sitt, en væri ennfrem- ur ljóst sú staðreynd að það yrði alls ekki auðvelt viðureignar. Fari svo að Baumann verði dæmd- m’ í bannið er ekki ósennilegt að hann leggi keppnisskóna á hilluna. Bau- mann er nú 34 ára og á Evrópumetið í 5.000 metra hlaupi, 12.54.70. ■ BJARKI Gunnlaugsson var vara- maður í liði Preston sem lagði Bristol Rovers, 2:1, í 2. deild ensku knattspyrnunnar í fyrradag. Bjarka var ekki skipt inn á í leiknum. ■ PETER Schmeichel, lyrrverandi markvörður Machester United, sem nú er í herbúðum Sporting í Lissabon hefur keypt knattspyrnu- félag í heimalandi sínu, Danmörku. Félagið sem um er að ræða er Hvid- ovre Fodbold A/S og er í 2. deild. ■ FIFA, Alþjóða knattspyrnusam- bandið, hefur fengið senda kvörtun frá Knattspymusambandi Nígeríu vegna þess að Arsenal og Chelsea vildu ekki gefa eftir nígeríska knattspyrnumenn sem er á mála fé- laganna til þess að vera í æfinga- búðum landsliðs Nígeríu í kiingum jólin. ■ NÍGERÍA býr sig nú undir Afr- íkukeppnina í knattspyrnu sem fram fer í næsta mánuði í Gana og vildu forráðamenn landsliðsins fá sína sterkustu sveit saman til æf- inga yfir jólin. ■ LEIKMENNIRNIR sem um er að ræða eru Celestine Babayaro hjá Chelsea og Nwanko Kanu sem er í herbúðum Arsenal. Fleiri félög virðast hafa hundsað beiðni Knatt- spyrnusambands Nígeríu því að- eins 16 af 29 leikmönnum sem boð- aðir voru mættu í æfingabúðirnar. ■ DAVID O’Leary, knattspymu- stjóri Leeds, hefur í hyggju að kló- festa tvo sterka framherja fyrir lið sitt. Mario Jardel hjá Porto og Hakan Sukur, liðsmaður Galatas- ary em undir smásjá O’Learys, sem hefur um 25 milljónir punda, nærri 3 milljarðar króna, til ráðstöf- unnar til leikmannakaupa. ■ RICHARD Möller Nielsen, fyrr- verandi landsliðsþjálfari Dana í knattspyrnu, var í gær ráðinn landsliðþjálfari Israels. Möller, sem er 62 ára, gerði tveggja og hálfs árs samning við ísraelska knattspymu- sambandið en í samningnum er ákvæði um að hægt verði að fram- lengja hann um tvö ár. ■ MÓLLER stýrði danska landslið- inu til sigurs í Evrópukeppni lands- liðaí Svíþjóð 1992. Fyrsti landsleik- ur Israels undir hans stjóm verður 23. febrúar gegn Rússum. Verður þar um vináttulandsleik að ræða. ■ ROBERT Pires miðvallarleik- maður Marseille vill ekki ganga til liðs við Arsenal því hann óttast að það muni rýra verulega möguleika sína á að komast í franska landsliðið í knattspyrnu sem tekur þátt í loka- keppni EM í Hollandi og Frakk- landi á næsta sumri. ■ PIRES segir að hann geti ekki verið viss um að eiga víst sæti í liðið Arsenal en hjá Marseille hafi hann tryggt sæti. Pires var í franska landsliðinu sem varð heimsmeistari ííyrra. ■ DYNAMO frá Kænugarði hefur keypt georgíska framherjann Georgi Demetradze. Félagið greiddi um 370 milljónir íslenskra króna fýrir leikmanninn. Er þetta hæsta upphæð sem nokkurt félags- lið frá gömlu Sovétríkjunum hefur greitt fyrir leikmann, en Demetra- dze, sem er 23 ára gamall, er markahæsti leikmaður rússnesku úrvalsdeildarinnar með 21 mark í 27 leikjum. Er honum ætlað að fylla skarð Andriy Shevchenkos, sem var seldur fyrr á árinu til AC Milan fyrir um 1,8 milljarða ísl. króna. ■ KEVIN Keegan, landsliðs- þjálfari Englendinga, hefur borið til baka sögusagnir um að hann hyggist hætta með liðið ef því vegn- ar illa í lokakeppni Evrópu- keppninnar næsta sumar. Hann sagði í samtali við enska fjölmiðla að hann vildi halda starfi sínu eins lengi og hann gæti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.