Morgunblaðið - 04.01.2000, Síða 3

Morgunblaðið - 04.01.2000, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2000 B 3 ÍÞRÓTTIR Reuters e sýndi mestar framfarir allra knattspyrnumanna í efstu deild á ít- Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko, til hægri, var valinn besti erlendi leikmaðurinn á Ítalíu. Hann Sport. Hér á hann í höggi við Paolo Maldini, fyrirliða AC Milan. gekk til liðs við AC Milan síðsumars. Reuters KORFUKNATTLEIKUR/NBA Áhorfendur á heimleið urðu af sviptingum Reuters ilt ár vegna meiðsla, en leikur nú « Carlos Ancelotti hjá Juventus. en hann telur sjálfur skyldu sína að verma það sæti. Vieri hlýtur ofan- greinda heiðursnafnbót fyrir eldmóð- inn þótt marga meðalskussana megi finna sem náð hafa að bæta sig hlut- fallslega meira; það er einfaldlega un- un að horfa á einn af þeim allra bestu leggja sig sífellt meira fram. Hann hlýtur einnig verðlaun fyrir að hafa bætt mestu við bankabókina sína... Óvæntasta stjarnan: Grigorios Georgatos, Interna- zionale Englendingurinn Roy Hodgson taldi Roberto Carlos ekki sinna varn- arskyldum sínum nægilega vel og seldi hann til Real Madrid. Það hafa áhangendur Inter aldrei getað fyrir- gefið honum og vinstri kantur liðsins hefur æ síðan verið heldur dapur þar til í haust að liðið festi kaup á Grikkj- anum Grigorios Georgatos frá 01- ynipiakos. Hann hefur leikið firnavel og iljað aðdáendum um hjartarætur nieð eldsnöggum rispum upp kantinn °g mögnuðum íyrirgjöfum og mark- skotum. Hann skoraði t.a.m. 12 mörk í fyrra með Olympiakos. Prísar Marcello Lippi sig sælan yfii- að ekki skyldi saman ganga með AS Roma um kaup á bakverðinum franska Vincent Candela því Georgatos fékkst á brot af því verði sem Róm- verjar settu upp fyrir Candela. Georgatos hlýtur einnig þann heiður að bera það nafn sem vefst íþróttaþul- um hvað mest um tungu og blaða- menn stafsetja oftast vitlaust. Lofar undirritaður engu um að nafnið sé stafsett rétt í pistli þessum! Mestu vonbrigðin: Predrag Mijatovic, Fiorentina Þennan óvinsæla titil fær júgó- slavneski leikmaðurinn Predrag Mijatovic, sem kom til Fiorentina í haust frá Real Madrid og hefur hreint út sagt ekki getað nokkum skapaðan hlut, er eigingjarn á boltann og þá sjaldan að hann hefur reynt markskot hefur innan við tíundi hluti þeirra hitt á rammann og ekkert þeirra komist í netið. Hann hefur kvartað yfir að fá ekki næg tækifæri en heyrst hefur frá Flórens að það sé ómögulegt að velja manninn í liðið því hann sé svo lélegur á æfingum að Trappatoni hafi beðið um að hann yrði látinn æfa einhvers staðar þar sem enginn sæi til, því annars myndi maðurinn endanlega ganga frá orðspori sínu dauðu og yrði algjörlega verðlaus söluvara! Þess ber þó að geta Júgóslavanum til vam- ar að hann er mikill „stemmnings- karl“ og hefur oft átt rysjótta tíð þótt snilldin sé undirliggjandi og bíða nú Flórensbúar þess að hún brjótist út. Endurkoma ársins: Antonio Conte, Juventus Antonio Conte, fyrirliði Juventus, varð fyrh- hroðalegum meiðslum fyrir þremur árum og missti heilt ár úr boltanum. Eftir það átti hann í erfið- leikum með að ná fyrri styrk og var látinn leika hér og þar á vellinum ef einhver var meiddur hjá Marcello Lippi fyrrverandi þjálfara Juve. En þegar Carlo Ancelotti tók við Juvent- us í fyrra vænkaðist hagur Sveinka og Conte leikur við hvum sinn fingur, nú á hægri kanti þar sem hann hrakti í burtu landsliðsmanninn Angelo Di Livio. Conte er jafnvel faiinn að skora mörk, 5 em komin í ár, sem er jafnmikið og hann hefur áður gert á heilu tímaþili. Hann er einnig kominn í landslið ítala á ný og verður eflaust einn af lykilmönnum í úrslitakeppni EM næsta sumar. Leikgleðin geislar af Conte og hann virðist yngri en þeg- ar hann hóf að leika með Juve fyrir áratug, en það kann reyndar að skrif- ast á reikning sérfræðinga sem hafa dubbað upp á koll meistarans, sem heldur vai' farinn að þynnast. ■ ÓLAFUR Stefánsson skoraði 4 mörk er Magdeburg vann meistara Kiel, 28:25, á heimavelli á öðmm degi nýs árs. ■ ÞÁ tapaði TUSEM Essen, lið Pat- reks Jóhannessonar og Páls Þórólfs- sonar á útivelli, 24:20, fyrir Gum- mersbach á næstsíðasta degi nýliðins árs. Patrekur og Páll vora ekki á meðal markaskorara Essen. ■ ÞAR með er komið hlé í þýska handknattleikinn þar til í byrjun febrúar vegna lokakeppni EM. Mag- deburg er í 4.-6. sæti 1. deildar með 26 stig ásamt Nordhom og Grosswallstadt. Kiel og Lemgo em í 2.-3. sæti með 27 stig en Flensborg er efst með 30 stig. Keppni er nú hálfnuð í efstu deild þýska hand- knattleiksins. ■ ÁSGERÐUR H. Ingibergsdóttir var á gamlársdag útnefndur íþrótta- maður Vals fyrii’ 1999. Þetta var í átt- unda sinn sem íþróttamaður Vals er útnefndur og í annað skiptið sem knattspyrnumaður verður fyrir val- inu. ■ ÁSGERÐUR var markadrottning efstu deildar kvenna sl. sumar, skor- aði 20 mörk í 14 leikjum. Þá var hún valin besti leikmaður meistaraflokks kvenna hjá Val og var auk þess fasta- maður í landsliði íslands í knatt- spyrnu á árinu 1999. ■ ÞORSTEINN Halldórsson, fyrr- verandi leikmaður KR, Fram og Þróttar, hefur verið ráðinn þjálfari 2. flokks karla hjá Val í knattspymu. ■ JOHN Amaechi, breski miðherjinn í liði Orlando Magic í NBA-deildinni í körfuknattleik, skoraði fyrstu körfu deildarinnar á nýju árþúsundi. Treyj- an sem hann lék í verður höfð til sýnis í húsakynnum hinnar svonefndu „heiðurshallar" NBA-deildarinnar. ■ MIAMI Heat lék í nýrri íþróttahöll gegn Orlando í fyrrinótt. Hún er kennd við bandaríska flugfélagið American Airlines og kostaði 215 milljónir Bandaríkjadala, eða rúma fimmtán milljarða króna, í byggingu. Margir hinna tæplega tuttugu þúsund áhorfenda á leik Flórí- daliðanna Miami og Orlando í NBA- deildinni í fyrrinótt höfðu þegar yfir- gefið íþróttahöllina í Miami þegar leikurinn tók óvænta stefnu. Miami vann skyndilega upp tíu stiga forskot gestanna undir lokin og sigraði síðan í framlengingu, 111:103. „Svo virtist sem við væmm dauð- ans matur er þrjár mínútur vora til leiksloka,“ sagði Pat Riley, þjálfari Miami. „Við verðum að leika betur en í þessum leik ef við viljum skemmta áhorfendum okkar." Eins og áður segir var munurinn tíu stig, 93:83, er tvær og hálf mínúta lifðu leiks. Þá létu heimamenn hend- ur standa framúr ermum og Alonzo Mouming jafnaði metin, 96:96, með stökkskoti af stuttu færi er sex sek- úndur vora eftir. I kjölfarið brást Pat Garrity, leikmanni Orlando, bogalist- in á lokasekúndu leiksins. Mourning hitti síðan úr þremur vítaskotum í upphafi framlengingar. Dan Majerle gerði því næst út um leikinn með þriggja stiga körfu. Or- lando gerði ekki stig í fjórar mínútur og heimamenn skoraðu úr fimm víta- skotum á síðustu fjöratíu sekúndum leiksins. Voshon Lenard var stigahæstur Miami með 24 stig. Mouming hafði aðeins gert tvö stig í leikhléi, en lauk leiknum með 21 stig, þótt hann hefði misnotað fjórtán af átján skotum sín- um. Jamal Mashburn lék með liðinu í fyrsta sinn eftir að hafa náð sér af ökklameiðslum. Hann gerði 22 stig og tók tíu fráköst. „Orlando bar lengstum ægishjálm yfir okkur, en úrslitin sanna að leik- urinn er ekki á enda fyrr en leiktím- inn er runninn út,“ benti Mouming á. „Við fundum leið til þess að sigra,“ bætti hann við. Tariq Abdul-Wahad skoraði 22 stig fyrir Orlando og Darrell Ann- strong gerði 16 stig, en bakverðirnir tveir nýttu skot sín illa, hittu aðeins úr þrettán af 38 skotum samanlagt. Athygli vakti að Orlando tapaði leiknum þrátt fyrir yfirburði í frá- köstum. Liðið tók 63 slík gegn 45 frá- köstum heimamanna. „Heimleiðin verður erfið,“ sagði Chris Gatling, leikmaður Orlando. Anthony Carter, nýliði Miami, framkallaði neistann sem kveikti bál- ið undir lok hefðbundins leiktíma. Hann skoraði fyrstu þriggja stiga körfuna á ferli sínum í NBA-deild- inni er rúm mínúta var eftir. Þannig minnkaði hann muninn í þrjú stig. „Þá vissi ég að við myndum sigra,“ sagði P.J. Brown, félagi Carters hjá Miami. Nýliðinn hafði misnotað sjö fyrstu skot sín handan þriggja stiga línunnar á vetrinum. Þetta var þriðji sigurleikur Miami í röð og annar sigur liðsins á ná- grönnum sínum frá Orlando á aðeins fimm dögum. Á hinn bóginn var þetta fjórði leikur Orlando í röð án sigurs. „Svo virðist sem hver einasti leik- ur sé sá allra erfiðasti á keppnis- tímabilinu, en þetta tap er sárast þeirra allra,“ sagði Doc Rivers, þjálf- ari Orlando. „Við höfðum verið betra liðið þar til á siðustu andartökunum." Miami er enn án helsta leikstjórn- anda síns, Tim Hardaway, sem á við hnémeiðsl að stríða. Hann hefur > misst af átján síðustu leikjum liðsins sökum þeirra. Pat Riley sagði að hann myndi íhuga að afla liðinu ann- ars leikmanns í umrædda stöðu ef Hardaway verður enn ekki orðinn leikfær er 24. febrúar nálgast, en þá rennur félagaskiptafrestur NBA- deildarinnar út fyrir yfírstandandi tímabil. -x

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.