Morgunblaðið - 04.01.2000, Page 4

Morgunblaðið - 04.01.2000, Page 4
Mmt Reuters CHRIS Armstrong skorar hér sigurmark Tottenham gegn Liverpool á White Hart Lane í Lundúnum í gær. Steven Gerrard (t.v.) gerir övæntingarfulla tilraun til að komast í veg fyrir skotið. Engar breytingar STAÐAN í efri hluta ensku úrvalsdeildarinnar breyttist lítið þegar 21. umferðin fór fram í gær. Meistarar Manchester United gátu fagnað úrslitum því þeir léku ekki vegna þátttöku í heimsmeist- arakeppni félagsliða sem fram fer í Brasilíu og hefst um næstu helgi. Leeds, sem tapaði fyrir Aston Villa, heldur efsta sætinu og er með eins stigs forskot á United sem á nú tvo leiki til góða. Ar- senal, sem er í þriðja sæti, náði aðeins jafntefli gegn neðsta liði deildarinnar, Sheffield Wednesday. Enski varnarmaðurinn Gareth Southgate var hetja Aston Villa gegn Leeds á Elland Road. Hann skoraði bæði mörk liðsins í 2:l-sigri og var þetta í fyrsta sinn sem hann gerir tvö mörk í leik. Bæði mörkin komu eftir undirbún- ing Paul Mersons, en hann lýsti því yfir við fréttamenn fyrir leikinn að Leeds væri ekki með nægilega sterkt lið til að verða enskur meist- ari. Harry Kewell gerði mark Leeds og þótti afar glæsilegt - skoraði af 30 metra færi þegar að- ■ eins 14 sekúndur voru iiðnar af síð- ari hálfleik. Aston Villa var sterk- ara liðið í síðari hálfleik og var nær því að bæta við marki en Leeds að jafna. Það var aðeins góð mark- varsla Nigel Martyn sem kom í veg fyrir fleiri mörk frá Villa. Þetta var annað tap Leeds á heimavelli í deildinni, en síðast tapaði liðið á Ellan Road í ágúst. „Við voram án fimm lykilmanna og í vandræðum nær allan leikinn. Allir leikmennirnir lögðu sig fram, en það dugði ekki til. Eg er sann- færður um að við getum leikið betur r og við gáfum þeim tvö ódýr mörk,“ sagði David O’Leary, knattspyrn- ustjóri Leeds. „Eg held að sumir sem staddir eru í Ríó geti glaðst yf- ir úrslitunum í dag,“ bætti hann við og átti við leikmenn Manchester United. John Gregory, knattspymuþjálf- ari Aston Villa, sem sætti harðri gagnrýni í upphafi tímabilsins, gat verið ánægður með liðið þrátt fyrir að hafa horft á það úr áhorfenda- stúkunni þar sem hann tók út leik- bann. „Við erum ekki búnir að gefa upp alla von. Staða okkar í deildinni gefur ekki rétta mynd af styrk liðs- ins og við sýndum það áþreifanlega í þessum leik og ætlum að halda því áfram,“ sagði hann. Emmanuel Petit skoraði íýo'sta mark sitt fyrir Arsenal síðan í ágúst er liðið varð að sætta sig við jafn- tefli, 1:1, gegn Sheffield Wednes- day. Markið kom fjóram mínútum Tom Lehman sigraði í alþjóð- legu boðsmóti tólf valin- kunnra kylfinga í Scottsdale í Ar- izonaríki á sunnudag. Lehman fékk fimm fugla á síðustu sex hol- unum eftir að hafa háð mikla bar- áttu við David Duval og hlaut eina milljón Bandaríkjadala, tæpar 72 milljónir króna, í verðlaunafé. fyrir leikhlé og var skorað af stuttu færi eftir undirbúning Fredrik Ljungbergs og Thierry Henry. Wednesday jafnaði þegar tíu mín- útur vora liðnar af síðari hálfleik og var Gerald Sibon þar að verki, en þetta var aðeins fjórði leikur hans fyi’ir félagið síðan hann var keyptur frá Ajax fyrir tvær milljónir punda sl. sumar. Arsenal varð fyrir áfalli á 20. mínútu er Marc Overmars varð að fara af leikvelli meiddur eftir samstuð við Niclas Alexandersson. Ginola góður gegn Liverpool Chris Armstrong skoraði fyrsta mark sitt í átta leikjum er Liver- pool kom í heimsón á White Hart Lane. Hann var reyndar ekki lík- legur til að skora eftir að hafa mis- notað tvö dauðafæri eftir undirbún- ing Davids Ginola á lyrstu 20 mínútum leiksins. Hann bætti fyrir það fjórum mínútum síðar er hann skoraði hið mikilvæga mark sem Lehman lék 72 holur á 267 höggum, þrettán undir pari og þremur höggum færra en Duval. Lehman, sem er fertugur, hafði ekki sigrað á bandarísku mótaröð- inni síðan 1996. Leikur stöðvaðist í rúma klukkustund á lokadegi mótsins vegna rigningai- og hagléls, sem réð úrslitum af 20 metra færi. Tottenham hafði tögl og hagldir í fyrri hálfleik þar sem Ginola fór á kostum og dansaði milli mótherja sinna með knöttinn. Hann sýndi þar Gerard Houllier, knattspyrnustjóra Liverpool og fyrram lands- liðsþjálfara Frakka, hvað í hann er spunnið. Houllier setti Ginola út úr franska landsliðshópnum á sínum tíma. Hermann og félagar unnu Hermann Hreiðarsson, sem átti mjög góðan leik, og félagar í Wim- bledon unnu góðan sigur á Sunder- land, 1:0, á Selhurst Park. Carl Cort skoraði sigurmarkið og var það 13. mark hans á tímabilinu. Belginn Branco Strapar, sem Derby keypti frá Genk á þrjár millj- ónir punda íýrir skömmu, gerði bæði mörk liðsins í 2:0-sigri á Wat- ford.Jóhann B. Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Watford, sem er í bullandi fallhættu sem fyrr. mótshaldarar bjuggust ekki bein- línis við í miðri eyðimörk Arizona- ríkis. Nýtt keppnistímabil á aðalmót- aröð Bandaríkjanna hefst um næstu helgi og segir Lehman að hann vilji endurheimta sjálfstraust sitt á nýju ári, en hann hafnaðí fjórum sinnum í öðra sæti í fyrra. ■ ÍVAR Ingimarsson lék með Brentford sem tapaði 1:0 fyrir Sto- ke í ensku 2. deildinni í gær. Einar Þór Daníelsson kom inn á á 82. mín- útu en Sigursteinn Gislason sat á bekknum hjá Stoke, sem er í 8. sæti. ■ LÁRUS Orri Sigurðsson lék ekki með WBA sem tapaði 2:0 fyrir Barnsley í ensku 1. deildinni. Lárus Orri tók út leikbann. ■ EIÐUR Smári Guðjohnsen og Guðni Bergsson vora í byrjunarliði Bolton sem tapaði 2:0 gegn Walsall. Hvorki Bjamólfur Lárusson né Sigurður Ragnar Eyjólfsson voru í leikmannahópi Walsall. Þrátt fyrir sigur er Walsall enn í fallbaráttu. Bolton er í 14. sæti. ■ EIÐUR Smári Guðjohnsen var um liðna helgi orðaður við Liver- pool , að því er kemur fram á spjallsíðu Bolton á Netinu. Sagt var frá þvi að Robbie Fowler væri jafn- vel á leið frá Liverpool til Ma- nchester United og að Eiði Smára væri ætlað að fylla hlutverk Fowlers ef hann færi. ■ HERMANN Hreiðarsson lék sem fyrr með Wimbledon, sem vann Sunderland 1:0 í ensku úrvalsdeild- inni. ■ BJARKI Gunnlaugsson var í leik- mannahópi Preston North Enda sem vann Cardiff City 4:0 í 2. deild- inni í Englandi. Hann lék síðustu 20 mínútur leiksins. Preston er í öðru sæti deildarinnar. ■ ARNAR Gunnlaugsson var í leik- mannahópi Leicester gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni, en kom ekki við sögu - sat á varamannabekknum allan leikinn, sem lauk með 2:2 jafn- tefli. ■ RIVALDO, sem var útnefndur besti knattspymumaður síðasta árs, er ekki í náðinni hjá Louis van Gaal, þjálfara Barcelona, þessa dagana. A fyrstu æfingu ársins þurfti Rivaldo að æfa með varalið- inu. Hann verður því ekki með Barcelona í leiknum gegn Real Sociedad annað kvöld. ■ LOUIS van Gaal hefur ekki verið sáttur við framkomu Rivaldos eftir að hann neitaði að leika á kantinum. Brasilíumaðurinn hefur hingað til fengið að leika lausum hala á miðj- unni og vill halda því áfram. ■ NICOLAS Anelka náði loks að skora fyrsta mark sitt fyrir Real Madrid er hann lék með liðinu í ágóðaleik sl. fimmtudag. Hann gerði þá fyrsta mark liðsins í 3:2- sigri á úrvalsliði spænsku deildar- innar. Hann hafði ekki skorað síðan hann kom til liðsins frá Arsenal í ágúst. ■ DENNIS Wise, miðvallarleikmað- ur hjá Chelsea, og unnusta hans, Claires, eignuðust son þegar aðeins 87 mínútur voru liðnar af nýju ári. Þetta er fyrsta barn þeirra og hefur hann þegar verið nefndur Henry. ■ BRAS Friedel, varamarkvörður Liverpool, gæti verið á förum til norsku meistaranna í Rosenborg. Forráðamenn Rosenborg, sem Árni Gautur Arason leikur með, hafa lýst áhuga sínum á markverð- inum. Félagaskiptafrestur fyrir Meistaradeild Evrópu, sem hefst að nýju síðasta dag febrúarmánaðar, rennur út 31. janúar og vilja for- ráðamenn Rosenborgar að mark- varðamál liðsins verði komin á hreint fyrir þann tíma. ■ NOKKRIR markverðir hafa verið orðaðir við Rosenborg að undan- fömu. Þar á meðal era Frode Olsen, markvörðm- Stabæk og norska landsliðsins, og Magnus Kihlstedt, sem leikur með Brann. Þótti koma til greina að Árni Gautur færi til Brann í skiptum við Kihlstedt, en það datt upp fyrir eftir að Kihlstedt meiddist á dögunum og verður frá næstu þrjá mánuðina. GOLF Lehman byijar vel

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.