Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 2
2 B LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 B 3 ÚRSLIT HANDKNATTLEIKUR ÍÞRÓTTIR Frakkland - ísland 24:20 Bordeaux í Frakklandi, æfmgalandsleikur í handknattleik karla, föstud. 7. janúar 2000. Gangur leiksins: 1:0, 1:1, 4:2, 7:2, 8:3, 8:6, 10:7, 12:7, 13:9, 14:10, 16:10, 17:11, 18:13, 20:14, 23:16, 24:18, 24:20. Mörk Frakka: Cédric Burdet 5, Bertrant Gille 3, Andrej Golic 3, Patric Cazal 3, Jackson Richardson 2, Stefhane Joulin 2, Laurent Puigsegur 2, Gregory Anquetil 2, Olivier Girauld 1, Jerome Fernandez 1. Varin skot: Christian Gaudin 8 (þar af 3 til mótherja), Bruno Martini 6. Utan vallar: 6 mín. Mörk fslands: Ólafur Stefánsson 4, Njörður Árnason 3, Ragnar Óskarsson 3/1, Patrekur Jóhannesson 3/1, Gústaf Bjarnason 2, Róbert Sighvatsson 2, Dagur Sigurðsson 1, Magnús Sigurðsson 1, Guðjón Valur Sig- urðsson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 15 (þar af 5 til mótherja). Sebastian Alexand- ersson kom einu sinni inn á til að verja víti, en tókst ekki. Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Bredo og Huelin frá Spáni. Þeir stóðu sig ágætlega. Áhorfendur: 2.500 - uppselt. Kanarímót Landslið Þýskalands í handknattleik lagði Portúgal að velli á móti á Kanarí í gær- kvöldi, 28:25 (15:11). Portúgal leikur í riðli með íslandi á EM í Króatíu. Slóvenar, sem leika einnig með íslandi í riðli á EM, máttu þola tap fyrir Spánverjum á mótinu, 28:22 (14:9). 1. deild kvenna: FH - KA.........................32:17 2. deild karla: Selfoss - Fram b ...............26:24 Æfingamót HSÍ: FH-IR ..........................28:26 Stjarnan - U21 landslið.........26:25 Valur-Haukar ...................20:24 Njarðvík - Þór 104:91 íþróttahúsið í Njarðvík, íslandsmótið í körfuknattleik, efsta deild karla (Epson- deildin), 12. umferð, föstud. 7. janúar 2000. Gangur leiksins: 0:6,1:6, 15:15, 26:17, 39:29, 48:36, 63:55, 63:62, 71:62, 86:71, 88:82, 101:89,104:91. Stig Njarðvíkur: Örlygur Sturluson 26, Páll Kristinsson 18, Friðrik Stefánsson 17, Frið- rik Ragnarsson 16, Keith Veney 12, Teitur Örlygsson 9, Hermann Hauksson 4, Ásgeir Guðbjartsson 2. Fráköst: 24 í vörn - 8 í sókn. Stig Þórs: Maurice Spillers 34, Óðinn Ás- geirsson 14, Hafsteinn Lúðvíksson 12, Sig- urður Sigurðsson 12, Hermann Hermanns- son 8, Einar Aðalsteinsson 7, Einar Davíðs- son 2, Konráð Óskarsson 2. Fráköst: 30 í vörn - 15 í sókn. Dómarar: Leifur Garðarsson og Rúnar Gíslason, sem dæmdu vel. Villur: Njarðvík 20 - Þór 21. Áhorfendur: Um 200. NÐA-deildin Leikir í fyrrinótt: Toronto - Sacramento .......101: 89 Cleveland - Golden State .....90: 75 Detroit - Milwaukee ........101: 95 Miami - Houston..............111: 99 Minnesota - Portland .........98: 96 Dallas - Utah.................92:105 Denver - Indiana .............87:102 Knattspyma Heimsmeistaramót félagsliða B-KIÐILL: Vasco da Gama - S-Melbourne......2:0 Felipe 53., Edmundo 82. A-RIÐILL: Real Madrid - Corinthians ......2:2 Nicolas Anelka 19., 72. - Edilson 28., 64. England 2. deild: Wigan - Oldham .................0:1 Frakkland Auxerre - Mónakó.................0:0 UM HELGINA Handknattleikur Laugardagur: Afmælisleikur Alla Hilmarssonar: KA-hús: KA - Úrvalslið Atla..........17 1. dcild kvenna: Ásgarður: Stjarnan - Víkingur.....16.16 Kaplakriki: FH - KA.....,..........16.30 Seltjarnarnes: Grótta/KR - ÍR .......14 Varmá: Aftureiding- ÍBV...........16.30 2. dcild karla: Smárinn: Breiðablik - Fjölnir........14 Sunnudagur: 1. deild kvenna: Strandgata: Haukar - Valur ..........20 2. deild karla: Seltjarnarnes: Grótta - Pór..........20 Körfuknattleikur Laugardagur: Bikarkeppni karla, 8-Iiða úrslit: Strandgata: Haukar - Selfoss.........16 Bikarkeppni kvenna: Grindavík: Grindavík - ÍS ...........16 1. deild karla: Þórlákshöfn: Þór - Höttur............16 Smárinn: Breiðablik - Skafholtstungur . .16 Sunnudagur: Bikarkeppni karla: Hveragerði: Hamar - KR ..............20 ísafjörður: KFÍ - Njrðvík............20 Sauðárkrókur: Tindastóll - Grindavík... .20 Bikarkeppni kvcnna: Sauðárkrókur: Tindastóll - KR........18 1. dcild karla: Ásgarður: Stjarnan - ÍV .............15 Selfoss: Selfoss - Höttur ...........14 Knattspyrna Reykjavíkurmótið í knattspyrnu innnhúss fer fram í Laugardalshöllinni um helgina. Cedric Burdet, leikmaður Frakka: Slakur leikur beggja liða „Leikurinn var erfíðari en tölurnar gefa til kynna. Við höfum lítið æft að undanförnu og vorum tíma að koma okkur í gang. Bæði lið voru greinifega þreytt og gátu ekki sýnt það besta sem í þeim býr. Þetta var því slakur leikur af beggja hálfu,“ sagði Cedric Burdet, sem skoraði fimm mörk og var markahæstur Frakka gegn Islendingum í gær- kvöld. Burdet sagði að Olafur Stefáns- son hefði staðið sig best í íslenska liðinu og benti jafnfram á Guðmund Hafnkelsson, sem varði 15 skot. Aðspurður um möguleika íslenska liðsins í Króatíu sagðist hann ekki geta sagt til um hvemig því kæmi til með að reiða af - hvað þá sínu eigin liði. „Við vitum eiginlega ekki hvar við stöndum miðað við önnur lið en góður undirbúningur liðsins mun sennilega gera^ gæfumuninn fyrir okkur sem og Islendinga. Þá ættu bæði lið að ná árangri í Króatíu," sagði leikmaðurinn. Uppselt í Bordeaux MARGMENNI var í Salle Jean Dauguet-íþróttahúsinu í Bordeaux en uppselt var sólarhring áður en leikurinn fór fram. 2.500 áhorfend- ur létu kröftuglega í sér heyra og stuðningurinn gaf franska liðinu byr í seglin í upphafi leiks. Búist var við nokkur þúsund áhorfendum á leik liðanna í Pau á morgun. Islenska liðið sat ekki auðum höndum eftir leik sinn gegn Frökk- um í Bordeaux í gærkvöld. Hópur- inn hélt af stað til Pau, sem er í 230 km akstursleið frá Bordeaux, í morgun, en þar mætast íslending- ar og Frakkar öðra sinni á morgun. íslenska liðið hefur þurft að leggja á sig langt og strangt ferða- lag til þess að leika tvo leiki gegn franska landsliðinu. Á fimmtudag þurfti liðið að ferðast í 15 klukku- stundir til þess að komast á leiðar- enda. Þá tók við þriggja tíma akst- ur frá Bordeaux til Pau í dag. Ólafur Stefánsson var markahæstur íslendinga gegn Frökkum í Bordeaux í gærkvöldi, skoraði fjögur mörk. íslendingar og Frakkar mætast öðru sinni í Pau á morgun. Islendingar eru enn í heljargreipum Frakka íslenska liðið í handknattleik hefur ekki riðið feitum hesti frá við- ureignum sínum gegn Frökkum siðastliðin átta ár. Engin breyting varð þar á er liðin áttust við í Bordeaux i Frakklandi í gærkvöld. íslenska liðið átti á brattann að sækja allan leikinn og slæmur leikkafli í fyrri hálfleik varð þess valdandi að Frakkar náðu ör- uggu forskoti sem þeir létu aldrei af hendi. Frakkar voru oftast feti framar, nýttu hraðaupphlaup sin vel og unnu sanngjarnan sigur 24:20. MT Islendingar léku 3-2-1 í vörn og freistuðu þess að loka á skot frönsku leikmannanna. Sú aðferð gaf ágæta raun með Rúnar Sigtryggs- son á línu og Rób- ert Sighvatsson fremstan en mistök íslenska liðsins í sókn færðu Frökkum vænlega for- ystu, sem þeir létu aldrei af hendi. Frakkar, sem léku með einn mann fremstan í vörn, hirtu ófáa bolta og nýttu færin af kostgæfni og héldu íslendingum við efnið allt frá fyrstu mínútu. Þá tók Ólafur Stef- ánsson af skarið, átti nokkrar eitr- aðar sendingar á línu eða skoraði mörk með uppstökki eða gegnum- broti. íslenska liðið, sem var komið 7:2 undir gegn Frökkum eftir 12 mínútur, náði að rétta hlut sinn og á sex mínútna kafla minnkaði það forystu heimamanna í tvö mörk, 8:6. En gleðin varð skammvinn og Frakkar settu í annan gír og skor- uðu tvö mörk og náðu á ný öruggu forskoti. íslendingum gafst færi á að minnka muninn nokkrum sinnum en Christian Gaudin, markvörður, sá við þeim og varði átta skot í þeim fyrri. Guðmundur Hrafnkels- son var einnig í sviðsljósinu í ís- lenska markinu og varði ein tíu skot í fyrri hálfleik og hélt lífi í ís- lenska liðinu, ekki síst er hann varði hraðaupphlaup í tvígang frá Frökkum. Þorbjörn Jensson, þjálfari ís- lenska liðsins, var ófeiminn að gera breytingar á íslenska liðinu í leiknum enda var leikurinn notað- ur til þess að sneiða af þá vankanta sem voru í leik liðsins. Hann hleypti meðal annars Ragnari Ósk- arssyni inn þegar 11 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Ragnar, sem leysti Dag Sigurðsson af í sókn um tíma, brást ekki kalli þjálfarans og skoraði úr sinni fyrstu tilraun. Leikmaðurinn, sem lét ekki reynsluleysi í landsleikjum há sér, bætti við tveimur mörkum til viðbótar og dró vagninn í sókn þegar illa gekk í síðari hálfleik. Þegar 10 mínútur voru eftir að leiknum fór Frökkum að leiðast þófið og þeir kafsigldu íslenska lið- ið með góðri markvörslu Bruno Martin og hraðaupphlaupum. Á þessum leikkafla brugðu Frakkar á leik og sáu um að skemmta áhorfendum með laglegu spili úr hornum og af línu. Daniel Const- antini, þjálfari, dró hvern leik- manninn af öðrum fram í dagsljós- ið og þeir léku listir sínar og juku forskot sitt í sex mörk, 24:18. Á sama tíma var leikur íslenska liðs- ins mun þunglamalegri. íslending- um tókst að rétta hlut sinn lítillega undir lokin en það dugði skammt því Frakkar gátu leyft sér að slaka á og voru glaðbeittir í leikslok. Það sem gerði gæfumuninn í leik þeirra voru árangursrík hraðaupp- hlaup sem færðu þeim þá forystu í upphafi sem þeir létu aldrei af hendi. Islenska liðið var yfirleitt skrefi á eftir, gerði fleiri mistök og slæm- ir leikkaflar í upphafi leiks og í byrjun síðari hálfleiks urðu þess valdandi að leikurinn varð aldrei spennandi. íslendingar mæta tveimur liðum á Evrópumótinu í Króatíu, Rússum og Svíum, sem eru þekkt fyrir að beita árangurs- ríkum hraðaupphlaupum. fslend- ingar verða því að nýta tímann vel fram að keppni til þess að lagfæra leik sinn. Tækifæri til þess eru af skornum skammti, einn leikur sem fer fram gegn Frökkum á morgun, sunnudag. Islenska liðið verður því að nýta leikinn af mikill kostgæfni, því fleiri leikir eru ekki í boði. Glsli Þorsteinsson skrifarfrá Bordeaux Vorum svifa- seinir í sókn r g er vonsvikinn að hafa tapað þess- um leik. Við vorum einfaldlega slappir en vonandi tekst okkur að gera betur gegn þeim á sunnudag. Við erum að koma úr ólíkum áttum og það tekur tírna að fínstilla leik liðsins," sagði Ólaf- ur Stefánsson leikmaður íslenska liðsins. - Hafið þið þann tíma sem þarf nú þegar rétt um hálfur mánuður er þar til EM í Króatíu hefst og einn leikur sem liðiðgetur leikið fram aðþeim tíma? „Já, ég hef trú að það sé hægt. Við verðum saman á hverjum degi og ég tel að við getum leiðrétt það sem aflaga fór er við leikum á sunnudag.“ - Ferðalagið til Bordeaux í gær var tímafrekt. Hefur þú trú á að einhver ferðaþreyta hafí setið í liðinu í þessum leik? „Nei, það er ólíklegt. Það er engin af- sökun. Við verðum bara að leika betur á sunnudag. Að vísu lékum við ágætlega í vörn en vorum svifaseinni í sókn og þeir náðu mörgum hraðaupphlaupum. Það er skammur tími til stefnu en við ætlum að nýta þennan tíma vel,“ sagði Ólafur. Afsakanir ekki til neins „Ég er sannfærður um að við getum spilað betur en þetta,“ sagði Dagur Sig- urðsson, fyrirliði liðsins. „Mér fannst leikur liðsins voðalega stirður, sérstak- lega í sókn. Boltinn gekk illa á millii manna, einkum í upphafi. Þá gerðum við nokkuð af klaufamistökum en í þeim seinni gerðum við okkur seka um að mis- nota góð sóknarfæri. Við misstum af þremur færum í hornum og tveimur vítaköstum. Það væri svo sem hægt að afsaka leik liðsins á einhvern hátt en það er ekki til neins.,“ sagði hann. Dagur sagði að franska liðið hefði lok- að fyrir spil í hornin og að boltinn hefði af þeim sökum gengið mikið á mill þriggja manna fyrir utan. „Við misstum boltann og þeir skoruðu því mikið á okk- ur úr hraðaupphlaupum. Okkur gekk skárr í vörn. Ánnars var litið jákvætt í leik liðsins og við þurfum að sníða van- kanta af leik þess. Einkum þurfum við að koma í veg fyrir hraðaupphlaupin þeirra í næsta leik,“ sagði fyririiðinn. Leif Mikkelsen velur 16-manna landsliðhóp Danafyrir EM í Króatíu Danir mæta íslendingum íZagreb LEIF Mikkelsen, landsliðsþjálfari Dana í handknattleik hefur val- ið þá sextán leikmenn sem leika fyrir hönd Dana á Evrópumeist- aramótinu í Króatíu 21 .-30. janúar. Danir eru með íslendingum í B-riðli og mætast þjóðirnar í Zagreb 25. janúar, en fyrsti leikur Dana í keppninni er gegn Rússum hinn 21. Níu leikmenn 16-manna hópi Mikkelsens leika með liðum utan Danmerkur - sjö í Þýskalandi en einn í Frakkland og einn á Spáni. Annars er landsliðið skipað eftirtöldum leikmönnum: Markverðir: Kasper Hvitd, Ademar Leon, Sören Haagen Andreasen, Flensburg-Handewitt, Sune Agerschou, GOG. Aðrir leikmenn: Morten Bjerre, Flensburg-Handewitt, Lars Krog Jeppesen, Team Helsinge, Ian Marko Fog, Gummesbach, Lars Jörgensen, HK Roar, Nikolaj Jacobsen, THW Kiel, Keld Vfi- helmsen, GOG, Lars Christiansen, Flensburg-Handewitt, Joachim Boldsen, Grosswallstadt, Claus Flensborg, Kolding IF, Michael V. Knudsen, Viborg, Jan Paulsen, Ivry, Sören Stryger, GOG, Christi- an Hjermind, Flensburg-Hand- ewitt. Eina sem virtist koma á óvart í vali Mikkelsen, skv. dönskum fjölmiðlum, var að Peter Nörklit, einn reyndasti markvörður Dana skyldi ekki hljóta náð fyrir augum þjálfarans. Mikkelsen segir Nörklit Njarðvíkingar halda enn efsta sætinu í úrvalsdeild eftir á- gætan sigur á Akureyrarliði Þórs í Ljónagryfjunni í Njarðvík í gærkvöld Btöndal 104:91. Njarðvík- skrifar ingar sýndu góðan leik á köflum en þess á milli voru þeir hálf væru- kærir og það nýttu norðanmenn sér og náðu að hanga í heimamönn- um allan leikinn. I leikhléi var staðan 48:36. Akureyiingar byrjuðu betur, en um miðjan fyrri hálfleik kom góður leikkafli hjá Njarðvíkingum, sem þar með náðu 10 stiga forskoti. Sá munur hélst fram í síðari hálfleik þar til að Þórsarar nýttu sér slak- an leikkafla Njarðvíkinga og náðu einfaldlega ekki vera nógu góðan, Hvidt og Andreasen standi honum framar og þá hafi hann kosið að velja Agerschou, sem þriðja kost því þar sé á ferð efnilegur mark- vörður. Vonbrigði Dana voru mikil með árangurinn á HM í Egyptalandi þar sem þeir féllu úr keppni í 16- liða úrslitum með tapi fyrir Kúbu. Nú segir Mikkelsen markmiðið vera að hafna í einum af átta efstu sætunum, en það kosti blóð, svita og tár. Leikmenn verði að vera til- búnir að leggja það á sig sem til þurfi. Mikkelsen segist einn óttast að leikmenn sínir séu ekki nógu líkam- lega sterkir, en við því verði ekki gert á þeim stutta tíma sem hann hafi til þess að búa liðið undir keppnina. Kostir þess eru hins veg- ar að innan þess eru sterkir mark- verður fljótir leikmenn því verði rík áhersla lögð á að vinna knöttinn í vörn og fá hraðaupphlaup. Þá bindi hann vonir við að sóknarieikurinn geti orðið léttleikandi undir stjórn Jan Paulsen, leikmanns Ivry í Frakklandi. að minnka muninn í eitt stig, 63:62. Þetta varð til að vekja heimamenn aftur til lífsins og 12 stig gegn tveimur stigum gestanna breyttu gangi leiksins að nýju og innsiglaði nánast sigur Njarðvíkinga. Akur- cyringum tókst ekki að ógna heimamönnum á síðustu mínútun- um og var sigur Njarðvíkinga verðskuldaður. Bestu menn hjá Njarðvíkingum voru þeir Örlygur Sturluson, Páll Kristinsson og Friðrik Stefánsson en hjá Þór þeir Maurice Spillers og Óðinn Ásgeirsson sem er stórefni- legur leikmaður. Akureyringar eru með efnilegt lið. Þeir eru vaxandi í leik sínum og með sama áfram- haldi eiga þeir eflaust eftir að skipa sér á bekk með toppliðunum. ■ MOUSTAPHA Hadji og Youssef Chippo hafa fengið leyfi hjá knatt- spyrnusambandi Marokkó til þess að yfirgefa landslið sitt um helgina og leika með Coventry gegn Her- manni Hreiðarssyni og félögum í Wimbledon í úrvalsdeildinni um næstu helgi. ■ ARSENAL hefur krækt í Stephen Bradley, 15 ára dreng frá Tallaght á írlandi. Bradley þykir feikilegt efni og voru fleiri félög á höttunum efth- honum, s.s. Manchester United, Liv- erpool, West Ham og Celtic. ■ MARKUS Babbel hefur ítrekað áhuga sinn á að ganga til liðs við Liv- erpool þegar samningur hans við Bayern Munchen rennur út í vor. Babbel segir Bayern hafa boðið sér hagstæðan samning en hann langi til þess að breyta til og Liverpool sé einmitt rétta félagið fyrir sig. ■ GEORGE Weah gæti verið á leið til Leeds á lánssamningi út leiktíð- ina. Weah hefur ekki unnið sér fast sæti í liði AC Milan á leiktíðinni og hefur fengið leyfi til þess að leita á önnur mið frá forráðamönnum ít--c. alska félagsins. ■ DAVID O’Leary, knattspyrnu- stjóri Leeds, hefur verið að leita að reyndum manni í framlínuna í stað Jimmy Floyd Hasselbaink sem seld- ur var síðsumars. Weah gæti verið rétti maðurinn, a.m.k. að sinni en hann er 34 ára. Vitað er að umboðs- maður Weah hefur haft sambands við Leeds en einnig Arsenal og Mónakó, þar sem Weah var áður en hann gekk AC Milan á hönd. ■ DAVID Batty, miðvallarleikmaður Leeds, er farinn til meðferðar hjá læknum í S-Frakklandi. Batty hefur lítið leikið síðan hann meiddist á kálfa í lok nóvember gegn South- ampton. ■ STEFFEN Iversen, markahæsti leikmaður Tottenham á leiktíðinni, rill fá hressilega kauphækkun ef hann endurnýjar samning rið sinn rið félagið, en hann rennur út eftir 18 mánuði. Iversen er sagði rilja sexfalda rikulaun sín og fá álíka laun og Darren Anderton og Sol Camp- bell. Iverson fær nú rúmlega 450.000 í laun á riku sem ku vera meðal þess lægsta sem N-Lundúnaliðið greiðir. ■ TOTTENHAM segir kröfur Iver- sens vera hlægilegar, en Norðmað- urinn situr fast rið sinn keip og ritað er að þýska félagið Kaiserslautern hefur rennt hýru auga til hans. ■ PETER Davenport hefur verið ráðinn til Macclesfield í stað Sammy Mcliroy sem nú er orðinn landsliðs- þjálfari N-fra. Davenport lék á sín- um tíma í fremstu víglínu hjá Man- chester United, Nottingham Forest og Sunderland. ■ MASSIMO Taibi, varamarkvörður Manchester United leikur að öllum líkindum með ítalska liðinu Reggina það sem eftir lifir leiktíðar á láns- samningi. Þetta er þó líklega aðeins fyrsta skref Manchester-liðsins til þess að losa sig við Taibi, en freistar þess að hækka verðið á honum með þri að láta hann spila á Ítalíu. ■ TAIBI er metinn á um 120 milljón- ir króna í dag en Manchester United keypti hann fyrir fjórfalt hærri upp- hæð í byrjun hausts. ■ NÚ bendir flest til þess að Dion Dublin lefid ekki meira með Aston Villa á leiktíðinni vegna meiðsla á hálsi sem hann varð fyrir í kappleik á dögunum. ■ ASTON Villa hefur í hyggju að fjölga sætum á leikvelli sínum, Villa Park. Eftir breytingarnar á völlur- inn að taka 51.000 áhorfendur í sæti í stað 39.000 nú. Framkævmdir hefj- ast í sumar og rið upphaf leiktíðar-; næsta sumar á völlurinn að taka 43.000 í sæti. Breytingarnar kosta um 2,4 milljarða króna og á að vera lokið eftir hálft þriðja ár. ■ GERARD Houllicr, knattspyrnu- stjóri Liverpool, var valinn knatt- spyrnustjóri mánaðarins í ensku úr- valsdeildinni fyrir nýliðinn mánuð. Atli mætir læri- sveinunum ATLI Hilmarsson, þjálfari KA og fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik, heldur upp á fertugs afmæli sitt í dag. Einn liður í afmælishátíðinni er leikur í KA-húsinu kl. 17. Atli hefur kallað á gamla samherja tii að aðstoða hann við að „lemja“ á lærisveinum sínum hjá KA. Meðal fyrrverandi leikmanna sem eru í afmælisliði Atla eru Sigurður Valur Sveinsson, Sigurður Gunnarsson, Páll Ólafsson, Kristján Arason, Þorgils Óttar Mathiesen, Gunnar Beinteinsson, Einar Þorvarðarson og Guð- mundur Þ. Guðmundsson, sem léku með Atla í landsliðinu og Hermann Björnsson, Egill Jóhannesson og Jón Árni Rúnars- son, sem léku með honum hjá Fram. Þá hefur Atli fengið liðs- styrk frá KA - Erling Kristjánsson. KORFUKNATTLEIKUR Njardvíkingar halda velli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.