Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA
DAVID Beckham, miðvallarleik-
maður Manchester United og
enska landsliðsins, hefur verið
úrskurðaður í eins leiks bann og
sektaður um tæpar hundrað þús-
und krónur eftir að hafa fengið
rautt spjald fyrir brot á leik-
manni Necaxa, mótherja Man-
chester United í heimsmeistara-
keppni félagsliða í Brasilíu í
fyrrakvöld.
Fyrir vikið hefur Beckham
verið í eldlínunni í breskum
fjölmiðlum. I tilefni af brottvikn-
ingunni hafa hliðstæðar gjörðir
hans í heimsmeistarakeppni
landsliða í Frakklandi 1998 verið
rifjaðar upp. Þá sparkaði hann í
Diego Simeone, fyrirliða argen-
tinska landsliðsins, eftir að sá
síðarnefndi hafði gerst brotleg-
ur. Enska þjóðin reiddist Beck-
ham mjög fyrir að hafa brugðist
enska landsliðinu á þennan hátt,
en liðið tapaði leiknum í víta-
spyrnukeppni eftir að hafa verið
manni færri í meira en klukku-
stund.
Mikið álag á ungum leik-
manni, sem má vart hreyfa sig
I umijöllun breskra fjölmiðla
hefur Beckham ýmist verið gerð-
ur að þrjóti eða fórnarlambi. Lít-
il athygli beinist að því hvort
brot Beckhams á leikmanni
Necaxa hafí verðskuldað rautt
spjald eður ei, heldur beinist hún
að aðstöðunni, sem Beckham er í.
Hann er ungur að árum og undir
gífurlegu álagi. Hann er miklu
meira en knattspymumaður,
giftur poppstjörnu og má sig
hvergi hreyfa án þess að um það
birtist fréttir með áberandi fyrir-
sögnum. Beckham hefur getið
■ sér gott orð fyrir snilldartilþrif á
leikvellinum og em margir þeirr-
ar skoðunar að meira sé gert úr
því sem fari miður hjá Ieikmann-
inum en því sem hann gerir vel.
Beitir bellibrögðum
inni á vellinum
Á hinn bóginn eru margir á
öndverðum meiði. Þeir telja að
Beckham þiggi svimandi há laun
fyrir að sinna hlutverki sínu við
umræddar aðstæður, sem vissu-
lega era erfiðar. Beckham hefur
auk þess verið harðlega gagn-
' rýndur fyrir að einbeita sér ekki
að því einu að leika knattspyrnu
í stað þess að beita bellibrögðum
inni á vellinum, líkum þeim sem
hann þdtti sýna gegn Necaxa í
fyrrakvöld.
Mikil vonbrígði
MANCHESTER United, kyndilberinn í viðleitni Englendinga til að
halda heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu árið 2006, hefur
valdið ensku þjóðinni miklum vonbrigðum með lítt heillandi fram-
komu sinni i heimsmeistarakeppni félagsliða í Brasilíu, keppn-
inni þar sem Evrópumeistararnir áttu að stuðla að bættri ímynd
enskrar knattspyrnu og auka þannig líkurnar á að heimsmeist-
arakeppni landsliða færi fram í Englandi að sex árum liðnum.
Evrópumeisturum Manchester
United var falið að taka þátt í
heimsmeistarakeppni félagsliða í
Brasilíu af knatt-
spyrnusambandi
Rögnvaldsson Englands. Tilgang-
tók saman ur þátttökunnar var
að styrkja Eng-
lendinga í sessi í keppninni um að
halda heimsmeistarakeppni lands-
liða árið 2006. Manchester United
fékk meira að segja að sleppa elstu
knattspyrnukeppni heims, ensku
bikarkeppninni, til að fara til
Brasilíu og etja kappi við aðra álfu-
meistara. Hefðu forráðamenn
enska liðsins ekki orðið við bón
knattspyrnusambands Englands,
hefði þýska liðið Bayern Munchen
tekið sæti félagsins í keppninni, en
Þjóðverjar heyja nú mikið kapp-
hlaup við Englendinga um að fá að
halda heimsmeistarakeppnina eftir
rúm sex ár. Að auki vill svo til að
Franz Beckenbauer, forseti
Bayern Munchen, er í fararbroddi
Þjóðverjanna, sem vilja halda
keppnina. Sir Bobby Charlton
gegnir sama hlutverki hjá Man-
chester United og hann er staddur
í Brasilíu. Nærvera hans virðist þó
ekki hafa skipt miklu máli, því Alex
Ferguson, knattspyrnustjóri fél-
agsins, og David Beckham, þekkt-
asti leikmaður liðsins, hafa valdið
Englendingum sárum vonbrigðum
með háttalagi og frammistöðu
sinni í Suður-Ámeríku.
Manchester United er af mörg-
um talið stærsta knattspyrnufélag
heims. Það á stuðningsmenn vítt
og breitt um jarðarkringluna. Það
var auðséð er leikmenn þess og
fylgdarmenn komu til Brasilíu.
Ahangendurnir þyrptust að þeim
og fréttamenn lýstu yfir eindregn-
um áhuga sínum á að taka viðtöl
við stjörnurnar.
Búist var við að Evrópumeistar-
arnir sýndu á sér sparihliðarnar.
Breskir fjölmiðlar kröfðust þess og
heimamenn væntu þess. Því var þó
ekki að heilsa. Liðið æfði fyrir
luktum dyrum og félagið varð ekki
við beiðni alþjóða knattspyrnu-
sambandsins, FIFA, þess efnis að
þekktustu leikmenn liðsins sætu
fyrir svörum á blaðamannfundum.
I stað þess nýtti Ferguson tæki-
færið á einum slíkum fundi og
skammaðist út í landa sinn úr stétt
blaðamanna eftir að hafa verið
heldur stuttur í spuna við brasi-
líska fréttamenn.
Ekki bætti úr skák að Ferguson
var rekinn af hliðarlínunni í leik
Manchester United og mexíkóska
liðsins Necaxa í fyrrakvöld og
Beckham fékk rautt spjald fyrir að
brjóta á einum andstæðinga sinna.
Frammistaða United á alla lund
olli því vonbrigðum.
Vissulega hefur umfjöllun um
ferð félagsins til Brasilíu verið á
neikvæðum nótum, en Manchester
United til varnar er vert að geta
þess að aðstæður hafa ekki verið
liðinu hliðhollar hvað knattspyrnu-
iðkun varðar. Hitinn hefur verið
um 35 gráður í skugganum og
grasið á völlunum er mun hærra en
gengur og gerist í Bretlandi. Eng-
lendingunum gekk því illa að leika
eins og þeir eru vanir gegn
Necaxa. Leikhraðinn var mun
minni sökum hitans, en hæg knatt-
spyrna er amerískum liðum eðlis-
læg af sömu ástæðum. Hátt grasið
gerði Englandsmeisturunum einn-
ig erfitt fyrir við að leika boltanum
jafn ört á milli sín og þeir eru
þekktir fyrir. Vonbrigði heima-
manna með hátt skrifaða gesti sína
veldur framkvæmdaraðilum móts-
ins, FIFA, áhyggjum vegna örygg-
ismála.
Reuters
Argentínski dómarinn Horacio Elizondo sýnir David Beckham, til vinstri, rauða spjaldið í ieik
Manchester United og Necaxa í fyrrakvöld. Atvikið minnir um margt á þegar Beckham fékk reisu-
passann gegn Argentínumönnum í heimsmeistarakeppninni í Frakklandi í hitteðfyrra.
■ KANU leikur með Arsenal gegn
Leicester í 4. umferð bikarkeppn-
innar á morgun, hvað sem óskum
knattspyrnusambands Nígeríu
viðkemur. Arsene Wenger, knatt-
spyrnustjóri Arsenal, segist vilja
nota leikmanninn en strax að leik
loknum sé Kanu frjálst að fara
með fyrstu flugvél til móts við
landslið sitt.
■ NIGERÍUMENN eru mjög
óhressir með framkomu Arsenal
enda segja reglur Alþjóða knatt-
spymusambandsins, FIFA, að
landslið eigi rétt á leikmönnum 14
dögum fyrir stórmót, s.s. Afríku-
keppni. Hún hefst 22. janúar og
því átti Kanu að vera laus mála hjá
Arsenal frá og með deginum í dag.
■ LJÓST er að málið á eftir að
draga dilk á eftir sér því talsmað-
ur FIFA, Andrin Cooper, segir
reglurnar vera skýrar; brjóti félög
þær tapi þau leikjum sem þau nota
„ólöglega" leikmenn í og skv.
skilningi FIFA er Kanu ólöglegur
með Arsenal gegn Leicester.
■ MARTIN O’Neill, knattspyrnu-
stjóri Leicester, leitar nú lausna
er sjúkralisti liðs hans lengist.
Markvörðurinn Tim Flowers
meiddist í leik gegn Everton á
dögunum og varamarkvörðurinn
Pegguy Arphexad liggur nú með
flensu. Þess vegna er líklegt að
táningurinn John Hodges verði í
marki Leicester á Highbury.
■ FLEIRI leikmenn Leicester
hafa orðið fyrir barðinu á flensu-
faraldrinum. Tony Cottee á við
sömu veikindi að stríða og félagi
hans í framlínunni, Emile Heskey,
er meiddur á kálfa. O’Neill mun
því líklega grípa til þess ráðs að
tefla fram varnarmanninum Matt
Elliott í fremstu víglínu, líkt og
gegn Everton er hann gerði tvö
mörk.
■ MUZZY Izzet, Steve Guppy og
Andrew Impey eiga einnig við
meiðsl að stríða. Arnar Gunn-
laugsson fékk ekki að spreyta sig í
leik liðsins gegn Everton, þar sem
knattspymustjórinn tefldi frekar
fram varnarmanni í stöðu hans.
■ LUCAS Radebe og Lee Bowyer
verða báðir með Leeds gegn Man-
chester City í 4. umferð bikar-
keppninnar á sunnudag.