Morgunblaðið - 11.01.2000, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 11.01.2000, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR11. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Morgunblaðið/Ásdís Fundur samráðshóps efra Breiðholts um afbrota- og fíkniefnavarnir var haldinn í Gerðubergi í gærkvöld í fyrsta sinn. Með honum er formlega hafið viðamikið átak gegn fíkniefnum og afbrotum í hverfinu Samráðshópur fundar í Gerðubergi Atak gegn fíkniefnum og afbrotum í Efra-Breiðholti FYRSTI fundur samráðshóps Efra- Breiðholts um afbrota- og fíkni- efnavarnir var haldinn í Gerðu- bergi í gærkvöld en með honum er formlega hafið viðamikið átak gegn fíkniefnum og afbrotum í hverfinu. „Markmið starfsins er að sameina fólkið í hverfinu í þeim til- gangi að tryggja öryggi þess gagn- vart afbrotum og vímuefnum," sagði Jón Björnsson, formaður samstarfsnefndar Reylgavíkur um afbrota- og fíkniefnavamir. Um Qörutíu manns sátu fundinn og lýsti Jón yfir sérstakri ánægju með mætinguna. Kristín A. Ólafsdóttir verkefnis- stjóri sagði að reynt hefði verið að ná til sem breiðasts hóps og sem dæmi mætti nefna að fulltrúar frá stofnunum ríkis og borgar í hverf- inu, félaga og fyrirtækja ættu sæti í samráðshópnum. Jón lagði mikla áherslu á að þessir aðilar tækju höndum saman til að vinna að ör- yggismálum hverfisins. „Liðin er sú tíð að hverfið sé svo hrokafullt að það haldi að það geti unnið þetta eitt,“ sagði hann. Kristín sagði að samráðshópur- inn myndi vinna saman allt fram í apríl er hann skilaði frá sér hug- myndum. Þá tæki stýrihópur verk- efnisins við vinnunni og mótaði ákveðna stefnu sem stofnunum hverfisins væri síðan ætlað að fylgja. „Það má segja að þetta sé eilífðarverkefni en hér í kvöld er verið að setja hjólið af stað,“ sagði hún. Móttaka mjólkur frá Bjólu hafin á ný HAFIN er móttaka á mjólk frá bænum Bjólu í Djúpárhreppi þar sem upp kom salmonellu- sýking í kúm á síðasta ári. Grip- ir eru taldir heilbrigðir en ákveðnar öryggisráðstafanir verða viðhafðar svo lengi sem þurfa þykir, m.a. varðandi alla umgengni og vinnuáætlanir á bænum, flutning á mjólkinni og vinnslu hennar. „Salmonella er umhverfis- baktería þannig að hún getur lifað utan dýra í mjög langan tíma og þess vegna erum við með mjög strangar öryggisráð- stafanir ef hún skyldi taka sig upp aftur þó það sé mjög ólík- legt,“ segir Katrín Andrésdótt- ir, héraðsdýralæknir í Suður- landsumdæmi. Hún segir kýrnar hafa verið úrskurðaðar heilbrigðar milli jóla og nýárs en svo hafi tekið nokkra daga að ákveða hvemig yrði tekið á málunum. Ofangreindar örygg- isráðstafanir verða viðhafðar þar til óyggjandi er talið að ekkert smit leynist á bænum. Ekið á báða bila heimilisins Fjölskylda í Hafnarfirði varð fyrir þvi í gærmorgun að ekið var á báða bílana hennar með stuttu millibili. Skömmu fyrir klukkan átta í gær- morgun hringdi á heimilið maður að tilkynna að hann hefði ekið utan í 22 ára gamlan Mercedes Benz í eigu fjölskyldunnar, sem var kyrrstæður fyrir utan húsið. Tíu mínútum síðar heyrðist mikill Beinbrotum mun fjölga BEINBROTUM sem tengjast beinþynningu og verða því við lít- inn áverka á eftir að fjölga á næstu áratugum vegna aukins fjölda aldraðra að sögn Gunnars Sigurðssonar prófessors, í frétt í Heilbrigðismálum. Ahætta karla er þriðjungur af áhættu kvenna og er brotatíðni norrænna þjóða með því hæsta sem þekkist. Fram kemur að mæling á bein- magni gefi vísbendingu um áhættu á svipaðan hátt og mælingar á blóðfitu og blóðþrýstingi sýni hættu á kransæðastíflu og heila- blóðfalli en mjög mikilvægt er að finna þá sem eru í mestri hættu. hávaði inn í húsið. Þá hafði verið ekið á hinn heimilisbílinn, nýlegan Hyundai Sonata og hann skemmdur að aftan. í báðum tilvikum misstu ökumenn stjórn á bílum sínum vegna þæfingsfærðar og hálku. Raunar á fjölskyldan þriðja bílinn en sá er líka skemmdur eftir að ekið var aftan á hann fyrir nokkrum vik- um. Slasaðist á auga í Eyjum BJÖRGUNARÞYRLA Land- helgisgæslunnar flaug til Vest- mannaeyja í gær til að sækja mann sem slasast hafði í óveðr- inu í gær við það að aðskota- hlutur fauk í auga hans. Einnig var sóttur veikur maður og voru þeir báðir fluttir á Land- spítalann. Þyrlan fór frá Reykjavík kl. rúmlega 14:10 og samkvæmt upplýsingum frá Landhelgis- gæslunni varð hún að sæta lagi milli élja til að lenda í Vest- mannaeyjum, en vindurinn þar náði allt að 28 metrum á sek- úndu. Þyrlan lenti í Reykjavík- umklukkan 17:15. Fjör a grímuballi Eyverja Vestmannaeyium. Morgunblaðið. EYVERJAR, félag ungra sjálfstæð- ismanna, hélt árlegt grímuball fyrir börn í Eyjum á þrettándanum. Að vanda íjölmenntu Eyjakrakkar á ballið í ýmiskonar búningum. Mátti þar sjá bæði óþekktar furðuverur sem og ýmssar þekktar verur og persónur. Meðal gerfa sem sjá mátti var lít- ill Árni Johnsen með gítar í hönd, geimverur, blóm, Kalli kanfna, Ka- ríus og Baktus, Mikki mús, fuglinn Tveefy og tannbursti svo eitthvað sé nefnt. Börnin dönsuðu í tæpa tvo tíma og jólasveinn kom í heimsókn og dansaði með þeini auk þess sem hann sá um drátt í aðgöngumiða- happdrætti. I lok dansleiksins voru afhent verðlaun fyrir bestu búningana. Tuttugu búningar voru verðlaunað- ir en þeir sem voru í þremur efstu sætunum voru blóm, geimvera og Kalli Kanína sem var valinn grímu- búningur ársins og hlaut hann að launum farandbikar sem fylgir sigri á grímuballinu ár hvert. Tíu ár frá stofnim Rauðakrosshússins Heimilisaðstæður oftast orsök komu MEIRIHLUTI þeirra unglinga sem sótt hafa Rauðakrosshúsið á fyrstu tíu starfsárum þess voru börn ein- stæðra foreldra. Á heimilum ein- stæðra foreldra og í stjúpfjölskyld- um er hættara við árekstrum fonúðamanna og unglinga eða að heimilisaðstæður verði svo erfiðar að unglingar ákveði að fara að heiman. Þetta er meðal þess sem kemur fram í úttekt á fyrstu tíu starfsárum Rauðakrosshússins sem birtist í ný- útkomnu Læknablaði. Greinina skrifa þeir Helgi Hjart- arson, Dagvist bama, og Eirikur Öm Amarson, geðdeild Landsspít- alans. Er hún byggð á upplýsingum sem skráðar vora um þá hjálparþurfi unglinga sem leitað höfðu til athvarf- sins á þessum tíma. Rauðakrosshús- ið hefur frá upphafi verið opið allan sólarhringinn og er ætlað að auð- velda bömum og unglingum í neyð að leita sér hjálpar áður en í óefni er komið. Er það m.a. gert með því að veita húsaskjól, fæði, stuðning og ráðgjöf. Unglingar í rannsókninni voru flokkaðir í þrjá hópa; þeir sem famir vora að heiman, þeir sem vísað hafði verið að heiman og heimilislausir. Kom í ljós að meirihluti þeirra ungl- inga sem sótt hafa húsið fór sjálívilj- ugur að heiman og var hlutfall stúlkna í þeim hópi tvöfalt hærra en pilta. Margir unglinganna áttu undir högg að sækja á ýmsan máta, en lík- ur benda til þess að vandamál í námi samhliða fjölskylduvanda geti leitt til þess að unglingar hlaupist að heiman. Þá vakti athygli að helmingi hærra hlutfall landsbyggðarung- linga en borgaranglinga hafði hætt skyldunámi. Stór hluti gesta Rauðakrosshúss- ins hafði verið í tengslum við félags- legar stofnanir eða sætt afskiptum lögreglu. Algengasta orsök komu í húsið var sögð almenn áfengisneysla unglinganna og neysla iíkniefna. Skýrslan leiðir í Ijós að stúlkur sem farnar era að heiman kvarta oft- ar en piltar yfir samskiptaörðugleik- um heima fyrir. Er líkum að því leitt með vísan í rannsóknir að þessi hóp- ur stúlkna kvarti oftar yfir ströngu eftirliti og refsingum foreldra. Kyn- þroski stúlkna er talinn skipta máli í þessu sambandi, en af ótta við ótíma- bæra þungun dætra sinna reyna for- eldrar stundum að hafa áhrif á sam- skipti þeirra út á við, svo sem með eftirgrennslan og ströngum reglum um útivistartíma. Munur eftir búsetu Munur á unglingum af höfuðborg- arsvæði og utan af landi kom í Ijós þegar litið var á ástæður komu í Rauðakrosshúsið. Helmingi fleiri unglingar úr borginni en af lands- byggðinni nefndu erfiðar heimilisað- stæður eða samskiptaörðugleika j? heima íýrir, en þrefalt fleiri lands- byggðarunglingar sem farnir voru að heiman nefndu húsnæðisleysi sem ástæðu komu sinnar. í skýrslunni er þessi munur skýrður á þann hátt að borgaranglingar komi fremur beint úr foreldrahúsum og það skýri vægi fjölskylduvandamála hjá þeim hópi. Stór hluti unglinga af landsbyggð- inni komi hins vegar frá systkinum, ættingjum, vinum eða af götunni og i því megi helst rekja komu þeirra til húsnæðisleysis. Þá komi einnig til i greina að unglingar af landsbyggð- ! inni sækist eftir ævintýrum í borgar- menningunni og leiti síðan í Rauða krosshúsið vegna húsnæðiserfið- leika. I skýrslunni er komist að þeirri niðurstöðu að Rauðakrosshúsið hafi fyllt í eyðu þegar það vai’ sett á stofn. Ungmenni eigi oft undir högg að sækja og aðstæður heima fyrir séu l ekki alltaf sem skyldi. Athygli veki hve erfiðar félagslegar aðstæður margra unglinga séu og hve algeng vímuefnaneysla er í þeirra hópi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.