Morgunblaðið - 12.01.2000, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 12.01.2000, Qupperneq 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR12. JANÚAR 2000 C 3 ÚRSLIT ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR Tindastóll - UMFG 64:73 Iþróttahúsið á Sauðárkróki, bikarkeppni KKI, 8-liða úrslit, þriðjudaginn 11. janúar 2000. Gangur leiksins: 0:5, 2:8, 7:16, 17:22, 25:27, 31:34, 37:40, 44:44, 51:50, 56:59, 60:69, 64:73. Stig Tindastóls: Shawn Myers 20, Kristinn Friðriksson 12, Svavar Birgisson 12, Sune Hendriksen 11, Helgi Margeirsson 6, Frið- rik Hreinsson 3. Fráköst: 21 í vörn - 17 í sókn. Stig UMFG: Brenton Birmingham 27, Pétur Guðmundsson 10, Sævar Garðarsson 8, Alexander Ermolinskij 8, Dagur Þórisson 6, Bjarni Magnússon 6, Guðlaugur Eyjólfsson 5, Bergur Hinriksson 3. Fráköst: 28 í vörn - 4 í sókn. Dómarar: Kristinn Albertsson og Kristján Möller. Villur: Tindastóll 18 - UMFG 20. Áhorfendur: Um 350. KFÍ - Njarðvík 67:88 íþróttahúsið Torfnesi: Gangur leiksins: 3:0, 7:12, 16:26, 25:34, 30:52, 35:55,41:64,50:70,54:78,61:80,67:88. Stíg KFÍ: Clifton Bush, 17, Vicos Pateli 16, Baldur Jónasson 11, Halldór Kristmannsson 7, Tómas Hermannsson 7, Pétur Sigurðsson 5, Guðmundur Guðmarsson 2, Þórður Jensson. Fráköst: 17 í vörn - 5 í sókn. Stig Njarðyikur: Teitur Örlygsson 22, Keith Veney 19, Örlygur Sturluson 18, Hermann Hauksson 14, Friðrik Stefánsson 8, Friðrik Ragnarsson 5, Páll Kristinsson 2. Fráköst: 19 í vörn - 9 í sókn. Dómarar: Leifur Garðarsson og Kristinn Óskarsson. Áhorfendur: Um 150. Snæfell - Hamar 89:72 íþróttahúsið í Stykkishólmi, íslandsmótið í körfuknattleik, efsta deild karla (Epson- deildin), þriðjudaginn 11. janúar 2000. Gangur leiksins: 11:0, 15:5, 25:11, 34:24, 45:31, 50:33, 58:46, 63:57, 66:61, 68:65, 78:65, 85:69, 89:72. Stig Snæfells: Kim Lewis 29, Pálmi Sigur- geirsson 18, Jón Þór Eyþórsson 16, Adonis Pomponis 12, David Colbac 9, Ágúst Jens- son 5. Fráköst: 21 í vörn - 9 í sókn. Stig Hamars: Brandon Titus 35, Skarphéð- inn Ingason 11, Ómar Sigmarsson 5, Oli S. Barðdal 4, Hjalti Pálsson 4, Kristinn Karls- son 2. Fráköst: 19 í vörn - 18 í sókn. Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson og Egg- ert Aðalsteinsson. Villur: Snæfell 14 - Hamar 23. Áhorfendur: Um 240. 1. deild kvenna KR - ÍS..........................60:46 Knattspyma England Deildabikarkeppnin: West Ham - Aston Villa..............1:3 Lampard 47. - Taylor 80., 118., Joachim 93. Enska bikarkeppnin: Gillingham - Bradford..............3:1 1. deild: Wolverhampton - Charlton...........2:3 Bikarkeppni neðrideildarliða: Cambridge - Barnet.................1:2 ■ Barnet vann á „gullmarki“. Hull - Chester.....................2:0 Mansfíeld - Blackpool..............0:1 Rochdale - Macclesfield ...........3:2 Rotherham - Chesterfield ..........1:4 Bournemouth - Brighton ............1:0 ■ Bournemouth vann á „gullmarki“. Exeter - Swansea ..................2:0 Northampton - Bristol Rovers.......0:0 ■ Bristol vann, 5:3, eftir vítaspyrnukeppni. Oxford - Wycombe ..................1:1 Peterborough - Brentford ..........0:1 Plymouth - Torquay.................0:1 HM félagsliða A-RIÐILL: Real Madrid - Raja Casablanca .....3:2 Hierro 49, Morientes 52, Njitap 88 - Achami 28, Moustaoudia 59. Rauð spjöld: Gutierrez, Carlos og Karem- beu, Real Madrid - E1 Moubarki, Raja, Corinthians - AI Nassr .............2:0 Ricardinho 25, Rincon 82. Staðan: Corinthians ..............3 2 1 0 6:2 7 Real Madrid ..............3 2 1 0 8:5 7 A1 Nassr .................3 1 0 2 5:8 3 Raja Casablanca ..........3 0 0 3 5:9 0 •Corinthians leikur til úrslita. B-RIÐILL: Man. Utd. - S-Melbourne.............2:0 Quinton Fortune 8., 20. Staðan: Vasco da Gama ............2 2 0 0 5:1 6 Necaxa ...................2 1 1 0 4:2 4 Man. United ..............3 0 1 1 4:4 4 S-Melbourne ..............3 0 0 2 1:7 0 Frakkland l.deild: Metz - Bordeaux....................2:1 PSG - Lyon ..........................2:2 Ámi Gautur varði tvö vftí Árni Gautur Arason varði tvívegis í víta- spymukeppni norska liðsins Rosenborg og Duisburg frá Þýskalandi í æfingamóti á Kanaríeyjum í gærkvöldi. Rosenborg fór með sigur af hólmi, en staðan var 1:1 í lok hefðbundins leiktíma. í KVÖLD Handknattleikur 1. deild kvenna: Austurberg: ÍR - Stjarnn ...........20 KA-heimili: KA - Grótta/KR..........20 Valsheimili: Valur - FH.............20 Vestmannaeyjar: ÍBV - Haukar........20 Víkin: Víkingur - Fram .............20 2. deild karla: Austurberg: ÍR B - Breiðablik....21.30 Flóðljós gestgjafa Stoke brugðust HÆTTA varð leik Stoke, sem Guðjón Þórðarson stjórnar, og Oldliam í annarri umferð bikarkeppni neðrideildarliða í Eng- landi er hann stóð sem hæst í gærkvöldi. Stoke hafði yfir- höndina, 1:0, á heimavelli Oldham er fióðljósin á vellinum gáfu sig. Ben Petty kom Stoke yfir á 52. mínútu, en tæpum sex mínútum síðar varð rafmagnslaust á og við völlinn með fyrr- greindum afleiðingum. Sigursteinn Gíslason og Brynjar Björn Gunnarsson voru í byijunarliði Stoke. Ekki hefur verið ákveð- ið hvenær leikurinn skuli endurtekinn. KÖRFUKNATTLEIKUR Njarðvík heldur velli BIKARMEISTARAR Njarðvíkur eru komnir í undanúrslit bikar- keppni KKÍ ásamt nágrönnum sínum úr Grindavík, en liðin unnu bæði góða sigra í gærkvöldi. Njarðvíkingar sóttu gull í greipar ís- firðinga og Grindvíkingar gerðu slíkt hið sama á Sauðárkróki. Grindvíkingar eru komnir í und- anúrslit bikarkeppni KKÍ eft- ir góðan sigur á Tindastóli á Sauð- árkróki í gærkvöldi, Bjöm 73:64- PeS'dr * UPP' Björnsson hafi leiks var ljóst skrifar að Grindvíkingar voru ekki komnir til þess að láta slá sig út úr keppninni. Frá byrjun börðust þeir eins og grenjandi ljón um hvern bolta. Þetta virtist koma heimamönnum í opna skjöldu og voru þeir fremur seinir í gang og eftir örstuttan leik höfðu gestirnir komið sér í þægilegt forskot 5:16. Smátt og smátt fóru heimamenn að komast betur inn í leikinn, en voru bæði óheppnir í skotum, og eins var vítanýting mjög döpur og má með sanni segja að með sömu nýtingu á vitum og gestirnir, hefðu þeir verið yfir, því að þó að Grind- víkingar söfnuðu á sig villum strax í upphafi, fyrir mjög harðan leik nýttist heimamönnum það ekki til þess að bæta stöðu sína. Þegar nokkrar mínútur voru til hálfleiks náðu Tindastólsmenn að minnka muninn í eitt stig, en lengra komust þeir ekki fyrir hálfleik og í hléi skildu liðin þrjú stig. í síðari hálfleik fór allt eins og í þeim fyrri, Grindvíkingar héldu for- ystunni, en heimamenn héngu í þeim og léku nú mun betri vöm en í fyrri hálfleik. Þegar eftir voru tíu mínútur af síðari hálfleik náðu Tindastólsmenn að jafna, og kom- ast yfir, en undir lokin voru það Grindvíkingar sem náðu með harð- fylgi að innbyrða sigur eftir mikla og harða baráttu. Bestu menn í liði Tindastóls voru Shawn Myers, Sune Hendriksen, Svavar Birgisson og Kristinn Frið- riksson. Hjá Grindavík var Brenton Birmingham yfirburðamaður en einnig börðust þeir Pétur Guðmun- dsson, Sævar Garðarsson og Bjarni Magnússon mjög vel. Leikur kattarins að músinni á fsafirði Njarðvíkingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum bikarkeppnin- ar þegar þeir unnu lið KFÍ á sam- mmi færandi hátt þar Magnús sem l°katölur urðu Gíslason 67:88. Heimamenn skrífar mættu algjörlega á hælunum í þennan leik og Njarð- víkingar nýttu sér það til fullnustu og tóku leikinn strax föstum tökum og náðu fljótlega tíu stiga forystu. Þegar skammt var til hálfleiks var staðan 25:34 fyrir gestina. Þá tóku bikarmeistarnir góðan kipp og gerðu átján stig gegn tveimur heimamanna og léku leikmenn KFI oft grátt með góðum samleik og ág- ætri hittni sem skóp 22 stiga for- ystu í hálfleik 30:52. í upphafi seinni hálfleiks voru Njarðvíkingar ekkert á þeim buxunum að hleypa heimamönnum inn í leikinn heldur juku við forystuna þar sem þeir röðuðu niður þriggja stiga skotum sem þeir nýttu sérlega vel í leikn- um. En þær urðu alls 16 þegar upp var staðið í lokin. Mestur varð mun- urinn 29 stig um miðbik seinni hálf- leiks og yfírburðirnir allgjörir gegn lánlausum leikmönnum KFÍ sem virtust eiga erfitt með að berja saman sæmilegri liðsheild. Lið KFI náði sér aldrei á strik í þessum leik og er umhugsunarefni fyrir aðstandendur liðsins hvað leikmenn liðsins ná illa að vinna saman og agaleysið i sóknarleik- num hjá liðinu er áberandi. Þó má ekki gleyma því að við raman var reip að draga í þessum leik þar sem Njarðvíkingar fóru á kostum á löngum köflum í leiknum sem var eins og gamla sagan um köttinn og músina. Þeir frændur Teitur og Ör- lygur fóru fremstir meðal jafningja í þessum leik og fóru hreinlega á kostum í þriggja stiga skotum sin- um. Ríkharður Hrafnketsson skrífar Snæfell f framför Snæfell lagði lið Hamars frá Hveragerði að velli í fjörugum leik í Stykkishólmi í gærkveldi, 89:72. Snæfell hóf leikinn með miklum látum og gerði 11 fyrstu stig hans. Varnarleikur Snæf- ells í fyrri hálfleik var mjög góður og leikmenn Hamars komust lítt áleiðis í sóknarleik sínum. Létu að- komumenn mótlætið fara í skapið á sér og voru duglegir við að lýsa- skoðunum sínum á dómgæslunni, sem endaði með því að þeir upp- skáru tvö tæknivíti. Snæfell hóf síðari hálfleikinn á svipuðum nótum og þann fyrri og náðu muninum upp í 19 stig eftir fjórar mínútur. Eftir þetta slökuðu heimamenn á, en gestirnir fóru að leika mun harðari og fastari vörn, gengu á lagið er dómararnir leyfðu aukna hörku. Á þessum tíma sá Brandon Titus um sóknarleikinn hjá Hvergerðingum, en hann skor- aði 25 stig í seinni hálfleik. Þegar um fjórar mínútur voru eftir var munurinn kominn í þrjú stig. Þá sögðu Hólmarar hingað og ekki lengra, tóku öll völd á vellinum og skoruðu 21 stig gegn 7 stigum gestanna. Grikkinn Adonis Pomponis lék í fyi'sta sinn með Snæfelli og lofar góðu. Með tilkomu hans verður lið Snæfells til alls líklegt það sem eft- ir er vetrar og eygir nú möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. Lið Hamars virkar ekki eins sterkt og í upphafi leiktíðar en þó býr töluvert í liðinu. Lið Snæfells lék einn sinn besta leik í vetur og var liðsheildin góð. 9-\ Aston Villa komið í undanúrslit Ian Taylor var hetja Aston Villa er liðið mætti West Ham í endur- teknum leik liðanna í fjórðungsúr- slitum deildarbikarkeppninnar. West Ham, sem vann viðureignina í síðustu viku eftir vítaspyrnukeppni, tefldi fram ólöglegum leikmanni í framlengingu, Manny Omoyimni, sem áður hefði tekið þátt í fyrri um- ferðum keppninnar er hann var láns- maður hjá Gillingham. Taylor rak smiðshöggið Allt leit út fyrir að West Ham tæk- ist að bera sigurorð af Aston Villa öðru sinni er Frank Lampard skor- aði á 47. mínútu en 10 mínútum fyi-ir leikslok tókst Taylor að jafna leik- inn. Julian Joaehim kom Villa yfir á 93. mínútu og Taylor rak smiðshögg- Bengt Johansson Morgunblaðið/Gísli Þorsteinsson Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari íslands, og Bengt Johansson, landsliðsþjálfari Svía, hittust í Frakklandi um sl. helgi, þar sem Bengt fylgdist með landsliði íslands í tveimur leikjum gegn Frakklandi. ■ Fæddur: 26. júní 1942. ■ Lék með Drott í Halmstadt, varð þrisvar sænskur meistari með liðinu. ■ Árangur Bengts Johanssonar með sænska landsliðinu frá 1988: • Tvisvar Evrópumeistari - í Portúgal 1994 og á Ítalíu 1998. • Tvisvar heimsmeistari - í Tékkóslóvakíu 1990 og Egyptalandi 1999. • Tvisvar silfurverðlaun á Ól- ympíuleikum - í Barcelona 1992 ogÁtlanta 1996. • Einu sinni silfur á heims- meistaramóti - í Japan 1997. • Tvisvar bronsverðlaun á heimsmeistaramóti - í Svfþjóð 1995 og á f slandi 1997. ■ Samningi Bengts Johansson- ar hjá sænska handknattleik- ssambandinu lýkur 2001 eftir HM í Frakklandi. Bengt Johansson landsliðsþjálfari heimsmeistara Svía eftir að hafa séð íslenska landsliðið leika í Frakklandi Lífsnauðsynlegt að vinna íslendinga |arkmið okkar í Evrópukeppn- inni er að komast í undanúr- slit, síðan í úrslit og reyna auðvitað að vinna keppnina. Við erum með gott lið, eiginlega aldrei betra en nú. En árangur liðsins fer auðvitað eftir því hvort allir leikmenn séu heilir. Evrópukeppnin er sú erfiðasta af öll- um keppnum, sem handknattleik- slandslið taka þátt í, mun erfiðari heldur en heimsmeistarakeppni eða Ólympíuleikar. Öll lið eru erfið viður- eignar og það verður ekki neinn auð- fenginn sigur í okkar riðli í Króatíu. Við leikum gegn íslandi í fyrsta leik og það er lífsnauðsynlegt að vinna sigur í þeim leik til þess að framhald- ið verði auðveldara. Ég býst við að Rússland verði okkar erfiðasti and- stæðingur og svo megi búast við að Spánn og Króatía séu með sterk lið. Þá eru Danir á uppleið. Leikir gegn íslendingum eru alltaf erfiðir því liðin þekkja hvort annað mjög vel. Við mættum íslendingum síðast í Noregi í maí á síðasta ári og sá leikur var fjarri því að vera auð- veldur. íslendingar þekkja leikinn vel og leika yfirleitt góðan handbolta. Það er ávallt erfitt að spila fyrsta leik í keppni og góður árangur í honum gefur liðum byr undir seglin. Við þurfum að hafa góðar gætur á Ólafi Stefánssyni sem er góður á hægri vængnum. Þá er Dagur Sigurðsson Bengt Johansson, þjálfari sænsku heimsmeistaranna í handknattleik, segir að Svíar muni mæta öflugri mót- spyrnu liða á Evrópumótinu í Króatíu undir lok mán- aðarins og að það sé sérstaklega mikilvægt að vinna sigur á íslenska liðinu, en liðin eigast við í fyrstu um- ferð keppninnar. Johansson sagðist í samtali við Gísla Þorsteinsson ekki draga dul á að Svíar ætli sér að . - vinna keppnina og stefni á sigur á Olympíuleikum í sumar enda sé það eina landsliðið sem þrói leik sinn á markvissan hátt - önnur lið fari villur vegar. hættulegur miðjumaður. Ég er að kynna mér leik íslenska liðsins og ætla að skoða Dani, er við mætum þeim á æfingamóti, ásamt Frökkum og Egyptum, síðar í mánuðinum. Leiðin í úrslit á EM í Króatíu verður erfið, en mér finnst líklegt að Spánn, Króatía, Rússland og Svíþjóð verði í fjórum efstu sætunum.“ Aldur leikmanna engin fyrirstaða Bengt segir að þrátt fyrir að marg- ir leikmenn liðsins, svo sem Staffan Olson og Magnus Wislander, séu komnir vel á fertugsaldur, séu þeir hungraðir sem fyrr að standa sig og vinna keppnina. „Þeir sem eru komn- ir á aldur eru enn í góðu líkamlegu ástandi og æfa vel til þess að halda sér í formi. Þeir hafa enn yndi af því sem þeir eru að gera enda fá þeir vel borgað fyrir að stunda þessa íþrótt. Þess vegna halda þeir áfram. Þeir eru yngri leikmönnum engir eftirbát- ar en við leggjum hart að okkur á æf- ingum enda leggjum við mikið upp úr hraðaupphlaupum í leikjum. Þá höf- um við marga leikmenn sem geta skotið fyrir utan. Við höfum yfirleitt skamman tíma til stefnu á æfingum en tökum saman helstu atriðin í handbók sem leikmenn fá og geta þar farið yfir ákveðin leikatriði. Ef eldri leikmenn væru ekki í lagi væri ég búinn að skipta þeim út fyrir yngri.“ Johansson segir að margir leik- menn geti tekið við hlutverkum þeirra sem eldri eru. Hann viti af mörgum hæfileikaríkum leikmönnum úr yngri landsliðum sem þegar eru farnir að banka á dyrnar hjá aðal- landsliðinu. „Ég býst við að geta valið úr 25 sterkum leikmönnum fyrir keppnina í Ki’óatíu, þar af eru þrír ungir leik- menn sem fara á mótið.“ Hann segir að ef liðinu gangi ekki sem skyldi í Króatíu muni hann breyta því á einhvern hátt og leyfa yngri mönnum að spreyta sig. „Við munum áfram leggja áherslu á að leika sambærilegan leik og við höfum ætíð gert er við mætum til Króatíu," segir Johansson en leggur áherslu á að leikur sænska liðsins taki samt breytingum í tímans rás. „Við erum sífellt að þróa leik okk- ar, bæði í vörn og sókn, og erum með ýmis atriði, sem við ætlum að nota í næstu leikjum. Mér finnst, sem sænska liðið sé það eina, sem þróar leik sinn á markvissan hátt, það er að minnsta kosti mín skoðun. Önnur lið svo sem Þýskaland og Rússland gera það ekki og eru að færa leik sinn nær miðju. Ég skil það ekki.“ Löngun Svía í Óiympíugullið Bengt hefur starfað sem landslið- sþjálfari frá því um haustið 1988 og frá þeim tíma hefur liðið unnið til níu verðlauna á stórmótum. Liðið hefur undir hans stjórn oftar en einu sinni unnið Evrópumeistaratitil ogheims- meistaratitil, en liðið hefur aldrei orðið Ólympíumeistari, en þar hefur liðið hafnað tvívegis í öðru sæti. Þjálfarinn segist stefna leynt og ljóst að betri árangri í Sydney í sumar heldur en á fyrri Ólympíuleikum, en til að svo verði þurfi liðið að ná því að komast í undanúrslit. Núverandi samningi Bengt Johansson við sænska handknattleik- sambandið lýkur árið 2001. Hann sagðist ekki vita hvert framhaldið yrði, annað en að sænska handknatt- leikssambandið hefði falast eftir að halda heimsmeistarakeppnina árið 2002, en það verður ákveðið í apríl næstkomandi. „Ég hef ekkert ákveðið um fram- haldið. Ég ætla að ljúka samningi mínum við handknattleikssambandið áður en lengra er haldið, en það eru ýmis stórmót framundan, sem við ætlum okkur að ljúka, áður en ein- hver ákvörðun verður tekin.“ ið á leik liðsins með sínu öðru marki. West Ham fékk tækifæri til þess að koma sér inn í leikinn í framlengingu en David James varði vítaspyrnu írá Paolo di Canio. Ian Taylor sagði að liðið væri greinilega búið að rita nafn sitt á bikarinn í ljósi þess hve liðið hefði reynst lánsamt. „Sigurinn gefur okk- ur byr undir báða vængi. Við þurfum að mæta þeim að nýju á þeirra heimavelli í deUdinni og sá leikur verður án efa erfiður. Þá ætlum við okkur annan sigur.“ Aðspurður um hvort leikmenn hefðu ekki verið farnir að örvænta sagði Taylor svo ekki vera. Þeir hefðu einfaldlega haldið sínu striki þrátt fyrir slæma stöðu. David James markvörður Ast- on Villa var á sama máli og félagi sinn Taylor og taldi að liðið væri á leið í úrslit keppninnar. „Nú þurfum við sigur í undanúrslitum keppninn- ar og þá er liðið komið í úrslit.“ Óvæntur sigur Gillingham Peter Taylor, knattspymustjóri 2. deildarliðs Gillingham, kvaðst stolt- ur af frammistöðu leikmanna sinna sem báru sigurorð af úrvalsdeildar- liði Bradford 3:1 í fjórðu umferð bik- arkeppinnar. Heimamenn sýndu fá- heyrða yfirburði og komust í 2:0 áður en Bradford náði loks að svara fyrir sig. „Þetta er stórkostleg stund fyrir okkur og félagið og það er ekki hægt annað en að vera stoltur af frammistöðu leikmanna," sagði Taylor, er áður stjórnaði 21 árs landsliði Englendinga. Paul Jewell, knattspyrnustjóri Bradford, var fyrstur til þess að óska Taylor til hamingju en Jewell gat vart leynt vonbrigðum sínum. Hann kenndi leikmönnum um hvernig fór og sagði að þeir hefðu ekki lagt sig fram sem skyldi. En Gillingham var vel að sigri sínum komið. ívar og félagar áfram Ivar Ingimarsson og félagar í Brentford, sem leika í 2. deild, unnu þriðju deildarlið Peterborough 1:0 og eru komnir áfram í þriðju umferð bikarkeppni neðri deildarliða. ívar lék með allan leikinn. Lokaund- irbúning- ur Svía og Dana SVIAR og Danir, væntan- legir andstæðingar íslenska liðsins á Evrópumeistara- mótinu í Króatíu, Ieika síð- ustu undirbúningsleiki sína fyrir mótið um næstu helgi. Þá taka þjóðirnar þátt í fjögurra landa móti ásamt Frökkum og Egyptum og fermótið fram í Svíþjóð. Á föstudag leika Svíar og Frakkar og Danir mæta Egyptum í Helsingborg. Daginn eftir leika heima- menn við Egypta í Kristi- anstad en Danir reyna sig við Frakka. f síðustu um- ferð á sunnudag leika frændurnir, Svíar og Danir og Frakkar og Egyptar. Þá verður leikið í Malmö. Þetta eru jafnframt siðustu leikir Frakka sem einnig eim á meðal þátttakenda á EM. ■ MAGIC Johnson hefur gert tveggja ára samning við körfuknatt- leikslið sitt í Svíþjóð, M7, um að leika með því á næsta tveimur leik- tíðum. Johnson keypti liðið í fyrra en það er frá bænum Buraas. ■ JOHNSON lék einn leik með lið- inu í haust og gekk vel og vakti að vonum mikla athygli. Fyrsti leikur hans með liðinu nú verður í Gauta- borg á föstudaginn. ■ GRANT IJill, leikmaður Detroit Pistons, var á mánudag útnefndur leikmaður vikunnar í NBA-deild- inni í körfuknattleik. Hann skoraði 40 stig eða meira í þremur af fjórum leikjum liðsins í síðustu viku. Meðal- skor hans var 38,8 stig, tók 5,3 frá- köst að meðaltali og átti 7,5 stoð- sendingar. ■ TIM Duncan skoraði 46 stig fyrir San Antonio Spurs sem vann Utah Jazz 93:86 í NBA-deildinni í körf- uknattleik á mánudag. Hann skor- aði 18 stig í fjórða og síðasta leik- hluta, en Utah hafði forystu 68:59 að loknum þriðja leikhluta. ■ KOBE Bryant gerði 17 af 30 stig- um sínum í íyrsta leikhluta fyrir Los Angeles Lakers sem vann Den- ver 130:95. Þetta var 15. sigur Lak- ers í röð. Shaquille O’Neal átti enn einn stórleikinn, gerði 31 stig, tók 19 fráköst, átti 9 stoðsendingar og varði 5 skot. ■ SCOTTIE Pippen, Damon Stou- damire og Detlef Schrempf gerðu 17 stig hver fyrir Portland sem vann Dallas Mavericks 107:94. ■ IAN Thorpe, sundmaðurinn efni- legi frá Ástralíu, hefur í hyggju a.ð keppa í 1.500 metra skriðsundi á Ól- ympíuleikunum í Sydney. Hann setti þrjú heimsmet í 200 og 400 metra skriðsundi á síðasta ári. Keppnin í 1.500 metra skriðsundinu fer fram á eftir 100, 200 og 400 metra skriðsundið þannig að Thor- pe, sem er 17 ára, þarf ekki að hafa áhyggjur af að eyðileggja hinar greinamar, sem eru hans sterkustu. ■ MONCIA Seles, sem hefur fjórum sinnum sigrað á opna ástralska meistaramótinu í tennis, getur ekki tekið þátt í mótinu að þessu sinni vegna meiðsla. Hún er númer sex á heimslistanum og gat ekki tekið þátt í upphitunarmótinu í Perth í síðustu viku af sömu ástæðu. Hún hefur ekkert keppt síðan í septem- ber. ■ MIROSLAV Polak hefur verið nefndur sem eftirmaður Hans Krankl sem þjálfari austurríska liðsins SV Salzburg. Polak er 41 árs Júgóslavi og hefur þjálfað unglinga- lið félagsins. Krankl, sem er fyrr- verandi framherji austurríska landsliðsins, hefur tekið við þjálfun þýska 2. deildar liðsins Fortuna Köln. ■ GEORGE Weah, miðherji AC Milan, hefur verið lánaður til Chels- ea út keppnistímabilið. Leikmenn liðsins hafa ekki verið á skotskónum að undanfömu og á Weah að bæta úr því. Hann hefur verið í herbúðum AC Milan síðan liðið keypti hann 1995 frá París St Germain. ■ WEAH var orðaður við ensku lið- in Arsenal, Leeds og franska liðið Marseille, en hann hafði lýst áhuga að fara til liðsins að ljúka knatt- spymuferli sínum með því. Svo verður ekki að sinni, þar sem hann mun leika með Chelsea og fær ef- laust fleiri tækifæri með liðinu en AC Milan að undanförnu, ■ TOSH McKinaly, fyrrverandi- landsliðsmaður Skota, hefur gengið til liðs við Kilmamock frá sviss- neska liðinu Grasshoppers. Hann er 35 ára vamarmaður og gekk til liðs við svissneska félagið fyrir þremur mánuðum frá Celtic. ■ NORSKI landsliðsmaðurinn Stig Inge Bjömeby hefur óskað eftir að vera seldur frá Liverpool, en hann hefur ekki fengið tækifæri með lið- inu í vetur. Leicester og Nott. For- est hafa sýnt áhuga á að fá hann til sín.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.