Morgunblaðið - 12.01.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.01.2000, Blaðsíða 4
ÍÞRanR ptovgttiiMflfeife HANDKNATTLEIKUR Ovissa um leikmenn níu dögum fyrir EM Enn er óvíst hvort þrír leik- menn íslenska landsliðsins í handknattleik: Valdimar Grímsson, Bjarki Sigurðsson og Aron Kristjánsson, sem eru meiddir, geti farið með liðinu á Evrópukeppnina í Króatíu, þegar níu dagar eru fram að fyrsta leik liðsins. Þorbjöm Jensson, þjálfari landsl- iðsins, kvaðst vondaufur um að Aron, sem ekki hefur æft með liðinu og er í séræfingum frá því að hann var skorinn upp vegna meiðsla í nára, geti komist með liðinu. Hann sagðist bjartsýnni á að Bjarki og Valdimar væru búnir að ná sér fyrir mótið í Króatíu, en það gæti enn brugðist. „Við erum að gera okkur vonir um að Bjarki geti leikið með landsliðinu í síðasta æfíngaleik þess fyrir forina til Króatíu. En þá verður endurhæf- ingin að ganga upp,“ sagði Þorbjöm. Bjarki er meiddur í nára og komst ekki, eins og Valdimar og Aron með liðinu í æfingaför til Frakklands. Þorbjöm taldi meiri líkur að Vald- imar, sem fékk sýkingu í hné eftir uppskurð, gæti komist á ról fyrr. Valdimar æfði með liðinu á tveim- ur æfingum í gær, en gat ekki beitt sér að fullum krafti að sögn Þor- bjöms, sem gerir sér vonir um að Valdimar verði með landsliðinu í leikjum gegn Hafnarfjarðarúrvali og úrvali erlendra í vikunni. Þor- bjöm sagði að vegna þess að fyrr- nefndir leikmenn væra meiddir hygðist hann draga að tilkynna leik- mannahópinn fyrr en 17. janúar, en sagði ekki útilokað að í ljós kæmi fyrr hvort leikmennimir gætu farið með liðinu til Króatíu. Morgunblaðið/Ásdís Þorbjöm Jensson landsliðsþjálfari leggur á ráðin með Valdimar Grímssyni. Louis van Gaal, þjálfari Barcelona, lýsir vonbrigðum sínum með HM félagsliða Evrópu til vansa Forráðamenn Alþjóða knattspyrnusambandsins hafa þurft að þola mikla gagnrýni vegna ákvörðunar um að koma á heims- meistarakeppni félagsliða. Keppnin, sem fram fer í Brasilíu, er sögð gera lítið úr deildakeppnum og bikarkeppnum í Evrópu á meðan stórlið álfunnar keppi meðal annars við hálfgerð áhuga- mannalið úr öðrum heimsálfum. En forráðamenn FIFA elta ekki ólar við gagnrýni evrópskra dagblaða og þjálfara stórliða og stefna á að HM félagsliða verði árlegur viðburður. Louis van Gaal, hinn hollenski þjálfari spánska stórliðsins Barcelona, segir að Alþjóða knatt- spymusambandið [FIFA] hafi gert evrópskum knattspymuliðum mik- inn óleik með því að koma á HM fé- lagsliða. Tekur Gaal svo djúpt í ár- inni að FIFA sé að ganga að knattspymunni dauðri. „Það er ekki hægt að koma á öðra móti á sama tíma og önnur era í full- um gangi,“ sagði Gaal í samtali við Reuters-fréttastofuna og var mikið niðri fyrir. „Spánn og England era meðal landa sem þurfa að fresta leikjum og draga lið úr keppni til þess að félagslið frá þeim geti keppt á þessu móti,“ segir Gaal. Umdeiid för Man. Utd Mikið fjaðrafok hefur verið í Eng- landi vegna þátttöku Manchester United í HM félagsliða. Ferð enska liðsins er sögð sneypuför hin mesta, ef marka má fjölmiðla þar í landi. Manchester United, samþykkti að taka þátt í keppninni í sumar og var talið að för liðsins mundi auka líkur Englands á að fá að halda HM í knattspymu árið 2006. Hefur af þeim sökum þurft að fresta leikjum í deildinni og liðið hefur dregið sig úr bikarkeppninni á meðan það tekur þátt í keppninni í Brasilíu. Liðið hef- ur hins vegar lent í hinum mestu óg- öngum í keppninni, ef marka má fjölmiðla. David Beckham var rek- inn af velli fyrir brot í fyrsta leik þess gegn Necaxa , Alex Ferguson, knattspymustjóri liðsins, var rek- inn úr varamannaskýlinu og komst síðan upp á kant við enska fjölmiðla eftir leikinn og loks tapaði liðið 3:1 fyrir Vasco da Gama. Man. Utd kemst því ekki áfram í keppninni og hafa enskir fjölmðlar hent gaman að því að í stað þess að liðið taki þátt í ensku bikarkeppn- inni, sem er elsta knattspymuk- eppni í heimi, er liðið að leika loka- leik sinn gegn ástralska hðinu South Melbourne, sem samanstendur af áhugamönnum. Götublaðið Daily Mirror skóf ekki af hlutunum á for- síðu nú í vikunni þar sem það kveðst samhryggjast leikmönnum og stuðningsmönnum félagsins, sem séu dregnir áfram af fégjörnum stjómarmönnum félagsins, hroka- fullum knattspymustjóra, forn- eskjulegum íþróttamálaráðherra og veikburða knattspymusambandi. Keppnin verði haldin árlega En forráðamenn FIFA láta alla gagnrýni sem vind um eyra þjóta og í dagblaðinu Daily Telegraph segir að þeir stefni á að gera mótið að ár- legum viðburði og að mótið verði framvegis haldið um mánaðamótin desember/janúar og benda á að það sé heppilegri tími heldur en um sumar því þá rækist keppnin á við Evrópu og -heimsmeistarakeppni landsliða. Segir í blaðinu að ef hug- myndir FIFA verði að veraleika þurfi án efa að koma til vetrarhlé í ensku úrvalsdeildinni en slík HM- keppni félagsliða muni áfram leggja stein í götu ensku bikarkeppninnar, eins og fjawera Man. Utd í ár er glöggt dæmi um. Baldur hetja j Fairleigh BALDUR Ólafsson, körfu- ‘ knattleiksniaður úr KR, sem : Ieikur með bandaríska há- skólaliðinu Fairleigh Dickin- son, FDU, var hetja liðsins í ■ leik gegn Maunt St. Marys í deildarkeppni háskólanna í ; fyrrakvöld, sem FDU vann j 63:50. Baldur, sem er tvítugur og : 2,08 m á hæð, Iék í 33 mínút- : ur, gerði 17 stig sem er pers- : ónulegt met og tók auk þess 5 . fráköst. Hann var talinn besti ; leikmaður liðsins. Hann hef- ; ur yfirleitt byrjað á vara- ; mannabekknum, en fékk nú > tækifæri í byrjunarliðinu þar ij sem framherjinn Mo Bang- j oura var með flensu. „Ég vissi að Mo var veikur og ég fengi tækifæri í byijun- i arliðinu. Eg var búinn að ; undirbúa mig vel allan dag- 5 inn. Eftir að fyrsta skotið hjá mér rataði ofan í var ég kom- j inn með sjálfstraustið," sagði Baldur eftir leikinn. „Ég veit ekki hvort þessi ! leikur þýði að Baldur verði í 3 byrjunarliðinu í næsta leik. j En ég mun örugglega íhuga j það vel. Hann verðskuldar að ; fá að leika meira en áður. ; Hann átti stjörnuleik og hann gat ekki komið á betri tíma,“ j sagði Tom Green, þjálfari í liðsins. mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Norð- menn eru bjartsýnir CHRISTER Magnusson, landsliðsþjálfari Noregs í handknattleik, er bjartsýnn á góðan árang- ur landsliðsins á Evróp- umeistaramótinu í Króa- tíu. Segir hann riðil þann sem Norðmenn hafi dreg- ist í ekki vera slæman, hann hefði getað orðið verri ef Svíar og Rússar hefðu dregist þar. Magn- usson segist stefna að því að landsliðið tryggi sér sæti í heimsmeistara- keppninni í Frakklandi að ári. Til þess þurfi Norð- menn að hafna í þriðja sæti riðils síns með því að- vinna þijár af fimm viður- eignum. Þar með myndi Noregur leika um 5.-6. sætið en sex efstu þjóðirn- ar tryggja sér keppnisrétt á HM án þess að fara í gegnum riðlakeppni í haust. Norðmenn eru í riðli með Spáni, Króatíu, Frakklandi, Úkraínu og Þýskalandi. „Þetta hefði getað verið verra,“ segir Magnusson í samtali við Verdens Gang. „Við hefð- um getað lent á móti Svíum og Rússum og þá hefðum við mætt tveimur bestu liðunum. Okkur hef- ur alltaf gengið illa á móti Svíum,“ segir Magnusson sem er sænskur. „Mögu- leikar okkar á EM eru fyrir hendi, en víst er að allir leikirnir verða erfið- ir. Nú erum við hins vegar með gott landslið í fyrsta skipti.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.