Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 2000 ■ LAUGARDAGUR15. JANÚAR BLAÐ Guðjón feng- sæll hjá Stoke Enska götublaðið The Mirror segir að engu hefði mátt muna að Guðjón Þórðarson, knatt- spymustjóri Stoke City, hefði orðið sjómaður í stað þess að leggja knattspyrnu fyrir sig. I blað- inu er vitnað í Guðjón, sem segir að faðir sinn hafí verið skipstjóri á fískibát og að hann hefði unnið með honum í tvö ár á unglingsárum og Iitlu munað að hann fetaði í fótspor föður síns. Segir í blaðinu að ef Guðjón hefði orðið sjómað- ur hefði hann hugsanlega geta unnið á togara á Norður-Atlantshafi í stað þess að stjóma knatt- spymuliði á Englandi. Guðjón hafí aflaðl8 stiga fyrir Stoke frá því að hann tók við liðinu fyrir tveimur mánuðum, en 2:l-sigur gegn Luton um síðustu helgi var fyrsti heimasigur liðsins undir hans stjóm. Guðjón hélt uppteknum hætti í gærkvöld er Stoke lagði Preston, 2:1. Stoke dregur áefstu liðin GUÐJÓN Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Islendinga í knattspymu, og lærisveinar hans í Stoke City bám sigurorð af Prest- on North End í ensku 2. deildinni í gærkvöldi, 2:1. Með sigrinum komst Stoke í 4. sæti deildarinnar og er sjö stigum á eftir Wigan, sem er efst með 54 stig. Preston er í öðm sæti með 52 stig og hafði farið ósigrað í tuttugu leikjum í röð fram að tapinu á Britannia- vellinum í Stoke. James O’Connor gerði sigurmark Stoke ljómm minútum fyrir leikslok, þremur minútum eftir að gestimir höfðu jafnað metin úr vítaspymu. Norski varnarmaðurinn Frode Kippe, sem Guðjón fékk að láni frá Liverpool, kom Stoke yfir eftir aðeins þriggja múiútna leik með góðu, viðstöðulausu skoti. Brynjar Bjöm Gunnarsson var í bytjunar- liði Stoke og Sigursteinn Gislason kom inná sem varamaður í síðari hálfleik. Einar Þór Daníelsson var ekki í leikmannahópi Stoke í gærkvöldi. ^ * i fj/ JSl I ' Sentinel Bjarki Gunnlaugsson kom inn á sem varamaður fyrir Preston, sem tapaði fyrir Stoke City, sem Guðjón Þórðarson stjórnar. Hér gætir Brynjar Björn Gunnarsson, leikmaður Stoke, Bjarka á Britannia-leikvanginum í gærkvöldi. 27 íþróttamenn og handboltalandsliðið eiga enn möguleika á að komast á ÓL í Sydney Rúnar hefur náð lágmarki ÍÞRÓTTA- og Ólympíusamband íslands tilkynnti á blaðamanna- fundi í gær að 27 íþróttamenn ættu möguleika á þátttöku á Ól- ympíuieikunum í Sydney sem hefjast eftir 244 daga, 15. sept- ember. Auk þess á karlaiandsliðið í handknattleik enn von. Fimleikamaðurinn Rúnar Alexandersson er sá eini sem hefur þegar náð lágmörkum til þátttöku. Stefán Konráðsson, fram- kvæmdastjóri íþrótta- og Ól- ympíusambandsins og aðalfarar- stjóri á leikana í Sydney, segist búast við að þátttakendur frá Is- landi verði á bilinu tíu til fimmtán talsins. En bætti við að ef hand- boltalandsliðið kæmist inn myndi það fjölga þátttakendum um helm- ing. „Ég vil ekki útiloka handboltalandsliðið strax. Það á enn von og við höldum í hana fram yfir Evrópumótið í Króatíu." Þeir sem eiga möguleika á þátt- töku eru þessir: Badminton (8): Brynja Pétursdóttir Sveinn Logi Sölvason Tómas Viborg Fimleikar (1): Rúnar Alexandersson Siglingar (1): Hafsteinn Ægir Geirsson Fijálsíþróttir (8): Jón Arnar Magnússon Vala Flosadóttir Guðrún Arnardóttir Þórey Edda Elísdóttir Einar Karl Hjartarson Martha Emstdóttir Magnús Aron Hallgrímsson Vigdís Guðjónsdóttir Júdó (4): Vernharð Þorleifsson Þorvaldur Blöndal Bjarni Skúlason Gísli Jón Magnússon Skotfími (1): Alfreð Alferðsson Sund (9): Eydís Konráðsdóttir Lára Hrund Bjargardóttir Örn Amarson Ómar Snævar Friðriksson Hjalti Guðmundsson Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir Sævar Sigurjónsson Ríkharður Ríkharðsson Jakob Jóhann Sveinsson Handknattleikur: 16 leikmenn. Skotsamband íslands og Sigl- ingasambandið hafa óskað eftir því að senda einn keppanda hvort samband á svokölluðu „wild card“, eða án þess að ná lágmarki. Þau hafa þegar valið fulltrúa sinn, eins og fram kemur hér að ofan, en ekki hefur fengist staðfesting á því hvort þeir fái keppnisrétt á leikun- um. Á blaðamannafundinum hjá ól- ympíunefndinni var einnig til- kynnt að búið væri að ráða sex sérfræðinga til aðstoðar ólympíu- liði íslands. Þeir eru Ágúst Kára- son, bæklunarlæknir, sálfræðing- arnir Eiríkur Örn Arnarson og Jóhann Ingi Gunnarsson, Fríða Rún Þórðardóttir, næringarfræð- ingur, Gauti Grétarsson, sjúkra- þjálfari, og Guðbrandur Einars- son, nuddari. Á fundinum var jafnframt skrif- að undir samstarfsamning við fimm fyrirtæki sem er eins konar búnaðarsamningur (suppliers). Fyrirtækin munu styðja ólympíu- hópinn við undirbúning með vör- um sínum. Verðgildi samnings er um þrjár milljónir. Fyrirtækin eru: Stoð-Rehband, J.S. Helga- son, TVG-Zimsen-United Parel Service, Flugfélag Islands og Vífilfell. HEIÐAR HELGUSON í BYRJUNARLIÐIWATFORD GEGN LIVERPOOL / B4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.