Morgunblaðið - 15.01.2000, Qupperneq 2
2 B LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 B 3
URSLIT
Þór - Keflavík 75:70
Islandsmótið í körfuknattleik, efsta
deild karla (Epson-deildin), 13. um-
ferð, fostudaginn 14. janúar 2000.
Gangur leiksins: 2:0, 15:10, 22:23,
34:28, 40:30, 46:40, 48:47, 54:54,
59:59, 67:70, 75:70.
Stig Þórs: Maurice Spillers 17, Óð-
inn Ásgeirsson 13, Konráð Óskars-
son 10, Sigurður Sigurðsson 9, Ein-
ar Örn Aðalsteinsson 8, Hafsteinn
Lúðvíksson 7, Einar Hólm Daviðs-
son 6, Hermann Hermannsson 5.
Fráköst: 29 í vöm - 5 í sókn.
Stig Keflavíkur: Jason Smith 24,
Hjörtur Harðarson 21, Halldór
Karlsson 8, Fannar Ólafsson 7, Guð-
jón Skúlason 4, Gunnar Einarsson 3,
Elentínus Margeirsson 2, Magnús
Gunnarsson 1.
Fráköst: 23 í vörn - 8 í sókn.
Dómarar: Einar Þór Skarphéðins-
son og Kristinn Albertsson.
ViIIur: Þór 16 - Keflavík 20.
Áhorfendur: Um 100.
ÚRVALSDEILDIN
Fj. leikja U T Stig Stig
grindav/k 13 10 3 1144:989 20
UMFN 13 10 3 1192:1012 20
TINDASTÓLL. 12 9 3 1033:921 18
Kfí 12 9 3 953:855 18
HAUKAfí 12 8 4 992:907 16
KEFLAVÍK 13 6 7 1220:1043 12
HAMAfí 13 6 7 992:1085 12
ÞÓR 13 5 8 1025:1178 10
SKALLAGfí. 13 4 8 1079:1164 9
SNÆFELL 13 4 8 923:1027 9
KFÍ 12 3 9 952:1013 6
ÍA 13 1 12 811:1122 2
1. deild kvenna:
KFÍ - ÍS.......................60:68
1. deild karla:
Stafholtstungur - Selfoss .....78:68
Handknattleikur
ísland - ÍBV...................28:20
Æfingamót í Svíþjóð
Svíþjóð - Frakkland ...........27:20
Danmörk - Egyptaland...........33:19
Vináttuleikur í Þýskalandi
Þýskaland - Spánn .............23:25
1. deild kvenna
Stjaman - KA ....................23:9
Knattspyma
England
2. deild:
Stoke - Preston..................2:1
Æfingamót á Kanaríeyjum
Rosenborg - PSV .................2:3
■ Arni Gautur Arason stóð í marki Rosen-
borg frá upphafi til enda.
Blak
l. deild kvenna:
ÍS - Þróttur N....................0:3
KA - Víkingur....................3:0
UM HELGINA
Handknattleikur
Laugardagur:
1. deild kvenna:
Framhús: Fram - ÍR.............15.30
Kaplakriki: FH - ÍBV...........16.30
Seitjarnarnes: Grótta/KR - Valur ... .16.15
2. deild karla:
Grafarvogur: Fjölnir - Selfoss.....16
Framhús: Fram B - Grótta/KR ....13.30
Sunnudgur:
I. deild kvcnna:
Strandgata: Haukar - Afturelding ..20
Körfuknattleikur
Laugardagur:
Stjörnuleikur karla verður í íþróttahúsinu
við Strandgötu i dg kl. 16.
Sunnudagur:
Úrvalsdeild karla:
ísafjörður: KFÍ - KR..............20
1. deild karla:
Asgarður: Stjarnan - ÍS............15
Egilsstaðir: Höttur - Valur........14
Seljaskóli: ÍR - Þór Þ............20
Vestmanneyjar: ÍV - Breiðablik..15.30
Mánudagur:
Úrvalsdeild karla:
Sauðárkrókur: Tindastóll - Haukar .20
Blak
Laugardagur:
1. deild kvenna:
Hagaskóli: ÍS - íróttur N..........14
KA-heimili: KA - Víkingur.........14
Sunnudagur:
Karladokkur, seinni mótið f Suð-vestur
riðii:
Hagaskóli: ÍS - Hrunamenn......10.30
Hagaskóli: Þróttur R. - Stjaman.11.10
Hagaskóli: Þróttur R. - ÍS .....12.10
Hagaskóli: Hrunamenn - Stjarnan ... .12.50
Hagaskóli: Strjarnan - ÍS......13.30
Hagaskóii: Hrunamenn - Þróttur R. . .14.10
Knattspyrna
Islandsmótið í knattspymu innan-
húss, 1. deild karla og kvenna, verð-
ur um helgina í Laugardalshöllinni,
karlar, og Austurbergi, konur. Úr-
slitaleikir fara fram í Laugardals-
höll á sunnudaginn - kl. 15.34 hjá
konum, kl. 15.57 hjá körlum.
IÞROTTIR
IÞROTTIR
Amórbesti
miðjumaður
aldarinnar
hjá Lokeren
ARNÓR Guðjohnsen hefur verið kjörinn besti miðjumaðurinn í
sögu belgíska knattspyrnufélagsins Lokeren. Það er niðurstaða
30 sérfræðinga úr röðum stuðningsmanna Lokeren sem fengnir
voru til að velja lið 20. aldarinnar hjá félaginu.
Amór hlaut yfirburðakosningu
úr röðum miðjumanna og það
endurspeglar vel frammistöðu hans
hjá félaginu því Amór var aðeins 22
ára gamall þegar hann var seldur
frá Lokeren til Anderlecht árið
1983. Þá hafði hann leikið í fimm ár
með félaginu, frá 17 ára aldri.
Lið Lokeren hefur sennilega
aldrei verið sterkara en á þeim ár-
um sem Amór lék með því en þá var
það jafnan ofarlega í belgísku deild-
inni og komst nokkrum sinnum í
Evrópukeppni. Það em því margir
samherjar Amórs í þessu liði aldar-
innar, að honum meðtöldum em
þeir átta í byrjunarliðinu og síðan er
Pólverjinn kunni Gregorsz Lato á
varamannabekknum. I fremstu víg-
línu em þeir Preben Elkjær Larsen
og Wlodek Lubanski, sem báðir
léku með Amóri, og einnig Jan Kol-
ler, núverandi miðherji Anderleeht.
„Það er gaman að heyra að þeir
skuli ekki vera búnir að gleyma
mér. Eg á góðar minningar frá
þessum fimm ámm í Lokeren og við
voram með sterkt lið. Ég fór inn í
þetta lið 17 ára gamall en á þessum
áram þegar ég, Ásgeir Sigurvins-
son og fleiri vorum að fara í atvinnu-
mennsku vissum við mest lítið um
út í hvað við væmm að fara,“ sagði
Amór Guðjohnsen í gær þegar
Morgunblaðið flutti honum tíðindin
af kjörinu.Amór er nú 38 ára og æf-
ir á fullu með Valsmönnum, þar sem
hann hefur leikið síðan hann kom
heim frá Sviþjóð á miðju ánnu 1998
eftir 20 ára feril erlendis. „Ég á ekki
von á öðm en ég verði með Vals-
mönnum í 1. deildinni í sumar. Ég
hef æft á fullu og líst vel á gang
mála,“ sagði Amór Guðjohnsen.
Bjarki úr landsliðshópnum
„Vitaskuld er ieiðinlegt að komast ekki með landsliðinu til
Króatíu. Ég hefði gjarnan viyað fara með og veita liðinu liðs-
styrk. En ég hef ekki náð mér af meiðslum í hné og dró mig út
úr æfíngu hjá liðinu í hádeginu,“ sagði Bjarki Sigurðsson,
leikmaður Aftureldingar og homamaður með íslenska Iands-
liðinu í handknattleik, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld.
Bjarki sagði að hann þyrfti á hvfld að halda til þess að ná
sér af tognum í hné. „Ég er ekki búinn að ná mér og það er
betra að senda heila menn í keppnina heldur en þá sem em
meiddir. Það var því best fyrir mig að fara úr landsliðshópn-
KORFUKNATTLEIKUR
Fáheyrður
atburður
á Akureyri
Stefán Þór
Sæmundsson
skrifar
Sá fáheyrði atburður átti sér stað
á Akureyri í gærkvöld að
íþróttafélagið Þór bar sigurorð af
Keflavík í körfu-
knattleik. Leikir lið-
anna á þessu sviði
hafa verið vægast
sagt ójafnir á síðustu
áram og Keflvíkingar iðulega unnið
norðanpilta með miklum yfirburð-
um. Nú er greinilega ekki eins mikill
getumunur á liðunum og Þórsarar
sigruðu verðskuldað, 76:70. Keflvík-
ingar sitja því enn í 6. sæti með 12
stig en Þórsarar em komnir upp í 8.
sæti deildarinnar með 10 stig.
Fyrri hálfleikur var einn sá allra
besti sem Þórsliðið hefur spilað og
skipti þar sköpum að flestir leik-
menn liðsins sýndu sparihliðarnar
og létu átta þeirra að sér kveða undir
körfu andstæðinganna meðan Jason
Smith og Hjörtur Harðarson vom
þeir einu sem skoraðu eitthvað að
ráði fyrir Keflavík. Þórsarar höfðu
fmmkvæðið í jöfnum leik, komust í
40:30 en Keflavík minnkaði muninn í
46:40 áður en flautað var til leikhlés.
Bæði lið lögðu áherslu á varnar-
leik þegar baráttan hófst að nýju og
hittnin fór úr skorðum, sérstaklega
hjá heimamönnum. Keflvíkingar
minnkuðu muninn hægt og bítandi
og komust yfir, 50:51. Eftir það var
leikurinn hnífjafn og spennandi fram
á lokamínúturnar. Staðan var 67:68
þegar 3 mínútur vom eftir og síðan
67:70 eftir mistök Þórs. Fleiri mis-
tök fylgdu í kjölfarið og sjálfsagt
voru einhverjir farnir að missa von-
ina en Ágúst Guðmundsson stappaði
stálinu í sína menn og þegar tæp
mínúta var eftir fóru hlutirnir að
gerast. Dæmd var ásetningsvilla á
Hjört Harðarson þegar Keflavík var
í sókn.
Þórsarar skoruðu úr báðum víta-
skotunum, héldu boltanum og skor-
uðu; staðan 71:70 og með heppni og
góðum varnarleik tókst þeim að inn-
sigla óvæntan sigur. Þetta var
sannkallaður sigur liðsheildarinnar
en Keflvíkingar sitja fastir í djúpu
lægðinni.
Reuters
Kristinn Björnsson fagnar er hann kom í mark í svigkeppni I Kranjska Gora í Slóveníu 21. desember
- hann náði bestum tíma í seinni umferð og hafnaði í fjórða sæti í keppninni.
„í Wengen skilur
oft á milli þeirra
bestu og hinna“
KRISTINN Björnsson tekur þátt í heimsbikarmóti í svigi sem fram Eftir ófarirnar á síðasta tímabili þar
fer í Wengen í Sviss á morgun en þetta er fimmta mót vetrarins. sem Kristinn féll á flestum mótum hef-
Kristinn er í níunda sæti í stigakeppni heimsbikarsins eftir fjögur ur gengi hans í vetur verið annað og
fyrstu mótin. Hann er með 103 stig og gæti með góðri útkomu á betra og hann er að nálgast þann stað
morgun lyft sér um tvö til þrjú sæti. þar sem margir telja að hann eigi
Kristinn varð í 9. sæti á fyrsta og hún er vanalega mjög hörð. Við heima, á meðal þeirra bestu í greininni.
móti tímabilsins, í Park City. vitum að brautin hefur verið lengd, Sjáifstraustið hefur
Hann féll í Madonna di Campiglio en rásmarkið fært ofar, og það er því komið jafnt og þétt
varð síðan fjórði í ekki gott að gera sér grein fyrir henni
Kranjska Gora og að fullu fyrr en við komum á staðinn. „Knstinn hefur æft mjög vel í allt
Sigurðsson ellefti í Chamonix En hún er erfið, í Wengen skilur oft á haust og sjálfstraustið hefur komið
skrifar um síðustu helgi. milli þeirra bestu og hinna,“ sagði ja^nt °g þétt hjá honum. Æfingarnar
Kristinn hefur Haukur. hafa gengið vel og hann veit hvað hann
dvalið í Cervinia á Ítalíu alla vikuna , .. . , . . getur. Ég er mjög sáttur við frammi-
við æfingar ásamt Hauki Bjarnasyni L,kuT. rj>snumeri stöðu hans til þessa, og sérstaklega
þjálfara og æfingafélögum sínum í 21 eða ZZ ánægður með að honum skuli hafa tek-
sænska landsliðinu. Kristinn og Kristinn var með rásnúmer 23 í ^ að snúa blaðinu við eftir erfitt tíma-
Haukur fóm til Wengen í gær til Chamonix og líkur em á að hann fær- bil ' fyrra. Slíkt er ekki auðvelt. Við
lokaundirbúnings fyrir keppnina á ist aðeins framar á listann £ kjölfar setjum engin sérstök markmið fyrir
morgun. árangursins þar. „Við vitum ekki einstök mót, það eina sem ég bið um er
... annað en allir sem voru í Chamonix að Kristinn geri það sama í keppni og
Ein erriöasta brautm mæti til Wengen og þá er líklegt að hann hefur verið að gera á æfingum að
Haukur sagði við Morgunblaðið í Kristinn verði með rásnúmer 21 eða undanförnu," sagði Haukur Bjarna-
gær að brautin í Wengen væri ein sú 22. Síðan gætu alltaf veikindi breytt son-
erfiðasta í heimsbikarnum. einhverju og ýtt honum framar,“ Staða efstu manna
„Það er mikið landslag í brautinni sagði Haukur.
Staða tíu fýrstu í stigakeppninni 1
sviginu er þannig fyi-ir keppnina í
m* ri 't ■ ■•iii Wengenámorgun:
Keflvíkingar til Heerenveen .....™
FC HEERENVEEN í Hollandi hefur boðið Keflvíkingunum Har- £.A. A™.odt’ ........J jj*
aldi P. Guðmundssyni, 18 ára landsliðsmanni, og Magnúsi Þor- fý V.........
steinssyni til æfinga hjá félaginu ytra. Magnús æfði með félag- V™0™1.*1’ bf10vemu.J66
inu á siðasta ári en vakti athygli forráðamanna þess og hafa þeir n Me\° Welss’ m..J
lýst yfir áhuga á að fá hann aftur. F.C. Jagge, Noregi. 11
Enska 1. deildarfélagið Stockport hefur einnig lýst yfir áliuga Jure Kosm, Slovenm.104
á að fá Harald til æfinga. Enska liðið hefur jafnframt lýst yfír Kristmn Bjornsson.. .103
vijja til þess að koma á samstarfí við Kefíavfk um að fá leikmenn £ Schonfelder Aus umki.93
til æfínga. Keflavík hefur þegar átt í viðræðum við Heerenveen . Heimsbikarmót vetranns eru 11
___ n ... y b talsins og það næsta a eftir Wengen er
um slftt samstarf í huga. j Kitzbuhel í Austurríki sunnudaginn
mmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^^^^^mmmmmmmmmmmmmmmmm 23. janúar.
Björgvin
annarí
Saalbach
BJÖRGVIN Björgvinsson, skíða-
maðurinn efnilegi frá Dalvík, varð
í öðru sæti á breska meistaramót-
inu í svigi sem haldið var í Saal-
bach Hinterglem í Austurríki í
gær. Keppt verður í stórsvigi á
sama stað í dag og þá keppa einn-
ig íslensku skiðamennimir Sveinn
Brypjólfsson, Jóhann Friðrik Har-
aldsson, Jóhann Haukur Hafstein
og Kristinn Magnússon ásamt
Björgvini.
Bætti metið í
50 m baksundi
ÁSTRALSKI sundkappinn Matt
Welsh setti fyrsta heimsmet árs-
ins í sundi er hann bætti metið f 50
metra baksundi á heimsmbikar-
móti í 25 metra laug. Hann bætti
gamla metið sem Neil Walker frá
Bandaríkjunum setti í nóvember í
fyrra um einn hundraðshluta úr
sekúndu, synti á 24,11 sekúndum.
Öm Amarson úr SH á íslan-
dsmetið í þessari grein og er það
25,35 sekúndúr.
Halldór í Val
HALLDÓR Hilmisson, sem hefur
leikið með Fram í úrvalsdeildinni í
knattspyrnu tvö undanfarin ár, er
genginn til liðs við 1. deildar lið
Vals. Halldór, sem er 22 ára, lék
átta leiki með Frömuram í úrvals-
deildinni í fyrra og skoraði eitt
mark. Hann var áður í röðum
Valsmanna en lék með FH í milli-
tiðinni.
Ekkert að
Ríkharði
LÆKNIR norska knattspyrnul-
andsliðsins, Lars Engebret-
sen, segir að Ríkharður Daða-
son þurfi ekki að hafa áhyggjur
af hnémeiðslum sínum eftir að
hann skoðaði hann í Ósló á
miðvikudag.
jr
Islenski landsliðsmaðurinn fór til
Engebretsen til að fá hlutslaust
mat hans á hnéð, sem felldi hann í
læknisskoðun hjá þýska liðinu Ham-
burger SV fyrir áramót. Norski
læknirinn skoðaði gamlar og nýjar
myndir af hnénu og sagði að Rík-
harður ætti mörg ár eftir í knatt-
spyrnunni og þyrfti ekki að hafa
áhyggjur þó svo að það vantaði
nokkrar gráður upp á að hann gæti
alveg rétt úr fætinum.
„Það er mikill léttir fyrir mig að
heyra þetta frá Engebretsen,“ sagði
Rikharðurvið Stavanger Aftenblad í
gær. Hann sagðist ánægður að þurfa
ekki í uppskurð og nú ætlaði hann að
auka vöðvastyrkinn í kringum hnéð
til að geta rétta alveg úr fætinum.
I Rogalands avis segir að Lars
Petter Fosdahl, umboðsmaður Rik-
harðs, hafi ráðlagt honum að halda
til Belgíu til þess að ræða við bækl-
unarlækni. Éosdahl segir að Rík-
harður vilji reyna fyrir sér hjá öðm
liði í Evrópu og það séu mörg félög
sem hafi sýnt honum áhuga, en hann
vilji ekki nefna nein nöfn.
Bjarki á leið
frá Keflavík
w
jgg hef fengið leyfi frá stjórn
knattspyrnudeildar Keflavíkur
til þess að ræða við önnur félög og
ljóst að ég verð ekki með Keflavík
næsta sumar,“ segir Bjarki Guð-
mundsson, sem leikið hefur í marká
Keflavíkur undanfarin ár.
Bjarki segir að hann sé nýbúinn að
framlengja samning sinn við Kefla-
vík um tvö ár og því hafi það komið
sér á óvart að Keflvikingar væru að
reyna að fá Gunnleif Gunnleifsson,
markvörð hjá KR, í sínar raðir.
Bjarki sagðist hafa velt fyrir sér eftir
síðasta tímabil að hætta hjá Keflavík
en nú væri hann staðráðinn í að leita
á önnur mið. „Það er ekkert komið í
ljós hvað ég geri en ég ætla að reyna
að losna undan samningi hjá félag-
inu.“
Bjarki, sem er 23 ára, hefur leikið
allan sinn feril hjá Keflavík fyrir ut-
an eitt tímabil með Þrótti í Neskaup-
stað. Rúnar Arnarson, formaður
knattspyrnudeUdar Keflavíkur,
sagði að mál Bjarka væri .í biðstöðu
og að engin ákvörðun hefði verið tek-
in af hálfu stjórnar deildarinnar en
sagði að það kæmi sér ekki á óvart ef
Bjarki vildi fara frá félaginu.
Mattháus ekki
til New York
Framhaldssagan um Lothar Matt-
haus og bandaríska knatt-
spyrnufélagið MetroStars í New
York hefur tekið nýja stefnu. Matt-
háus sagði við Bild í gær að nú væri
alveg eins líklegt að hann færi alls
ekki til Bandaríkjanna en hann átti
að byrja að mæta til æfinga hjá
MetroStars þann 8. mars.
Aðstæður hjá MetroStars hafa
skyndilega breyst. Þjálfarinn, hinn
víðförli Júgóslavi, Bora Milutinovie,
var rekinn á dögunum og í kjölfarið
var framkvæmdastjórinn, Charlie
Stillitano, einnig látinn fjúka.
Er óhress
Mattháus er óhress með þessa
þróun mála og hann sagði við Bild að
auk þess hefðu forráðamenn félags-
ins ekki staðið við ýmsa hluti í sam-
skiptunum við sig.
Nú er því alveg eins líklegt að
hann ljúki tímabilinu með Bayern
Munchen í heimalandi sínu og leggi
síðan skóna á hilluna.
Mattháus verður 39 ára í mars og
sagði við Bild fyrr í vikunni að hann
væri kominn á þann aldur að nú væri
tími til kominn að draga sig í hlé.
„Það er möguleiki að árið 2000 verði
síðasta árið sem ég spila,“ sagði leik-
maðurinn í samtali við blaðið. Matt-
háus á met í fjölda landsleikja, 143 að
tölu. Hann var valinn knattspyrnu-
maður Evrópu árið 1990 og hefur
leikið 25 leiki í lokakeppni heims-
meistaramótsins, fleiri en nokkur
annar leikmaður sem leikið hefur í
lokakeppni HM.
Stjömuleikur
Hinn árlegi stjömuleikur KKÍ, Esso
og Sprite fer fram í íþróttahúsinu
Strandgötu í Hafnarfirði í kl. 16. Að-
gangur er ókeypis.
Liðin sem leika eru valin af Friðriki
Inga Rúnarssyni, þjálfara UMFN, sem
var í efsta sæti í úrvalsdeildarinnar um
áramótin, og Inga Þór Steinþórssyni,
þjálfara KR, sem var í öðru sæti á sama
tíma.
Reglurnar eru þær að þjálfararnir
fengu fjórar mínútur til að veija liðin
sem skipuð em 12 leikmönnum. Aðeins
má velja þrjá innlenda leikmenn úr
hverju félagi og hvort lið má eingöngu
vera skipað þremur útlendingum.
Lið Friðriks Inga:
Brenton Birmingham, Grindavík
Keith Veney, UMFN
Maurice Spillers, Þór
Örlygur Sturluson, UMFN
Fannar Ólafsson, Keflavík
Gunnar Einarsson, Keflavík
Páll Kristinsson, UMFN
Friðrik Ragnarsson, UMFN
Hjörtur Harðason, Keflavík
Guðjón Skúlason, Keflavík
Hlynur Bæringsson, Skallagrími
Pétur Guðmundsson, Grindavík
Lið Inga Þórs:
Shwan Myers, Tindastóli
Torrey John, Skallagrími
Kim Lewis, Snæfelli
Ólafur Ormsson, KR
Teitur Örlygsson, UMFN
Óðinn Ásgeirsson, Þór
Kristinn Friðriksson, Tindastóli
Steinar Kaldal, KR
Ægir Jónsson, í A
Hjalti Pálsson, Hamri
Svavar Birgisson, Tindastóli
JakobÖrn Sigurðsson, KR
FOLK
■ TOMAS Sörensen, markvörður
Sunderland, hefur framlengt samn-
ing sinn við félagið til vorsins 2004.
■ HARRY Redkanpp, knattspyrn-
ustjóri West Ham hefur í hyggju að
krækja í Dean Holdsworth frá Bol-
ton. Mikið er um meiðsl í herbúðum
West Ham og vill Redknapp hafa
hraðar hendur til þess að geta notað
leikmanninn gegn Aston Villa í úr- ■
valsdeildinni á morgun.
■ NICOLAS Anelka leikur ekki
með Real Madrid næstu þrjá mán-
uði vegna meiðsla í hné sem hann
hlaut í leik Real Madrid og Raja
Casablanca í heimsmeistarakeppni
félagsliða í vikunni.
■ ANELKA kom til Madrid á mið-
vikudaginn þar sem hann fer í ítar-
lega skoðun hjá læknum Madrid-
liðsins.
■ DENILSON er afar vansæll í her-
búðum Real Betis og segir það vera
sér og félaginu fyrir bestu að hann
komist í herbúðir annars liðs. Den-
ilson hefur ekki náð sér á strik hjá
Betis síðan hann var keyptur til fé-
lagsins fyrir einu og hálfu ári fyrir
rúman hálfan þriðja milljarð. Það
var þá hæsta upphæð sem lögð
hafði verið út fyrir knattspymu-
mann.
■ EMMANUEL Amunike hefur
verið kallaður í landsliðhóp Nígeríu
fyrir Afríkukeppnina þótt hann hafi
ekki leikið alvöm kappleik í nærri
tvö ár. _
mHNÉMEIÐSL hafa sett strik í
reikninginn hjá Amunike, en nú
virðist bjartari tíð framundan og
hann hefur leikið æfingaleiki með
Barcelona siðustu vikur og ekki'
kennt sér meins.
■ VÁLERENGA í Noregi hefur
mikinn hug á að fá Kjetil Rekdal,
fyrirliða Herthu Berlin, til sín í vor
en hann hættir þá með þýska liðinu.
■ GUÐMUNDUR Benediktsson
leikur ekki með Geel gegn St. Tmi-
den í belgísku knattspyrnunni um
helgina. Guðmundur hefur ekki
jafnað sig af flensu, en hann gat
heldur ekki leikið gegn Gent í vik-
unni.
■ GENK, belgísku meistaramir í
knattspyrnu sem Þórður og Bjami
Guðjónssynir leika með, vilja kaupa
landsliðsmanninn Luc Nilis frá
PSV Eindhoven. Genk hefur selt
tvo helstu sóknarmenn sína, Bran-,
ko Stmpar til Derby og Souleym-
ane Oulare til Fenerbache, og
vantar tilfinnanlega sterkan leik-
mann í staðinn.
■ CHE Bunce, ný-sjálenski knatt-
spymumaðurinn sem hefur leikið
með Breiðabliki undanfarin ár,
skoraði fyrir Auckland Kingz frá
Nýja-Sjálandi í 3-1 sigurleik gegn
KR-ingnum David Winnie og félög-
um í Canberra Cosmos frá Ástralíu
á dögunum. Leikurinn var í ástr-
ölsku atvinnudeildinni en í henni
leikur Kingz, eitt liða frá Nýja-Sjá-
landi.
Stoke aftur
til Oldham
LEIKUR Oldham og Stoke
í Auto Windscreen bikar-
keppninni í knattspyrnu,
sem flautaður var af í vik-
unni vegna rafmagnsleysis
í Oldham verður leikinn að
nýju í næstu viku. Stoke
hafði forystu, 1:0, með
marki frá Ben Petty á 52.
mínútu, en aðeins finun
mfnútum síðar varð allt
dimmt og þarf að endur- *
taka leikinn frá byrjun.
Ekki var hægt að fá raf-
magnið á að nýju négu
fyótt til að hægt væri að
halda áfram og því átti
dómarinn ekki annarra
kosta völ en að flauta leik-
inn af.