Morgunblaðið - 19.01.2000, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
2000
■ MIÐVIKUDAGUR19. JANÚAR
BLAD
650 milljónir
fýrir sigur á EM
ÞAÐ verður ekki einungis leikið upp á heiður-
inn og keppt um veglegan verðlaunagrip í
Evrópukeppninni í knattspyrnu sem fram fer í
Hoilandi og Belgíu í sumar. Knattspyrnusam-
band Evrópu, UEFA, hefur yfír ríflegum sjóði,
5,4 milljörðum króna, að ráða, sem greitt verð-
ur úr til þátttökuþjóðanna sextán eftir árangri.
Það landslið sem vinnur keppnina fær til að
mynda 650 milljónir króna í sinn hlut og sú þjóð
sem hafnar í öðru sæti um 590 milljónir.
Fyrir það eitt að vera með eru hverri þátt-
tökuþjóð tryggðar 215 milljónir króna. Þá upp-
hæð fær hvert hinna íjögurra landsliða sem
reka lestina í riðlunum fjórum. Þriðja sæti í
riðli tryggir rúmlega 240 milljónir króna. Helt-
ist landslið úr lestinni í 8 liða úrslitum fer það
með rúmlega 350 milljónir heim í farteskinu og
sæti í undanúrslitum gefur 460 milljónir króna.
Þrír
íslending-
armeð
Xanthi?
GRÍSKA knattspyrnufélag-
ið Xanthi hefur sýnt mikinn
áhuga á að fá til sín þijá ís-
lenska leikmenn til að
styrkja leikmannahóp sinn
fyrir seinni hluta 1. deildar-
keppninnar. Þremenning-
arnir sem em inni í mynd-
inni eru Bjarni Þorsteinsson
og Sigþór Júlíusson úr KR
og Kristinn Lárusson úr Val
og það skýrist á næstu dög-
um hvort af því verður að
þeir fari til Grikklands. Þeir
yrðu þá leigðir til gríska fé-
lagsins, sem ætti síðan kost
á að kaupa þá i lok túnabils-
ins. Xanthi, sem er frá
samnefndri borg í Norð-
austur-Grikklandi, er í 10.
sæti í grísku deildinni eftir
að hafa hafnað í þvi sjöunda
á síðasta tímabili. Stefnan
var sett á að vera meðal sex
efstu og komast þar með í
Evrópukeppni, en frammi-
staðan til þessa hefúr valdið
vonbrigðum. Leikmanna-
hópurinn er fullþunnskipað-
ur að mati þjálfarans og
hann vill breikka hann með
því að fá til sín islenska leik-
menn.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gunnar Oddsson í hinni glæsilegu nýju Reykjaneshöll í Reykjanesbæ, þegar hún var opnuð til æfinga í gærkvöldi
KNATTSPYRNA
Gunnar Oddsson og félagar hjá Keflavík í nýrri glæsilegri Reykjaneshöll
Mikil lyftistöng fyrir
knattspymuna
„ÞETTA er stórkostleg tiifinning - miklu betri en ég þorði að
vona. Ég hef ekki verið mikið á ferðinni hér, var ákveðinn að njóta
þeirra stundar þegar völlurinn væri tilbúinn. Þessi aðstaða er í
einu orði sagt stórkostleg,“ sagði Gunnar Oddsson, leikmaður-
inn kunni hjá Keflavíkurliðinu í knattspyrnu, eftir að hann og
samherjar hans mættu á fyrstu æfinguna f nýrri og glæsilegri
Reykjaneshöll í Reykjanesbæ í gærkvöldi.
Gunnar sagði að það hefði verið
stórkostleg sjón að sjá stóran
grænan gervigrasflötinn blasa við,
er inn í salinn var komið. „Þegar ég
kom hingað inn gerði ég mér grein
fyrir hvað þetta glæsilega hús er
mikil lyftistöng fyrir knattspyrn-
una á Suðumesjum og öllu landinu.
Við knattspymumenn á Islandi
höfum beðið eftir þessari stund
lengi og við eigum eftir að koma til
með að njóta stundanna hér.“
Komið þið, leikmenn Keflavíkur-
liðsins, út sem sterkustu leikmenn
landsins í sumar, eftir dvölina sem
eftir er vetrar í húsinu?
„Við eigum eftir að bæta okkur
mikið sem knattspymumenn - það
er engin spurning. Nú þurfum við
ekki lengur að byggja okkur upp
eingöngu með þrekæfingum, lyft-
ingum og hlaupum í roki og rign-
ingu. Við eigum eftir að kunna vel
við okkur hér - léttklæddir í fimm-
tán stiga hita,“ sagði Gunnar.
Það er hugur í leikmönnum
Keflavíkurliðsins, en þeii- fá liðs-
styrk á næstu dögum, er þrír leik-
menn frá Brasilíu mæta til landsins
og taka eflaust sambatakta á græn-
um vellinum í Reykjaneshöllinni.
Eins og hefur komið fram geta
ellefu leikmenn leikið í liði á nýja
vellinum. Fyrsti opinberi leikurinn í
höllinni verður leikur Keflavíkur og
ÍR í deildarbikarkeppni KSÍ 3.
mars, en þess má geta að 52 leikir af
90 leikjum í riðlakeppni karla og 15
af 20 í keppni kvenna fara fram í
höllinni.
Vala stökk
4,10 metra
VALA Flosadóttir, stangar-
stökkvari úr ÍR, sigraði í
stangarstökki á móti í
Malmö í Svíþjóð á sunnu-
dag. Hún stökk 4,10 metra
sem verður að teljast góð
byrjun á keppnistímabilinu.
Islandsmet Völu er 4,45
metrar. Þetta var fyrsta
mótið sem Vala tekur þátt f
á þessu ári en framundan
er þátttaka í nokkrum mót-
um. Hápunktur innan-
hússkeppnistimabilsins
verður án efa þátttaka í
Evrópuineistaramótinu í
Ghent í Belgíu siðustu
helgi febrúarmánaðar.
Sigur Völu í Malmö var
mjög ömggur, önnur varð
Lina Persson, sem stökk
3,50 metra.
ÞÝÐIR EKKERT AÐ SENDA NÝLIÐA Á STÓRMÓT/C2