Morgunblaðið - 19.01.2000, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2000 C 3
IÞROTTIR
Verkfall
á Italíu?
ÍTALSKIR knattspymumenn lióta
verkfallsaðgerðum um næstu mánaða-
mót ef ekki verður farið að kröfum
þeirra um að hætta að leika að kvöld-
lagi á vetuma. Þeir vilja að kvöldleik-
irnir verði teknir af dagskrá frá og
með næsta tímabili.
Aðalrökin fyrir þessari kröfu leik-
mannanna er sú að á vetrarkvöldum
em vellirnir orðnir harðir og hættuleg-
ir vegna frosts. Meiðslahættan er því
mun meiri en fyrr að deginum meðan
sól er á Iofti.
„Það er hrein heimska að hefja leiki
klukkan hálfníu eða níu að kvöldi á vet-
uma,“ sagði Sergio Campana, forseti
ítölsku leikmannasamtakanna, í sam-
tali við blaðið Corriere della Sera í
gær.
Gabriel Batistuta, leikmaður Fior-
entina, tók í sama streng. „Það er mjög
áhættusamt að leika knattspymu á
völlum Norður-Ítalíu á vetrarkvöld-
um,“ sagði Batistuta, en lið hans lék í
gærkvöldi bikarleik sem hófst klukkan
níu að staðartíma. Það em fyrst og
fremst sjónvarpsútsendingar sem ráða
því að kvöldleikjum hefur farið fjölg-
andi á ftalíu undanfarin ár.
Leikmennimir hafa gefið félögunum
einnar viku frest til að ákveða þessar
breytingar fyrir komandi tímabil, að
öðram kosti heíjast verkfallsaðgerð-
imar þann 30. janúar.
Sameining
á Suðuriandi
HAMAR úr Hveragerði og Ægir frá
Þorlákshöfn og Eyrarbakka senda
sameiginlegt lið í 3. deildar keppnina í
knattspyrnu í sumar. Ægismenn féllu
úr 2. deildinni í haust og Hamar átti
erfitt uppdráttar í 3. deildinni og for-
ráðamenn félaganna vonast eftir betri
árangri undir sameiginlegu merki.
KÖRFUKNATTLEIKUR
Falur í raðir efsta
liðs Finnlands
Morgunblaðið/Ásdís
Falur Harðarson er genginn til liðs við Tapiolan Honka, efsta lið
Finnlands.
FALUR Harðarson, körfuknatt-
leiksmaður frá Keflavík, hefur
fiutt sig um set i Finnlandi.
Hann er genginn í raðir Tapiol-
an Honka, sem er í efsta sæti
finnsku deildarinnar, en Topo,
sem Falur hefur leikið með frá
því haust, er í ellefta sæti af
fjórtán.
að voru peningavandræði í lið-
inu og [Tapiolan Honka]
bauðst til að taka við samningi mín-
um,“ sagði Falur. Hann kvaðst hafa
fengið fregnir af fjárhagserfiðleik-
um Topo á milli jóla og nýárs og
gerði sér ferð til Finnlands er hann
dvaldi hér á landi yfir hátíðarnar til
að ræða framtíð sína.
„Ég er gríðarlega ánægður.
Þetta var mjög heppileg lausn.
Þarna er ég kominn í lið sem hefur
alla burði til að vinna titilinn. Ég er
ánægður með að það skuli hafa
áhuga á mér. Það gefur til kynna að
ég hafi í það minnsta ekki staðið
mig illa héma. Þetta lið er í Espoo
sem er rétt fyrir utan Helsinki. Ég
þarf ekki að fara nema um tíu kfló-
metra á æfingu,“ sagði Falur, en
hann er búsettur í Helsinki og þarf
því ekki að flytja búferlum við fé-
lagaskiptin.
Falur, sem hefur gert um ellefu
stig að meðaltali í vetur, sagðist
hafa íhugað að snúa aftur til ís-
lands og leika þar áður en Tapiolan
Honka sýndi honum áhuga. „Hérna
þurfti ég líka bara að bíða í átta
daga eftir því að verða löglegur,“
sagði hann, en á íslandi hefði Falur
þurft að bíða í mánuð eftir leik-
heimild með nýju liði.
Falur, sem var varafyrirliði
Topo, er ekki eini maðurinn, sem
fór frá félaginu og yfir í Honka.
Fyrirliði liðsins yfirgaf herbúðir
þess á milli jóla og nýárs og þjálf-
arinn er tekinn við starfi ráðgjafa
þjálfara Tapiolan.
„Ég veit að ég mun spila mikið
hjá þeim, því þá hefur vantað þriðja
bakvörðinn. Ég býst ekki við að
vera í byrjunarliðinu, alltént ekki
til að byrja með. Auðvitað stefni ég
á það, en ég er tiltölulega nýkominn
í liðið. Liðið hefur verið gagnrýnt
fyrir að hafa engan til að skipta við
hina bakverðina," segir Falur. „Ég
kem til með að leysa ungan strák
af, sem hefur fengið að spila nokk-
uð mikið, en hann hefur ekki skilað
neinu, er með einhver þrjú stig að
meðaltali í leik.“
Tapiolan Honka tekur þátt í
NEBL-deildinni, sem kennd er við
Norður-Evrópu, líkt og Topo. Fal-
ur sagði það hafa skipt sköpum er
hann tók ákvörðun sína um að
ganga í raðir Honka, en í keppninni
leika lið á borð við Zalgiris frá
Kaunas í Litháen og CSKA
Moskva. Falur og félagar leika tvo
leiki í keppninni um næstu helgi í
Kaupmannahöfn.
Falur leikur í fyrsta sinn með
nýju liði sínu í kvöld. Mótherjinn er
Piiloset frá Turku og er í öðru sæti
deildarinnar, hefur unnið tveimur
leikjum færra en tapað jafnmörg-
um og Tapiolan Honka.
O’Connor
hetjaStoke
ANNAN leikinn í röð var Ja-
mes O’Connor hetja Stoke
City, að þessu sinni þegar
iiðið mætti Oldham á útivelli
í bikarkeppni neðrideildar-
liða í gærkvöldi. O’Connor
skoraði sigurinark Stoke í
mikilvægum sigi'i á Preslon
sl. föstudag en að þessu
sinni reið mark hans bagga-
muninn á 116. mínútu eftir
að liðin höfðu skilið jöfn að
loknum venjulegum leik-
tíma, 0:0. Mark O’Connors
var svokallað „gullmark"
því leikurinn var fiautaður
af í kjölfar þess.
Þar með er Stoke, undir
stjórn Guðjóns Þórðarsonar,
komið í þriðju umferð. Liðin
mættust á ný í gær eftir að
fyrri leikur þeirra liafði ver-
ið fiautaður af á dögunum
eftir tæplega 60 minútna
leik vegna bilunar í flóðljós-
um á leikvelli Oldham. Þá
var staðan 1:0 fyrir Stoke.
Brynjar Björa Gunnars-
son var í byijunarliði Stoke
að þessu sinni, en var skipt
út af á 74. mínútu. Sigur-
steinn Gíslason kom inn á
sem varamaður á 58. mín-
útu.
Sheffield Wed. áfram
Sheffield Wednesday
komst í 5. umferð ensku bik-
arkeppninnar með því að
vinna Wolves, 4:3, í víta-
spymukeppni á Molineux.
Að loknum venjulegum
leiktíma var staðan jöfn og
markalaus. Sama var uppi á
teningnum eftir framleng-
ingu og því varð að grípa til
vítaspymukeppni
■ HERTHA Berlin hefur keypt
ástralska vamarmanninn Joe Si-
munic frá Hamburger SV fyrir 14
milljónir króna. Forráðamenn
Herthu voru búnir að semja um að
fá Simunic án greiðslu næsta sumar
en ákváðu að fá hann strax.
■ MARTIN O’Neal, knattspyrnu-
stjóri Leicester, á í nokkru basli
með að koma saman sterku liði íyrir
bikarleikinn gegn Arsenal í kvöld.
Alls eru sex leikmenn Leicester frá
vegna meiðsla og einn er í leikbanni.
Ian Marshall, Neil Lennon, Muzzy
Izzet, Tony Cottie, Andy Impey og
Steve Walsh eru meiddir en Frank
Sinclair verður í leikbanni.
■ EMERSON, miðvallarleikmaður
Bayer Leverkusen, má yfirgefa fé-
lagið í sumar og halda til Italíu, en
hugur Brasilíumannsins hefur lengi
staðið til þess að leika þar í landi.
Meðal félaga sem rennt hafa hýru
auga til Emersons eru Roma, AC ,
Milan og Parma.
■ EMERSON er samningsbundinn
Leverkusen til vorsins 2002 og er
ekki ósennilegt að það félag sem
tryggir sér leikmanninn verði að
leggja út um 2 milljarða fyrir pilt.
Rudi Völler, einn forsvarsmaður
Leverkusen, sagði í gær að ekki
væri ákveðið enn hversu hátt verð
yrði sett upp fyrir leikmanninn.
■ TONY Yeboah hefur áhuga á að
leika í Englandi á næstu leiktíð en
samningur hans við Hamburger SV
rennm’ út í vor. Yeboah lék með
Leedsfrá 1995 til 1997.
■ SUNDERLAND mun vera nærri
því að gera samning við franska
sóknarmanninn Dijbril Diawara,
en hann er nú í herbúðum Tórínó á
Italíu.
■ MIGUEL Angel, þjálfara Espan-
yol, var sagt upp starfi sínu í gær.
Hann hafði þjálfað liðið síðan á
haustmánuðum 1998.