Morgunblaðið - 21.01.2000, Síða 1

Morgunblaðið - 21.01.2000, Síða 1
 2000 FOSTUDAGUR 21. JANUAR BLAÐ Viðræður KR og Xanthi í strand EKKERT verður af því að íslenskir knattspymu- menn gangi til liðs við gríska félagið Xanthi en eins og fram kom í Morgunblaðinu í vikunni voru líkur á að þrír færu þangað. I gærkvöld slitnaði upp úr viðræðum milli Xanthi og KR um leigu á Bjarna Þorsteinssyni og Sigþóri Júlíus- syni. Félögin náðu ekki saman um kaupverð á þeim, ef Xanthi vildi kaupa þá af KR eftir að leigutímanum lyki, en til stóð að þeir yrðu leigð- ir til gríska félagsins til vorsins. Það ætti síðan rétt á að festa kaup á þeim ef áhugi á því væri þá fyrir hendi. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins voru Grikkimir tilbúnir til að greiða á annan tug milljóna fyrir hvora leikmann en KR- ingar vom ekki sáttir við þá upphæð. Kristinn Lámsson úr Val var einnig inni í myndinni hjá Xanthi en hann ákvað að fara ekki áður en til frekari viðræðna kom. r 1' * am V 1 Morgunblaðið/Ásdís Þrír góðir- sem verða í sviðsljósinu í dag: Staffan „Faxi“ Olson, Julian Róbert Duranona og Magnus Wislander, fyrirliði Svía. KNATTSPYRNA/NORÐURLANDAMÓTIÐ Á LA MANGA liðið gegn áSpáni Sterkasta Finnum ATLI Eðvaldsson, nýráðinn landsliðsþjálfari í knattspyrnu, tii- kynnir í dag sinn fyrsta landsliðshóp. ísland tekur þátt í fyrsta Norðurlandamóti landsliða og leikur þrjá leiki um næstu mán- aðamót, alla á La Manga á Spáni. Gegn Noregi 31. janúar, gegn Finnlandi 2. febrúar og gegn Færeyjum 4. febrúar. Talsverðar breytingar verða á íslenska liðinu á milli leikja. Atli stefnir að því að vera með 18 menn á La Manga v/ðjr - allan tímann, en það Sigurðsson yerða leikmenn frá skrifar Islandi og Norður- löndunum, ásamt Helga Kolviðssyni frá Mainz í Þýskalandi sem verður enn í vetr- arfríi. Frá íslensku liðunum koma 5-7 leikmenn og ljóst er að í þeim hópi verða Birkir Kristinsson, Sverrir Sverrisson, Sigurður Örn Jónsson, Bjarni Þorsteinsson og Þórhallur Hinriksson, en tveir þeir síðastnefndu hafa ekki áður leikið með A-landsliðinu. Hermann og Heiðar koma í tvo leiki Síðan munu nokkrir til viðbótar koma í einn til tvo leiki eftir atvik- um. Þannig geta þeir Hermann Hreiðarsson og Heiðar Helguson leikið bæði gegn Noregi og Finn- landi þar sem lið þeirra, Wim- bledon og Watford, eiga frí helgina á undan. Fyrir leikinn gegn Finn- um koma þeir Þórður Guðjónsson og Arnar Viðarsson frá Belgíu, og jafnvel Eiður Smári Guðjohnsen frá Bolton. Það er því greinilegt að í leiknum við Finna hefur Atli úr flestum leikmönnum að moða og getur stillt upp sterkara liði en í hinum tveimur leikjunum. í lokaleiknum gegn Færeying- um verða síðan eingöngu þeir leik- menn sem dvelja á La Manga allan tímann. Margir sterkir leikmenn verða fjarverandi vegna leikja og álags hjá þeirra félagsliðum. I þeim hópi eru allir leikmennirnir á Bret- landseyjum, að þeim Hermanni, Heiðari og Eiði Smára undanskild- um, Eyjólfur Sverrisson hjá Herthu Berlín sem á erfiða dag- skrá framundan, og Helgi Sigurðs- son hjá Panathinaikos. Steinar Adolfsson er meiddur og verður ekki með á La Manga en hann hefur ekki náð sér að fullu eftir að hafa brotið hnéskel í haust. Hinn efnilegi Grétar Hjartarson, sem nú leikur með Lilleström, á líka við meiðsli að stríða en hann hefði að öðrum kosti fengið sitt fyrsta tækifæri með landsliðinu. Þá er Guðmundur Benediktsson að stíga upp úr veikindum og er ekki tilbúinn af þeim sökum. Norðmenn og Finnar eiga í svip- uðum vandræðum og íslendingar með að velja sín lið og munu leik- menn norska liðsins t.d. flestir koma frá liðum heima fyrir. Það verða því sennilega aðeins Færey- ingar, af mótherjum íslands í þessari lotu, sem geta stillt upp sínu sterkasta liði á La Manga. W Íslenska landsliðið í handknattleik brýtur blað í íslenskri handbolta- sögu í dag með því að leika í fyrsta sinn í úrslitakeppni VaiurB. Evrópumótsins Jónatansson P‘dð Gr ohætt að skrifarfrá Rijeka segja að það verður ekki ráðist á garð- inn þar sem hann er lægstur, heldur þvert á móti, því það em Evrópu- og heimsmeistarar Svía sem strák- arnir okkar fá að glíma við í upp- hafsleik mótsins í Rijaka. Það er mikið í húfi í þessari keppni því góður árangur gæti þýtt þátttökurétt á Ólympíuleikana í Sydney í september og á HM í Frakklandi á næsta ári. Aðeins eitt sæti er enn laust fyrir lið frá Evrópu á Ólympíuleikana í Sydney. Þegar hafa Svíar, Rússar, Júgóslavar, Spánveijar, Þjóðverj- ar, Frakkar, Egyptar, Kúbverjar, Astralar og Túnismenn tryggt sér þátttökurétt í Sydney. Þá era aðeins tvö sæti laus og kemur annað sætið í hlut Evrópu- þjóðar en hitt til liðs frá Asíu. Til að eiga möguleika á ÓL-sæti þarf ís- lenska liðið að vera í það minnsta of- ar en Króatía, sem þykir líklegast til að ná sætinu lausa í Sydney. Fimm efstu þjóðimar í Rróatíu tryggja sér þátttökurétt inn á HM í Frakklandi á næsta ári. Heims- meistarar Svía era þegar öraggir inn og eins heimamenn, Frakkar. Sjöunda sætið og þar fyrir ofan á EM gætu því þýtt þátttökurétt á HM, ef Svíar og Frakkar eru ofar. Það er því til mikils að vinna. Leikurinn gegn Svíum verður erfiður. íslendingum hefur gengið- illa í leikjum gegn Svíum, sem hafa haft tök á Islendingum. Svíar, sem eru heims- og Evrópu- meistarar, era með valinn mann í hverju rámi - leikmenn með geysi- lega reynslu. íslendingar hafa að- eins fimm sinnum náð að leggja Svía að velli í landsleik og aðeins einu sinni á stórmóti. Það var fyrir 36 árum - þegar sigur vannst á HM í Tékkóslóvakíu 1964, 12:10, sem frægt varð. Væntingamar til ís- lenska liðsins era kannski ekki miklar, enda hefur undmbúningur liðsins ekki verið eins og best verð- ur á kosið. Lykilmenn hafa verið meiddir og það getur sett strik í reikninginn í Króatíu. ALLT UM EVRÓPUKEPPNINA í KRÓATÍU/C2, C3, C4, C5, C6

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.