Morgunblaðið - 21.01.2000, Síða 2

Morgunblaðið - 21.01.2000, Síða 2
2 C FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ EM í KRÓATÍU Þriðja sætið í riðlin um yrði stórsigur Morgunblaðið/Ásdís íslenska landsliðið stendur í ströngu næstu daga, en það leikur þrjá leiki á jaf nmörgum dögum á EM í Króatíu. íslenska landsliðið í handknattleik hefur leik gegn Svíum í fyrstu umferð Evrópumótsins, í borginni Rijeka í Króatíu 1 dag. Gísli Þorsteinsson kynnti sér viðhorf Þorbergs Aðalsteinssonar og Jóhanns Inga Gunn- arssonar, sem báðir eru fyrrverandi landsliðsþjálfarar, til vals á landsliðshópn- um, undirbúnings þess og möguleika í keppninni. orbergur Aðalsteinsson, þjálf- ari Víkings og fyrrverandi landsliðsþjálfari, bjóst ekki við að íslenska liðið yrði til stórræðanna og taldi að raunhæfur möguleiki ís- lenska liðsins væri fjórða sæti í riðlakeppninni á Evrópumótinu í Króatíu. „Eg tel að íslenska liðið geti vel lent fyrir neðan Rússa, Svía, Dani og Slóvena. Það eru litlir möguleikir að vinna Svía og mögu- leikarnir eru jafnvel minni gegn Rússum, en þessi lið eru einfald- lega mun betri en það íslenska. Þau hafa unnið stórmót til skiptis und- anfarin 12 ár og það er ekki hægt að fara fram á sigra gegn þeim. Þá bendi ég á að Slóvenar eru nánast á heimavelli, því landið liggur að Króatíu og leikmenn slóvenska liðs- ins hafa leikið í Króatíu eða í Serb- íu. Þeir verða því erfiðir viðfangs. Einnig má nefna Dani sem hafa sótt í sig veðrið og sá leikur getur farið á báða vegu. Það er aðeins raunhæft að vinna einn leik í riðlin- um, en hann er gegn Portúgölum. Ef allt fer á versta veg gæti ís- lenska liðið lent í fimmta sæti en þriðja sætið yrði einfaldlega stór- sigur.“ íslenska liðið illa undirbúið Þorbergur sagði að sér fyndist íslenska liðið illa undirbúið og taldi að undir eðliiegum kringumstæð- um hefði það átt að fara á að minnsta kosti tvö mót til undirbún- ings í janúar, enda væri sá hópur sem fór til Króatíu talsvert breytt- ur frá síðustu undankeppni. „Á æf- ingamóti er leikið nokkra daga í röð og andrúmsloftið líkast stórmóti. Eg veit ekki hver ástæðan er fyrir því að liðið hefur leikið svona fáa landsleiki, en staðreyndin er sú að liðið hefur nánast ekkert leikið til þess að undirbúa sig fyrir þessa keppni. Aðrar þjóðir, eins og Danir og Svíar eru að leika mun fleiri leiki. Málið snýst um að undirbúa sig sem allra best og vera tilbúinn fyrir þá leiki sem framundan eru. Það gilda engar afsakanir þegar út í þessa leiki er komið.“ Aðspurður sagðist Þorbergur taka undir þá skoðun að íslenska liðið nyti ekki meðbyrs og hann sagði það ekki að ástæðulausu. „Liðið hefur leikið fáa landsleiki og það hefur ekki gefist kostur á að fjalla um liðið. Það er því ekki á neinu að taka. Það eru ekki miklar væntingar gerðar til liðsins nú en það hefur sýnt sig áður að þegar fólk býst ekki við miklu af liðinu getur það komið öllum á óvart. Vonandi að það gangi eftir.“ Ekkertsem bendirtil þess að llðið komi á óvart Þorbergur sagði að það sem gæti komið liðinu til hjálpar í keppninni í Króatíu væri að margir leikmenn þess væru leikreyndir og að hann vissi til þess að það byggi mikið í liðinu. „En tveir af þessum leik- mönnum, Patrekur Jóhannesson og Dagur Sigurðsson, hafa lítið leikið að undanförnu. Það sama er að segja um [Julian Róbert] Duran- ona og Valdimar [Grímsson]. Ólaf- ur Stefánsson er í raun eini útileik- maðurinn sem hefur staðið sig virkilega vel. Það er því ekkert sem bendir til þess að liðið geti náð langt í keppninni." Þorbergur sagði að til þess að lið- ið gætið komið á óvart í keppninni þyrfti vamarleikurinn að ganga vel fyrir sig og að liðið fengi mikið af hraðaupphlaupum sem gæfu mörk. „Þannig gætu leikmenn liðsins gef- ið sér tíma í sókninni og reynt að stýra leikjunum. Eg held að það gæfist liðinu best að leika 5-1-vöm í keppninni að undanskildum leikn- um gegn Svíum, því það skiptir litlu máli hvemig vamarafbrigði þú leikur gegn slíku liði, sem er þraut- reynt og ekkert kemur á óvart. Það er engin tilviljun að þeir séu ætíð á verðlaunapalli. Það skiptir máli að íslenska liðið sé sátt við þann varn- arleik sem það ætlar að spila og reyni að vinna út frá honum. Leik- menn verða því að einbeita sér að því verkefni sem framundan er.“ Vantar leiðtoga í liðið Jóhann Ingi Gunnarsson, fyrr- verandi landsliðsþjálfari, segir að honum hefði ekki komið á óvart hvaða leikmenn Þorbjöm Jensson þjálfari valdi til fararinnar til Kró- atíu, enda sægur af íslenskum at- vinnumönnum til staðar. Hins veg- ar sé það hans skoðun að velja hefði átt Ragnar Óskarsson með liðinu. „I fyrsta lagi er hann sá leikmaður sem hefur komið mest á óvart og hefur nýtt tækifæri sín með liðinu svo um munar. I öðm lagi hafa and- stæðingar liðsins ekki kortlagt leik hans og í þriðja lagi, ef Þorbjörn hefði valið hann, hefði þjálfarinn sent út skilaboð til leikmanna á Is- landi um að ef þeir stæðu sig ættu þeir möguleika á landsliðssætum ekki síður en leikmenn sem leika erlendis. Það er skondið að segja að Ragnar hafi ekki næga reynslu. Það finnst mér ekki gild rök.“ Jóhann Ingi sagði að eldri leik- manna, sem höfðu nýverið hætt, yrði saknað og kvaðst velta því fyr- ir sér hvort einhver leiðtogi væri fyrir hendi í íslenska liðinu eftir að Geir Sveinsson, fyrirliði tO margra ára, lagði skóna á hilluna. „Er ein- hver sterkur leiðtogi sem getur tekið við hlutverki Geirs, leikmaður sem framlengir skOaboð þjálfara tO leikmanna? Eg er ekki viss um það. Þjálfarinn er ekki alltaf tO staðar og því er nauðsyn að hafa sterkan leiðtoga sem brýnir fyrir leikmönn- um og fær þá alla tO þess að stefna í sömu átt. Þorbjöm velur Dag Sig- urðsson, sem er afburða drengur, sem fyrirliða, en ég bendi á að hann er búinn að vera meiddur í tals- verðan tíma og ég held að það sé mikilvægt að leiðtoginn sé fyrir- mynd og einnig sterkur á leikvelli. Það er spurning hvort Dagur sé búinn að ná sér fyrir keppnina." Vantarfleiri leiki Jóhann Ingi sagðist ekki skOja af hverju liðið lék enga æfíngalands- leOd hér á landi áður en það hélt tO Króatíu. „Það hefði verið lag að leika nokkra leiki hér heima áður en kom að þessari keppni, einkum gegn sterkum þjóðum tO þess að sjá hvað þurfti að bæta. Það er greinilegt að menn höfðu ekki velt því fyrir sér að koma á landsleikj- um. Það verður að vera fyrir hendi langtíma áætlun ef liðið fer á Evr- ópumót, heimsmeistarakeppni og Olympíuleika eða varaáætlun ef lið- ið kemist ekki á þessi mót. Eg velti fyrir hvort menn hafi ekki hugsað þessa möguleika tO enda. En kannski hafa fáir leikir þau áhrif á leikmenn að þeir hlakki meira til keppninnar en ella. Það gæti vegið upp á móti, en ég efa samt ekki að Þorbjöm [Jensson] hefði vOjað fá að minnsta kosti tvo alvöru lands- leiki hér heima áður en liðið lagði af stað tO Króatíu til þess að sjá hvar skórinn kreppir. Eg hefði metið það afar mikils að fá alvöru leiki til þess að sjá hvaða leikmenn væri hægt að veðja á. Það er bara að Forleikur fyrir EM í Króatíu Aldrei færri landsleikir fyrir stórkeppni: 14 landsleikir á 14 mánuðum, þar af 4 heimaleikir 1998 1999 Nóvember Leikir gegn Ungverjum Desember Janúar 0 0 0 4 Febrúar Mars Apríl Maí 3 heimal. Júní Júlí 0600020 September 1 heimal. Október Nóvember Heimsbikarmót í Svíþjóð. Opið Norðurl.mót I Noregi. Leikið gegn Svíþjóð, Gegn Noregi og Svíþjóð. Frakklandi, Ungverjalandi ForkeppniEM. 2 leikir gegn og Egyptalandi. Sviss og 2 gegn Kýpur. Undankeppni EM. Leikir gegn Makedóniu heima og heiman. 10 landsleikir á 6 mánuðum 4 landsleikir á 8 mánuðum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.