Morgunblaðið - 29.01.2000, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 29.01.2000, Qupperneq 1
I BLAÐ ALLRA LANDSMANNA B 2000 LAUGARDAGUR 29. JANUAR BLAD Landsliðið flutt út fýrir Spánveija ÍSLENSKA landsliðið býr á Hotel Intercont- inental í Zagreb eins og öll hin liðin í Evrópukeppninni. Þegar liðið kom til Zagreb frá Rijeka sl. mánudag var það allt sett á 14. hæð hótelsins, sem Spánveijar höfðu verið á áður en lið þeirra fór til Rijeka að leika tvo leiki. f gær kom spænska liðið aftur til Zagr- eb og þá þurftu íslendingarnir að rýma her- bergin og færa sig um set niður á níundu hæð. Ástæðan er sú að gríðarleg öryggisgæsla er í kringum spænska liðið vegna þess að spænski prinsinn, Inaki Urdangarin, er í lið- inu. Hann er með fjölmarga lífverði og voru þeir búnir að taka út 14. hæðina á hótelinu fyrir mótið. Kom því ekki annað til greina en að liðið fengi að vera þar fram á mánudag. Leikið ,gegn Úkraínu í Rijeka Islenska landsliðið í handknattleik mætir Úkraínu í keppni um 11. sætið á EM í Rijeka í dag kl. 14.00. Liðið fór í morgun frá Zagreb til Rij- eka og ætlar að keyra aftur til Zagr- eb strax eftir leikinn. Fjögurra klukkutíma akstur er á milli Rijeka og Zagreb. Úkraína er að taka þátt í Evrópukeppninni í fyrsta sinn eins og íslendingar. Liðið hlaut eitt stig í A-riðlinum, gerði jafntefli við Þjóð- verja, 24:24, í fyrstu umferðinni. At- hyglisverðasti leikmaður liðsins er skyttan Oleg Velykyy, sem er markahæsti leikmaður mótsins með 35 mörk ásamt Portúgalanum Carl- os Resende. Þjálfari Ukraínu er Vla- dyslav Tsyganok, sem tók við liðinu á síðasta ári. Hann var áður þjálfari unglinga- landsliðs Úkraínu og stýrði því í HM unglinga 1997 þar sem lið hans end- aði í öðru sæti. Eftir það gerðist hann aðstoðarlandsliðsþjálfari og gegndi þeirri stöðu þangað til hann tók við þjálfarastöðunni í byrjun síð- asta árs. íslendingar tóku ekki þátt í um- ræðum EHF SVÍINN Staffan Holmqvist, for- seti Handknattleikssambands Evrópu, EHF, boðaði til fundar í Zagreb með leikmönnum sl. mið- vikudag þar sem ræða átti m.a. framtfð handboitans. Hann óskaði eftir því að tveir leikmenn frá hverri þátttökuþjóð í Evrópumót- inu tækju þátt í fundinum. Enginn íslenskur leikmaður mætti á fund- inn. í gær var þjálfararáðstefna á vegum EHF og var Þorbjöm Jens- son, landsliðsþjálfari fslands, boð- aður á fundinn ásamt öðmm þjálf- umm liðanna á EM. Þorbjöm mætti hins vegar ekki, sagðist ekki hafa gefið sér tíma í það vegna þess að hann var með æf- ingu og fund með íslenska liðinu f gær, á sama tíma og ráðstefnan var. Morgunblaðið/Kristinn í góðu yfir Hafðu góðar gætur á farseðlinum ... getur Halldór B. Jónsson, varaformaður KSf, verið að segja við landsliðsþjálfarann Atla Eðvaldsson við komuna til Noregs i gær. Birkir Kristinsson markvörður fylgist með. GOLF læti í Ósló Stefnt á tvöfald an sigur á NM Islenska landsliðið í knattspymu kom til Óslóar um hádegi í gær og gisti þar í nótt, en í morgun var hald- ið til La Manga á Skúli Unnar sPáni- Landsliðs- Sveinsson mennirnir voru að skrifar frá tínast inn á hótel við Noregi Gardemoen-flugvöll í Ósló í allan gærdag og allt fram á kvöld, en í morgun komu þeir síð- ustu; Rúnar Kristinsson og Indriði Sigurðsson, en þeir leika báðir með Lilleström og búa stutt frá flugvellin- um. Það voru reyndar ekki margir leik- menn sem komu frá íslandi, aðeins sex. Aðrir komu frá Englandi og víða að úr Noregi í gær en tveir leikmenn koma beint til Spánar; Þórður Guð- jónsson og Arnar Viðarsson auk þess sem Ti’yggvi Guðmundsson er í æf- ingabúðum á Spáni með liði sínu, Tromsö. Leikmenn tóku lífinu með ró í gær, sumir brugðu sér í miðbæ Óslóar en flestir héldu kyrru fyrir á hótelinu og létu fara vel um sig þar. Fyrstu leikir mótsins verða á mánudaginn. Þá mæta íslendingar Norðmönnum, Færeyingar mæta Finnum og Svíar og Danir eigast við. Rúnarfyrirliði Rúnar Kristinsson verður fyrirliði íslenska liðsins í landsleikjunum á Spáni. Atli Eðvaldsson landsliðsþjálf- ari benti á að þeir Sigurður Jónsson og Eyjólfur Sverrisson hefðu verið fyrirliðar auk Rúnars og þar sem Rúnar væri sá eini þeirra á svæðinu yrði hann fyrirliði, en hann hefur tví- vegis verið fyrirliði landsliðsins. Fyrsta verkefni Staffans Johansson, nýráðins landsliðsþjálfara í golfi, verður Norðurlandamótið sem hald- ið verður í Vestmannaeyjum 28.-29. júlí. Johansson segir að hans helsta skammtímamarkmið sem landsliðs- þjálfara sé að vinna tvöfalt á NM- mótinu. „Að keppa á mótinu er mikil áskorun fyrir íslenska kylfinga en við stefnum á að vinna tvöfalt.“ Karlaliðið lenti í fjórða sæti á NM í Danmörku fyrir tveimur árum en kvennaliðið lenti í þriðja sæti. Kar- laliðið hefur einu sinni unnið NM- mótið, árið 1992. Fleiri verkefni eru framundan í ár hjá íslenskum kylfingum. Golfsam- bandið hefur rétt til þess að senda tvo keppendur á Evrópumót kvenna, sem fram fer í Póllandi 2.-5. ágúst. A síðasta ári kepptu Ragnhildur Sig- urðardóttir, GR, og Ólöf María Jóns- dóttir, GK, á EM kvenna. Báðar komust áfram eftir fækkun kepp- enda. Evrópumót karla verður haldið í Austurríki 9.-12. ágúst. Golfsam- bandið hefur rétt til þess að senda tvo keppendur á mótið en óvíst er- hvort af því verður, því landsmótið verður haldið á sama tíma. Stærsta verkefni landsliðanna verður heimsmeistarakeppnin. Kvennakeppnin verður haldin í Ber- lín 23.-26. ágúst og karlakeppnin verður einnig í Berlín, 31. ágúst til 3. september. ■ Afreksstefna.../B2 ÓLAFUR STEFÁNSSON MEÐ FLESTAR STOÐSENDINGAR í KRÓATÍU/B4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.