Morgunblaðið - 29.01.2000, Page 2

Morgunblaðið - 29.01.2000, Page 2
2 B LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR KORFUKNATTLEIKUR Endurtekið efni hjá KFÍ og Skallagrími heimasigur í röð í deildinni og komst þar með upp að hlið Borgnesinga og Keflvíkinga í 7.-9. sæti úrvalsdeild- ar. Lið KFÍ batt einnig enda á sigur- göngu Borgnesinga í deildinni en þeir höfðu unnið fjóra leiki í röð. Jafnræði var með liðunum lengst af, en skömmu fyrir leikslok náði KFÍ fimm stiga forystu, 71:66. Gest- irnir gáfust ekki upp og náðu að jafna leikinn og fengu upplagt tæki- færi á lokasekúndunum til að tryggja sér sigurinn en Sigmari Eg- ilssyni brást skotfimin í ágætu færi. I framlengingunni kórónaði Tó- mas Hermannsson góðan leik sinn með því að skora eftir eigið frákast og fá víti að auki, sem hann nýtti. Þannig kom hann heimamönnum í 76:73. Hlynur Bæringsson, besti leikmaður Borgnesinga, minnkaði muninn í eitt stig er rúm mínúta lifði leiks og þar við sat. Bæði lið voru að tefla fram nýjum leikmönnum í þess- um leik, Borgnesingar Spánverjan- um Enrico og ísfu'ðingar Englend- ingnum Mark Burton. Sá fyrrnefndi komst ágætlega frá leiknum, en reyndi full mikið upp á eigin spýtur og á greinilega eftir að komast í takt við samherja sína. Bur- ton spilaði talsvert í þessum leik og gerði fátt annað en að tapa boltanum og virðist af þessum leik að dæma ekki hafa burði til að spila í efstu deild á íslandi. Einar Karl setti Islandsmet EINAR Karl Iljariarson, hástökkvari úr ÍR, setti íslandsmet í há- stökki á móti úrvalshóps unglinga í Laugardalshöll í gærkvöldi. Einar Karl stökk 2,24 metra. Hann átti sjálfur eldra metið, 2,20 metra, sem haim setti í mars á síðastliðnu ári. Með stökkinu náði Einar lágmarki fyrir Evrópumeistaramótið innanhúss, sem fram fer í Gent í Belgíu 25.-27. febrúar nk. Lágmarkið á Ólympíuleikana í Sydney næsta haust er 2,25 metrar. Næst keppir Einar á Meistara- móti Islands, sem fram fer 12.-13. febrúar nk. Nýráðinn landsliðsþjálfari Golfsambands íslands var kynntur í gær. Frá vir Johannsson landsliðsþjálfari, Edwin Rögnvaldsson, kynníngar- og fræð Staffan Johannsson ráðinn landsliösþjálfari íslands í golfi Afreksstef na að sænskri fyrirmynd GOLFSAMBAND íslands kynnti í gær nýjan landsliðsþjálfara, Svíann Staffan Johannsson. Samningur GSÍ við Staffan, sem er kunnur þjálfari ytra, er til þriggja ára, með endurskoðun eftir eitt ár. Ragnar Ólafsson, fráfarandi landsliðsþjálfari, verður aðstoðarmaður Staffans. að má segja að ekki hafi komið á óvart að úrslit í leik KFI og Skallagríms á ísafirði í gærkvöld réðust ekki fyrr en eftir fram- Magnús lengingu, en eins Glslason 0g menn muna fór fyrri leikur þessara liða í sögubækumar fyrir það að hann varð að framlengja fjór- um sinnum áður en úrslit réðust. í þeim leik sigraði KFI með eins stigs mun og sagan endm'tók sig í gær þó ekki hafi þurft nema eina framleng- ingu. En heimamenn fögnuðu eins stigs sigri, 76:75, eftir að staðan eftir hefðbundinn leiktíma var 71:71. Lið KFÍ vann þar með sinn fjórða ÚRSLIT KFÍ-UMFS 76:75 íþróttahúaið á ísafirði, íslandsmótið i körfuknattleik karla, úrvalsdeild (Epson- deildin), föstudaginn 28. janúar 2000. Gangur leiksins: 4:0,12:4, 19:9, 26:16, 32:22, 39:33, 41:39,41:41, 48:45,52:53, 60:61, 67:66, 71:71, 71:73,73:73, 76:75. Stig KFÍ: Clifton Bush 20, Vincos Pateli 16, Baldur Ingi Jónasson 14, Tómas Hermanns- son 12, Halldór Kristmannsson 5, Þórður Jensson 3, Mark Burton 2. Fráköst: 17 i vöm - 8 í sókn. Stig Skallagríms: Torrey John 25, Hlynur Bæringsson 19, Enrico 12, Tómas Holton 8, Birgir Mikaelsson 8, Ari Gunnarsson 3. Fráköst: 20 í vöm -14 í sókn. Ddmarar: Jón H. Eðvaldsson og Sigmundur Már Herbertsson. Villur: KFÍ 18-UMFS21. Áhorfendur: Um 250. 1. deild karla Stafholtstungur - Valur..............76:96 Handknattleikur 2. deild karla ÍH - Selfoss.........................22:34 UM HELGINA Körfuknattleikur Laugardagur: 1. deild kvenna: KR-hús: KR - KFÍ......................16 Sauðárkrókur: Tindastóll - Grindavík ... .16 1. dcild karla: Smárinn: Breiðablik - Höttur .........18 Vestmannaeyjar: ÍV - Þór I>........15.30 Sunnudagur: Úrvalsdcild karla: Akranes: lA - Snæfell ................20 Borgarnes: Skallagrímur - Grindavík ... .20 Akureyri: Pór - Haukar................20 Keflavik: Keflavík - KR...............20 Njarðvík: Njarðvík - Hamar ...........18 Sauðárkrókur: Tindastóll - KFÍ .......20 1. dcild karia: Ásgarður: Stjaman - Selfoss...........15 Seljaskóli: ÍR - Höttur...............14 1. dcild kvenna: Sauðárkrókur: Tindastóll - Grindavík ... .14 KR-hús: KR - KFÍ......................13 Mánudagur: 1. deild kvenna: Kennaraháskóli: ÍS - Keflavík .....20.15 Handknattleikur Laugardagur: 1. deild kvenna: KA-heimili: KA - ÍR..................14 Valsheimili: Valur - Víkingur ........16 Varmá: UMFA - Stjaman .............16.30 2. deild karla: Framhús: Fram B - Þór Ak.............14 Sunnudagur: 1. deild kvenna: Strandgata: Haukar - Grótta/KR........20 2. deild karla: - Seljaskóli: ÍR B - Þór Ak.............16 Blak Úrvalsdeild karla, þar sem lið Þróttar R., ÍS, Stjörnunnar og KA mæta. Uðin leika tvöfalda umferð, heima og heiman. Laugardagur: Ásgarður: Stjarnan - ÍS...............16 Mánudagur: 1. deild kvenna: Hagaskóli: ÍS - Þróttur R..........19.45 Kraftlyftingar fslandsmótið í bekkpressu verður í húsa- kynnum Kraftvéla að Dalvegi 6-8 í Kópavogi i dag kl. 14. Listhlaup á skautum fslandsmót barna og unglina á skautum verður í dag í Skautahöllinni, Laugardal. Keppni yngri. flokka verður frá kl. 8 til 13. Eldri flokkar keppa frá kl. 18.30 til 22.30. Skíði Skíðadeild KR heldur hið árlega mót sitt (Kalla kanínu) fyrir krakka á á aldrinum 4- 12 ára f Skálafelli á morgun, sunnudag, kl. 11 til 15. Svíinn verður ekki búsettur hér á landi heldur mun koma hingað til lands 8-10 sinnum fyrsta starfsárið sitt og dvelja nokkra G&/. daga í senn. Auk þess Þorsteinsson mun hann fyteja skrifar lenskum kylfingum á mót og í æfingabúðir erlendis. Hann sagði að svo gæti farið að hann kæmi oftar á næstu árum. Staffan sagðist í samtali við Morg- unblaðið eiga von á að starfið yrði skemmtilegt en jafnframt krefjandi. Aðspurður sagði Staffan að hann væri aðeins búinn að hitta landsliðsmenn- ina einu sinni og ætti erfitt með að segja hvað mætti betur fara hjá þeim en það væri greinilegt að hann þyrfti að vinna með hverjum og einum fyrir Elín Sigurðardóttir synti á 26,96 sekúndum í undanrásum í 50 metra skriðsundi á Opna Sjálandsmót- inu í Danmörku í gær og var fjórum hundraðshlutum á undan Kolbrúnu Ýr Kristjánsdóttur. íslandsmetið í grein- inni er 26,79 sek., sem Elín setti í Mónakó fyrir fjórum árum, en Ólymp- íulágmarkið 26,62 sek. Elín náði besta árangri sínum til þessa í 50 metra flugsundi, sem hún tók þátt í ásamt Eydísi Konráðsdóttur. Sú síðarnefnda kom fjórða í mark á 28,67 sek., sex hundraðshlutum á und- an Elínu í 4. og 5. sæti. Eydís á Islands- sig. Hann sagði að innanhússaðstaða kylfinga á höfuðborgarsvæðinu hefði komið sér á óvart og væri betri en hann bjóst við. „Eg hef skoðað þrjá staði og þeir eru ekki ólíkir innivöllum í smærri borgum í Svíþjóð. Margir hafa einnig sagt að það hái íslenskum kylfmgum að stunda greinina á vet- urna. Eg held hins vegar að veturinn komi ekki að sök því íslenskir kylfing- ar geta komið sér í gott form og einn- ig æft inni. Ég tel engu að síður að það yi’ði stórt skref fyrir kylfmga ef reist yrði æfingamiðstöð í Reykjavík.“ Birgir Leifur gæti átt möguleika Aðspurður hvort hann sæi fyrir sér að íslenskur kylfingur gæti komist á aðalmótaröð Evrópu á næstu árum metið í greininni, 28,64 sek. Örn Arnar- son var 23/100 úr sekúndu frá Islandsmeti frænda síns, Magnúsar Más Ólafssonar, í 100 m skriðsundi, synti á 51,85 sek. Met Magnúsar er frá 1991, en það var sett í Aþenu. Þá stóð Hjalti Guðmundsson sig vel í 100 metra bringusundi, kom í mark á 1.04,81 mín., 24/100 frá eigin íslandsmeti. Þá kom Friðfinnur Kristinsson skemmtilega á óvart með góðri frammistöðu sinni í 100 metra flugsundi. Hann kom annar í mark á 57,19 sek., var tæpri sekúndu á eftir fremsta manni. Þetta er besti árangur Friðfinns í greininni. sagðist hann sjá það vel fyrir sér. „Vonandi náum við því markmiði á næstu fimm árum, hvort sem það verður karl eða kona sem nær þessu markmiði. Ég tel að Birgir Leifur Hafþórsson hafi hæfileika til þess að ná alla leið ef hann fær til þess stuðn- ing og er tilbúinn að leggja mikið á sig. Þá er aldrei að vita hvað úr verð- ur.“ Mikilvægt að fá Staffan Staffan, sem er 45 ára, er mar- greyndur þjálfari og meðlimur í sam- tökum atvinnukylfinga (PGA) í Sví- þjóð. Hann hefur sex sinnum verið liðsstjóri Svía í Dunhill-bikarnum og var í sigurliði þeirra árið 1991, en Svíar hafa verið sigursælir á mótum víða um heim og uppgangur íþróttar- innar innanlands hefur verið mikill undanfarin ár. Staffan er yfirþjálfari Motala-golfklúbbsins, hefur unnið með þjálfarahópi sænska landsliðsins GOLFSAMBAND íslands stefnir að því að fjölga iðkendum íþróttarinnar verulega á næstu árum og gera golfið að fjölmennustu íþróttagrein landsins fyrir árið 2005. Stjórn GSÍ hefur lokið vinnu við stefnumótun íþróttarinnar og er meðal annars stefnt að því að fjölga golfvöllum og vekja áhuga barna og unglinga á íþróttinni. Knatt- spyrnan er vinsælasta íþróttagreinin, undanfarin ár og er þjálfari Pierre Fulke, sem er einn fjölmargra Svía á evrópsku mótaröðinni. í stefnumótun GSI er stefnt á að koma á markvissri afreksstefnu fyrir kylfinga sem velja golfið sem keppnis- íþrótt og er ráðning Staffans sögð lið- ur í því starfi sem framundan er. Ragnar Ólafsson, sem verður aðstoð- armaður Staffans, sagði það gríðar- lega mikilvægt að fá kunnátttumann, sem Staffan væri, til starfa hjá sam- bandinu. „Hann nýtur mikils trausts innan sænska golfsambandsins, hefur mikla reynslu af mótum og er greini- lega öllum hnútum kunnugur. Við höf- um kannski strandað á að halda áfram á sömu braut undanfarinna ára og því er nauðsynlegt að fá góðan mann til þess að stýra starfinu bæði með kenn- urum og kylfmgum. Þannig getum við kannski ungað út kylfingum sem tækju þátt í atvinnumannamótum eins og Svíar hafa gert.“ með 14.168 iðkendur í félögum, sam- kvæmt upplýsingum Iþróttasambands íslands frá 1998. Golfið er í öðru sæti og hafði 7.100 skráða iðkendur í félög- um frá janúar 1999. Nú er sú tala kom- in upp í 7.800 að mati Harðar Þor- steinssonar, framkvæmdastjóra GSÍ. Hann segir jafnframt að um 4-5 þús- und manns, sem leiki golf, séu ekki skráðir í félögum. SUND Besti tími Elínar Golfið verði fjöl- mennast 2005

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.