Morgunblaðið - 18.02.2000, Page 2
2 B FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ÚRSLIT
ÍÞRÓTTIR
KÖRFUKNATTLEIKUR
Þór Ak. - Hamar 102:97
ískindsmótið í körfuknattleik, úrvalsdeild
karla (Epson-deildin), íþróttahöllin á Ak-
ureyri 17. febrúar2000.
Gangur leiksins: 8:2, 10:13, 20:20, 31:36,
41:40. 49:45, 63:50, 72:65, 82:71, 85:85,
86:86.86:90,90:92,95:92,102:97.
Stíg Þórs: Maurice Spillers 32, Magnús
Helgason 18, Hafsteinn Lúðvíksson 17,
Sigurður Sigurðsson 9, Óðinn Ásgeirsson 9,
Einar Öm Aðalsteinsson 9, Davíð Jens
Guðlaugsson 4, Konráð Óskarsson 2, Einar
Hólm Daviðsson 2.
Fráköst: 30 í vöm - 6 í sókn.
Stíg Hamars: Brandon Titus 37, Skarphéð-
inn Ingason 15, Pétur Ingvarsson 14, Ómar
Sigmarsson 12, Kristinn Loftur Karlsson 4,
Hjalti Jón Pálsson 4, Kjartan Kárason 4,
Óli Barðdal 4, Ólafur Guðmundsson 3.
Fráköst: 19 í vöm - 6 í sókn.
Villur: Þór 32 - Hamar 27.
Dðmarar: Einar Einarsson og Rúnar B.
Gíslason. Hafa vonandi átt betri daga.
Áhorfendur: 250.
1. deild kvenna
Grindavík - KR..................34:96
Sólveig Gunnlaugsdóttir 11, Þuríður Gísla-
dóttir 10 - Gréta Grétarsdóttir 19, Hanna
Kjartansdóttir 16, Linda Stefánsdóttir 13.
1. deild karla
ÍS - Stafholtstungur............77:60
NBA-deildin
Indiana Pacers - Toronto......109:101
Charlotte - LA Lakers...........85:92
New York Knicks - Minnesota.....93:89
Orlando Magic - LA Clippers....129:96
Portland - Golden State.........99:95
Vancouver - Washington..........92:87
KNATTSPYRNA
Ítalía
Bikarkeppnin, undanúrslit, sfðari leikur:
Inter Milano - Cagliari........1:2
Ivan Zamorano 11. - Giovanni Sulcis 21.,
Bemardo Corradi 27.
■ Inter áfram, 4:3 samanlagt, og mætir
Lazio í úrslitaleik.
Spánn
Bikarkeppnin, 8-liða úrslit, seinni leikur:
Merida - Real Madrid...........2:1
Ramon de Quintana 42., Juan Manuel
Prieto 119. - Rolando Zarate 104.
■ Jafnt, 2:2, samanlagt. Real áfram á marki
á útivelli.
Holland
Bikarkeppnin, 8-liða úrsHt:
Willem II - AZ Alkmaar.......(frl.) 1:2
Grikkland
Bikarkeppnin, 8-liða úrslit:
OFI Iraklion - Kalamata..........1:0
Ameríkubikarinn
A-riðUl:
Hondúras - Kólumbía..............2:0
Lokastaðan:
Hondúras..........2 2 0 0 4:0 6
Kólumbía..........2 1 0 1 1:2 3
Jamaíka...........2 0 0 2 0:3 0
■ Hondúras og Kólumbía í 8-liða úrslit.
B-riðiU:
Bandaríkin - Perú.............1:0
Lokastaðan:
Bandaríkin........2 2 0 0 4:0 6
Perú..............2 0 1 1 1:2 1
Haiti.............2 0 1 1 1:4 1
■ Bandaríkin og Perú í 8-Uða úrslit.
HANDKNATTLEIKUR
Þýskaland
Bikarkeppnin, 8-liða úrslit:
Flensburg - Gummersbach.......25:22
■ Dregið var til undanúrslitanna í gærk-
völd. Kiel mætir Frankfurt og Flensburg
mætir Minden.
SKÍDI
Heimsbikarinn
Risasvig kvenna í Áre í Svfþjöð:
1. SonjaNef, Sviss.............2:27,79
2. Anita Wachter, Austurríki...2:28,80
3. Brigitte Obermoser, Austurr.2:29,87
4. Birgit Heeb, Liechtenst.....2:30.09
5. Anna Ottosson, Svíþjóð......2:30.69
6. Renate Götschl, Austurríki..2:30.70
7. Anja Párson, Svíþjóð........2:30.73
8. Silke Bachmann, Italíu......2:30.98
9. Maria Contreras, Spáni......2:31.21
í KVÖLD
Úrvalsdeild karla:
ísafjörður: KFÍ-ÍA..........
1. deild kvenna:
Keflavík: Keflavfk-KFÍ......
Sauðárkrókur: TindastóU - ÍS.
Óbreytt
afstaða
EGGERT Maguiísson, for-
maður Knattspyrnusam-
bands íslands, fundaði í gær
með fulltrúum landsliðs-
kvenna. Eins og áður hefur
komið fram hdtaði liluti
þeirra að gefa ekki kost á
sér á meðan Þórður Lárus-
son væri landsliðsþjálfari.
„Ég áréttaði bara okkar
afstöðu sem er óbreytt.
Þórður Lárusson er þjálfari
kvennalandsliðsins og verð-
ur það út þetta ár,“ sagði
Eggert við Morgunblaðið í
gærkvöld.
Rafmagnað
í Þórssigri
ÓRSARAR unnu mikilvægan
sigur á Hamri, 102:97, í fram-
lengdum leik í úrvalsdeildinni í
körfuknattleik á Ak-
ureyri í gærkvöld.
Sæmundsson ^ hálfleikur
skrifar var kannski ekki
mikið fyrir augað en
baráttan var mikil og í hléi var stað-
an 41:40 Þór í vil. Eftir leikhlé sáust
betri tilþrif og framan af hálfleiknum
voru það heimamenn sem sýndu
sparihliðarnar og náðu þægilegri for-
ystu. Þór var yfir, 82:71, þegar innan
við tvær mínútur lifðu af leiknum.
Þá hófst ótrúlegur lokakafli og
þegar 11 sekúndur voru eftir komst
Hamar yfir, 85:86. Maurice Spillers
brunaði upp völlinn og krækti í tvö
vítaskot þegar 4 sekúndur voru eftir.
Hann náði að hitta úr seinna skotinu
ogjafna leikinn.
Hamar byrjaði framlenginguna
betur en Þórsarar komust yfir þegar
tvær mínútur voru eftir. Þeir léku af
öryggi eftir það og tryggðu sér sigur.
í liði heimamanna átti Maurice
Spillers stórleik. Hann tók rispur í
stigaskorun þegar á þurfti að halda
og var duglegur að vinna fyrir félaga
sína og mata þá. Hafsteinn Lúðvíks-
son var góður og Magnús Helgason
var í stuði í seinni hálfleik. Brandon
Titus var langatkvæðamestur gest-
anna og Skarphéðinn Ingason og
Pétur Ingvarsson áttu ágætan síðari
hálfleik. Vert er að geta þess að í lok-
in voru villuvandræði nokkuð farin
að herja á liðin. Fimm leikmenn úr
hvoru liði þurftu að fara út af með
fimm villur og því fengu allir vara-
menn liðanna að spreyta sig!
Sigþór til Nijmegen
SIGÞÓR Júliusson, knattspyrnumaður úr KR, fer á sunnu-
dag til Hollands og verður til reynslu hjá úrvalsdeildarliði
NEC Nijmegen í viku.
„Liðinu hefur ekki gengið nógu vel að undanfömu, er
neðarlega í deildinni og er að leita eftir liðstyrk. Mér skilst
að þeir vilji fyrst og fremst kaupa leikmann, ekki leigja.
Það væri mjög góður kostur að spila í Hollandi, ég held að
knattspyrnan þar henti mér og nú verð ég bara að standa
mig á þessum reynslutíma," sagði Sigþór við Morgunblaðið í
gær.
Sigþór er 24 ára og lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Nor-
egi á La Manga um síðustu mánaðamót.
BIKARINN
< FITART í FTFTFfTT IT >
Bikarúrslitaleikur karla í Laugardalshöll á laugardaginn kl. 17
Framarar og aðrir stuðningsmenn!
n/lætum allir og styðjum við bakið á strákunum okkar
Frænkurnar Ágústa Bjömsdóttir, fyrirliði Gróttu/KR, og Brynja Steinsen, fyr
á morgun. Grótta/KR leikur í fyrsta sinn til úrslita, en Valur hefur tvis
Frænkur
mætast
GRÓTTA/KR og Valur eigast við í úr-
slitaleik kvenna í handknattleik í
Laugardalshöllinni á morgun.
Grótta/KR hefur aldrei áður leikið til
úrslita í bikarkeppninni, enda er lið-
ið aðeins þriggja ára gamalt. Valur
hefur ágæta reynslu af bikarúrsiit-
um og hefur tvisvar orðið bikar-
meistari.
Fyrirliðar Vals og Gróttu/KR, þær
Brypja Steinsen og Ágústa Björns-
dóttir, hafa spilað saman með Gróttu/KR
°® Þekkiast Því ve* >nnan
Efíir vallar sem utan og eru
Vaj q auk þess frænkur. Þær
Jónatansson segja að það verði engin
frændsemi sýnd í bikarúr-
slitaleiknum á morgun. „Það verður ekkert
gefið eftir. Ég á reyndar þrjár frænkur í
Valsliðinu en ég gleymi því rétt á meðan á
úrslitaleiknum stendur," sagði Ágústa
Björnsdóttir, fyrirliði Gróttu/KR.
Brjáluð barátta
Brynja Steinsen, fyrirliði Vals, segir að
leikurinn verði brjáluð barátta. „Þetta
verður leikur upp á líf og dauða. Ég held að
það lið sem byrjar betur sigri,“ segir
Brynja, sem er að leika til úrslita í bikar-
keppninni í fyrsta sinn. „Ég ætla að reyna
að ná jafn mörgum titlum og Arna systir,
og eigum við ekki að segja að þetta verði
fyrsti titillinn af mörgum hjá mér.“
- Hverning hefur ykkur Valsstúlkum
gengið á móti Gróttu/KR í vetur?
„Það hefur ekkert gengið sérstaklega
vel. Við töpuðum fyrri leiknum í deildinni
með tveimur eða þremur mörkum og síðari
leikurinn var herfilegur - töpuðum með sjö
mörkum. Við höfum því harma að hefna.“
- Nú þekkir þú Gróttu/KR frá því þú
spilaðir með því, hver er helsti styrkleiki
liðsins?
„Það eru fáir leikmenn í þessu liði
Gróttu-stúlkna sem ég spilaði með á sínum
tíma. Liðið er nú komið með reynslumikla
leikmenn eins og Fanneyju Rúnarsdóttur
og Öllu Gokoryan. Sterkasta hlið liðsins er
líklega markvarslan og hraðaupphlaupin.“
- Er Valsliðið yngra en Gróttu/KR-Iiðiff!
„Já, ég held það. Við erum með stúlkur
frá 18 til 25 ára, ætli meðalaldurinn hjá
okkur sé ekki í kringum 21 ár en kannski
einu til tveimur árum meira hjá þeim. Það
var kominn tími til að yngja upp og Valslið-
ið á framtíðina fyrir sér.“
Tímamótaleikur
Ágústa Björnsdóttir er að spila bikarúr-
slitaleik í fyrsta sinn eins og flestar í liði
hennar. „Það er mikil tilhlökkun hjá okkur
að spila þennan leik. Markmiðið hjá okkur
er að gera þennan dag eftirminnilegan og
skemmtilegan og auðvitað að sigra. Ef okk-
ur tekst að vinna yrði það fyrsti stóri titill
félagsins og það yrðu mikil tímamót. Við
finnum að stjórnin stendur vel við bakið á
okkur. Það er góð stemmning í kringum
þennan leik í Vesturbænum og úti á Sel-
tjamamesi," sagði Ágústa.
- Hver er helsti styrkleiki Vals?
„Þær em með sterka vöm og spila agað-
an sóknarleik. Á góðum degi er mjög fín
stemmning í Valsliðinu og það getur hjálp-
að í svona leik.“
Gróttu/KR-stúlkur em í toppbaráttunni í
deildinni - í þriðja sæti með 25 stig, en Val-
ur er þremur stigum á eftir - í fimmta sæti.
„Við höum verið á uppleið núna á síðustu
vikum, eftir misjafnt gengi þar á undan.
Jóna Björg Pálmadóttir er nýkomin inn í
liðið og fellur alltaf betur og betur að leik
okkar. Það hefur tekið smá tíma að stilla
saman strengina, en ég held að þetta sé allt
að koma.“
Hún sagði að Gróttu-stúlkur færa í úr-
slitaleikinn til að sigra. „Við ætlum allar að
gera okkar allra besta og það er ekki hægt
að biðja um meira. Sigur er það eina sem
kemur til greina," sagði íyrirliði Gróttu/
KR.
ÍBV mætir Kosice á Kýpur
K ARL ALIÐ ÍB V í knattspyrnu heldur í æfinga- og keppnisferð til Kýpur á
þriðjudaginn í næstu viku. 25 ieikmenn fara utan með liðinu og verða spil-
aðir tveir leikir. Fyrst við rússneska 1. deildarliðið Melallaurg Lipitsk og
síðan FC Koice frá Skóvakíu. Þetta verður í fjórða sinn á fimm árum sem
ÍBV fer til Kýpur í æfíngaferð.
Kvennalið IBV heldur sama dag til Englands í æfingaferð. Stúlkurnar
verða í vikutúna í Middlesborough og mun væntanlega leika við ensk lið.
Það er enski leikmaðurinn í liði IBV, Karen Burek, sem liefur skipulagt
ferðina til Englands.