Morgunblaðið - 18.02.2000, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
HANDKNATTLEIKUR
FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000 B 3
Bikardraumur
fyrirliðanna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Arnar Pétursson, fyrirliði Stjömunnar og Sebastian Alexand-
ersson, fyrirliði Fram, bítast um bikarinn á morgun. Nær Fram
að vinna bikarinn í fyrsta sinn eða Stjarnan í þriðja sinn?
Morgunbiaðið/Ami Sæberg
'irliði Vals, takast á um bikarinn
var orðið bikarmeistari.
■ 2 KA m
PUNKTAR
■ VALUR varð fyrsti bikar-
meistarinn í handknattleik karla,
árið 1974. Ármann varð fyrst
kvennaliða til að fagna bikarmeist-
aratitli, árið 1976.
■ VIKINGUR og Valur hafa oftast
allra liða orðið bikarmeistarar
karla, eða sex sinnum hvort lið.
Fram hefur hins vegar unnið flesta
bikartitla kvenna, 12 alls.
■ FRAM, sem leikur nú til úrslita
við Stjörnuna, hefur aldrei orðið
bikarmeistari í handknattleik
karla. Stjaman hefur tvisvar fagn-
að sigri í bikarkeppninni.
■ GRÓTTA/KR, sem mætir Val í
úrslitum í kvennaflokki, hefur
aldrei orðið bikarmeistari og
reyndar aldrei leikið til úrslita áður.
Valur hefur tvisvar orðið bikar-
meistari kvenna.
■ BJARNI Viggósson og Valgeir
Ómarsson munu dæma úrslitaleik
kvenna á laugardaginn. Óli Olsen
veður eftirlitsmaður á leiknum, sem
hefst kl. 13.30 í Laugardalshöll.
■ STEFÁN Arnaldsson og Gunnar
Viðarsson dæma úrslitaleik karla,
en Hákon Sigurjónsson verður eft-
irlitsmaður HSI. Leikur Fram og
Stjömunnar hefst kl. 17.00 í Höll-
inni.
■ FRAMARAR verða með opið hús
í f þróttahúsinu við Safamýri frá kl.
13.30. Það mun Ijómsveit sjá um
upphitun, boðið verður upp á and-
litsmálun og annað fyrir leikinn.
■ FYRIRLIÐ AR liðanna sem leika í
bikarúrslitum karla og kvenna hafa
aldrei leikið til úrslita í bikarkeppn-
inni áður. Þau eru Sebastian Álex-
andersson, Fram, Amar Péturs-
son, Stjömunni, Brynja Steinsen,
Val, og Ágústa Bjömsdóttir,
Gróttu/KR.
FYRIRLIÐAR Stjörnunnar og
Fram, þeir Arnar Pétursson og
Sebastian Alexandersson, eiga
tvennt sameiginlegt. Báðir hafa
leikið með ÍBV og einnig eru
þeir báðir að leika sinn fyrsta
bikarúrslitaleik á morgun í
Laugardalshöllinni er Stjarnan
og Fram mætast.
Framarar hafa aldrei orðið bikar-
meistarar karla en þann titil
hafa StjömupUtar hlotið tvisvar sinn-
um. Keppt hefur ver-
ValurB 'ð Um bikarinn *
Júnatansson karlaflokki frá árinu
skrifar 1974 er Valur fagnaði
bikarmeistaratitlin-
um. Afturelding er núverandi bikar-
meistari en liðið hefur nú verið slegið
út af Stjömunni í 8 liða úrslitum.
„ÞAÐ er draumur allra handknatt-
leiksmanna að spUa úrslitaleik í bik-
arkeppninni," sagði Sebastian Alex-
andersson, markvörður og fyrirUði
Fram. „Þessi draumur er nú að ræt-
asthjámér. Égvarað æfameð Eyja-
mönnum, þegar þeir urðu bikar-
meistarar 1991, en var ekki
gjaldgengur með A-liðinu, vegna
þess að ég hafði spUað með B-liðinu í
bikamum fyrr um veturinn. Ég var
kominn með litlu tána inn í 14 manna
hópinn þegar kom að bikarúrslita-
leiknum og það vom mikU vonbrigði
að fá ekki að vera með.“
- Hver er sterkasta hlið Stjöm-
unnar?
„Það er tvímælalaust vamarleik-
urinn og markvarslan. Þessir hlutir
hjálpa auðvitað en koma ekki til með
að ráða úrslitum. Það er dagsformið
sem ræður úrslitum. Það lið sem ger-
ir færri mistök fær bikarinn."
Sebastian sagðist bíða spenntur
eftir úrshtaleUuium. „Ég hlakka til
að takast á við þetta stóra verkefni
sem bikarúrsUtaleikur er. Við fömm í
leikinn til að gera okkar besta og sjá-
um hvað miklu það skilar.“
- Ertu ánægður með árangur
Fram-liðsins í vetur?
„Já, ég er það. Við emm með rúm-
lega 50 prósent árangur í deildinni,
emm í þriðja sæti núna og komnir í
úrslit bikarkeppninnar. Eg held að
það sé alveg viðunandi miðað við það
sem búist var við af okkur fyrir mót-
ið. Okkur var spáð fimmta sætinu í
deildinni í haust,“ sagði Sebastian.
Nota tækifærið og njóta þess
Amar Pétursson, fyrmm leikmað-
ur ÍBV, tók undir þau orð Sebastians,
að þessi leikur væri toppurinn á
keppnistímabilinu. „Þessi leikur er
stærsti viðburður hvers tímabUs og
ég bíð spenntur eftir honum. Þetta er
alveg nýtt fyrir mér að fá tækifæri til
að leika bikarúrslitaleik í HöUinni.
Ég hef auðvitað horft á þessa leiki í
gegnum tíðina og alltaf blótað mér í
sand og ösku fyrir að vera ekki að
spila þessa leiki sjálfur. Nú er um að
gera að nota tækifærið og njóta
þess,“ sagði Amar.
Hann sagðist nokkuð ánægður
með gengi Stjömunnar í vetur. „Við
töpuðum fjómm af fyrstu fhnm leikj-
unum í deUdinni, en síðan kom gott
tímabil, þar sem við töpuðum ekki
ellefu leikjum í röð. Við töpuðum síð-
an fyrir HK í síðustu umferð, en við
látum HK ekki tmfla okkur í undir-
búningnum fyrir bikarúrslitaleikinn.
Eflaust vomm við farnir að hugsa um
bikarúrslitaleikinn þegar við mætt-
um HK.“
- Hver er sterkasta hlið Fram ?
„Fram er með mjög gott lið, góða
leikmenn í hverri stöðu. Liðið spilar
agaðan sóknarleik og kröftugan
varnarleik. Það em fáir veikleikar í
liðinu, en við höfum verið að finna
þessa örfáu veikleika og ætlum að
reyna að nýta okkur þá í leiknum. Við
ætlum okkur bikarinn,“ sagði Arnar.
FOLK
■ SVÍINN Ulf Schefvert hefur
verið ráðinn þjálfari þýska hand-
knattleiksliðsins Wuppertal.
Hann var meðal annars landslið-
sþjálfari Dana, þegar íslendingar
lögðu þá eftirminnilega í tvígang
- í seinna skiptið í Álaborg 1. des-
ember 1996 og tryggðu sér rétt til
að leika á HM í Kumamoto.
■ TONI Kukoc, körfuknattleiks-
maður frá Króatíu, var í vikunni
seldur til Philadelphia 76ers frá
Chicago. I staðin fékk Chicago,
Larry Hughes, en hann þykir af-
ar efnilegur bakvörður.
■ MEÐ brottför Kukoc frá
Chicago fer einn síðasti leikmað-
ur hins sigursæla liðs félagsins
undir stjórn Phils Jacksons, sem
vann NBA-titilinn fjórum sinnum
á sex árum.
■ DENNIS Rodman komst upp á
kant við dómara strax í öðmm
leik sínum með Dallas í NBA-
deildinni, í 112:99 í tapleik gegn
Millwaukee. Var hann rekinn af
velli eftir að hafa veist að dómara
leiksins og sent honum tóninn.
Rodman var dæmdur í eins leiks
bann og sektaður um 700.000 fyr-
ir atvikið.
■ HERBERT Arnarson skoraði
15 stig í fyrrakvöld þegar Donar
Groningen vann góðan útisigur á
Landstede Hammers, 61:89, í úr-
slitakeppninni um hollenska
meistaratitilinn. Donar náði þar
með Landstede að stigum en liðin
eru í 5.-6. sæti.
■ FALUR Harðarson lék í 17
mínútur og skoraði 3 stig þegar
lið hans, Honka, sigraði PuHu,
96:87, í finnsku úrvalsdeildinni í
körfuknattleik á þriðjudagskvöld-
ið. Honka jók þar með enn for-
skot sitt í deildinni.
■ MARC Overmars gefur ekki
kost á sér í landslið Hollands sem
mætir Þjóðverjum í vináttulands-
leik í næstu viku. Overmars seg-
ist hafa tekið þessa ákvörðun
vegna þess að hann vilji jafna sig
betur af meiðlsum í ökkla sem
plagað hafa hann upp á síðkastið.
■ ALLAN Smart, sem er nýkom-
inn í lið Watford eftir langvarandi
meiðsli, segist mjög spenntur fyr-
ir því að leika við hlið Heiðars
Helgusonar í framlínu liðsins.
Smart segir að Heiðar dragi stöð-
ugt að sér athygli varnarmanna
og þar með fái aðrir sóknarmenn
liðsins frelsi sem þeir eigi að geta
nýtt sér.
■ BJARKI Gunnlaugsson heldur
sæti sínu í framlínu Preston sem
mætir Bury í ensku 2. deildinni
um helgina. Bjarki meiddist á
fæti gegn Chesterfíeld um síð-
ustu helgi en í ljós kom að meiðsl-
in væru ekki alvarleg.
■ SIGURÐUR Jónsson er byrjað-
ur að æfa með Dundee United á
ný eftir að hafa legið rúmfastur í
tæpa viku. Ólíklegt er talið að
hann verði kominn í nógu gott út-
hald til að spila gegn Alloa í
skosku bikarkeppninni um helg-
ina.
■ ÍSLANDS- og bikarmeistarar
KR sigruðu Breiðablik, 1:0, í æf-
ingaleik í Reykjaneshöllinni í
fyrradag og var markið sjálfs-
mark Kópavogsbúa. Þetta var
fyrsti leikur KR-inga í ár.
Sláðu
í gegn
á Skaga
Árgjald kr. 15.000
ef þú býrö á
höfuðborgarsvæðinu.
Siá nánari upplvsinqar:
www.aknet.is/levnir
Golfklúbburinn Leynir, Akranesi,
símar 431 2711 og 863 4985.
Nýtt íþróttahús
í Dormagen
ÁKVEÐIÐ hefur verið að hefja byggingu á íþróttahúsi í Dor-
magen í Þýskalandi sem verður heimavöllur „íslendingaliðs-
ins“ Bayer Dormagen í þýsku 1. deildinni í handknattleik.
Stefnt er að því að húsið verði tilbúið á næsta ári. Reyndar er
þetta ekki í fyrsta skipti sem áform eru uppi umbyggingu
íþróttahúss í bænum, en að sögn Guðmundar Þ. Guðmunds-
sonar, þjálfara Bayer Dormagen, þá er alvara í málinu nú og
menn trúa að húsið muni rísa á tilsettum tíma. M.a. hefur ver-
ið skrifað undir samninga þess efnis.
Núverandi íþróttahús í Dormagen er fyrir löngu úr sér
gengið og svarar fáum kröfúm sem gerðar eru til íþróttahúsa.
Auk þess tekur það fáa áhorfendur, aðeins á milli 1.200 og
1.300. Þá er húsið svo lítið að engin aðstaða er til sjónvarps-
upptöku og útsendinga.
„Nýja húsið á eftir að breyta gríðarlega milklu hjá félaginu,
ekki síst stórbæta aðgengi og aðstöðu áhorfenda, við getum
fengið mun fleiri áhorfendur auk þess sem við getum tekið á
móti myndatökumönnum sjónvarps, en eins og aðstaðan er nú
er vart mögulegt að senda beint út frá Ieikjum okkar,“ sagði
Guðmundur.
Barátta Svíþjóðar og Rússlands
ísland ekki með í úrslitakeppni 6 af
9 stórmóta í handknattleik frá 1994
1. sæti
2. sæti
Frakkland
Rússland
3. sæti Rúmenia
4. sæti Júgóslavfa
5. sæti Spánn
1
íslands
JB Króatía <%m
Spánnk Spánn mmmmmmmm Rússlánd
/ \ Jrw / N
Júgóslavía ' Spánn Frakkland Þýskaland Júgóslavía Spánn
jk M
Frakkland Ungveijal.
H Ísíand
HM
1990
Tékkó-
slóvakíu
OL i HM
19921 1993
í f
Barcelona Svíþjóð
HM EM OL | HM
1995 I 1996 I 1996 B1997
í
í
[
EM I HM
998 I 1999
Portúgal
. EKKI .
“ MEÐ “
Atlanta Japan
á
italíu
Egypta-
landi
13.-16.
sæti
„ EKKI . EKKI J
“ MEÐ “ MEÐ '
EKKI « EKKI
MEÐ “ MEÐ
Þjóðirnar
sem keppa á
ÓL í Sidney:
Spánn Frakkland
Júgóslavía Þýskaland Slóvenía
Sviþjóð
Rússland
Frakkiand
Slóvenia
Spánn
Þýskaland
Júgóslavia
Kúba
S-Kórea
Egyptaland
Túnis
Ástralía