Morgunblaðið - 18.02.2000, Síða 2

Morgunblaðið - 18.02.2000, Síða 2
2 D FÖSTUDAGUR18. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF ^ ískar konur með PEST Líflegur bútasaumsklúbbur í Eyjum Konurnar líta glaðbeittar upp frá saumavélunum, Bætir, hressir og kætir „ALGJÖR dásemd,“ segir hópur húsmæðra í Vestmannaeyjum einum rómi þegar spurt er út í bútasaum- inn og félagsskapinn sem íylgir, en í bænum er starfandi klúbburinn Bútapest sem háifsmánaðarlega kemur saman. „Það er mikil (jölgun hjá okkur núna og vaxandi áhugi - við erum hátt á annan tug en vorum innan við tíu þegar við byrjuðum," segir Vil- borg Gísladóttir sem verið hefur meðlimur frá upphafi. „Svona klúbb- ar eru starfandi víða um land, en okkar hóf starfsemi fyrir ári í kjöl- far námskeiðs í bútasaumi sem hald- ið var í bænum. Þær hörðustu héldu áfram að hittast og hafa gert það reglulega allar götur síðan,“ segir Vilborg og bætir hlæjandi við: „Við ætluðum varla að tíma að taka okk- ur hlé yfir sumartímann, þótt það hafi nú á endanum verið gert.“ Saumavélinni skellt í tösku Konurnar hittast í húsi Verkalýðs- félagsins og mæta þangað með eigin saumavélar. Beint liggur við að álykta að þar fái þær jafnframt að geyma vélamar, en Vilborgtekur því flarri. „Nei, nei, það er koló- mögulegt að missa saumavélamar að heiman. Við fömm með þær á milii í hvert skipti og höfum flestar komið okkur upp góðum töskum og öðrum útbúnaði til þess að auðvelda flutningana.“ Tilfæringar þessar eiga sér stað annað hvert mánudagskvöld, þá hefst saumasam- verustund á slaginu átta og halda konurnar að jafnaði ekki heim- leiðis fyrr en á tólfta tímanum. „Þetta er svo skemmtilegt, afslapp- andi, skapandi og gott fyrir sálartetrið. Svo er þetta líka meiriháttar félagsskapur,“ segir Vilborg og fullyrðir að þrátt fyrir einbeiting- una sem saumaskapur- inn þarfnist sé jafnan tími fyrir skraf og hlátrasköll. „Þetta er vissulega töluverð ná- kvæmnisvinna en um leið eitthvað sem allir geta lært. All- ir sem á annað borð hafa áhuga geta unnið bútasaumsafrek," segir hún og bendir á að í Bútapest séu konur úr ólíkum áttum og á ólíkum aldri. „Við erum allar áhugamanneskjur í faginu og erum duglegar við að að-- stoða og leiðbeina hver annarri. Svo er auðvitað frábært að læra enn meira, líkt og í janúar þegar hér var haldið námskeið svipað því sem setti klúbbinn í gang í upphafi." Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Sigfríð Björgvinsdóttir var í framhaldshóp námskeiðsins í Eyjum og vann þar þetta hlýlega teppi. Fyrírheítna landíð Námskeiðin sem um ræðir eru haldin á vegum bútasaumsverslun- Áhugasamar konur á bútasaumsnámskeiði Frú Bóthildar og Sprett úr spori í Vest- mannaeyjum. Vilborg Gísladóttir er risin úr sæti til þess að gaumgæfa verk sitt. arinnar Frú Bóthildar í Reykjavík og vefnaðarvöru- og fondurverslun- arinnar Sprett úr spori í Vestmanna- eyjum, en síðamefndu verslunina reka mæðgurnar Erla Einarsdóttir og Björg Valgeirsdóttir, liðskonur í klúbbnum Bútapest. Leiðbeinandi námskeiðsins var Sigríður Braga- dóttir frá Frú Bóthildi og var boðið upp á byijenda- og framhaldshóp. „Við eram alltaf himinlifandi að fá svona námskeið hingað til Eyja - en svo fer maður líka endrum og sinn- um í heimsókn til Frú Bóthildar sjálfrar," segir Vilborg og fer mörg- um orðum um alúðina og áhugann «U1 sem þar ráða ríkjum. „Annars hefur draumurinn lengi verið að komast út,“ segir Vilborg svo og er hálfhissa þegar spurt er hvert. „Nú, auðvitað til Ameríku! Þar úir og grúir af sýningum, námskeiðum og öðra sem við kemur bútasaum. Mér skilst að bakterían verði þá fyrst ólæknandi þegar maður hefur kynnst bútasaumsmenningunni f Ameríku," segir Vilborg sem þang- að til lætur sig dreyma yfir einni af eftirlætiskvikmyndunum súiurn, „How to make an American quilt“, sem fléttar dramatfk og bútasaum við reynsluheim kvenna vestanhafs. segjast haldnar ákveðinni sýki en vilja helst ekki að lækning fínnist. Sigurbjörg Þrastardóttir fræddist um áhugamálið sem reglulega fær tugi kvenna um land allt til þess að yfirgefa eiginmenn og börn og ganga út með bút úr búslóðinni. VISSULEGA eru þetta hálfgerð trúarbrögð," við- urkennir Jóhanna Viborg brosandi þegar grennslast er fyrir um að- dráttaraflið sem býr í bútasaumi. Þessu undarlega áhugamáli sem virðist byggjast á nákvæmni, þolin- mæði og þögn - gildum sem ekki eru beint í háveg- um höfð í amstri hversdagsins við aldahvörf. í ljós kemur hins vegar að talsvert fjör getur myndast í kringum búta- sauminn; ferðir, námskeið, keppnir og óvissuverkefni að ógleymdum líflegum samveru- stundum út og suður. Útþrá og bútar „Ég hef staðið fyrir námskeiðum í bútasáumi víða á undanförnum árum, eiginlega allan hringinn í kringum landið,“ segir Jóhanna, en hún á og rekur bútasaumsverslun- ina Frú Bóthildi, sem er eina sér- verslunin sinnar tegundar hér á landi. „Nú síðast sendi ég kennara til Vestmannaeyja þar sem yfir tuttugu áhugasamar konur voru á námskeiði. A síðasta ári efndum við líka til samkeppni um svokallað Þátttakendur sem sagt að gera teppi úr 2.000 bútum af minnst 200 mismunandi efnis- tegundum, skiladagur var 5. janúar og hlut- laus dómnefnd skar úr um vinningshafa.“ Sjálf er Jóhanna þaulreynd saumakona en hefur einbeitt sér að bútasaumi síðasta ára- tuginn eða svo. Nú er svo komið að ákveðinn „söfnuður" hefur myndast í kringum Frú Bóthildi, svo haldið sé áfram með trúarbragðalíkinguna, og hefur harðasti kjarninn meira að segja farið í píla- grímsferð til Ameríku. Árið var 1998 og áfangastaðurinn alþjóðleg bútasaumssýning í Hou- ston, International Quilt Festival. í þeirri ferð var ekki mikið saum- að en þess meira skoðað, en því er öfugt farið í árlegum innan- landsferðum Frú Bóthildar, sem njóta vaxandi vinsælda. „Já, við höfum í fjórgang farið í þess konar saumaferðir út á land og núna síðast taldi hópurinn um sextíu konur,“ segir Jóhanna. „Fyrsta árið fórum við í Vindás- hlíð, en það þótti svolítið fyndið að við skyldum velja stað þar sem litl- 1 S!*ni;i„ Edda Kristinsdóttir (t.h.) sigraði samkeppni Frú Bóthildar um 2000-teppið, en hluti þess sést í baksýn. Hjá Eddu stendur formaður dómnefndar, Jóna Höskuldsdóttir. ar stúlkur fara í sumarbúðir til þess að fara í „saumabúðir“. Árið eftir ákváðum við að hafa þetta dá- lítið veglegra og gistum Norræna skólasetrið á Hvalfjarðarströnd tvö ár í röð - þar voru uppbúin rúm og allt! Og síðasta haust lögð- um við svo undir okkur heilt hótel í Stykkishólmi, en þá komust færri að en vildu og fjörið var heilmik- ið.“ Frí frá matseldinni Saumaferðir Frú Bóthildar eru farnar á haustin og standa heila helgi. Þátttakendur mæta í versl- unina klukkan sex á föstudegi þar sem langferðabíll tekur við kon- um og saumadóti. „Þetta eru heil- miklir búferlaflutningar. Konur allt austan úr Árnessýslu og norðan frá Akureyri taka sig til, yfirgefa eiginmenn, börn og heimili og storma suður með saumavélar og tilheyrandi. Þar sameinast þær sínum líkum og halda í rútu út á land þar sem saumað er linnulaust heila helgi," segir Jóhanna og upplýsir að varla sé litið upp úr saumaskapn- um nema fyrir kvöldvökur og aðra skemmtan. Ekki þurfi einu sinni að hafa fyrir matseld, þar sem ráðskonur sjái um slíkt. „Þetta er náttúrulega toppurinn á tilverunni; að fá að hrærast í áhugamálinu með öðrum konum sem eru á kafi í sama áhugamáli. Svo kemur allt í einu einhver sem kallar: „Gjörið svo vel, maturinn er til!“ og að borðhaldi loknu þarf ekki að gera annað en segja „takk fyrir mig!““ Meðal verkefna í haustsauma- ferðinni í Stykkishólmi var óvissuverkefni, þar sem nýjum upplýsingum úr teppauppskrift var dreift með reglulegu millibili. „Fyrir ferðina fengu konurnar fyrirmæli um að mæta með ákveðinn fjölda efna en engin þeirra vissi í upphafi hvers konar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.