Morgunblaðið - 18.02.2000, Side 6
6 D FÖSTUDAGUR18. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LIF
fylgd
tónlistargyðjunnar
hartnær áttatíu ár
nornnum
„Félagsskapurinn hefði getað
verið verrí,u segir Andrés Kol-
beinsson um lífsförunaut sinn,
tónlistina. Sveinn Guðjónsson
spurði líka um aðra förunauta eins
og nóturnar og ljósmyndirnar.
f >- 6 - P‘cmf
ff P JfPffP ff P ff / din,-------------pp
ff V ff f ----------------
SEGJA má að Andrés
Kolbeinsson hafi drukk-
ið í sig tónlistina með
móðurmjólkinni. Móðir
hans, Helga Jónsdóttir,
spilaði á orgel og hún kenndi syni
sínum nótnalestur. Eftir það varð
ekki aftur snúið.
„Móðir mín lærði á orgel í
Reykjavík, hjá Brynjólfí Þorláks-
syni, sem var um tíma organisti í
Dómkirkjunni," sagði Andrés, sem
fæddist á Þorvaldsstöðum í Hvít-
ársíðu 7. september 1919. „Eg er
alinn upp í Stóra-Ási, sem er
kirkjujörð og mamma spilaði á
orgelið við messur. Mamma
kenndi mér að þekkja nótumar og
spila þessar helstu æfingar á org-
el. Ég fór síðan að reyna að spila á
öll hljóðfæri sem hönd á festi og
eignaðist snemma harmónikku. A
hana spilaði ég fram eftir ung-
lingsárunum og spilaði þá oft á
böllum í sveitinni.
Faðir minn, Kolbeinn Guð-
mundsson, var bóndi í Stóra-Ási
og stundaði jafnframt járnsmíðar.
Hann smíðaði skeifur undir flesta
hesta í sveitinni, að því er sagt
var. Ég var elstur fimm systkina
og undir eðlilegum kringumstæð-
um hefði ég líklega fetað í fótspor
föður míns og orðið bóndi. En um
tvítugsaldurinn átti ég við heilsu-
leysi að stríða og þótti því ekki
mikið búmannsefni. Þess vegna
flutti ég til Reykjavíkur árið
1942.“
í læri hjá Urbancic
Eftir komuna til Reykjavíkur
fór Andrés að læra rafvirkjun, en
tónlistin togaði alltaf í hann og
hann hóf jafnframt nám í Tónlist-
arskóla Reykjavíkur.
„Ég fór að læra á píanó og
kennari minn var
Victor Urbancic, al-
veg einstakur maður
og frábær kennari.
Stuttu eftir að ég
kom til Reykjavíkur
eignaðist ég klarin-
ett og fór fljótlega
að spila með Lúðra-
sveit Reykjavíkur
eftir að hafa fengið
tilsögn í nokkrar
vikur hjá öðrum
klarinettuleikara í
sveitinni. Urbancic
hvatti mig eindregið
til að skipta um
hljóðfæri og fara að
læra á óbó enda var
ekki vitað nema um
einn annan óbóleikara í Reykjavík
á þessum tíma, en þó nokkrir sem
spiluðu á klarinett.
Á þessum árum tók Tónlistarfé-
lagið þátt í að starfrækja Hljóm-
sveit Reykjavíkur og svo vildi til
að það vantaði tilfinnanlega blás-
ara, þar á meðal óbóleikara. Og
málin þróuðust þannig að Tónlist-
arfélagið bauðst til að styrkja mig
til að fara til Englands í tónlistar-
nám og þangað fór ég haustið
1944.“
Tónlistamám
i Manchester
Leið Andrésar lá til Manchester
og með í för var Árni Björnsson
tónskáld og hófu þeir félagar nám
við „The Royal Manchester Coll-
ege of Music“. Síðar bættist Egill
Jónsson í hópinn.
„í Manchester var ég í þrjú ár,
sem þætti ekki langur tími við
tónlistarnám nú á dögum, en þótti
hæfilegur tími þá og tók ég burt-
fararpróf árið 1947. Kennari minn
Hold l*ft silck pointad on sk/n and brat iha stick with rijhj stick
moving tjradually iowarcjj and away from tip oj left stick.
K Ht Press »troo htxrd’4 making a vary short buzz.
* # Hold I*ft stick pointad on akin, rub the. ati<k to and fro
witft right stick.
Andrés þykir hreinn listamaður í nótnaskrift.
Hér hefur hann skrifað nótur fyrir slagverk úr
tónverki eftir Áskel Másson.
hét Evelyn Rothwell, eiginkona
John Barbirolli, hljómsveitarstjóra
hjá Hallé-hljómsveitinni, sem var
mjög þekktur hljómsveitarstjóri á
þeim tíma. Hann var aðlaður og
þar með fékk frúin titilinn Lady
Barbirolli. Það var gott tónlistar-
uppeldi fólgið í því að sækja tón-
leika hjá Hallé-hljómsveitinni, en
við sóttum alla tónleika hljóm-
sveitarinnar sem við gátum og
höfðum efni á, en einhvern afslátt
fengum við nú á þessa tónleika.
Þessi hljómsveit þykir ein besta
hljómsveit í Bretlandi.
Þegar ég kom til Manchester
var stór hluti af miðborginni í rúst
vegna stríðsins, heilu göturnar
voru bara tígulsteinahrúgur og
hálffallnir veggir.
Hið sama má segja um London,
en þangað kom ég í fyrsta skipti
um páska 1945. Þá komu V-skeytin
frá Þýskalandi á hverjum morgni
milli klukkan fimm og sex og mað-
ur heyrði sprengjudynkina í
fjarska."
Efnilegur
óbóleikari
Sagt var frá tónlistarnámi Andr-
ésar í íslensku dagblaði árið 1946
undir fyrirsögninni: „Fjöldi ís-
lenskra tónlistarmanna við nám í
Englandi."
I ^greininni segir meðal annars:
„I morgun fór héðan flugleiðis
til Englands ungur hljómlistar-
maður, sem stundað hefur nám í
óbóleik um tveggja ára skeið í
Englandi, en dvaldi hér heima
skamma stund í sumarleyfi.
Þessi ungi maður er Andrés
Kolbeinsson frá Stóra-Ási í Borg-
arfirði. Fyrstu stríðsárin fluttist
hann til Reykjavíkur, stundaði
tónlistarnám í hjáverkum sínum
og lék jafnframt bæði í Lúðrasveit
Reykjavíkur og Hljómsveit Tón-
listarskólans.
Stjórn Tónlistarfélagsins þótti
Andrés vera svo efnilegur tón-
listarmaður, að hún ákvað að
styrkja Andrés til framhalds-
náms í Englandi með það fyrir
augum, að hann gerðist kennari
við Tónlistarskólann að námi
loknu.
Nú hefir Andrés stundað
óbóleik um tveggja ára skeið
sem sérnámsgrein við tónl-
istarskólann í Manchester.
Hann mun ljúka prófi á
næsta ári.
Aðalkennari Andrésar er
frú Evelyn Barbirolli, einn
þekktasti óbóleikari Bret-
lands og kona hins heims-
Andrés Kolbeinsson með klarin-
ettu í höndum og nótnablað fyr-
ir framan sig.
þekkta hljómsveitarstjóra Barbir-
olli, sem stjórnar Hallé-hljóm-
sveitinni, einni þekktustu
hljómsveit Breta. Frúin leikur
jafnan óbósóló með þeirri hljóm-
sveit.“
Ekki hægt að
lifa af tónlistinni
Á námsárum sínum í Englandi
kvæntist Andrés enskri konu, Ber-
yl Joy, og eiga þau tvö börn en
þau skildu eftir 12 ára hjónaband.
Eftir heimkomuna 1947 reyndi
hann að útvega sér einhverja
vinnu við tónlistina þótt ekki væri
um auðugan garð að gresja.
„Þeir hjá Tónlistarfé-
laginu greiddu götu
mína og ég komst í
Ú tvarpshlj ómsveit-
ina, sem þá var enn-
þá starfandi, en
stjórnandi hennar
var Þórarinn Guð-
mundsson tón-
skáld.“
- Var hægt
að lifa ein-
göngu af
tónlistinni
hér á landi á
þessum ár-
um?
„Nei,
það var
ekki
Rótgrónir hönnuðir
sýna á tískuvikunnni í
Bella Center en í
■ Oksnehallen sýna
ungu hönnuðirnir
vetrartískuna. Sigrún
Davíðsdóttir skoðaði
sig um í gömlu kjöt-
miðstöðinni og gaf
framleiðslu þriggja ís-
lenskra fyrirtækja
sérstakan gaum,
^ í GÖMLU kjötmiðstöðinni í
^ Kaupmannahöfn hefur blóðið
í verið þvegið af gólfunum og
dZÍ í staðinn er komið stórt, opið
H og bjart rými, sem fer einkar
vel utan um unga og fram-
,-sækna hönnun eins og þá sem nú
fyllir sali. í hópnum eru íslensku
snidqsmJM
og ævintýrakjol
fyrirtækin SVO, Spaksmanns-
spjarir og The Collection Reykja-
vík og glöggt sést að þau eru
fyllilega með á nótunum. Síð-
astnefnda merkið sýnir kvenföt í
fyrsta skipti, en SVO er einnig
með karlmannsföt.
íslendingar í
spennandi hópi
Á tískusýningunni fyrir blaða-
menn, áttu Spaksmannsspjarir
fimm framkomur og SVO eina.
Frá þeim fyrri voru flíkurnar
flokkaðar undir þjóðlegan stíl,
„Folklore", þar sem mikið bar á
litum, útsaumi og öðru þjóðlegu
ívafi. Spaksmannsspjarir sóru sig
þó fremur í ætt við ævintýri, með
viðamiklum kjólum, sem minntu á
hátískuföt sökum þess hve mikill
saumaskapur er á þeim. Þessar
flíkur má setja saman á margan
hátt, hneppa stykkjum af og á,
svo úr einni flík verða margar.
Litirnir eru áfram náttúrulitir, en
með pastel líka. Efnin eru mjög
spennandi, bæði léreft og gervi-
leður, svo þau spanna vítt svið.
SVO sýndi hvítt sett, stílhreint
pils og jakka undir
þemanu „Polar“. Firna
einföld snið í hugvits-
samlegri útfærslu minnir á
ákveðna tegund japanskrar
framúrstefnutísku og vísast
ekki tilviljun að SVO selur
þangað. Þeim var nýlega boðið
að vera með á sýningu í Japan,
sem stórt tískurit þar efndi til.
Fötin fylgja naumstefnunni, ein-
falt en með spennandi atriðum
eins og sérkennilega heillandi
hálsmáli, sem rennur út í eitt
með kraganum. Naumstefna
Hönnun hinnar
sænsk-japönsku El-
isabet Yanigasawa
birtist í látleysi
formanna.