Morgunblaðið - 18.02.2000, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 18.02.2000, Qupperneq 8
8' D FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ + DAGLEGT LÍF LIÐIÐ í GEGNUM Lesið í málverk s I fyted Könilu meistaranna og Guð- bjargar Kristjánsdóttur leið Hrönn Marinósdóttir um sali Gerðarsafns. TÍMANN Á LISTASAFNI Morgunblaðið/Jim Smart Guðbjörg Kristjánsdóttir, forstöðumaður Gerðarsafns og áhugasamur almenningur. FYRIR framan Guðbjörgu Kristjánsdóttur, forstöðu- mann Gerðarsafns, standa tæplega 30 manns; konur, eitt barn og nokkrir karlmenn. Þau hafa skráð sig til þátttöku á námskeið í að skoða mál- verk, eina kvöldstund. Námskeiðið var haldið á vegum Félags ís- lenskra háskólakvenna og farið var í gegnum Lífshlaupið, safnsýningu á verkum úr eigu Þorvaldar Guð- mundssonar og Ingibjargar Guð- mundsdóttur sem lauk um síðustu helgi. Ætlunin var að halda eitt námskeið en þar sem áhuginn var mikill var ákveðið að fjölga þeim um tvö. Flest söfn hafa í boði leiðsagnir fyrir almenning og safnakennsla ætluð grunnskólabömum er alla jafna í boði yfir vetrartímann. „Það ér nauðsynlegt að opna augu fólks fyrir myndlistinni," segir Guðbjörg. „Einkum finnst mér mikil gjá milli almennings og samtímalistar. Menn eru þakklátir fyrir að sjá eldri lista- verk því þeir eiga auðveldara með að skynja þau og skilja.“ A sýningunni sem við skoðum eru verk gömlu meistaranna í al- gleymingi. „Við líðum í gegnum tí- mann með aðstoð málverka,“ eins og Guðbjörg orðar það. „Við finnurn straum tímans í uppsetningunni sjálfri." Öllum finnst gaman að fá smá leiðsögn, að mati Guðbjargar. „Sjónin er flókin og maður sér ekki allt í einu vetfangi. Fólki finnst jafnvel gott að koma í leiðsögn þeg- ar það er búið að skoða sýninguna einu sinni og velta myndunum fyrir sér.“ Gömlu meistararnir varfærnir Málverk frumherjanna átta, gömlu meistaranna eins og Guð- björg kallar þá; Ásgríms Jónssonar, Þórarins B. Þorlákssonar, Gísla Jónssonar, Eyjólfs B. Eyfells, Jóns Stefánssonar, Kristínar Jónsdóttur, Muggs og Kjarvals, eiga það meðal annars sammerkt að vera varfærn- isleg,“ upplýsir Guðbjörg. „Það birtist meðal annars í því að mál- verkin eru fremur smá í sniðum sé giiðað við mörg seinni tíma verk og notaðir eru mildir litir.“ Guðbjörg stillir sér upp við mál- verk Asgríms Jónssonar. „Þessi mynd býður gesti velkomna. Tær mynd af Mýrdalsjökli sýnir okkur landið á fögrum sumardegi. Aðals- merki Asgríms er birtan og þessi blíða og fallega sumarstemmning." Birtan í málverkum frumherj- anna er oft svipuð, að sögn Guð- bjargar, en í myndum Jóns Stefáns- sonar er birtan þó mun dramatískari en til að mynda hjá Asgrími. „Myndir Asgríms lýsa ein- skærri ást hans á landinu og flestir af þessari kynslóð eru í verkum sín- um að hefja landið til vegs og virð- ingar.“ Við skoðum fleiri myndir eftir Ásgrím, Jón Stefánsson og Þórarin B. Þorláksson m.a. Konu á peysu- fötum. „Konan situr og snýr í okkur baki, ber hendur fyrir andlit sér. Þorarinn lætur ljósið falla á hendur hennar og maður greinir sorgina. Ákveðið bragð hjá honum er að láta kon- una snúa í okkur baki, hún er máluð inn í nóttina. Nóttin er notuð til að tjá ólgu tilfinninga hjá kon- unni. Það er svartnætti." Og Guðbjörg heldur áfram: „Hér er mjög skemmtileg mynd eftir Eyjólf B. Eyfells. Hann á hrós skilið íyrir að koma efninu til sldla í svona lít- illi mynd. Nesstofa er skýr og skilmerkileg, sólin sindrar í hafinu. Annars eðlis er þessi mynd eftir Gísla Jónsson. Hafa ber í huga að afar erfitt var að gerast list- málari á þessum árum, erfitt var að ná sér í menntun, menn menntuðu sig kannski einungis vetr- arpart. Gísli Jónsson var fátækur en lagði allt í söl- urnar til að gerast list- málari. Kjarval skrifaði gagnrýni um 1930 í nota- legum tón, sagði Gísla mála bæði slétt og rétt. Það eru prýðileg með- mæli, hann málar fallega mynd af Reykjavíkurhöfn og myndin er í miklu jafn- vægi. Esjan og rósfjólu- bláir draumar í bak- grunni, bjartur sumardagur og gufuskipið er boðberi nýrra tíma. Eg held að Kjarval hafi haft rétt fyrir sér eða sýnist ykkur það ekki?“ Veridn tengd þjóðfrels- isbaráttu Guðbjörg leiðir viðstadda milli fleiri málverka og segir okkur hvernig myndlistin hefur breyst með tímanum og hver séu séreink- enni höfunda. „Verk gömlu meista- ranna sýna okkur flest fegurð landsins og eru að einhverju leyti tengd þjóðfrelsisbaráttunni," segir Guðbjörg. „Eins og skáldin eru þeir að lofsyngja fegurð landsins og að Island þurfi að eignast málaralist eins og önnur lönd. Kjarval er gott dæmi um það. Hann byrjar á fjórða áratugnum að mála Þingvelli, helg- asta stað landsins, af miklu kappi.“ Guðbjörg staðnæmist fyrir fram- an mynd eftir Kjarval og segir okk- ur að hún sé fyrsta myndin sem Þorvaldur keypti, árið 1930. „Þessi mynd, Jesús Kristur og Júdas, er kannski gott dæmi um hve Kjarval hafði gaman af að túlka sálarlíf og líðan manna. Hið góða og illa eru að takast á. Þettu eru þekktustu svik hins kristna heims.“ Hreyfingin kemur frá vinstri, bendir Guðbjörg á, og það skapar jafnan svolitla óþægindatilfinningu í málverkum. „Júdas er málaður í dökkum litum. Þetta er upphafið að dauða Krists." Ávextir vinsælt myndefni Myndir Jóns Stefánssonar eru að mati Guðbjargar afar stórbrotnar. „Með honum göngum við hinn ein- „Aðalsmerki Ásgríms er birtan og þessi blíða og fallega sumai-- stemmning," segir Guðbjörg um verkið Mýrdalsjökull. „Kona í peysufötum snýr í okkur baki, ber hend- ur fyrir andlit sér. Þórarinn lætur ljósið falla á hendur hennar og maður greinir sorgina." Úr bókinni Lífshlaup. Jesús Kristur og Júdas. „Myndin er kannski dæmi um hve Kjarval hafði gaman af að túlka sálarlíf og líðan manna." mana veg inn í landið, við stöndum í sterku landslagi, á öræfum. Þar hittir maður einungis fyrir sjálfan sig.“ Kristín Jónsdóttir fer hins vegar allt öðruvísi að, að sögn Guðbjarg- ar, hún málar í mun dekkri litum. Konur að salta sfld er ein mynd eft- ir hana á sýningunni. „Myndin er frá 1927 og yfir konunum við störf- in er kyrrð og ró. Maður upplifir anda aldarinnar í gegnum málverk- ið. Þessi ljóðræna stemmning er svo einkennandi fyrir þessa kyns- lóð.“ Cezanne og síðar kúbisminn gerði mikið af því að slíta sundur formin. Jón lærði mikið af Cezanne, hann slítur í sundur eitt sjónarhom í myndinni. Á sýningunni eru einnig nokkrar kyrralífsmyndir ma. af ávöxtum, hinu sígilda myndefni listamanna. „Eplin hafa verið sérlega vinsæl al- veg frá tímum Evu og Adams,“ seg- ir Guðbjörg í léttum tón. „í fornöld er sagt að menn hafi málað vínberin svo vel að fuglar rugluðust á þeim. Það er hefð í myndlist að mála ávexti, þeir eru fallegir og menn spreyta sig á að ná áferðinni og lit- unum.“ Yngri verk í öðrum sal Þá víkur sögunni yfir í Austursal Gerðarsafns en þar gat að líta yngri verk eftir Kjarval og málarana sem fram komu á árunum milli heimsstyrjald- anna; Jóhann Briem, Gunn- laug Seheving, Gunnlaug Blöndal, Jón Engilberts, Snorra Arin- bjarnar og Finn Jónsson. Á fjórða og fimmta áratug aldarinnar var algengt að fólk við störf, listamenn máluðu bendir Guðbjörg okkur á. „Helsti atvinnuvegur þjóðarinnar varð til dæmis viðfangsefni Gunnlaugs Schevings," segir Guðbjörg og sýn- ir okkur mynd eftir hann; úfinn sær, skip og sjómenn. „Hjá Gunnlaugi Blöndal aftur á móti á sér stað ákveðin litabylting,“ segir Guðbjörg. ,Á Hótel Holti hangir mynd eftir hann þar sem hann hefur málað saltverkakonur eins fallegar og Parísardömur. Menn á sínum tíma voru ekki allir sáttir við að hafa verkakonumar svona fallegar." Kjarval sér á báti „Jóhannes S. Kjarval er sér- kapítuli út af fyrir sig, ef svo má að orði komast," segir Guðbjörg. Fjöldi seinni tima verka eftir hann var á sýningunni. Hann málar mik- ið samferðafólk sitt og ýmsar pers- ónur, verur eða anda sem hann skynjar í landslaginu þegar hann er úti að mála. „Kjarval hafði afar fjörugt ímyndunarafl. Eitthvað kveikir hugarílug hans og hann fer á flug.“ Kjarval kemur með hið nýja landslagsmálverk, bendir Guðbjörg okkur á. „Hann notar atriði úr kúb- ismanum sem hann fellir inn í ís- lenskt landslagsmálverk. Hann tek- ur nærmyndir af hrauninu. Fegurð landsins verður þannig ótrúlega lif- andi og falleg. Það var nýtt að þrengja þannig sjónarhomið og bijóta hraunið upp í marga fleti. Kjarval tekst að koma með mikla litaauðgi og líf í myndirnar.“ Yfirferð Guðbjargar tekur hátt í þrjá tíma. Oft nemur hún staðar og biður viðstadda um að túlka efni myndarinnar. „Hvað er listamaður- inn að fara?“ spyr Guðbjörg og bíð- ur spennt eftir svari. „Það er alltaf skemmtilegast að heyra mismunandi túlkanir fólks. Myndlistin hefur sitt eigið mál, svolítið þarf að læra til að lesa það og skilja. Það má líkja þessu við að læra erlent tungumál. Það em ákveðnir hlutir sem gott er að hafa augun opin fyrir, svo sem hver hreyfingin, birtan eða formin eru. Þá er hægt að finna aftur og aftur í verkum ólíkra málara.“ Ýmis brögd í portrettmyndum í portrettmálverki er gott að skoða hvaða brögðum er beitt til að koma persónuleika viðkomandi til skila. Guðbjörg bendir okkur á að Kjarval málaði athafnamanninn Þórarin Olgeirsson á allt annan máta en dóttur sína Ásu og mynd hans af Erró lýsir orku og lífsgleði. Sýningunni lauk með nokkmm abstraktmyndum og verkum eftir Louisu Matthíasdóttur. „Louisa er að mála endurminninguna en ísland hefur alltaf átt mikil ítök í henni.“ Sýningunni Lífshlaupi lýkur í kjallara Gerðarsafns þar sem teikn- ingum eftir ýmsa var haganlega fyr- ir komið. Niðri var einnig að finna sjálft Lífshlaupið, vinnustofu Kjar- vals í Austurstræti 6. Guðbjörg varði drjúgum tíma í að útskýra verkið fyrir okkur. Einnig fór hún í stflsögu Kjarvals, benti okkkur á hvemig hann beitir penslinum á mismunandi hátt í málverkum og hvemig liturinn er lagður á, stund- um slétt en stundum kraftmikið. Að lokum þakkar forstöðumaður- inn okkur fyrir komuna og kveðst vonast til að námskeiðið komi okkur að gagni síðar á lífsleiðinni. |

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.