Morgunblaðið - 25.02.2000, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.02.2000, Blaðsíða 3
2 B FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2000 B 3 ' ÚRSLIT ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR 1. DEILD KARLA Fj. leikja U J T Mörk Stig UMFA 16 12 1 3 408:375 25 KA 16 9 2 5 428:368 20 FRAM 16 9 2 5 409:393 20 HAUKAR 16 7 3 6 423:400 17 HK 16 8 1 7 398:387 17 STJARNAN 16 8 1 7 381:372 17 VALUR 16 8 1 7 365:361 17 IBV 16 7 2 7 375:380 16 FH 16 6 3 7 362:365 15 ÍR 16 6 3 7 380:391 15 VÍKINGUFt 16 3 5 8 391:426 11 FYLKIR 16 1 0 15 343:445 2 HANDKNATTLEIKUR KA-ÍBV 25:25 KA-heimilið, ísleindsmótið í handknatt- leik, 1. deiid karla (Nissan-deildin), fimmtudaginn 24. febrúar 2000. Gangur leiksins: 0:2, 2:5, 6:8, 9:9, 9:11, 11:11, 13:13, 15:17, 19:19, 21:22, 23:22, 24:24. Mörk KA: Guðjón Valur Sigurðsson 6, Halldór Sigfusson 6/3, Jóhann G. Jóhanns- son 4, Bo Stage 4, Heimir Örn Ámason 3, Magnús A. Magnússon 1. Varin skot: Reynir Þór Reynisson 9 (þar af 4 til mótherja), Hörður Flóki Ólafsson 4 (þar af 1 til mótherja). Utan vallar: 8 mín. Mörk ÍBV: Miro Barisic 10/3, Aurimas Frovolas 7, Guðfinnur Kristmannsson 2, Daði Pálsson 2, Svavar Vignisson 1, Erling- ur Richardsson 1, Bjartur Sigurðsson 1. Varin skot: Gísli Guðmundsson 15 (þar af 3 til mótheija). Utan vallar: 6 mín. Dtímarar: Einar Sveinsson og Rögnvald Erlingsson. Höfðu góð tök á leiknum, þrátt fjrir nokkrar óvinsælar ákvarðanir. Ahorfendur: Um 400. 2.deild karla Fram b - ÍR b..................29:27 Þýskaland Nettelstedt - Magdeburg.........24:29 ■ Ólafur Stefánsson gerði sjö mörk fyrir Magdeburg, þar af eitt úr vítakasti. KÖRFUKNATTLEIKUR KR - Keflavík 68:44 KR-húsið, Islandsmúlið í körfuknattleik, 1. deild kvenna, fimmtudaginn 24. febrúar 2000. Gangur leiksins: 5:0, 8:2, 8:8, 14:8, 16:12, 22:12, 26:16, 28:20, 32:24, 34:24, 38:24, 46:27, 46:34, 53:34, 59:36, 61:42, 65:44, 68:44. Stig KR: Guðbjörg Norðfjörð 16, Hanna Kjartansdóttir 15, Kristin Jónsdóttir 13, Sigrún Skarphéðinsdóttir 6, Emilie Ram- berg 6, Gréta Grétarsdóttir 4, Hildur Sig- urðardóttir 3, Linda Stefánsdóttir 3, Guð- rún Sigurðardóttir 2. Fráköst: 9 í sókn - 29 í sókn. Stig Keflavíkur: Bima Vaigarðsdóttir 16, Erla Þorsteinsdóttir 13, Alda Leif Jóns- dóttir 7, Anna María Sveinsdóttir 5, Kristín Blöndal 2, Marín R. Karlsdóttir 1. Fráköst: 6 í sókn -18 í vöm. Dtímarar: Kristinn Albertsson og Eggert Aðalsteinsson. Villur: KR16 - Keflavík 17. Áhorfendur: Um 160. 1. DEILD KVENNA Fj. leikja U T Stig Stig KR 17 15 2 1259:743 30 KEFLAV/K 17 15 2 1277:890 30 ís 18 11 7 1054:959 22 TINDASTÓLL 14 5 9 795:964 10 KFÍ 16 3 13 895:1223 6 GRINDAVfK 18 1 17 785:1286 2 Evrópukeppni landsliða A-riðill: Slóvakía - Lettland..............61:79 Sviss - Ungvetjaland.............76:70 England - Króatía................77:81 Staðan: Króatía.............4 4 0 329:250 8 Lettland............4 2 2 328:306 4 Ungverjaland........4 2 2 276:263 4 England.............4 2 2 315:317 4 Sviss...............4 2 2 278:314 4 Slóvakía............4 0 4 240:316 0 B-riðill: 66:81 70:77 69.80 Staðan: Grikkland ..4 4 0 306:249 8 Tékkland ..4 3 1 319:278 6 Eistland ..4 3 1 313:289 6 Pólland ..4 2 2 307:313 4 Austurríki ..4 0 4 285:341 0 Hv.Rússland ..4 0 4 278:338 0 C-riðilI: 85:66 81:76 61:75 Staðan: Israel ..4 4 0 327:255 8 Bosnía ..4 2 2 294:292 4 Búlgaría ..4 2 2 287:289 4 Finnland ..4 2 2 317:337 4 Holland ..4 1 3 277:301 2 Svíþjóð „4 1 3 286:314 2 D-riðilI: Portúgal - Belgía .... 77:84 Makedónía - ísland. 94:65 63:76 Staðan: Slóvenía „4 4 0 328:245 8 Ukraína ,.4 3 1 272:233 6 Belgía ,.4 3 1 284:257 6 Makedónía ,.4 2 2 291:267 4 Portúgal ,.4 0 4 260:324 0 ísland „4 0 4 224:333 0 ■ Tvö efstu liðin í hverjum riðli komast í lokakeppnina i Tyrklandi á næsta ári, ásamt 7 efstu liðunum úr síðustu Evrópu- keppni og Tyrkjum. NBA-deildin 94:78 88:99 Miami - New Jersey 99:85 98:116 111:118 Milwaukee - Golden State.... 86:91 94:100 KNATTSPYRNA Ameríkubikarinn Undanúrslit: Kólumbia - Perú 2:1 Marcial Salazar (sjálfsmark, 39.), Victor Bonilla (53.) - Roberto Palaeios (75.). IKVOLP HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla: Hlíðarendi: Valur - Víkingur......20 1. deild kvenna: KA-heimili: KA-ÍBV.............20.30 2. deild karla: Selfoss: Selfoss - Völsungur......20 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla: Akureyri: ÞórA.-KFÍ...............20 1. deild karia: Þorlákshöfn: Þór Þ. - ÍS..........20 Frítl í FRÍTT verður á landsleik íslands og Portúgals í riðlakeppni í Evrópu- keppninni í körfuknattleik, sem fram fer í Laugardalshöll á morgun, laug- ardag. Körfuknattleikssamband Is- lands (KKÍ) hefur gert samkomulag við fyrirtækin Japis hf. og Lýsingu hf. vegna leiksins. Forráðamenn KKI segjast gera sér vonir um að með því að bjóða fólki frítt muni það fjölmenna í höllina, sem er eini keppnisstaðurinn sem landsliðið get- ur leikið leiki sína vegna reglugerða frá Alþjóða körfuknattleikssam- bandinu. Pétur Hrafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri KKÍ, sagði að tilgangurinn með því að bjóða frítt á leikinn væri sá að búa til sterkari heimavöll og kynna um leið íþróttina fyrir almenningi. Svörtu kettimir ENSKA knattspyrnufélagið Sund- erland hefur skipt um gælunafn. Liðið hefur verið kallað „Rokermen" svo lengi sem elstu menn muna en nýlega var efnt til samkeppni um nýtt nafn meðal stuðningsmann- anna. „Black Cats“ (svörtu kettirnir) fékk flest atkvæði og hefur verið samþykkt. Þar er leitað í forna hefð því „svörtu kettimir" voru tvær fall- byssur sem stóðu við ána Wear á 18. öld og voru notaðar til að verja Sund- erlandborg íýrir árás. Sláðu í gegn á Skaga Argjald kr. 15.000 ef þú býrð á höfuðborgarsvæðinu. Siá nánari upplvsinqar: www.aknet.is/levnir Golfklúbburinn Leynir, Akranesi, símar 431 2711 og 863 4985. Jón Am ar ríður á vaðið Heldur Vala uppteknum hætti? Vala tekur þátt í undankeppni stangarstökksins um miðjan dag. Þegar þetta er ritað er ekki Ijóst hvað þarf að stökkva til þess að tryggja sér sæti í úrslitum, en það gæti verið um 4,20 m. Miklar og hraðar framfarir hafa haldið áfram í stönginni í vetur nánast allir keppendur hafa bætt sig frá því í íyrra. Miðað við góðan árang- ur Völu í vetur þá ætti hún að vera í fremstu röð þegar keppt verður til úr- slita á sunnudag. Aðalatriðið í dag er hins vegar að tryggja sér sæti í úrslit- Morgunblaðið/Hasse Sjögren íslenski hópurinn á EM í Gent var tilbúinn í slaginn í gær en keppni hefst hjá þremur þeirra í dag. F.v., Al- berto Borges Moreno, þjálfari Einar Karls Hjartarsonar, Vésteinn Hafsteinsson fararstjóri, Jón Arnar Magn- ússon, Einar Karl, Vala Flosadóttir, Guðrún Arnardóttir og Gísli Sigurðsson, þjálfari Jóns Arnars. ÞRIR af fjórum þátttakendum íslands verða í eidlínunni í dag á Evrópumeistaramótinu í frjálsíþróttum í Gent í Belgíu. Jón Arnar Magnússon hefur keppni fyrir hádegi á fyrri degi sjöþrautarkeppn- innar, Guðrún Arnardóttir í undanrásum í 60 m grindahlaupi og 400 m hlaupi og Vala Flosadóttir í undankeppni stangarstökksins. Einar Karl Hjartarson tekur síðan þátt í ardagsmorguninn. Jón Amar virðist í góðri æfingu um þessar mundir og því til staðfest- ingar náði hann sínum þriðja besta árangri í sjöþraut, jvgr 6.149 stig á stórmóti Benediktsson Erki Nool í Eistlandi skrifar fyrir skömmu. Ljóst er hins vegar að keppnin verður hörð um verðlauna- sæti á milli fimm keppenda sem virð- ast skera sig nokkuð úr öðrum þátt- takendum í þrautinni. Auk Jóns þá gera Tékkarnir Tomas Dvorák og Roman Sebrle kröfu til verðlauna. Einnig Erki Nool og síðan má ekki gleyma Ungverjanum Desö Szabo. Dvorák er heimsmeistari og heims- methafi í tugþraut. Hann átti einstak- lega gott keppnisár í fyrra og nú er einungis spumingin um hvort honum takist að flytja þann árangur inn í hús. Dvorák hefur tekið þátt í einni sjöþraut á árinu, í Eistlandi í síðasta mánuði, en heltist úr lestinni eftir fyrri dag, vegna óþæginda í hásin. Sebrle er líklegastur til þess að standa uppi sem Evrópumeistari. Hann er sterkur sjöþrautarmaður, greinamar í þrautinni liggja allar vel fyrir honum. Sebrle er í frámúrskar- andi æfingu um þessar mundir og því sönnunar náði hann sínum besta árangri í sjöþraut á títtnefndu móti í Eistlandi, 6.358 stig. Takist Sebrle vel upp gæti átta ára gamalt Evrópumet Frakkans Christians Plaziat, 6.418 stigveriðíhættu. Meiri óvissa ríkh- um styrk Erki Nool. Hann á best 6.374 stig frá því á síðasta ári. Nool náði sér ekki sem best á strik á eigin móti fyrir skömmu. Hann er hins vegar mikill keppnismaður sem hefur sterkan hóp stuðningsmanna á bak við sig sem gæti reynst dýrmætur. Það er því ekki óvarlegt að gera þá kröfu til Jóns Amars að hann vinni til verðlauna. Hann er að taka þátt í EM innanhúss í þriðja sinn og bronsverð- laun frá mótinu í Stokkhólmi 1996. Fyrir tveimur árum tókst honum all- vel upp, náði 6.170 stig sem nægði til 5. sætis. Islands- og Norðurlandamet Jóns er 6.293 stig og láti piltur létt- leikann og keppnisgleðina ráða fór, auk þess sem meiðsli geri ekki vart við sig þá ætti annað eða þriðja sætið ekki að vera fjarri lagi. Síðastliðið ár var ekki árið hans Jóns Amars, nú er það liðið og allt annað að sjá til hans nú og því ekki óraunhæft að gera til hans kröfur. Keppninsgreinar dagsins í sjöþraut eru 60 m hlaup, langstökk, kúluvarp og hástökk. Á síðari degi reyna menn fyrir sér í 60 m grindahlaupi, stangar- stökki og í 1.000 m hlaupi. undankeppni hástökksins á laug- um og það á ekki að vera óraunhæf krafa og væntanlega sættir Vala sig ekki við annað. Vala er að keppa í þriðja sinn á EM innanhúss og ætlar væntanlega að halda sínu, en hún á gull frá EM 1996 og brons frá mótinu 1998. Reikna má með að helstu keppninautar hennar verði Evrópumeistarinn utanhúss og innan, Anzhela Balakhonova, Úkra- ínu, Rússamir Jelena Belyakova, Jel- ena Isinbajeva og Svetlana Feofan- ova, Tékinn Pavla Hamackova. Þá eru þýsku stúlkumai’ alltaf sterkar á stórmótum en fulltrúar Þýskalands er Yvonne Buschbaum og Christine Admas. Allar hafa ofangreindar stúlkur stokkið yfir 4,40 metra í vetur. Keppnisskapið er ævinlega fyrir hendi hjá Völu á stórmótum og nú þegar hún virðist vera í góðri æfingu verður fróðlegt að fylgjast með frammistöðu hennar. Auk þess hefur hún verið að stökkva með stífari stangir upp á síðkastið og því fróðlegt að vita hverju það breytir. íslands- og Norðurlandamet Völu er 4,45 metrar frá HM í fyrra. Guðrún keppir í undanrásum í tveimur greinum, 60 m grindahlaupi og 400 m hlaupi. Þrátt fyrir talsverða reynslu af stórmótum er þetta í fyrsta sinn sem Guðrún tekur þátt í EM inn- anhúss, enda hennar helsta keppnis- grein 400 m grindahlaup ekki á dag- skrá innanhússmóta. Mikið þarf að ganga á til þess að hún komist í úrslit en sæti í undan- rásum í 400 m hlaupi yrði ágætur árangur hjá henni. Hún stefnir ef- laust að því að bæta eigin íslandsmet, 8,31 sek. í 60 m grindahlaupinu og 53,35 í 400 m. Komist hún í undan- úrslit verða þau á morgun. Einar Karl er að taka þátt í stór- móti flokki fullorðinna í fyrsta sinn og því fer mótið sennilega að mestu í að safna inn á reikning reynslunnar. Morgunblaðið/Arni Sæberg KR-stúlkur fögnuðu ákaft sigri á Keflavík í Vesturbænum í gærkvöldi því þær töldu sig örugglega vera búnar að landa deildarmeistaratitli. Hér eru frá vinstri Sigrún Skarphéðinsdóttir, Guðbjörg Norðfjörð, Hildur Sig- urðardóttir, Hanna Kjartansdóttir, Emilie Ramberg og Guðrún Sigurðardóttir. KR með aðra hönd á deildarmeistaratitli VIÐ ætluðum að sýna og sanna að við værum bestar og það gerðum við svo um mun- ar,“ sagði Guðbjörg Norðfjörð fyrirliði KR eftir öruggan 68:44 sigur á Keflvíkingum í Vesturbænum í gærkvöldi. Sigurinn nánast tryggir þeim deildarmeistaratitil þó enn sé óafgreidd kæra Keflvíkinga á leik KR og Grindavíkur en KR-ingar sögðust ekki hafa miklar áhyggjur af þeim málalokum. Því sætari var sigur KR eftir tap fyrir Keflavík í bikarúrslitum. „Þar sem við misstum af bikarmeistaratitli hungrar okkur enn meira í að vinna íslandsmeistaratitilinn.“ Greinilegt var í byrjun að KR-stúlkur ætluðu að selja sig dýrt og börðust grimmt um hvern bolta. Það setti gestina úr Keflavík úr jafnvægi og Vesturbæingar náðu fljótlega öruggu forskoti, sem þeir héldu út leikinn. Guðbjörg, Kristín Jónsdóttir og Hanna Kjartansdóttir áttu prýðisgóðan leik. „Við komum ekki tilbúnar í þennan leik og þá fer þetta svona,“ sagði Anna María Sveinsdóttir fyrirliði Keflavíkur eftir leikinn. „Nú er íslandsmeistaratitillinn eftir og það verður blóðug barátta um hann. Svo er málið hvort KR-ingar bæti við útlendingi í lið sitt og þá verða leikir þeirra auðunnir.“ MUTV á breið- varpinu ! LANDSSÍMI íslands hefúr gert samkomulag við enska : úrvalsdeildarfélagið Man- i chester United um að senda út þætti og leiki í beinni út- I sendingu frá sjónvarpsstöð félagsins, MUTV, á breið- varpi Landssímans. Ólafur ; Stephensen, forstöðumaður upplýsinga- og kynningar- mála hjá Landssímanum, sagði að enska félagið ætti : sér stóran og dyggan aðdá- endahóp hér á landi og Landssíminn teldi því mark- að fyrir slíka stöð á breið- varpinu. Hann sagði að stöðin hefði verið send út í lokuðu kerfi að undanförnu en yrði opnuð innan tíðar og þá gætu um 30 þúsund heimili, sem ná breiðvarp- inu, náð útsendingu stöðv- arinnar. Ólafur sagði að stöðin yrði opin í mars en síðan yrði innheimt gjald fyrir áhorf á hana. Að sögn Ólafs sendir MUTV út sex klukkustundir á dag, efni sem tengist fé- laginu og knattspyrnu. Meðal annars eru þar kennsluþættir í knatt- spyrnu, skemmti- og spurn- ingaleikir og einn leikur á hverjum degi. Sýndur verð- ur leikur í beinni útsend- ingu eða eldri leikur. Ólafur sagði að ekki væri endilega um að ræða beina útsend- ingu frá aðalliði félagsins og að þeir leikir sem sýndir yrðu mundu ekki skarast við samninga um útsend- ingar á ensku knattspyrn- unni hér á landi. FRJALSIÞROTTIR / EM INNANHUSS + KNATTSPYRNA Þrír Brasilíumenn til Keflavíkur Brasilísku leikmennirnir þrír, sem hafa gert samning um að leika með Keflavík næsta sum- ar, eru væntanlegir til landsins næsta þriðjudag. Gert er ráð fyr- ir að þeir geti hafið æfingar með Keflvíkingum í Reykjaneshöllinni á fimmtudag. Páll Guðlaugsson, þjálfari Keflavíkur, sem dvaldi í Brasilíu fyrh’ áramót valdi leik- mennina en unnið hefur verið að því að fá fyrir þá atvinnu- og dvalarleyfi. Nú liggur það fyrir og leikmennirnir geta hafið æfingar hjá félagi sínu í næstu viku. Þeir heita Thiago José de Sena, tvítugur, Antonio Marcos Ribeiro, 21 árs, og Anderson Sena Gomes, 22 ára. Ribero og Gomes eru miðju- og sóknarleik- menn en Sena er sóknarmaður. Fengu dagpeninga með dósasöfnun Páll segir að leikmennirnir séu ungir að árum, henti vel í þá upp- byggingu sem er framundan hjá Keflavík og auki breiddina í lið- inu. Hann segir að þeir hafi leikið með unglingaliðum Americana í Rio de Janeiro í gegnum árin og komist á reynslu hjá nokkrum fé- lögum. Meðal annars hafi Sena komist að hjá svissnesku þriðju deildarliði en ekki fengið atvinnu- leyfi. „Ég veit að þeir eru í góðu líkamlegu formi og hafa æft tvisv- ar á dag frá því í október. Þeir hættu í sínum vinnum til þess að æfa og hafa fengið dagpeninga með því að safna dósum. Þeir vildu ekki koma hingað án þess að vera í stakk búnir að veita öðr- um leikmönnum samkeppni og því ákváðu þeir að fara þessu leið. Ég hef látið fylgjast með þeim og veit að þeir eru tilbúnir að leggja mikið á sig,“ sagði Páll. Kvennalið KR á von á liðstyrk eft- ir helgi er Deanna Tate, 33 ára Bandaríkjamaður, kemur í herbúðir þeirra. Tate, sem er skotbakvörður, hefur leikið víða í Bandaríkjunum og meðal annars með Chicago Condors í ABL-deildinni, atvinnudeild sem var lögð niður 1998. Þann vetur skor- aði hún 6,8 stig að meðaltali í leik, tók 4,2 fráköst, gaf 3,6 stoðsendingar og stal 2,8 sendingum. Hjá Condors lék Tate með Ycondu Hill, sem lék með Grindvíkingum í fyrra. Tate hefur frá því að ABL-deildin var lögð niður leikið sem hálfatvinnumaður. Óskar Kristjánsson þjálfari KR sagðist gera sér vonir um að leik- maðurinn væri í góðu leikformi og að Handboltinn sem leikmenn KA og ÍBV buðu upp á í KA-heimilinu í gærkvöld var ekki upp á marga gg/njKKKKM fiska. Það helsta sem „ , , leikurinn hafði sér til StefanÞór , . , ... Sæmundsson agætis var jafnræðið skrifar sem ríkti með liðun- um og hlaust af þvi nokkur spenna. Enda fór það svo að úrslitin réðust ekki fyrr en með víta- kasti þegar leiktíma var lokið. Úr því skoruðu Eyjamenn og tryggðu sér verðskuldað jafntefli, 24:24, og þar með sitt þriðja stig á útivelli í vetur. Eflaust hafa flestir átt von á sigri heimamanna, sé tillit tekið til góðs árangurs þeirra á heimavelli og að sama skapi afleitrar frammistöðu Vestmanneyinga á útivelli. Eyja- menn komu hins vegar ákveðnir til leiks og náðu strax forystu í leiknum. Aldrei skildu þó nema 1-2 mörk liðin að og KA náði að jafna metin fyrir leikhlé. Staðan 11:11 þegar gengið var til búningsklefa og vonuðu flestir að leikmenn kæmu frískari til leiks að hléinu loknu. Fyrri hálfleikur var slakur og það eina sem gladdi augað var góð frammistaða Gísla í marki gestanna. Ekki virtist hafa lukkast að berja leikmönnum baráttuanda í brjóst í hléinu og seinni hálfleikur tók hinum fyrri ekkert fram. Liðin skoruðu til skiptis, jafnt var á öllum tölum utan tvisvar þegar Eyjamenn náðu tveggja marka forskoti. Hvorugt lið- ið virtist þó hafa áhuga á því að reyna að gera út um leikinn en þegar KA-menn komust yfir 23:22, þegar þrjár mínútur voru eftir, héldu gæti leikið með félaginu í næstu viku. Óskar sagðist undrast viðbrögð Keflvíkinga vegna þess að KR hefði tekið ákvörðun um að fá sér er- lendan leikmann. „Við höfum átt í meiðslum í vetur og því er það varúð- arráðstöfun að tryggja okkur nýjan leikmann fyrir lokaátökin í kvenna- deildinni. Við gerðum samkomulag við Keflvfldnga á sínum tíma um er- lenda leikmenn sem að mínu viti var opið í báða enda. Þetta heiðurs- mannasamkomulag, sem þeir vilja kalla samkomulagið, er illa túlkað af þeirra hálfu og verst að þefr hafa kært leik okkar gegn Grindavík til þess að knýja okkur til þess að hætta við að fá okkur erlendan leikmann." margir að björninn væri unninn. Eyjamenn jöfnuðu þó fljótlega en KA komst jafnharðan yfir á ný. Eyjamenn voru óstyrkir í síðustu sólminni og þegar 40 sekúndur voru eftir fengu þeir dæmda á sig leiktöf. KA gat því tryggt sér sigurinn með því að halda boltanum út leiktímann en misheppnuð línusending varð þess valdandi að gestirnir fengu boltann þegar 10 sekúndur voru eft- ir. Sá tími dugði þeim til að fá víta- kast á síðustu sekúndunni, sem Miro Barisic skoraði úr. Eyjamenn börðust vel fyrir stig- inu og áttu það skilið, þótt KA hefði getað tryggt sér sigurinn í lokin með skynsömum leik. Þeir voru hins veg- ar langt frá sínu besta að þessu sinni. Varnarleikurinn var þó lengst af þokkalegur, eins og reyndar hjá IBV, en bæði lið léku hreyfanlega framliggjandi vörn. Sóknarleikur lið- anna var hins vegar í algerum mol- um. Menn hentu boltanum á milli sín langtímum saman og biðu þess að einhver annar tæki af skarið. Marka- skorun var enda á fárra höndum og margir leikmenn sáust hreinlega ekki. Línuspil var nánast ekkert, hornamenn voru ekki inni í leiknum langtímum saman og menn á borð við Lars Walther hjá KA voru ekki nálægt því að komast á blað. Barisic pg Frovolas báru af í sókninni hjá ÍBV og merkilegt að ÍBV skyldi hafa unnið Aftureldingu án Barisic, miðað við hvað hann var atkvæðamikill í þessum leik. Guðjón Valur var einna skástur í sókninni hjá heimamönnum og Magnús öflugur í vörninni. ■ TIGER Woods vann auðveldan sigur á Michael Campbell frá Nýja-Sjálandi í fyrstu umferð heimsmeistaramótsins í holu- keppni sem lauk á La Costa-golf- vellinum í Carlsbad í Kalifomíu í fyrrinótt. ■ LINDA Stefáasdóttir hörkutól í körfuknattleiksliði KR gat ekki fagnað með stöllum sínum sigri á Keflvíkingum í gærkvöldi. Hún byi’jaði leikinn vel en meiddist síð- an og var flutt í á sjúkrahús. Talið er að krossband í hné hafi slitnað og jafnvel fleira skemmst en það var ekki ljóst þegar blaðið fór í prentun. ■ ALONZO Mourning, miðherjinn kröftugi hjá Miami Heat, lét brotið nef ekki hindra sig í að vaða yfir leikmenn New Jersey í leik liðanna í NBA-deildinni í körfuknattleik í fyrrinótt. Mouming nefbrotnaði fyrr í vik- unni þegar hann fékk fast olnboga- skot í leik gegn Detroit. Nefið var sett í sínar skorður daginn eftir og , plástrað rækilega. ■ MOURNING fór síðan hamför- um gegn New Jersey, hitti úr 13 fyrstu skotum sínum og skoraði 43 stig í góðum sigri Miami, 99:85. Að auki tók hann 16 fráköst og varði fimm skot. Mouming er annað tröllið sem leikmenn New Jersey fá að finna fyrir í vikunni. Fyrst var það Shaquille O’Neal sem skoraði 35 stig fyrir Lakers, og síð- an kom Mourning og bætti um bet- ur. „Mér fannst Shaq hrikalegur en „Zo“ var enn betri,“ sagði Kend- all Gill, leikmaður New Jersey. Róbert á leið í Grindavík RÓBERT Sigurðsson, knattspyi’numaður úr Keflavík, leikur væntau- lega með Grindvíkingum í úrvalsdeildinni í sumar. Hann hefur æft með þeim að undanförnu og mun að öllu óbreyttu semja við fé- lagið á næstu dögum. Róbert er 25 ára miðju- maður sem liefur lengst af spilað með Keflavík, alls 78 leiki í úrvalsdeildinni. Hann hóf ferilinn með Reynismönnum í Sand- gerði og lék einnig með þeim í 1. deildinni 1997. KÖRFUKNATTLEIKUR Barísic tryggði ÍBV annað stigið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.