Morgunblaðið - 25.02.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.02.2000, Blaðsíða 4
Sir Stanley Matthews á ferðinni þegar hann var upp á sitt besta. Hann var fyrsti maðurinn til að vera útnefndur knattspyrnumaður Evrópu og þá var hann tvisvar útnefndur knattspyrnumaður ársins i Englandi. „Galdramaðurinn með knötlinn“ SIR Stanley Matthews, einn lit- ríkasti knattspyrnumaður Bretlandseyja, lést 85 ára að aldri á miðvikudaginn. Hann fæddist 1. febrúar 1915 í Hanl- ey - hjarta Stoke. Hann var að- eins 17 ára er hann lék sinn fyrsta leik með Stoke, en var 50 ára og fimm daga gamall er hann lék sinn síðasta deildar- leik fyrir liðið, gegn Fulham - elsti maðurinn sem hefur leik- ið deildarleik í Englandi. Matthews var þekktur um allan heim fyrir útsjónarsemi og leikni sína með knöttinn. Svo leikinn var hann, að hann SigmundurÓ. &tt\ *uðvf Steinarsson tók meo ae plata mot- ^saman herja sína upp úr skónum. Hann fékk viðumefnið „galdramaðurinn með knöttinn" vegna þess að knötturinn var sem límdur við hann er hann fór á ferðina og hin ýmsu hliðarspor hans er hann var kominn á ferðina vöktu undrun og aðdáun. í 33 ár Sir Stanley Matthews hrelldi þessi léttleikandi leikmaður varnarmenn. Hann dansaði í kring- um þá - nýtti sér ýmsar snöggar hreyfingar sem faðir hans, Jack - hnefaleikamaður - kenndi honum. Matthews vakti strax mikla athygli sem skólastrákur, þá sem vamar- maður. Pegar hann hóf að leika með Stoke var hann kominn framar á völl- inn. Hann vann strax hug og hjörtu knattspyrnuunnenda, sem kunnu svo sannarlega að meta snilld hans. Matthews, sem gaf knattspym- unni meira en hann tók frá henni, varð fyrsti leikmaðurinn frá Bret- landseyjum til að vera valinn Knatt- spyraumaður ársins í Evrópu -1956. Hann var tvisvar valinn knatt- spymumaður ársins í Englandi - 1948 og 1963. Leikni hans gerði hann að leikmanni nr. 1 af tveimur ástæð- um; hann var ótrúlegur með knöttinn og veitti milljónum knattspymuunn- enda mikla ánægju Þegar Matthews fór fram á að vera seldur frá Stoke 1938 mótmæltu þúsundir Stoke-búa. Hann ákvað þá að vera áfram, en lék lítið fyrir liðið í seinni heimsstyrjöld- inni. Hann var seldur til Blackpool 1947 á 11.500 pund. Hjá Blackpool fór hann á kostum og einn frægasti leikur hans fyrir lið- ið var á Wembley 1953, er Blackpool vann Bolton í úrslitaleik bikarkeppn- innar, 4:3. Leikurinn hefur alltaf ver- ið kallaður „leikur Matthews“. Þegar 20 mín. vora til leiksloka var Bolton yfir 3:1. Þá tók snillingurinn til sinna ráða og lagði upp þrjú mörk - sigur- markið rétt fyrir leikslok. Elísabet II Englandsdrottning af- henti Matthews verðlaun sín að leik loknum, en þess má geta að hún var sex ára þegar hann lék sinn fyrsta leik fyrir Stoke 17 ára, í mars 1936. Matthews kom aftur til Stoke 1960, þá 46 ára - var keyptur frá Blackpool á 2.500 pund. Matthews var fljótur - og jafnvel þó að hann stæði kyrr með knöttinn var hann hættulegur, svo nákvæmar vora sendingar hans. Þó svo að hann skoraði ekki mörg mörk sjálfur, gat hann vel skotið - skoraði eitt sinn fjögur mörk í leik fyrir Stoke gegn Leeds. Þá setti hann þrjú mörk með vinstri fæti í landsleik gegn Tékkó- slóvakíu 1937. Matthews, sem lék 54 landsleiki fyrir England, lék sinn fyrsta leik 19 ára, síðasta 42 ára 1957. Hann lék með Englendingum í tveimur heims- meistarakeppnum - í Brasilíu 1950 og Sviss 1954. Landsleikir hans hefðu orðið yfir 100 ef seinni heims- styrjöldin hefði ekki skollið á. Þegar Matthews hætti að leika með Stoke 50 ára gerðist hann knatt- spymustjóri hjá Port Vale. Þaðan lá leið hans til Möltu, þar sem hann þjálfaði Hibemians og lék með liðinu þar til hann var 55 ára. Eftir það lék hann með ýmsum smáliðum á Möltu þar til hann var 60 ára. ■ PAUL Scholes hefur verið valinn besti leikmaður enska landsliðsins árið 1999 af stuðningsmannafélagi þess. Scholes skoraði þrennu gegn Pólverjum í undankeppni Evrópu- mótsins í mars á síðasta ári. Hann skoraði síðan tvö mörk þegar Eng- iendingar unnu fyrri leikinn gegn Skotum í aukaleikjunum um sæti í úrslitakeppninni sl. haust. ■ GABRIEL Batistuta, leikmaður Fiorentina, hefur ítrekað lýst yfir að hann vilji leika með Manchester United. Hann kveðst gjaman vilja ljúka ferlinum í ensku úrvalsdeild- inni, en leikmaðurinn er 31 árs. „Eg vil leika með United af því að það er besta félag í heimi. Ég veit af áhuga forráðamanna þess og þeir hafa margoft komið til að sjá mig leika.“ ■ ALLT gengur á afturfótunum hjá Lárusi Orra Sigurðssyni og félög- um í WBA. Liðinu gengur afleitlega í 1. deild og nú hefur Tony Hale, stjómarformaður félagsins, sagt af sér embætti vegna ágreinings við aðra stjómarmenn. ■ DAVID Beckham er sagður met- inn á rúmar 10 milljarða ísl. króna að því kemur fram í enskum fjöl- miðlum. Fregnir um að Beckham sé á fóram frá Man. Utd hafa fengið byr undir báða vængi eftir að leik- maðurinn lenti í orðaskaki við Alex Ferguson, knattspymustjóra liðs- ins, í liðinni viku. ■ LTVERPOOL hefur sýnt Pegguy Arphexad, markverði Leicester, mikinn áhuga, en liðið leitar að stað- gengli lyrir Sander Westerveld. Markvörðurinn er laus allra mála hjá félaginu í sumar og gæti fengið frjálsa sölu að þeim tíma liðnum. Arphexad var hetja Leicester er liðið vann Fulham í deildabikar- keppninni og Arsenal í bikarkeppn- inni, en báðir leikirnir fóra í víta- spymukeppni. ■ RONALDINHO, leikmaður bras- ilíska landshðsins, segist áhugasam- ur að leika með Barcelona fari svo að hann yfirgefi Suður-Ameríku. Leikmaðurinnn er eftirsóttur af mörgum stórliðum í Evrópu og lið eins og Inter Milan, Lazio og Leeds. ■ ZINEDINE Zidane minnist 50. landsleiks síns fyrir Frakka eflaust með hlýhug, en hann skoraði sigur- markið í leiknum sem var gegn Pól- veijum, í París. ■ COLIN Hendry er genginn til liðs við Coventry og leikur með félaginu út tímbilið. Hendry hefur lítið leikið með Glasgow Rangers síðan hann var keyptur þangað frá Blackbum íyrir síðasta tímabil og fór því fram á sölu. ■ KIERON Dyer, leikmaður Newcastle og enska landsliðsins, hefur ákveðið að gefa Gareth Roberts, leikmanni Tranmere, treyjuna sem hann bar í viðureign- inni gegn Argentfnu á miðvikudag. Dyer og Roberts áttust við í leik lið- anna í bikarkeppninni um síðustu helgi með þeim afleiðingum að Roberts slasaðist illa. ■ TALW var að Roberts hefði fót- brotnað en nú er ljóst að svo er ekki. Hann getur engu að síður ekki leik- ið með liði sínu gegn Leicester í úr- slitum deildabikarkeppninni um næstu helgi. Dyer sagði að sér hefði liðið illa vegna atvikisins og meðal annars rætt við John Aldridge, knattspymustjóra Tranmere, eftir leikinn umrædda. Dyer sagðist vona að hann gæti á einhvem hátt bætt þann skaða sem hann olli með því að gefa Roberts landsliðstreyj- una. ■ OLEG Romantsev, landsliðsþjálf- ari Rússa í knattspymu, sagði við rússneska fjölmiðla í gær að hann væri tilbúinn aðsegja af sér. Rússar steinlágu fyrir ísrael, 4:1, í vináttu- landsleik í fyrrakvöld og það er ann- að versta tap þeirra í sögunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.