Morgunblaðið - 27.02.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913
TBL. 88. ÁRG.
SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
, , , Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
A SKIÐUMIODDSSKARÐI
Slésvík-Holtsetaland
CDU spáð
fylgistapi
Ltibeck. AFP.
SÍÐUSTU skoðanakannanir í Slés-
vík-Holtsetalandi bentu til þess að
Kristilegir demókratar (CDU) undir
forystu Volkers Riihe myndu tapa
fylgi í þingkosningunum í sambands-
landinu sem fram fara í dag. Var
þeim spáð 36% atkvæða en jafnaðar-
mönnum undir forystu Heidi Simon-
is forsætisráðherra 44%.
í könnuninni fengu Græningjar
fimm af hundraði sem er lágmarkið
ef flokkur sem býður fram á lands-
visu á að hreppa þingsæti en Græn-
ingjar eru í stjórn með jafnaðar-
mönnum í Slésvík-Holtsetalandi. Ef
þeir komast ekki inn gæti Simonis
hugsanlega samið við flokk dönsku-
mælandi kjósenda í sambandsland-
inu sem ekki er háður 5%-reglunni.
■ Fyrsta kosningaprófraun/12
Skeggið
tekur mik-
inn toll
RANNSÓKN vísindamanna á
vegum ölgerðarinnar Guinn-
ess hefur leitt í ljós að rúm-
lega 80.000 lítrar af bjór fara
til spillis á ári hverju í
skeggi breskra drykkju-
manna, að sögn frska dag-
blaðsins The Irish Times.
Blaðið segir að þetta kosti
skeggjaða bjórdrykkjumenn
í Bretlandi 423.000 pund,
andvirði rúmra 48 milljóna
króna, á ári.
Sérfræðingar segja að
rýrnunin sé mismikil eftir
lögun, lengd og þéttleika
skeggsins. Svokallað „rost-
ungsskegg" sé sennilega
verst að þessu leyti og að
jafnaði verði það til þess að
bjór fyrir andvirði 3.100
króna fari til spillis á ári
hverju.
Vísindamenn, sem eru að
hanna flösku fyrir Guinness-
tunnubjór, tóku eftir þessari
sóun og fengu dr. Robin Do-
ver, einn af virtustu skegg-
fræðingum Bretlands, t.il að
rannsaka umfang hennar til
hlítar.
Guinness áætlar að 92.370
bjórdrykkjumenn í Bretlandi
séu með skegg og drekki að
meðaltali um 90 lítra á ári,
að sögn The Irish Times.
Kúluskítur hef-
ur aðdráttarafl
Talið að 45 manns hafí farist í sprengjutilræði á Filippseyjum
Múslimar bera af sér sakir
lligan á Fiiippseyjum. AFP.
AÐ MINNSTA kosti 45 manns,
þeirra á meðal börn, biðu bana og 35
særðust þegar tímasprengjur
sprungu í tveim rútum um borð í fíl-
ippeyskri ferju við strönd Mindanao
á föstudag. Sprengjusériræðingum
tókst að aftengja í tæka tíð sprengju
sem hafði verið komið fyrir í enn
einni rútu er ók á sömu leið en í gær-
morgun var kveikt í fjórðu rútunni í
grennd við borgina Davao. Er talið
að þar hafi verið á ferð hryðjuverka-
menn kommúnista. Önnur af tveim
þyrlum sem sendar voru á vettvang
til að ná í slasaða úr ferjunni hrapaði
í gærmorgun en ekki varð manntjón.
Eldur blossaði upp í ferjunni, Our
Lady of Mediatrix, þegar sprengj-
umar sprungu. Þær voru svo öflug-
ar að þak annarrar rútunnar
splundraðist og farþegar þeyttust út
úr henni. Farþegar ferjunnar urðu
skelfingu lostnir og nokkrir þeirra
stukku í sjóinn.
Lögreglan sagði að sprengjurnar
hefðu verið faldar í farangri í rútun-
um. Þær sprungu þegar ferjan var
að leggjast að bryggju í bænum
Ozamis á Mindanao en þar hefur ár-
um saman ríkt skálmöld vegna
vopnaðra átaka hersins við upp-
reisnarmenn múslima og kommún-
ista.
Samgöngufyrirtæki
beitt fjárkúgunuin?
Narciso Abaya, yfirhershöfðingi
Filippseyja, sagði að grunur léki á
að liðsmenn uppreisnarsamtaka
múslima, MILF, sem hefðu beitt
samgöngufyrirtæki fjárkúgunum,
hefðu verið að verki á ferjunni.
Talsmaður MILF vísaði ásökun-
unum á bug. „Stríðsmenn MILF
ráðast ekki á óbreytta borgara,"
Lögreglu-
menn
sýknaðir
KVIÐDOMUR í New York-ríki sýkn-
aði á föstudag fjóra hvíta lög-
reglumenn af ákæru um að hafa
myrt blökkumanninn Amadou Diallo
fyrir ári. Kom til fjölmennra mót-
mæla í New York og víðar en margir
fúllyrða að hvítir lögreglumenn séu
oft haldnir kynþáttafordómum er
birtist í starfi þeirra. Alls fúndust 19
skotsár á Diallo, sem var óvopnaður
og staddur við heimili sitt þegar lög-
reglumennimir hófú skothríðina.
Hann hafði stungið hendinni í bijóst-
vasann til að ná í veskið en sakbom-
ingamir töldu að hann væri að ná í
AP
skammbyssu og segjast hafa skotið í
sjálfsvöm. Á myndinni sjást blökku-
menn mótmæla dóminum í Bronx-
hverfi en þar bjó Diallo.
Æyintýramenu
staldra sjaldn-
ast lengi við
VAXANDIÁHUGI
Á VISTVÆNNI
FERÐAMENNSKU
Aleiðis til
Norðurpólsins
sagði talsmaðurinn, Sharif Julabbi.
Um 15.000 manns eru í samtökunum
sem hafa í rúma tvo áratugi barist
fyrir því að stofnað verði sérstakt
ríki múslima á suðurhluta eyjarinn-
ar en flestir Filippseyingar eru ka-
þólskir. Nýlega náði her landsins á
sitt vald stærstu þjálfunarbúðum
múslimasamtakanna en friðarvið-
ræður eru fyrirhugaðar í byrjun
mars.
Fyrirhugað var að Joseph Estr-
ada, forseti Filippseyja, færi í opin-
bera heimsókn til Mindanao um
helgina.
I..... ..................]
Sumarhúsa-
eigendur
á Spáni
Alicante
um Madrid
fyrir aðeins
32.500kr*
Beint flug tdl Madrid
alla mánudaga
fiá 12. júní m 4. sept
*Innifalið: flug báðar leiðir og
flugvallarskattar.
www.iceiandair.is
lCELANDAIR M
MORGUNBLAÐIÐ 27. FEBRÚAR 2000