Morgunblaðið - 22.03.2000, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
DAÐI Hafþórsson, handknattleiksmaður lyá
Bayer Dormagen, hefur gert tveggja ára samn-
ing við dönsku meistarana Skjern. Heldur hann
til Danmerkur að lokinni leiktíðinni í Þýska-
landi. Hjá Skjern hittir Daði fyrir landa sinn,
Aron Kristjánsson, sem leikið hefur með félag-
inu undanfarin tvö ár, en það er undir stjórn
Anders Dahl Nielsen. „Ég er ánægður að þetta
skuli vera í höfn,“ sagði Daði í gær, en hann
hefur einnig verið í sambandi við tvö þýsk fé-
lagslið. „Skjern gerði mér gott tilboð og eftir að
ég heimsótti það á dögunum gengu hlutirnir
hratt fyrir sig. Skjern er gott lið, auk þess sem
það verður í Evrópukeppninni á næstu leiktið
og ég hlakka til að ganga til liðs við það. Áður
en að þessu kemur er þó aðalatriðið að ljúka
tímabilinu með sæmd hér hjá Dormagen," sagði
Daði ennfremur en hann hefur verið í herbúð-
um þýska liðsins undanfarin tvö ár.
mæta
Grindvík'
ingum
HAUKAR báru sigurorð af
sannkölluðu spútnikliði Þórs
frá Akureyri í oddaleik í átta
liða úrslitum Islandsmótsins í
körfuknattleik, 84:77, í
íþróttahúsinu við Strandgötu í
Hafnarfirði í gærkvöldi.
Haukar, sem urðu í öðru
sæti deildarkeppninnar áður
en úrslitakeppnin hófst, leika
gegn bikarmeisturum Grind-
víkinga í undanúrslitum og
verða á heimavelli í oddaleik
ef til hans kemur. ívar Ás-
gn'msson, þjálfari Hauka,
minntist viðureignarinnar við
Grindvíkinga í undanúrslitum
bikarkeppninnar er lið hans
hafði tryggt sér sæti í fjög-
urra liða úrslitum íslands-
mótsins í gær.
„Undanúrslitin í bikar-
keppninni koma strax upp í
hugann. Þar töpuðum við fyr-
ir þeim með einu stigi. Ég tel
að við séum með betra lið en
Grindavík. Við ætlum okkur í
úrslitaleikina og vinna þá,“
sagði ívar Ásgn'msson, þjálf-
ari Hauka.
Njarðvíkingar leika gegn
KR-ingum í hinni viðureign-
inni í undanúrslitunum. Suð-
urnesjamennirnir njóta þar
heimavallarréttarins. Keppni
í undanúrsltum hefst sunnu-
daginn 26. mars nk.
■ Leikurinn / C2
2000
MIÐVIKUDAGUR 22. MARS
BLAÐ
Morgunblaðið/Sverrir
Gríðarlegur fögnuður braust út þegar flautað var til leiksloka á Seltjarnamesi í gærkvöldi og Ijóst var að Grótta/KR léki til úrslita í 1.
deild kvenna í fyrsta sinn. Meðal þeirra sem fögnuðu voru Brynja Jónsdóttir, Ólöf indriðadóttir og Ágústa Edda Björnsdóttir.
Haukar
ni
Daði til liðs
við Skjem
Amar orðaður við
Dortmund og Auxerre
DORTMUND í Þýskalandi og Auxerre í Frakklandi eru tilbúin til að
bjóða Arnari Grétarssyni, knattspyrnumanni hjá AEK í Grikklandi,
samning, samkvæmt fréttum á heimasíðu enska félagsins Everton
og í enskum fjölmiðlum í gær. Arnar æfir sem kunnugt er með
Everton þessa dagana.
Eg hef heyrt lauslega af þessu.
Fyrir tveimur vikum fékk ég
fyrirspurn um hvort ég vildi koma
til Dortmund og Auxerre var nefnt
við mig fyrr í vetur þegar ég átti í
viðræðum við París SG. Annað veit
ég ekki um áhuga þessara félaga.
En ég ætla aðeins að hugsa um eitt
í einu, nú er ég hjá Everton og sé
til hvernig mér gengur þar,“ sagði
Arnar við Morgunblaðið í gær.
Walter Smith, knattspyrnustjóri
Everton, segir á heimasíðu félags-
ins að Arnar verði skoðaður vel í
þessari viku. Samkvæmt því virðist
líklegra að ef af því verður að Arn-
ar gangi til liðs við félagið, verði
það í sumar þegar samningur hans
við AEK er runninn út. Markaðn-
um í Englandi er lokað á morgun,
fimmtudag og þeir sem semja við
ensk félög eftir það mega ekki
spila með þeim fyrr en á næsta
tímabili.
Eins og
öskrandi lión
GRÓTTA/KR komst í úrslit ís-
landsmótsins í handknattleik í
fyrsta sinn í gærkvöldi þegar liðið
lagði deildarmeistara Víkings að
velli með tíu marka mun, 23:13, í
annarri og síðari viðureign lið-
anna í undanúrslitum kvenna.
Grótta/KR vann einnig fyrri leik-
inn sem fram fór á sunnudag.
„Við komum eins og öskrandi
Ijón til þessa leiks. Vörnin var frá-
bær og Fanney ennþá betri fyrir
aftan vörnina. Hún tók bara allt
sem koin á markið," sagði Ágústa
Edda Björnsdóttir, fyrirliði
Gróttu/KR.
Ekki er ljóst við hvern Grótta/
KR leikur í úrslitum því fyrsti
leikurinn í hinni undanúrslitavið-
ureigninni fór fram í gærkvöldi.
Þar áttust við FH og IBV í Kapla-
krika og vann ÍBV 24:23 og stend-
ur vel að vígi fyrir annan leikinn á
fimmtudaginn í Eyjum.
■ Leikurinn / C3
VIÐTAL VIÐ KRISTIN BJÖRNSSON, SKÍÐAKAPPA / C4