Morgunblaðið - 22.03.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.03.2000, Blaðsíða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2000 C 3' URSLIT HANDKNATTLEIKUR Grótta/KR - Víkingur 23:13 Seltjamames, undanúrslit íslandsmóts kvenna, annar leikur, þriðjudaginn 21. mars 2000: Gangur leiksins: 0:1,4:1,6:2,9:4,12:5,12:6, 16:6, 17:7, 18:8, 19:9, 19:11, 20:12, 21:13, 23:13. Mörk Gróttu/KR: Alla Gorkorian 8/1, Ágústa Edda Bjömsdóttir 4, Kristín Þórð- ardóttir 3, Ragna K. Sigurðardóttir 3, Edda Hrönn Kristinsdóttir 2, Valdís Fjöln- isdóttir 2, Ólöf Indriðadóttir 1. Varin skot: Fanney Rúnarsdóttir 21/2 (þar af þrjú sem fóra aftur til mótherja). Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Víkings: Kristín Guðmundsdóttir 4/1, Steinunn Bjamason 3, Guðmunda Kristjánsdóttir 1, Anna Kristín Arnardótt- ir 1, Svava Sigurðardóttir 1, Margrét Eg- ilsdóttir 1, Eva Halldórsdóttir 1, Heiðrún Guðmundsdóttir 1. Varin skot: Helga Torfadóttir 15/3 (þar af tvö sem fóra aftur til mótherja). Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Guðjón L. Sigurðsson og Ólafur Ö. Haraldsson, dæmdu mjög vel. Áhorfendur: 600 í góðri stemmningu. FH-ÍBV 23:24 Chiesa 47., viti, Batistuta 61., Costa 64 - Wiltord 5., Zanotti 87., Batlles 90. Rautt spjald: Alicarte (Bordeaux) 46. - 25.000. Valencia - Manch. United..........0:0 Lokastaðan: Manch.Utd.............6 4 1 1 10:4 13 Valencia................6 3 1 2 9:5 10 Fiorentina..............6 2 2 2 7:8 8 Bordeaux................6 0 2 4 5:14 2 England l.deild: Barnsley - Fulham.................1:0 Bolton - Sheffield United.........2:0 Huddersfield - Nottingham For.....2:1 PortVale-Walsall..................1:2 Portsmouth - WBA..................2:0 Stockport - Manchester City.......2:2 Wolves-Crewe......................2:0 Staða efstu liða: Charlton.......36 24 6 6 66:33 78 Kaplakriki í Hafnarfirði: Gangur leiksins: 2:0, 4:1, 6:3, 9:5, 9:7,12:7, 12:9, 12:11,14:12,14:14,16:14, 16:17, 17.17, 17:19,19:20,19:23,20:24,23:24. Mörk FH: Þórdís Brynjólfsdóttir 7/2, Dagný Skúladóttir 4, Björk Ægisdóttir 3, Drífa Skúladóttir 3, Gunnur Sveinsdóttir 2, Hrafnhildur Skúladóttir 2, Guðrún Hólm- geirsdóttir 1, Jolanta Slapikiene 1. Varin skot: Jolanta Slapikiene 12 (þar af fóra tvö aftur til mótherja). Utan vallar: 4 mínútur. Mörk ÍBV: Amela Hegic 8/3, Anita And- reassen 7, Ingibjörg Jónsdóttir 4, Hind Hannesdóttir 2, Andrea Atladóttír 2, Mette Einarsen 1/1. Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 16 (þar af fóra fjögur aftur til mótherja). Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Gunnlaugur Hjálmarsson og Arnar Kristinsson, vora ágætir í heildina en oft fullfljótir á sér að fiauta, sem bitnaði frekar á ÍBV. Áhorfendur: Um 380. KÖRFUKNATTLEIKUR Haukar - Þór Ak. 84:77 íþróttahúsið við Strandgötu í Hafnarfirði, 8-liða úrslit Islandsmóts karla í körfuknatt- leik, oddaleikur: Gangur leiksins: 3:2, 9:6, 13:10, 20:17, 25:19, 33:29, 37:37, 43:42, 49:48, 55:48, 62:52,66:58,71:62,75:67,80:72,84:77. Stig Hauka: Stais Boseman 30, Marel Guð- laugsson 24, Sigfús Gizurarson 13, Bragi Magnússon 11, Jón Amar Ingvarsson 3, Eyjólfur Jónsson 2, Guðmundur Bragason 1. Fráköst: 24 í vöm - 9 í sókn. Stig Þórs: Mauriee Spillers 30, Hafsteinn Lúðvíksson 16, Óðinn Ásgeirsson 12, Magnús Helgason 6, Hermann Hermanns- son 5, Einar Ö. Daníelsson 4, Konráð Ósk- arsson 4. Fráköst: 23 í vöm - 8 í sókn. Villur: Haukar 21, Þór 24. Dómarar: Jón Bender og Kristján Möller. Áhorfendur: Um 600. NBA-deildin Úrslit í fyrrinótt: Charlotte-Philadelphia.........96:102 Cleveland - Houston..............98:85 Miami - LA Lakers...............89:100 Chicago - Orlando............... 86:88 ■ Eftir framlengingu. Phoenix - Boston...............110:106 LA Clippers - Washington........93:105 KNATTSPYRNA Meistaradeild Evrópu A-RIÐILL Hertha Berlín - Porto.............0:1 - Craz Clayton 70. - 30.506. Sparta Prag - Barcelona...........1:2 Zdenek Svoboda 18. - Gabri 52., 89.20.224. Lokastaðan: Barcelona..............5 5 1 0 17:5 16 Porto..................6 3 1 2 8:8 10 SpartaPrag.............6 1 2 3 5:12 5 HerthaBeriín ............6 0 2 4 3:8 2 B-RIÐILL Fiorentina - Bordeaux..............3:3 Barnsley 38 20 8 10 73:56 68 Manch.City.... 37 19 9 9 58:35 66 Ipswich 37 18 11 8 56:37 65 Birmingham .. 37 18 9 10 58:40 63 Huddersfield . 38 18 9 11 56:40 63 Wolves 38 17 10 11 53:41 61 Bolton 38 15 12 11 50:38 57 Fulham ....38 14 14 10 39:34 56 QPR 37 13 15 9 49:42 54 2. deild: Blackpool - Burnley .1:1 .0:1 .1:2 .1:1 Colchester - Oldham 0:1 .1:0 Scunthorpe - Brentford .0:0 Wrexham - Millwall .1:1 Wycombe - Wigan .0:2 Staða efstu liða: Preston 36 22 9 6 64:33 75 Bristol Rov. .. 36 22 8 6 60:28 74 Wigan 36 18 15 3 60:29 69 Millwall 37 19 10 8 57:38 67 Bumley 37 18 12 7 50:33 66 Gillingham .... 35 19 8 8 60:38 65 Notts County 38 18 9 11 55:41 63 Stoke 36 16 11 9 50:35 59 3. deild: Bamet-Plymouth..................1:0 Brighton - Macelesfield.........5:2 Cheltenham-Northampton..........2:1 Chester - Hartlepool ...........1:1 Exeter - Halifax................1:0 Hull - Southend.................0:0 Leyton Orient - Rotherham.......0:1 Peterborough - Rochdale.........0:2 Swansea - Shrewsbury............1:1 Torquay - Darlington............1:0 York-Lincoln....................2:0 Skotland Úrvalsdeild: Hibernian - Dundee..............1:2 Paatelainen 22. - Falconer 62., 90. Reykjavíkurmót kvenna KR-Valur........................7:2 ■ KR er Reykjavíkurmeistari í kvenna- flokki, en liðið vann einnig fyrri leikinn. Suðurnesjamótið Víðir - Þróttur, Vogum.:........6:0 JÚDÓ Bjarni hafnaði í 9. sæti á opna pólska í Varsjá BJARNI Skúlason hafnaði í 9. sæti á opna pólska meistaramótinu í júdó um liðna helgi. Vignir Stefánsson lenti í 13. sæti á mótinu. Bjarni, sem keppti i -81 kg flokki, vann Slóvaka með tveimur yuko og einu koka. Hann lagði Finna á wasaei í 32-manna úr- slitum. Bjarni mætti fyrrverandi Evrópu- meistara frá Ungverjalandi í 16 manna úr- slitum og vann á ipponi. Bjami mætti Svisslendingi í átta manna úrslitum og tap- aði á ipponi. Hann fékk uppreisnarglímu og tapaði fyrir Hvít-Rússa á ipponi. Vignir, sem keppti í -73 kg flokki, vann Pólveija á wasari í fyrstu umferð en tapaði fyrir Moldóva í annarri umferð á ipponi. Vignir fékk uppreisnarglímu en tapaði fyr- ir Úkraínumanni á refsistigum. Þrír ís- lenskir júdókappar kepptu til viðbótar á mótinu: Ingibergur Sigurðsson, Þorvaldur Blöndal og Gísli Jón Magnússon. Ingiberg- ur tapaði í fyrstu umferð sem og Þorvaldur ogGísli Jón. Leikmenn Þórs samningsbundnir LEIKMENN Þórs frá Akureyri hafa vakið mikla athygli fyrir leik sinn í vetur, sérstaklega í rimm- unni við Hauka í átta liða úrslitum. Með frammistöðu sinni sýndu Þórsarar að þeir ættu marga fram- bærilega körfuknattleiksmenn sem líkiegir eru til að vekja áhuga keppinauta Þórs í úrvalsdeildinni. Ágúst Guðmundsson, þjálfari Þórs, kvaðst hins vegar ekki hafa miklar áhyggjur af blóðtöku fram að næsta keppnistímabiii. „Þeir eru samningsbundnir. Ef önnur lið vilja fá þá verða þau að borga. í haust var rætt um hvort menn vildu taka þátt í verkefninu að byggja upp gott körfuboltalið. Það er enginn að fara eins og stað- an er í dag,“ sagði þjálfarinn. Ágúst sagði einnig að allar líkur væru á því að Maurice Spillers, erlendur leikmaður Þórs, yrði áfram hjá félaginu og léki með því á næsta keppnistímabili. IÞROTTIR IÞROTTIR Þrautseigja Eyjastúlkna færði þeim sigur á FH ÞRÁTT fyrir mörg mistök sökum spennu lögðu Eyjastúlkur aldrei árar í bát og uppskáru að lokum 24:23 sigur á FH, þegar liðin mætt- ust í fyrri leik í undanúrslitum efstu deildar kvenna í Kaplakrika í gærkvöldi. Það verður því þungur róður hjá Hafnfirðingum í Eyjum á fimmtudaginn, reyndar vann FH heimaleikinn í deildinni með sjö marka mun en tapaði með einu í Eyjum. Stefán Stefánsson skrifar Hafnfirðingai- hófu leikinn með sterkii framliggjandi vöm, svo að sóknarleikur gestanna var ekki burðugur en þó munaði aðeins einu marki um miðjan fyrri hálfleik. Eyjastúlkur sýndu á fyrstu mínútu síðari hálf- ieiks að þær hefðu hrist af sér slenið í búningsherbergjum í leikhléinu og eftir tíu mínútna leik ná þær að jafna 14:14 þegar flatur varnarleikm- fór loks að bera árangur en á sama tíma fór FH heldur illa með sín færi. Tafl- ið hafði snúist við og það kom í hlut heimamanna að vinna upp forystu, sem varð mest fjögur mörk ÍBV í hag en furðu vakti að Jolanta Slapik- iene markvörður FH var tekinn af velli og var látin verma varamanna- bekkinn lungann úr síðari hálfleik. „Við byrjuðum vel en svo fór eitt- hvað úrskeiðis þó að ég viti ekki hvað það var,“ sagði Þórdís Brynjólfsdótt- ir, sem var markahæst hjá FH með 7 mörk. „Við glutrum góðum færum, alltof mörgum hraðaupphlaupum og missum of oft boltann auk þess sem markvarslan var ekki nógu góð um tíma en þá stóð vörnin sig ekki held- ur.“ „Við sýndum ekki okkar rétt and- lit fyrr en í síðari hálfleik þegar við náðum að róa okkur niður,“ sagði Vigdís Sigurðardóttir, markvörður IBV, eftir leikinn. „Við komum til Reykjavíkur um hádegi 1 dag en er- um ekki vanar að koma svona snemma svo að það var mikil spenna að bíða eftir leiknum eins og sýndi sig framan af. Það má því segja að við höfum komið of snemma. Það verður gaman í næsta leik í Eyjum, við erum með sterka stuðningsmenn þar, sem er okkar áttundi leikmaður og við munum gera okkar besta en ég lofa engu.“ SOKNARNYHNG Fyrsti leikur liðanna í undanúrslitum, leikinn í Hafnarfirði 21. mars 2000 FH Mörk Sóknir % ÍBV Mörk Sóknir 12 29 41 F.h 9 29 31 11 25 44 S.h 15 26 58 23 54 43 Alls 24 55 44 10 Langskot 7 3 Gegnumbrot 2 4 Hraðaupphlaup 2 2 Horn 5 2 Lína 4 2 Víti 4 Morgunblaðið/Ásdís Leikmenn Hauka fagna að leikslokum. F.v.: Eyjólfur Jónsson, Bragi Magnússon og Davíð Ásgrímsson. Haukar blésu ui 4Þ^^l^i*)cbr HAUKAR tryggðu sér sæti í undanúrslitum á íslandsmótinu í körfuboita með því að ieggja Þór að velli, 84:77, í oddaleik lið- anna í Strandgötu í gærkvöldi. Haukar, sem höfðu átt í miklum vandræðum með Þórsara í fyrstu tveimur leikjunum, brettu upp ermarnar í síðari hálfleik, léku á als oddi f sókn og unnu sann- gjarnan sigur. Gísli Þorsteinsson skrifar Haukar hófu leikinn með látum og skoruðu þrjár þriggja stiga körfur á fyrstu mínútunum og náðu forystu sem liðið gaf aldrei eftir, nema hvað Þór náði einu sinni að komast yfír, 42:41. Marel Guð- laugsson var í miklum ham hjá Haukum og skoraði fimm þriggja stiga körfur og náðu Þórsarar ekki að koma böndum á hann í leiknum. Þá voru Stais Boseman og Sigfús Gizurarson frískir hjá Haukum, sem kom Þórsurum á kné með öfl- ugum sóknarleik í síðari hálfleik. Þá munaði mikið um að Haukum tókst að ná hverju_ sóknarfrákastinu á fætur öðru. Á sama tíma komu brotalamir fram í leik Þórsara, sem höfðu haldið í við Hauka framan af leik. Ungum leikmönnum Þórsara voru mislagðar hendur í sókninni og liðið virtist ekki finna svar við leik Hauka. Um miðjan síðari hálfleik var Ijóst hvert stefndi, Stais Bosem- an gerði þriggja stiga körfu og kom liðinu í 12 stiga forystu, 62:50. Þórs- arar voru hins vegar ekki á því að gefast upp en þrátt fyrir baráttu tókst þeim ekki að saxa á forskot Hauka, sem höfðu tögl og haldir allt til loka leiksins. Haukar léku feiki- lega vel að þessu sinni og með sams- konar leik í undanúrslitum verða þeir Grindvíkingum erfiðir and- stæðingar. Þórsarar, sem komu flestum á óvart með því að knýja fram fram- lengingu í fyrsta leiknum í Strand- götu og vinna Hauka á Akureyri, geta vel við unað þrátt fyrir að liðið sé úr leik. Maurice Spillers var lang atkvæðamestur, tók fjöldann allan af varnarfráköstum og skoraði 30 stig. Þá var Hafsteinn Lúðvíksson, fyrirliði liðsins, sterkur en það kom niður á leik Þórs að Óðinn Ásgeirs- son náði ekki að leika eins mikið og til stóð vegna villuvandræða. Þá var Sigurðar Sigurðssonar greinilega saknað en hann er meiddur. Ágúst Guðmundsson, þjálfari Þórs, hefur mikinn efnivið í höndun- um og liðið hefur alla burði til þess að ná lengra á næsta vetri, enda kvaðst Ágúst bíða spenntur eftir að næsta tímabil hæfist. „Vissulega er maður sár að detta út, en ég held _að við getum verið nokkuð sáttir. Ég er ánægður með mína menn og við hlökkum mikið til næsta vetrar.“ Ágúst sagði að drengileg barátta hefði verið á milli liðanna og leikirn- ir getað farið á hvorn veginn sem var. „Haukarnir voru grimmir á heimavelli í kvöld og við réðum ef til vill ekki við grimmdina. Við söknuð- um leikstjórnanda okkar, Sigurðar [Sigurðarsonar], sárt. Samt sem áð- ur komum við hingað og ætluðum okkur að sigra. Það gekk ekki eftir og betra liðið vann í kvöld." ívarÁsgrímsson, þjálfari Hauka Viljastyrkur i— w ■ m ■ u Þorsliosins gríðarlegur Edwin Rögnvaldsson skrifar Ivar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, fagn- aði vitaskuld áfanganum sem lið hans náði á heimavelli í gærkvöldi er það lagði Þórsara í oddaleik, en gat ekki annað en lýst hrifningu sinni á frammistöðu andstæð- inganna, sem komu sannarlega á óvart. „Þeir sýndu enn og aftur hve góðir þeir eru. Ég held því fram að við höfum spilað þennan leik vel - þetta er besti leikur okkar á móti þeim - en samt héldu þeir í við okkur allan leikinn. Þeir berjast rosalega vel og eru erfiðir. Við unnum þetta á góðri vörn í seinni hálfleik. Við hjálpuðumst að við að loka á Spillers. Það gekk mjög vel, en þá fór hann að hitta fyrir utan. Við héldum haus og það var það sem gerði gæfumun- inn,“ sagði þjálfarinn. Honum varð tíðrætt um þrautseigju ungu leikmannanna að norðan. „Vilja- styrkur Þórsliðsins er gríðarlegur. Við byrjuðum á því að hitta úr þremur þriggja stiga skotum og einu tveggja stiga - við hittum úr fimm fyrstu skotum okkar. Þeir veittu okkur samt keppni og gáfust ekki upp. Það er merki um mjög mikinn viljastyrk hjá svo ungu liði.“ ívar sagði að lið sitt hefði látið slæman leik á Akureyri sér að kenningu verða. „Menn vissu alveg upp á sig sökina hvað varnarleikinn varðar eftir leikinn á Ak- ureyri. Menn voru alls ekki tilbúnir í þann leik. Við spiluðum mjög illa þar og það var í raun hræðilegur leikur hjá okk- ur. En í þessum leik voru menn mjög einbeittir. Ég var mjög ánægður með Marel [Guðlaugsson] og Sigfús [Gizurar- son]. Sigfús var ekki með á Akureyri en sýndi styrk sinn í þessum leik. Við eigum góða leikmenn, sem spiluðu ekki mikið í kvöld, eins og Eyjólf [Jóns- son], sem er að jafna sig á meiðslum og sýndi mjög góða takta í síðari hálfleik, Ingvar [Guðjónsson], sem hefur átt erfitt uppdráttar en er á uppleið, og loks Davíð [Ásgrímsson]. Við eigum mikið úrval manna á bekknum," sagði ívar Ásgríms- son, þjálfari Hauka. Fer Daum frá Leverkusen ? Það kom mjög á óvart þegar knattspyrnuþj álfarinn kunni, Christoph Daum hjá Bayer Leverkusen, tilkynnti í gær að hafa átt í viðræðum við tyrkneska liðið Fenerbache í íst- anbúl. „Ég hef fengið glæsilegt tilboð, sem er erfitt að hafna,“ sagði Draum í viðtali við Express. Fenerbache hefur boðið Daum 400 milljónir króna nettó í árs- laun komi hann til félagsins, að auki ætlar liðið að bjóða Lev- erkusen nokkrar milljónir þýskra marka til að losa hann undan samningi við liðið, en samningur Daum við Leverkusen rennur út 2001. Rainer Calmund, fram- kvæmdastjóri Leverkusen, viður- kennir að þetta tilboð hafi komið sér í opna skjöldu. „Þetta eru geðveikislegar upphæðir, en Daum losnar ekki undan samn- ingi hér.“ Aziz Yildrim, forseti Fener- bache, mætti á mánudag á skrif- stofu Calmund ásamt þremur stjórnamönnum Fenerbache og vildu vita hvað Leverkusen vill fá fyrir Daum. Express segir að þegar Yildrim hafi flogið til Tyi-k- lands hafi hann þegar haft jáyrði Daum, og aðeins eftir að semja við Leverkusen. Daum gerði Bes- iktas, en þá lék Eyjólfur Sverris- son með liðinu, að tyrkneskum meisturum árið 1995 og ber landi og þjóð síðan afar vel söguna. „Ég get tekið alla hér með mér frá Þýskalandi lækna, aðstoðar- þjálfara, nuddara og þá leikmenn sem ég vill fá,“ segir Daum og ekki að furða að hann hafi áhuga á starfinu. Rainer Calmund hélt á mánu- daginn að hann gæti notið þess að slappa af eftir stórsigur Lever- kusen á Ulm, 9:1 Það var öðru nær, eftir stórfrétt um að Daum væri á leið burt kom frétt um að Brasilíumaðurinn Ze Roberto vildi fara frá liðinu. „Ég er ósátt- ur við að hann skuli gera þetta opinbert á þessari stundu, en ég viðurkenni að við höfum hátt til- boð í hann frá Ítalíu. Víkingar eins og byrjendur í höndum Gróttu/KR DEILDARMEISTARAR Víkings voru eins og byrjendur í höndum leik- manna Gróttu/KR þegar liðin mættust í öðrum leik sínum í undan- úrslitum íslandsmótsins í gærkvöldi. Grótta/KR hafði algjöra yfir- burði á öllum sviðum handknattleiksins og sigraði með tíu marka mun, 23:13. Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar VOdngar komu til leiks gegn Gróttu/KR vitandi að tap þýddi að ekkert nema sumarfrí biði liðsins. Pressan var því mikil og taugaveiklun var greinileg hjá leik- mönnum Víkings. Stelpurnar í Gróttu/ KR voru hins vegar afslappaðar, vissu greinOega á hverju þær áttu von og tóku hverju verkefni af yfir- vegun og skynsemi. Stefán Arnarson, þjálfari Víkings, byi'jaði strax á því að taka bæði Öllu Gorkorian og Ágústu Eddu Björns- dóttur úr umferð í von um að það myndi duga til að brjóta sókn þeirra á bak aftur. En honum varð ekki kápan úr því klæðinu. Leikmennirnir fjórir sem eftir voru í sóknarleiknum voru viðbúnir þessum aðgerðum, enda svo sem engin nýlunda; þær léku af skyn- semi og leystu upp varnarleik Vík- inga fyrir Öllu sem skoraði 6 mörk í fyrri hálfleiknum. Vörn Gróttu/KR með Fanneyju Rúnai-sdóttur í fararbroddi var frá- bær og Víkingar áttu ekkert svar við henni. í fyrri hálfleiknum skoruðu Víkingar aðeins 5 mörk gegn 12 mörkum Gróttu/KR. Það þurfti kraftaverk og ekkert minna í leik Víkingsstúlkna ef þær ætluðu sér að eiga möguleika á sigri. En þeim varð ekki að ósk sinni; leikur liðsins var jafn ráðvilltur og fyrr og þurftu þær um 51 mínútu til að skora tíunda mark sitt í leiknum. Leikmenn Gróttu/KR voru þá löngu búnir að gera út um leikinn og höfðu 10 marka forskot lengst af síðari hálfleik. Víkingar hreinlega sprungu á limminu í þessum leik. Varnarleikur- inn sem hefur verið aðal þeii-ra í vetur var afar slakur og Helga Torfadóttir markvörður mátti sín lítils gegn þeim skotum sem hún mátti glíma við þótt hún sýndi mátt sinn og verði þrjú vítaskot. Sóknarleikurinn var hálfu verri enda er ekki von á öðru þegar lið sem fer af stað í 52 sóknir tapar boltanum frá sér í 19 þeirra. Grótta/KR er að koma upp aftur efth' góða byi'jun á hárréttum tíma. Liðið vinnur vel og það er einingin í liðinu sem fyrst og fremst hefur kom- ið því í úrslit Islandsmótsins í fyrsta sinn. Alla Gorkorian er magnaður leikmaður sem hefur vaxið mjög í vet- ur og í gærkvöldi átti hún frábæran leik og var markahæst þrátt fyrir að hafa verið tekin úr umferð nær allan tímann. Fanney Rúnarsdóttir, sem hefur átt við meiðsli að stríða í vetur, er að koma sterk upp aftur og varði frábærlega í gær og fyrirliðinn Ágústa Edda Bjömsdóttir hefur þann styrk að koma liði sínu á rétta braut, missi það taktinn um sinn. „Þegar ég leit á stöðuna um miðjan síðari hálfleik brá mér að sjá að þær voru ekki búnar að skora 10 mörk. Enda ótrúlegt, Víkingar eru búnir að sýna frábæran sóknarleik í allan vet- ur,“ sagði Ágústa. „Sóknarleikurinn okkar gekk upp. Þessar fjórar sem eru eftir fyrir utan þegar búið er að taka mig og Öllu úr umferð eni að skila sínu. Þær eru þol- inmóðar og skynsamar eins og talað hefur verið um, þær hafa jafnlangan tíma og þegar við erum sex sem tök- um þátt í sóknarleiknum. Við höfum oft lent í þessari stöðu og höfum lært af því í vetur að halda ró okkar, stimpla á vörnina og spila rólega," sagði Ágústa Edda Björnsdóttir. SOKNARNYTING Annar leikur liðanna í undanúrslitum, leikinn á Seltjarnarnesi 22. mars 2000 Grótta/KR Vikingur Mörk Sóknir % Mörk Sóknir % 12 25 48 F.h 5 26 19 11 26 42 S.h 8 26 31 23 51 45 Alls 13 52 25 8 Langskot 6 3 Gegnumbrot 0 7 Hraðaupphlaup 2 3 Horn 1 1 Lina 3 1 Viti 1 Mm FOLK ■ BJARKI Gunnlaugsson lék síð- ustu 12 mínúturnar fyrir Preston North End sem tapaði 1:0 fyrir Notts County í ensku 2. deildinni í gær. Preston er í 1. sæti deild^ arinnar. ■ IVAR Ingimarsson lék síðustu 24 mínúturnar með Brentford sem gerði markalaust jafntefli við Scunthorpe í 2. deild. ■ EIÐUR Smári Guðjohnsen lék með Bolton sem vann Sheff. Utd. 2:0. Guðni Bergsson var í leik- banni. Með sigri er Bolton komið í áttunda sæti og hefur möguleika á að komast í úrslitakeppni deild- arinnar. ■ ZE Roberto, sem hefur leikið stórvel með Leverkusen - vakið mikla athygli, gæti verið á förum, frá liðinu. Mörg lið hafa sýnt þessum 25 ára leikmanni mikinn' áhuga, einnig samherja hans, Emerson. Ef þeir fara er næstá* víst að Leverkusen fái minnst á fjórða milljarð króna. ■ SÆNSKI landsliðsmaðurinn í handknattleik Martin Frandesjö mun yfirgefa Minden að þessu' leiktímabili loknu. Hann hefur samning við liðið til 2001 en hefur, marglýst yfir að hann sé óánægð- ur og vilji komast burt. ■ NORDHORN, sem Guðmundur Hrafnkelsson, markvörður ís- lenska landsliðsins leikur með, hafði gert honum tilboð, en Brad- emaier, framkvæmdastjóri Mind- en, vildi alls ekki að hann færi til annars liðs í Þýskalandi. ■ MINDEN hefur samþykkt að hann fari til Montpellier í Frakk-V landi eftir þetta tímabil. Geir Sveinsson lék með franska liðinu fyrir þremur árum. ■ ZVONIMIR Boban, Króatinn snjalli, þarf að gangast undir uppskurð á hné og leikur ekki meira með AC Milan í ítölsku knattspyrnunni í vetur. ■ ALLAN Nielsen segist reikna með að yfirgefa Tottenham áður en frestur til þess að skipta um lið í Englandi rennur út á fimmtudaginn. Nielsen vildi ekki gefa upp til hvaða liðs hann værí, að fara en sagði þó að það væri T 1. deild ensku knattspyrnunnar. ■ OTTO Baric, landsliðsþjálfari Austurríkis, hefur ráðlagt Alex Manninger, varamarkverði Ars- enal, að skipta um félag vilji hann leika meira fyrir austur- ríska landsliðið. Manninger verði að vera í liði þar sem hann e^ fyrsti markvörður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.