Morgunblaðið - 23.03.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.03.2000, Blaðsíða 4
FRJALSIÞROTTIR Fimmtíu kíló af gulli í gull- pottinum ALÞJÓÐA frjálsíþróttasambandið hefur ákveðið að hætta að greiða eina milljón dala, rúmlega 70 millj- ónir króna, í verðlaun til þeirra ''•sem standa uppi sem sigurvegarar í Iok árlegrar „gullmótaraðar“ sem fram fer í sumar. Þess í stað skipta sigurvegaramir á milli sín 50 gullstöngum. Þetta þýðir að verðmæti verðlauna minnkar um helming og ekki er víst að allir íþróttamenn sætti sig við það. Keppt hefur verið á „gullmótun- um“ undanfarin ár, en mótaröðin samanstendur af sex mótum í Evrópu og síðan einu lokamóti í lok keppnistúnabilsins. Fyrirfram eru ákveðnar nokkrar greinar í karla- og kvennaflokki og takist einhverjum iþróttamönnum að sigra í þessum tilteknu greinum skipta þeir gullpottinum á milli sín. Undanfarin tvö ár hefur ekki verið gull til skiptanna í lok keppnistúnabilsins heldur rúm- lega 70 milljónir króna. Nú hefur hins vegar verið ákveðið að hverfa til þess fyrirkomulags sem var á verðlaunagreiðslum áður en bein- harðir peningar komu í spilið. Fyrsta gullmótið verður 23. júní í París en lokamótið fer fram á Ólympíuleikvanginum íBerlúi 1. september, hálfum mánuði áður en Ólympiuleikarnir hefjast í Sydney í Ástralíu. Johnson frá- bær í S-Afríku |ichael Johnson, heimsmethafi og ólympíumeistari í 200 og 400 m hlaupi karla frá Bandaríkjun- um, sýndi það sl. helgi að hann er langt í frá að gefa eftir á hlaupa- •^brautinni. Á móti í Pietersburg í S- Afríku hljóp hann 200 m á 19,71 sek- úndu sem er fjórði besti tími sem náðst hefur í greininni frá upphafi. Um leið var þetta besti tími hann hefur náð í greininni frá því hann setti heimsmet sitt á Ólympíuleikun- um í Atlanta 1996. Auk heimsmets- ins hefur Johnson áður hlaupið á 19,66 en þriðja besta tímann í grein- inni á Namibíumaðurinn Frankie Fredericks, 19,68, en þeim tíma náði hann er Johnson setti heimsmetið í Atlanta. „Tíminn sýnir að ég er á réttri leið fyrir Ólympíuleikana,“ sagði John- son er hann hafði kastað mæðinni, en hlaupið var fyrsta keppnishlaup hans í undirbúningnum fyrir Ólymp- íuleikana í Sydney í september. Hann vill ekki útloka þann mögu- leika að keppa bæði í 200 og 400 m hlaupi á leikunum, en líklegra þykir þó að hann taki aðeins þátt í lengra hlaupinu. „Mig langar til þess að hlaupa 400 metrana á skemmri tíma en 43 sekúndum, ég veit að ég get það við réttar aðstæður og mig lang- ar til þess áður en ég hætti,“ sagði hinn 32 ára gamli Texasbúi á dögun- um. „í 200 metrunum á ég ekkert eftir að sanna, hvorki fyrir sjálfum mér né öðrum.“ Reuters Michael Johnson byrjar árið vel ef marka má 200 m hlaupið í S- Afríku um liðna helgi. Nú hyggst hann sauma að besta tíma sem náðst hefur í 400 m hlaupi á móti í S-Afríku á morgun. Maurice Greene vill ævilangt bann | andaríkjamaðurinn Maurice Greene, heimsmethafinn í 60 og 100 m hlaupi karla og heims- meistarinn í 100 og 200 m hlaupi, segir að hiklaust eigi að dæma íþróttamenn í lífstíðar keppnisbann verði þeir uppvísir að notkun ólög- legra lyfja. Greene segir það vera einu leiðina til þess að koma mönn- um í skilning um hversu alvarlegt at- hæfi þeirra sé og að íþróttir hljóti um leið álitshnekki. Um leið sé þetta ein áhrifamesta leiðin til þess að koma í veg fyrir að ungir íþróttamenn noti ólögleg lyf til að auka styrk sinn. „Með því að dæma strax í lífstíðar- bann sendum við íþróttamönnum skýr skilaboð; það er ekki þörf fyrir ykkur í íþróttum." Greene hefur í hyggju að bæta eigið heimsmet í 100 m hlaupi um 3/ 100 úr sekúndu á árinu og hlaupa á 9,76 sekúndum. „Margir telja að ég geti ekki hlaupið svo hratt sem ég geri án þess að nota ólögleg lyf. Þeir sem halda því fram mega sitja við sinn keip. Eg veit hins vegar hvað ég er að gera auk þess sem ég hef fjölmörg lyfja- próf mér til stuðnings. Þau sýna öll að ég hef hreinan skjöld," segir Maurice Greene. Olympíumeistarinn færð- ur niður um styrktarflokk DONOVAN Bailey, ólympíu- meistari í 100 m hlaupi karla, hefur verið færður niður um einn styrktarflokk hjá kanadísk- um íþróttayfirvöldum. Ástæðan er sú að Bailey er ekki lengnr á meðal átta bestu í heiminum á sl. ári. Þar af leiðandi telja kanadisk íþróttayfirvöld ekki réttlætanlegt að hann njóti A- styrks. Þarf Bailey þvi að sætta sig við B-styrk. A-styrkurinn nemur rúmlega 40.000 króna en B-styrkurinn er sex þúsund krónum lægri. Einn- ig er til C-st.yrkur sem er nokkru lægri og eru alls 62 íþróttamenn á þessum styrkjum. Bailey hefur ekki náð sór á strik undanfarin tvö ár eftir að hann meiddist á hásin er var að leika sér í körfuknattleik við fé- laga sína á æfingu. Meðal ann- ars hefur honum ekki tekist að hlaupa 100 metrana á skemmri t.íma en 10 sekúndur í t.vö ár. Hann segist þó vera staðráðinn að komast í fyrri æfingu áður en kemur að Ólympfuleikunum í Sydncy í haust og freista þess að verja tign sína frá síðustu leikjum er hann vann og setti heimsmet, 9,84 sekúndur sem stóð þar til i fyrrasumar. Ekki er talið að Bailey verði á flæðiskeri staddur fjárhagslega þótt styrkur hans lækki. Hann hefur fyrir löngu efnast, vel á íþróttaiðkunn sinni og þeirri staðreynda að hann var um nokkurra ára skeið hraðskreið- asti hlaupari heims. Reynir Þór hættir hjáKA REYNIR Þór Reynisson, sem leikið hefur í marki KA í handknattleik undan- farin tvö ár, mun ekki leika áfram með Iiðinu næsta vetur. Reynir, sem er 27 ára, hyggst flytja á höfuðborgarsvæðið og segir að þijú iið hafi þegar haft samband við sig, en hann vildi ekki nafngreina þau. Hann sagðist ekki gera ráð fyrir að taka ákvörðun um hvaða lið hann gangi til liðs við fyrr en í aprfl. Reynir, sem Iék áður í marki Víkings og Fram, segir að hann sé einnig opinn fyrir að leika erlendis og meðal annars hafi hann fengið fyrir- spurn frá danska liðinu FIF fyrr í vetur. „Ég hef nú ekki trú á að ég fari til FIF enda hefur liðið ekki haft samband á ný. Eg hef verið mikið meiddur und- anfarna tvo vetur, slitið krossband og meiðst í baki, og hef þvf ekki haft tæki- færi á að sýna mikið hvað í mér býr.“ FOLK ■ GUÐJÓN Þórðarson, knatt- spymustjóri Stoke, vonast til þess að geta tryggt sér Richard Dryden að láni frá Southampton út leiktíð- ina áður en lokað verður fyrir fé- lagaskipti á Englandi í dag. Dryden er vamarmaður og var um tíma hjá Stoke sl. haust og lék þrjá leiki með félaginu áður en hann meiddist og hélt til Southampton á nýjan leik. ■ NÍGERÍSKA knattpymusam- bandið segist reiðubúið að kæra enska knattspyrnufélagið Chelsea til alþjóðaknattspyrnusambands- ins, FIFA, ef það gefur Celestine Babayaro ekki lausan í mikilvæga viðureign Nígeríu og Zimbabwe í undankeppni Ólympíuleikanna. ■ CHELSEA neitar að gefa m'ger- íska bakvörðinn lausan og máli sínu til stuðnings bendir félagið á að ekki sé um fullgildan A-landsleik að ræða, þar sem liðin í umræddri keppni era skipuð leikmönnum 23 ára og yngri. ■ BOLTONvarð fyrir áfalli í sigur- leiknum gegn Sheffield United í ensku 1. deildinni í íyrrakvöld. Dean Holden meiddist illa þremur mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður og er jafnvel fót- brotinn og Paul Warhurst fékk slæman skurð á kálfa og vom saumuð í hann 20 spor. ■ JOE Co/e, einn efnilegasti knatt- spymumaður Englands, hefur framlengt samning sinn við West Ham til 2004. Cole er aðeins 18 ára en hefur vakið mikla athygli með West Ham og hefur unnið sér sæti í enska 21-árs landsliðinu. ■ DANNY Wilson hefur verið sagt upp starfi sínu sem knattspymu- stjóri Sheffíeld Wednesday, næstneðsta liðs ensku úrvalsdeild- arinnar. Wednesday hefur verið í öðru tveggja neðstu sæta deildar- innar í allan vetur og tap gegn botnliði Watford síðasta laugardag var komið sem fyllti mælinn. ■ PETER Shreeves, fyrrverandi þjálfari Wednesday, stýrir því til loka tímabilsins, en hann hefur áhuga á að halda áfram þótt ekki séu miklar líkur til þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.