Morgunblaðið - 31.03.2000, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.03.2000, Blaðsíða 3
2 C FÖSTUDAGUR 31. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARS 2000 C 3 ÚRSLIT ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR HANDKNATTLEIKUR Fram - Stjarnan 21:20 Framhús, 8-liða úrsiit íslandsmóts karia, oddaleikur, fimmtudaginn 30. mars 2000. Gangur leiksins: 0;2,1:4, 4:6, 6:8,8:8,10:9, 12:9,15:11,16:13,19:16,20;19,20:20,21:20. Mörk Fram: Björgvin Þór Björgvinsson 5, Njörður Ámason 4, Guðmundur Helgi Pálsson 3, Kenneth Ellertsen 3/3, Gunnar Berg Viktorsson 2, Guðjón Drengsson 1, Vilhelm G. Bergsveinsson 1, Robertaz Pauzoulis 1, Oleg Titov 1. Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Stjömunnar: Hilmar Þórlindsson 7/1, Amar Pétursson 4, Konráð Olavson 4, Eduard Moskalenko 3, Björgvin Rúnar- sson 2. Utan vallar: 4 mínútur. Áhorfendur: Um 500. Dómarar: Guðjón Leifur Sigurðsson og 01- afur Öm Haraldsson. KÖRFUKNATTLEIKUR Haukar - Grindavfk 74:56 íþróttahúsið við Strandgötu, undanúrslit karla, þriðji leikur, fimmtud. 30. mars 2000. Gangur leiksins: 5:0,7:5,13:7,13:11,15:11, 15:15, 26:15, 28:20, 28:24, 32:24, 36:26, 44:29, 44:35, 54:35, 54:43, 58:49, 64:49, 70:51,74:54, 74:56. Stig Hauka: Stais Boseman 18, Jón Amar Ingvarsson 17, Marel Guðlaugsson 13, Guð- mundur Bragason 8, Ingvar Guðjónsson 8, Sigfús Gizurarson 7, Eyjólfur Jónsson 2, Bragi Magnússson 1. Stig Grindavíkur: Brenton Birmingham 17, Alexander Ermolinski 9, Dagur Þóris- son 8, Bergur Hinriksson 8, Pétur Guð- mundsson 6, Guðlaugur Eyjólfsson 5, Bjami Magnússon 3. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Rögn- valdur Hreiðarsson voru góðir í heildina. Áhorfendur: Um 410. Njarðvík-KR 98:88 Njarðvík, Gangur leiksins: 0:2,3:2,32:9,37:17,49:28, 60:39,68:47,86:69,90:80,98:88. Stig UMFN: Teitur Örlygsson 35, Logi Gunnarsson 27, Riley Inge 14, Hermann Hauksson 9, Ragnar Ragnarsson 5, Friðrik Stefánsson 4, Páll Kristinsson 4. Stig KR: Jesper Sörensen 23, Keith Wassel 23, Jónatan Bow 12, Ólfaur Jón Ormsson 8, Jón Amór Stefánsson 8, Ingvaldur Haf- steinsson 6, Jakob Sigurðsson 4, Amar Kárason 2, Steinar Kaldal 2. Dómarar: Jón Bender og Einar Einarsson. Áhorfendur: Um: 500. Meistaradeild Evrópu Þriðji leikur í átta liða úrslitum. Maccabi Tel Aviv - Bologna.......79:64 ■ Maccabi vann 2:1. Efes Piisen - Viileurbanne.......68:66 ■ EfesPilsenvann2:l. Barcelona - Ljubljana............71:66 ■ Bareelona vann 2:1. Úrslitakeppnin verður 18.-20. apríl í Grikklandi og þar leika Panathinaikos frá Grikklandi, Efes Pilsen frá Tyrklandi, Maccabi Tel Aviv frá ísrael og Barcelona frá Spáni. NBA-deildin Washinton - Denver..........93:101 Detroit - Charlotte..........91:98 Chicago - Cleveland..........81:86 Utah - Philadelphia..........98:84 Vancouver - LA Lakers.......99:108 Seattle - New York..........95:110 KNATTSPYRNA Deildabikar kvenna B-riðill: Valur-RKV.....................12:0 Kristbjörg Ingadóttir 2, Erla Sigurbjarts- dóttir 2, Málfríður Sigurðardóttir 2, Rakel Logadóttir 2, Ásgerður Ingibergsdóttir 2, Guðný Þórðardóttir 1, Soffia Ámundad.l. KR-IA ............................13:1 Embla Theódórsdóttir 4, Olga Færseth 3, Ásdís Þorgilsdóttir 2, Guðrún Jóna Kri- stjánsdóttir 2, Guðlaug Jónsdóttir 2 - Vig- dís Jónsdóttir 1. Danmörk AGF - Esbjerg.....................1:0 Undankeppni HM Uruguay - Bólivía.................1:0 Perú - Paraguay....................2:0 Argentína - Chile.................4:1 SKÍÐI Skíðalandsmótið í Skálafelli: 15 km ganga karla: mín. Haukur Eiríksson, Akureyri......53,46 Helgi H. Jóhannesson, Akureyi-i.55,52 Einar Ólafsson, ísafirði........57,39 10 km ganga pilta 17-19 ára: Ólafur Th. Ámason, fsafirði.....32,42 Baldur H. Ingvarsson, Akureyri..33,53 Ámi G. Gunnarsson, Olafsfirði...34,46 5 km ganga kvenna 16-18 ára: Katrín Ámadóttir, ísafirði.......19,18 Sandra Dís Steinþórsd., ísafirði.20,52 Guðný Ósk Gottliebsd., Akureyri.23,00 BLAK ÍS mætir KA á Akureyri í undanúrslitum bikarkeppni karla í blaki 6. apríl. Þróttur R. eða Stjaman mætir Þrótti Nes. í hinum leiknum, 7. aprfl. í undanúrslitum kvenna leika Þróttur Nes. - ÍS 8. apríl og Víkingur b - Þróttur R. mætast 6. apríl. SNÓKER Krislján skellti John Read KRISTJÁN Helgason hélt áfram sigurgöngu sinni í snókernum á Bretlandseyjum í gær en þá lagði hann John Read að velli í 2. umferð opna skoska meistaramótsins í Aberdeen, 5:4. Frammistaða Kristjáns vekur mikla athygli og sérstaklega var fjallað um hann á íþróttavefnum Sporting Life eftir sigurinn í gær.Leikurinn var hörkuspennandi en Kristján komst þó í 3:0 og 4:1. Read jafnaði metin en Kristján vann afgerandi sigur i úrslitalotunni, 96:0. Kristján er kominn í 64 manna úr- slitin á mótinu og leikur í dag við Jamie Bumett frá Skotlandi, sem er í 29. sæti á heimslistanum. Krist- ján er hins vegar í 104. sæti. Takist honum að sigra fær hann hvíld fram á miðvikudag en mætir þá væntan- lega stigahæsta snókerspilara heims, Mark J. Williams, sem ætti ekki að vera í vandræðum með sinn mótherja í dag. Allir þeir bestu í heiminum eru með á mótinu í Aber- deen og mótherji Kristjáns í dag, Burnett, hefur setið hjá til þessa. Kristján er nú búinn að vinna sjö leiki í röð í Bretlandi en hann vann alla fimm leiki sína í undankeppni heimsmeistaramótsins í Newport á dögunum. „Ég er á góðri siglingu og það þakka ég á einbeitingu og réttum ákvörðunum. Ég sæki meira en ég hef gert áður, reyni erfiðari skot og vonandi tekst mér að halda áfram á þessari braut,“ sagði Kristján við Sporting Life eftir leikinn í gær. Kristján tekur sem kunnugt er þátt í úrslitakeppni heimsmeistara- mótsins í Sheffield í næsta mánuði og þar mætir hann Stephen Lee, fjórða manni á heimslistanum, í 32 manna úrslitum. KÖRFUKNATTLEIKUR Jón Örn Guðmundsson um úrslitaleiki KR og Keflavíkur Spennandi viðureignir FYRSTI leikur í úrslitahrinu íslandsmeistara KR og bikarmeistara Kefiavíkur um íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna fer fram í KR-húsinu í kvöld. Jón Örn Guðmundsson, þjálfari kvenna- landsliðsins, segir að liðin séu gríðarlega jöfn að getu og að óvæntur liðsstyrkur Keflvíkinga muni hleypa aukinni spennu í leikina, en hann telur að úrslitin ráðist ekki fyrr en í fimmta leik. Jón Örn segir að það skipti gríðar- lega miklu máli fyrir Kefiavík að fá Erlu Reynisdóttur aftur til liðs- ins frá Bandaríkjun- um. Jafnframt eflí Qlsia það Keflavíkurliðið Þorsteinsson að fá sér erlendan leikmann, Christie Cogley, í sínar raðir. „KR-ingar hafa líka fengið sér erlendan leikmann, Deanna Tate, íyrir átökin í úrslita- keppninni og þessi liðsstyrkur sem liðin hafa fengið hleypir meiri spennu í leikina. Ef ég hefði verið spurður fyrir hálfum mánuði hvort liðið færi með sigur af hólmi hefði ég sagt KR en nú er erfiðara að spá um úrslitin. Þessi lið eru gríðarlega jöfn að getu og bera höfuð og herðar yfir önnur lið í deildinni. í raun er ekkert lið sem er nálægt þeim að getu. Keflavík og KR hafa mun breiðari hóp en önnur lið og fleiri afburða- leikmenn, að minnsta kosti 5-6 í hvoru liði. Á sama tíma eru önnur lið með 1-2 aft)urðaleikmenn.“ Jón Örn telur að hjá KR muni mæða mest á fimm leikmönnum: Kristínu Jónsdóttur, Grétu Grétar- sdóttur, Hönnu Kjartansdóttur, Guðbjörgu Norðfjörð og Deannu Tate. Hann telur hins vegar að Alda Jónsdóttir, Anna María Sveinsdótt- ir, Birna Valgarðsdóttir, Erla Þor- steinsdóttir og Erla Reynisdóttir verði í sviðsljósinu hjá Keflavík. „Það er jafnframt athyglisvert að bera erlendu leikmennina tvo sam- an, en leikmaður KR-inga er leik- stjómandi og skorar ekki mikið en spilar aðra leikmenn því mun meira uppi. Leikmaðurinn hjá Keflavík er hins vegar framherji og mun eflaust hafa það hlutverk að raða niður körf- um. Annars held ég að erlendu leik- mennirnir muni ekki skipta sköpum í leikjunum. Þess í stað mun mæða meira á Guðbjörgu Norðfjörð og Önnu Maríu Sveinsdóttur, báðar eru leikreyndar og þekkja úrslitakeppn- ina vel.“ Jón Öm segir að Keflvíkingar séu sterkari í fráköstum, enda með stærri leikmenn. Þær hafi jafnframt betri vítanýtingu, sem muni vega þungt, Keflavík hafi 76% nýtingu en KR 63%, þegar upp er staðið. „í leikjum í úrslitakeppnum er spilað fastar en áður og þegar lið era kom- in með bónusrétt getur það reynst mikilvægt að hitta úr vítaskotunum, ekki síst er tvö jöfn lið eigast við. KR-ingar era hins vegar sterkari í hraðaupphlaupum og hafa betri nýt- ingu í tveggja og þriggja stiga skot- um. Þá leika þær frábæra pressu- vörn, sem hefur komið mörgum liðum í opna skjöldu. Einnig má benda á að KR-ingar hafa heima- leikjaréttinn sín megin en það er mikilvægt ef grípa þarf til oddaleiks. Það era því margir hlutir sem munu vega þungt í leik liðanna, en erfitt að segja til um hvernig fer enda gríðar- lega samæfð lið á ferðinni. En mér fmnst sennilegt að liðin muni þurfa aðspila fimm úrslitaleiki til þess að fá fram úrslit.“ Þannig vörðu þeir Sebastian Alexandersson, Fram, 11 (knöttui'inn fór fjóram sinnum aft- ur til mótherja) - 7 (3) langskot, 3 (1) úr horni, 1 víti. Birkir fvar Guðmundsson, Sljörnunni, níu (knötturinn fór einu sinni aftur til mótherja) - sex langskot, 2 (1) úr horni, 1 víti. Morgunblaðið/Jim Smart Framararnir Gunnar Berg Viktorsson, Björgvin Þór Björgvinsson, Guámundur Helgi Pálsson og Kenneth Ellertsen létu gleði sína í Ijós er Fram vann Stjörnuna og komst í undanúrslit íslandsmótsins. Einarhættur EINAR Einarsson, sem hefur þjálfað Stjörnuna undanfarin tvö ár, hefur ákveðið að hætta þjálfun liðsins. Hann ætlar jafnframt að leggja skóna á hill- i una. Einar, sem er 33 ára, sagði að hann gæti ekki sinnt þjálfun né keppni áfram vegna anna í starfi. Einar rekur 1 fyrirtækið Markaðsgreiningu og sagði starfið taka sífellt meiri tima. Einar kom Stjörnunni í 2. sæti í 1. deild í fyrra og í bikarúrslit og í 6. sæti deildarinnar í vetur. „Það var sárt að missa af lestinni enn á ný í átta liða úr- slitum, ekki síst fyrir þær sakir að þetta var minn síðasti leikur bæði sem leikmaður og þjálfari. Það hefði verið ; gaman að enda ferilinn með þvi' að komast áfram en maður verður að lifa við þá staðreynd að liðið er úr leik.“ Einar hóf að leika í 1. deild árið 1985 og lék lengst af með Stjömunni en einnig með ÍR, Aftureldingu og í Aust- urríki einn vetur. | Tómas Ingi j skoraðiaftur TÓMAS Ingi Tómasson skoraði eftir 1,40 mín. í leik AGF og Esbjerg í | dönsku deildinni í gærkvöldi og reyndist það sigurmarkið. Hann tryggði þar með AGF mikilvæg stig í botnbaráttunni, rétt eins og hann gerði í október en þá áttust liðin við. AGF vann þá 2:1 með umdeildu sig- ; urmarki Tómasar Inga og Esbjerg ; kærði úrslitin og í síðustu viku ákvað danska sambandið að liðin léku leik- inn að nýju. Það var gert í gærkvöld og Eyjamaðurinn knái endurtók leik- inn frá því í október, skoraði og tryggði liði sínu mikilvæg stig. Framarar hertu róðurinn og unnu FRAM er komið í undanúrslit íslandsmóts karla í handknattleik. Lið- ið ruddi Stjörnunni úr vegi ■ átta liða úrslitum í jöfnum og spennandi oddaleik í Safamýri í gærkvöld, 21:20. Sebastián Alexandersson, markvörður Fram, var hetja liðsins en hann varði á síðustu sekúndu leiksins frá Björgvini Rúnarssyni, Stjörnunni, og tryggði liðinu sigur. En Stjarnan, sem aldrei hefur komist úr átta liða úrsiitum karla, er úr leik níunda árið í röð. Leildrnir þrír vora jafnir og spenn- andi, fyrsti leikur fór í framleng- ingu og í öðram leiknum tri’ggði Stjarnan sér sigur á ■■■■■■■ síðustu mínútunum. Gísli Stjarnan hafði ávallt Þorsteinsson byijað verr í leikj- sknfar unum en annað var uppi á teningnum í Safamýri í gær- kvöld. Birkir ívar Guðmundsson, markvörður liðsins, gaf tóninn er hann varði víti frá Gunnari Berg Vikt- orssyni og liðið komst á fáeinum mín- útum í 5:1. Fram tókst ekki að skora nema eitt mark á fyrstu níu mínútun- um og þá var Anatoli Fedioukine, þjálfara Fram, nóg boðið og tók leik- hlé. Þjálfaranum virðist hafa tekist að lesa yfir hausamótum leikmanna því þeim tókst að komast inn í leikinn á ný. Þegar heimaliðið var loks komið á skrið var eins og því héldu engin bönd. Þegar 15 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik vora Framarar komnir í 18:14 og gestimir vora komnir í kunnuglega stöðu með óskynsamleg- um leik. En leikmenn liðsins eiga hrós skilið iyrir baráttuþrek því þeir bitu í skjaldarendur og nú upphófst mikill darraðardans á fjölum íþróttahúss Fram. Forysta heimamanna var fyrst SÓKNARNÝTING Þriðji leikur liðanna í 8-liöa úrslitum, leikinn í Reykjavík 30. mars 2000 % % Fram Stjarnan Mörk Sóknir %_Mðrk Sóknir % 10 11 24 24 42 F.h 9 46 S.h 11 24 38 24 46 21 48 44 Alls 20 48 42 4 Langskot 12 1 Gegnumbrot 3 6 Hraðaupphlaup 1 3 Horn 0 4 Lfna 3 og fremst tilkomin með góðum varn- arleik en sóknarleikurinn var oft ráð- leysislegur og er Stjarnan tók sig tak í vörninni hopuðu Framarar undan. Er níu mínútur voru eftir var Stjarn- an búin að minnka muninn í eitt mark, 19:18, og fékk tvívegis tækifæri til þess að jafna leikinn en Eduard Moskalenko og Arnar Pétursson skutu í tréverkið. En máttleysi Fram í sókn hélt áfram og Hilmar Þórlinds- son jafnaði leikinn, 20:20. Nirði Árna- syni tókt að koma Fram yfir, 21:20, og fengu boltann aftur skömmu síðar en misstu hann er sex sekúndur vora eftir af leiknum en gestunum tókst ekld fyrirætlan sín og eru úr leik. Lið- ið skorti herslumuninn eins og oft áð- ur í úrslitakeppninni en frá því að liðið keppti fyrst í úrslitakeppninni árið 1992 hefur því aldrei tekist að vinna meira en einn leik ár hvert. Aðspurð- ur um hvað hafi skilið á milli liðanna í lok leiksins í gærkvöld sagði Einar Einai-sson, þjálfari Stjömunnar, að sitt lið hefði alltaf lent undir og hleypt Fram langt frá sér með óskynsamleg- um sóknarleik. ,Af þeim sökum eru leikmenn þreyttir þegar þeir hafa loks náð að jafna og skortir kraft til þessaðná lengra." Fram, sem fyrir leikina þrjá var talið líklegra til þess að komast áfram, enda hafði liðið lent ofar í deild og unnið Stjörnuna í úrslitaleik bikar- keppninnar, mætir annaðhvort FH eða KA í undanúrslitum. Framar:u hafa ekki góðar minningar frá viður- eign sinni gegn FH í undanúrslitum í fyrra en þá komust Hafnfirðingar í úrslit. Ef Fram mætir FH vilja leik- menn Fram án efa forðast að slík úr- slit endiirtaki sig. En ef Fram mætir KA fær norðanliðið heimaleikjarétt ef kemur til oddaleiks og hann skiptir miklu máli þegar í úrslitakeppnina er komið, að minnsta kosti skipti hann sköpum í viðureignum Fram og Stjömunnar í átta liða úrslitum. Vöm Hauka fimasterk DAGSKIPUN leikmanna Hauka og Grindvíkinga, þegar liðin mættust í þriðja leiknum í Hafnarfirði í gærkvöldi, var að öllum líkindum að leggja alla áherslu á varnarleik. Það gekk eftiren Haukar voru að auki betri f sóknarleiknum og áttu ekki í miklum vandræðum með að sigra gestina, 74:56, og geta tryggt sér sæti í úrslitum með sigri í næsta leik í Grindavík. Til að byrja með virtist sem áhersla á vörn væri slík að sóknir skyldu notaðar til að hvíla sig. Sérstaklega Síe/án vantaði baráttuna í Stefánsson gestina frá Grinda- skrifar vík auk þess sem hittni þeirra var af- leit enda liðu tæpar tíu mínútur fram að fyrstu stigum Brenton Birmingham, sem var atkvæðamik- ill f fyrri leikjum liðanna. Engu síð- ur tókst þeim að jafna þegar átta mínútur vora til leikhlés en létu sér það nægja svo að Haukunum reyndist auðvelt að ná öruggri for- ystu á ný. Síðari hálfleikur var öllu fjörugri og Haukar náðu tíu stiga forystu en létu þá kné fylgja kviði með því að leika pressuvöm um stund. Það sló Grindvíkinga útaf laginu en er þeir höfðu áttað sig hófu þeir líka að leika grimman varnarleik en það dugði aðeins til að halda í horfinu og Haukar juku forystuna enn meir áður en yfir lauk. „Við lékum vamarleik eins og best gerist og ef við höldum því áfram verður þetta auðvelt," sagði Jón Arnar Ingvarsson, fyrirliði Hauka, eftir leikinn en hann átti prýðisleik. „Við léku líka svona vel í fyrsta leiknum við Grindavík en duttum alveg niður í næsta og það gerist ekki aftur. Það er leyft að spila mjög fast í þessari úrslita- keppni, menn vilja það og við reyndum að nýta það - þess vegna var lítið um stig hjá Grindavík.“ Úrslitakeppnin í körfuknattleik 2000 Þriðji leikurinn í undanúrslitunum, leikinn I Hafnarfirði 30. mars 2000 HAUKAR GRINDAVÍK 74 Skoruð stig 56 10/16 Vítahittni 12/14 8/24 3ja stiga skot 6/24 20/45 2jastigaskot 13/36 33 Varnarfráköst 23 12 Sóknarfráköst 7 11 Bolta náð 8 9 Bolta tapað 12 13 Stoðsendingar 6 18 Villur 20 Ótrúlegir yf irburðir Byrjunin hjá okkur var hreint út sagt hörmuleg og að setja að- eins 9 stig á 12 mínútum gengur ekki gegn liði eins og ■■■■■■■■ Njarðvík og það varð Bjöm okkar banabiti að Blöndal þessu sinni,“ sagði sknfar Ingi Þór Steinþórs- son þjálfari vesturbæjarliðs KR eftir að lið hans hafði tapað með 10 stigum , 98:88, fyrir UMFN í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Njarðvík er því 2:1 yfir í einvígi liðanna. Leikurinn byrjaði svo sem ekki illa fyrir KR-inga sem virtust til alls líklegir á fyrstu mínútunum. En í stöðunni 9:9 fór allt í baklás og næstu mínútur vora þeir hreinlega úti að aka á meðan Njarðvíkingar fóra nánast hamföram á vellinum. Þeir settu 23 stig í röð og þar voru þeir Teitur Örlygsson sem var með sex 3ja stigakörfur í hálfleiknum og Logi Gunnarsson fremstir í flokki. Þessi frábæri kafli Njarðvíkinga lagði granninn að mikilvægum sigri þeirra. Þó svo að KR-ingum hafi tek- ist að klóra í bakkann í síðari hálfleik þá var þetta ekki þeirra dagur. Bestu menn Njarðvíkur vora þeir Teitur Örlygsson sem átti stjörnu- leik, hann setti 35 stig og þar af vora níu 3ja stiga körfur. Logi Gunnars- son var einnig frábær, svo og Riley Inge. KR-ingar vora ekki öfund- sverðir en þeir bitu þó hressilega frá sér í síðari hálfleik. Bestu menn þeirra í leiknum vora Keith Vassel og Jesper Sörensen. Úrslifakeppnin f körfuknattleik 2000 Þriðji leikurínn i undanúrslitunum, leikinn i Njarðvík 30. mars 2000 NJARÐVÍK KR • 96 Skoruð stig 85 18/29 Vítahittni 25/31 14/29 3ja stiga skot 7/17 18/34 2jastigaskot 21/31 17 Varnarfráköst 18 10 Sóknarfráköst 10 15 Bolta náð 10 14 Bolta tapað 23 22 Stoðsendingar 24 25 Viliur 21 Heimavöllur- inn vó Við sýndum mikið þrek að vinna því liðið byrjaði illa í leiknum. Við urðum fyrir ákveðnu áfalli að tapa í Garðabæ, eftir að hafa leitt all- an leikinn, en við voram staðráðnir að gera betur. En það er synd að Stjaman er úr leik því liðið sýndi góða leiki,“ sagði Bjcírgvin Þór Björgvinsson, Framari, sem átti góðan leik gegn Stjörnunni í gær. „Mér fannst skipta máli að við vor- um á heimavelli, sem vegur þungt þegar út í úrslitakeppnina er komið,“ sagði Björgvin, sem sagði að það skipti engu máli hvort liðið fengi KA eða FH í undanúrslitum þó að það skipti alltaf máli að fá heimaleikja- réttinn. þungt „Ég sá allt í einu glufu á vörn Stjömunnar og lét vaða á markið og boltinn hafnaði í netinu. Það var sárabót að skora því ég var ekki ánægður með leik minn í sfðari hálf- leik,“ sagði Njörður Ámason, Fram- ari, sem skoraði sigurmark Fram gegn Stjörnunni. Hann sagði að Stjaman hefði komið Fram á óvart í leikjunum þremur. „Sóknarleikur liðsins hefur ekki alltaf verið sérlega skynsamleg- ur en í öðram leiknum og framan af í þessum leik voru þeir að leika vel og þeir hefðu vel getað unnið með heppni. En við gáfum okkur alla í leikinn og það skilaði okkur í undan- úrslit.“ ■ DONAR, lið Herberts Arnarson- ar í hollensku úrvalsdeildinni í körfuknattleik tapaði í gær fyrir Image Center Werkendam. Þetta var annar leikur liðanna í 8-liða úr- slitum deildarin. Lokatölur urðu 80:65 og þar sem Herbert og félag- ar sigraðu 74:72 í fyrsta leiknum í Groningen mætast liðin í oddaleik. á laugardaginn þar í bæ. ■ SHAWN Myers hefur samið við körfuknattleiksdeild Tindastóls frá Sauðárkróki um að leika næsta vetur með liðinu í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Myers, sem kemur frá Trindidad og Tóbago, gerði 22 stig að meðaltali í leik með Tindast- óli í vetur og tók 13,4 fráköst að meðaltali. ■ TVEIR leikmenn Leeds, auk þeirra Jonathon Woodgate og Lee Bowyer, hafa verið kærðir fyrir að ráðast á og slasa námsmann utan við diskótek í miðborg Leeds ekki alls fyrir löngu. Varnarmaðurinn Michael Duberry og sóknarmaður varaliðsins, Tony Hackworth, var birt kæran í dag, Duberry fyrir ac? reyna að leyna upplýsingum um at- vikið fyrir lögreglunni en Hackworth fyrir að hafa gengið í skrokk á manninum umrætt kvöld. ■ STEFAN Schwarz, miðjumaður Sunderland, sleit hásin í landsleik með Svíþjóð gegn Austurríki í fyiTakvöld. Hann er frá keppni næstu mánuði og leikur því ekki með sænska liðinu í úrslitum EM í sumar. ■ NWANKWO Kanu missir líklega af fyrri leik Arsenal gegn Lens ú undanúrslitum UEFA-bikarsins þann 6. apríl. Nígería á að leika við Erítreu í undankeppni HM þremur dögum síðar og á rétt á að fá Kanu fimm dögum fyrir þann leik. Thier- ry Henry verður ekki með Arsenal vegna leikbanns. ■ CARL Cort, leikmaður Wim- bledon og enska 21-árs landslið- sins, gagnrýndi Egil „Drillo“ 01- sen, knattspymustjóra sinn, harðlega í viðtali við enska blaðið The Express í gær. Cort segii’ að langspyrnuleikstíll Norðmannsins henti liðinu als ekki, hann sé fyrir- sjáanlegur og virki illa á leikmenn, þeir öðlist ekki sjálfstraust af því að spila þannig. ■ THE Express sagði ennfremur að í herbúðum Wimbledon væri vaxandi óánægja með það að Drillo gæti ekki náð upp þeirri stemningu í liðinu sem til þyrfti. Blaðið segir að hópur leikmanna liðsins beiti sér nú fyrir því að Norðmaðurinn verði látinn fara og Robbie Earle taki við sem spilandi knattspymustjóri Wimbledon. UDICK Advocaat, hinn hollenski knattspyrnustjóri Glasgow Rang- ers, heldur áfram að kaupa Janda sína til skosku meistaranna. I gær bættist sá áttundi í hópinn þegar Advocaat keypti Femando Ricks- en, 24 ára bakvörð, frá AZ Alkma- ar fyrir 450 milljónir ki’óna. ÍDAG HANDKNATTLEIKUR 8-liða úrslit karla, oddaleikur: KA-hús: KA-FH................20 SKÍÐI Skíðalandsmdt fslands í Skálafelli: Stórsvig - Landsmót/Stigamót.10.30 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrslit kvenna, fyrsti leikur: KR-hús: KR-Keflavík..........20 KNATTSPYRNA Deildarbikarkeppni karla í Reykjaneshöil í Reykjanesbæ: KR-FH........................18 HK-Valur.....................20 Leiknir R. - Keflavík........22 Ásvellir: KÍB-Fjölnir........-i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.