Morgunblaðið - 12.05.2000, Side 55

Morgunblaðið - 12.05.2000, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ I UMRÆÐAN Gildir réttarfar Mugabe gagnvart íslenskum útgerðarmönnum? SUMIR túlka „Vatneyrardóm" Hæstaréttar þannig að hægt sé að afnema kvótkerfið eða gera á því miklar breytingar án bóta til núverandi kvótaeigenda, útgerð- armanna. Til hvers? Hvers vegna að svipta einn stærsta atvinnu- veg þjóðarinnar stór- um hluta eigna sinna bótalaust? Hver hagn- ast á slíku? Enginn. Allir, öll þjóðin myndi tapa á slíku ofríki, slíkri lögleysu. Um þessar mundir er Mugabe forsæt- isráðherra að láta þennan draum sumra manna rætast í Zimbabwe. Hann gerir réttarkerfi landsins óvirkt gegn sumum landsmönnum með gerræði og lætur lögreglu landsins standa aðgerðarlausa á meðan jarðir sumra landsmanna eru teknar af þeim bótalaust. Hvers vegna? Er það ódýrara fyr- ir stuðningsmenn Mugabes? Ef til vill. En þetta er mikil skammsýni. Óbætanlegur skaði hlýst af fyrir alla þjóð Zimbabwe, sem mun sökkva margar aldir aftur í rétt- aróvissu og öryggisleysi. Réttleys- ið mun ekki einskorðast við hvíta menn eina. Upp rís óöld og hallæri í landinu og litlar þjóðartekjur þess munu hrynja. Það merkilega er að til eru hér á landi menn, sem vilja misnota vissa hluta ríkisvaldsins á Islandi, löggjafarvaldið, í svipuðum til- gangi. Sem betur fer heitir for- sætisráðherra okkar ekki Mugabe heldur Davíð Oddsson og er í fremsta flokki íslenskra forsætis- ráðherra, sem mest hafa eflt frelsi og velmegun Islendinga. Aðrir eru Hannes Hafstein, Jón Þorláksson og Bjarni Benediktsson. Ekki sameign Hæstiréttur staðfestir hvergi í „Vanseyrardóminum“ að nytja- stofnar á Islandsmiðum séu sam- eign íslensku þjóðarinnar, heldur tekur hann þessi orð orðrétt upp úr lögunum og les úr þeim eins konar stefnuyfirlýsingu og markmið þess efnis að vernda og hagnýta skuli fiskistofnana með hagkvæmni alþjóðar að leiðarljósi. Þegar Hæstiréttur segir að lög- gjafinn geti lagt á frekara fégjald, er tekið fram að Alþingi geti gert það í skjóli valdheimilda sinna. Hæstiréttur segir ekki að fégjald geti verið lagt á í skjóli eignar- réttar þjóðarinnar sem endurgjald til þjóðarinnar fyrir afnot af eign hennar. Þess vegna verður að líta svo á að slíkt fégjald yrði skattur en ekki endurgjald eða leiga fyrir afnot af eign. Hjörtur Torfason tekur afdrátt- arlaust fram í sínu sératkvæði að „fiskveiðiréttindin séu almennings- eign en ekki ríkiseign" það er al- menningur, sem enginn á, sbr. það sem allir eiga það á enginn. Full- veldisréttur íslands tekur hins vegar til almenninga og einkaeigna ein- staklinga og lögpers- óna. Lögum samkvæmt í dómi meirihlutans segir. „Aflaheimildir eru þannig aðeins var- anlegar í þeim skiln- ingi að þær verða hvorki felldar niður né þeim breytt nema með lögum.“ Hér tekur Hæsti- réttur af allan vafa um það að aflaheim- ildirnar eru ekki ríkis- eign, því þá heyrði nýting þeirra undir framkvæmdavaldið, ríkis- stjórnina, eignaumsýslu ríkisins. Niðurstaða meirihlutans er sú Réttarríki Svokallaðar „ólympísk- ar“ veiðar, þar sem öll orkan fer í það að keppa um að ná físknum upp úr sjónum í stað þess að keppa að því að skapa sem mest útflutnings- verðmæti, segir Jóhann J. Olafsson, verða aldrei teknar upp aftur á með- ----7------------------------ an Islendingar ráða yfir fískimiðunum. að breytingar verði aðeins gerðar með lögum og samkvæmt lögum. Stjórnarskrá íslands er hluti af þeim lögum og ný lög frá Alþingi mega ekki brjóta í bága við 72.gr og 75.gr. hennar um eignarrétt og atvinnufrelsi, né aðrar greinar hennar. Kaup og sala Almennt er viðurkennt í fram- kvæmd, að kvótarnir eru atvinnu- réttindi, sem ganga kaupum og sölum líkt og eignir. Þetta má lesa úr forsendum Hæstaréttar, sem ítrekar þetta sjónarmið. „Sú til- högun að aflaheimildir séu varan- legar og framseljanlegar styðst að auki við þau rök að með þessu sé mönnum gert kleift að gera áætl- anir um starfsemi slna til lengri tíma “ Áður hafði Hæstiréttur sagt: „Með því að aflaheimildir eru að meginstefnu framseljanlegar gefst handhöfum þeirra jafnframt kost- ur á því að ráðstafa þeim til ann- arra. Hefur sú orðið raunin á í rík- um mæli.“ Hæstiréttur hefur þannig stað- fest skoðun þeira Sigurðar Líndal og Þorgeirs Orlygssonar, þess efn- is að veiðiheimildirnar eru at- vinnuréttindi, sem njóta verndar 72. gr. og 75. gr. Stjórnarskrár ís- lands, um eignarrétt og atvinnu- rétt. í sératkvæði Guðrúnar og Har- aldar kemur fram: Af því leiddi að aðrir ættu þess ekki kost að stunda veiðar í atvinnuskyni, en þeir, sem fengið hefðu heimildir til þess í skjóli eignarréttar ýmist sjálfir eða fyrir kaup, erfðir eða önnur aðildaskipti." Of þröngt sjónarmið Núverandi fyrirkomulag finnst þeim Guðrúnu og Haraldi of þröngt til frambúðar Svipað sjónarmið kemur fram í sératkvæði Hjartar Torfasonar: „Með ákvörðun hámarksafla og skiptingu hans eftir aflahlutdeild, sem framseljaleg er í höndum út- gerðarmanna einna án meiriháttar efnislegra skilyrða, hefur þessum veiðum verið beint í tiltölulega ein- hæfan farveg..." Hér bendir Hjörtur eins og Guð- rún og Haraldur á það að þetta fyrirkomulag sé of þröngt til fram- búðar og má vel taka undir það sjónarmið þeirra Eðlilegasta lausn þessa máls er sú að gef alla verslun, kaup og sölu á kvóta frjálsar öllum íslend- ingum, hvort sem menn eiga skip eða ekki. Þá geta allir eignast kvóta í hvaða stétt, sem þeir eru eða eru ekki. Aðalregla íslensks réttar er sú að ekki eru sett nein skilyrði fyrir því hvaða eignir hverjir geti eign- ast á Islandi þótt oft þurfi að setja notkun þeirra ýmsar hömlur. Þá þarf að taka af allan vafa, sem kann að vera á eignarskiptum eins og t.d. erfðir, gjafir, giftingar, hjónaskilnaður o.s.frv. Einnig þarf að auðvelda sérstaklega veðsetn- ingu á kvóta til að hjálpa nýliðum að komast inn í atvinnugreinina. Réttarríki Leið Mugabe, að taka kvótann af útgerðarmönnum bótalaust, er ekki fær í réttarríki. Ef 3. mgr. 1. gr.l. nr. 38/1990 (um að úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndi ekki eignarrétt) opnar þessa leið, stenst hún einfaldlega ekki stjórn- arskrána og grundvallarreglur réttarríkis. Menn hafa haldið því fram að vegna þessa ákvæðis gæti Alþingi afnumið kvótakerfíð gagnvart öll- um alveg bótalaust. Þetta eru óþarfar vangaveltur. Slíkt er jafnólíklegt og að hægri umferð yrði lögð niður og vinstri umferð tekin upp á ný. Það væri hægt að gera bótalaust, en til hvers? Svokallaðar „ólympískar" veið- ar, þar sem öll orkan fer í það að keppa um að ná fisknum upp úr sjónum í stað þess að keppa að því að skapa sem mest útflutnings- verðmæti, verða aldrei teknar upp aftur á meðan íslendingar ráða yf- ir fiskimiðunum. Höfundur er stórkaupmaður og lýðveldissinni. Jóhann J. Ólafsson SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur Qfuntu tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 Qlroaf úísÁrifíaryýafa DEMAN ÍTahúsið i Kringlan ■ 4-12, sfmi 588 9944 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 53 IfÖ Sblhrein og vönduö hreinlætlstæki Glæsileg hreinlætistæki Ifö Cera. Innbyggt frárennsli auðveldar þrif. Tvívirkur skolhnappur, hægt er að velja um 3ja eða 6 Iftra skol. Ifö - Sænsk gæðavara T€Í1GI Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sími: 5641088 • Fax: 564 1089 Fást í byggingavöruverslunum um land alltj Hárlos Kynning - Ráðgjöf Alopeda Androgenetica er algengasta ástæðan fyrir hármissi,ástæðan er karihormónið testosteron. Þar sem konur hala einnig örlítið af þessu hormón, geta bæði kynin orðið fyrir hármissi af þessari ástæðu. HQjADQíM Þar sem vitneskja er um rót vandans eru nú til efni sem leysa hann. -Megaderm inniheldur efiii -coen3ym- sem hefur álirif á ummyndun testosterons í DHT sem veldur hárlosi. Mörg próf sem gerð hafa verið, hafa ekki eingöngu sýnt fram á að hártap stoppar, neldur að hár byrjar að vaxa að nýju. Skoðun erframkvæmd ígreiningarstofu t' vtdeósmósjá. Megaderm er borið beint í hársvörðinn, hefur engar aukaverkanir, örvar hárvöxt og hefur sýnt athyglisverðan árangur við hárlosi. frákl. 13-18. .HAIR -AlyLLO orgar OPXO TIL*« IHMIKLZ4.00 ÖLL KVÖLO* APÖTEK Alftamýri 1 Reykjavík, sími: 5857700 HmhmsEki ITOFNAO 1 • 0 T • 0*01 eOO OKKVB HUOLCIKH ÍPAKS r~ Oj mra tOAnOVA gft ImS) léreft iiifTníi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.