Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 4
Ragnar með
tilboð frá
Dunkerque
RAGNAR Óskarsson,
landsliðsmadur í hand-
knattleik úr ÍR, fékk í gær
tilboð frá franska félaginu
Dunkerque. Frakkarnir
hafa haft mikinn áhuga á
Ragnari síðan þeir fylgd-
ust með honum með lands-
liðinu á æfíngamóti í Hol-
landi í lok síðasta árs.
„Eg svara þessu tilboði
mjög fljótlega með gagntil-
boði og það má búast við
því að það taki einhvern
tíma að fá endanlega nið-
urstöðu í málið. En það er
spennandi kostur að fara í
atvinnumennsku í Frakk-
landi, enda hefur það verið
markmið hjá mér að ieika
erlendis,“ sagði Ragnar við
Morgunblaðið í gærkvöld.
Dunkerque hafnaði í 10.
sæti af 14 f frönsku deild-
inni sem lauk í fyrrakvöld.
Liðið var mun ofar lengst
af í vetur en átti slakan
endasprett í mótinu.
Makedón-
íufarar
Þorbjöms
ÞORBJÖRN Jensson, lands-
liðsþjálfari í handknattleik, valdi
í gær 19 leikmenn til undirbún-
ings fyrir tvo landsleiki við Mak-
edóníu í undankeppni heims-
meistaramótsins í Frakklandi í
janúar á næsta ári. Tíu úr þess-
um hóp voru í landsliðinu sem
lék á Evrópumeistaramótinu í
Króatíu árla á þessu ári. Þá eru í
» hópnum tveir nýliðar, Erlingur
Richardsson, ÍBV, og Magnús
Sigmundsson, Haukum.
Nítján manna hópurinn er
annars þannig skipaður:
Markverðir eru Guðmundur
Hrafnkelsson, Nordhom, Seb-
astian Alexandersson, Fram og
Magnús Sigmundsson, Hauk-
um. Aðrir leikmenn, Guðjón V.
Sigurðsson, KA, Gústaf Bjama-
son, Willstatt, Björgvin Þór
Björgvinsson, Fram, Bjarki Sig-
m’ðsson, UMFA, Njörður Áma-
son, Fram, Róbert Sighvatsson,
Dormagen, Erlingur Richards-
son, ÍBV, Róbert Julian Duran-
ona, Eisenach, Guðfinnur Krist-
mannsson, ÍBV, Dagur
Sigurðsson, Wuppertal, Aron
Kristjánsson, Skjem, Ragnar
Óskarsson, IR, Ólafur Stefáns-
son, Magdeburg, Amar Péturs-
son, Stjömunni, Patrekur Jó-
hannesson, Essen, Daði
Hafþórsson, Dormagen.
Þeir sex leikmenn sem vora
með í Króatíu en eru ekki nú
eru: Bergsveinn Bergsveinsson,
Magnús Sigurðsson, Magnús
Már Þórðarson, Rúnar Sig-
tryggsson, Sigurður Bjamason
og Valdimar Grímsson.
«. Þorbjöm velur síðan sextán
af þessum nítján mönnum til
þess að fara í æfingabúðir í
Tékklandi og vegna leikjanna
við Makedóníu 4. júní ytra og 10.
dag sama mánaðar í Kaplakrika.
Morgunblaðið/Ásdís
Patrekur Jóhannesson sækir að marki Svía á EM í Króatíu - Johann Pettersson er til varnar.
Besti hópur
„ÞÆR breytingar sem ég hef gert á landsliðshópnum frá Evrópu-
keppninni í Króatíu eru vegna þess að ég tel þennan hóp vera þann
besta sem ég á völ á um þessar mundir,“ sagði Þorbjörn Jensson,
landsliðsþjálfari í handknattieik þegar hann tilkynnti val sitt á
landsliðinu vegna tveggja leikja við Makedóníu í undankeppni HM
fyrri hluta júnímánaðar. Sex leikmenn falla úr hópnum sem tók þátt
í EM; þeir Sigurður Bjarnason, Rúnar Sigtryggsson, Magnús Sig-
urðsson, Magnús Már Þórðarson, Bergsveinn Bergsveinsson og
Valdimar Grímsson. Hinn síðastnefndi er ekki valinn vegna meiðsla.
Björgvin Björgvinsson er kominn
í landsliðið á ný og er einn
þriggja vinstri hornamanna sem
Þorbjörn velur að þessu sinni.
Ástæðuna fyrir því segir Þorbjörn
bæði vera þá að Björgvin leiki vel
auk þess sem óvissa ríki með Gústaf
Bjarnason sem eigi í meiðslum í
hné. „Það getur farið svo að Gústaf
verði að taka hvíld, þótt ég voni
sannarlega að til þess komi ekki. Þá
á Julian Duranona einnig í meiðsl-
um á hné þannig það getur brugðið
til beggja vona hjá honum.“ Bjarki
Sigurðsson er einn leikmaðurinn
enn sem óvissa ríkir um. Bæði hefur
hann verið meiddur og ekki náð sér
fyllilega auk þess sem hann og eig-
inkona hans vænta þriðja bams síns
um þessar mundir. „Bjarki vill taka
þátt í þessu með okkur, hafi hann
tök á því. Ég vonast til þess að það
skýrist í dag eða í síðasta lagi á
morgun hvort hann verður með okk-
ur.“
Þar með er ekki loku fyrir það
skotið að þú veljir fleiri í hópinn?
„Það getur alveg verið að ég þurfi að
kalla fleiri inn í hópinn.Til dæmis ef
Bjarki getur ekki tekið þátt og eins
ef meiðsl Dm-anona ágerast. Það er
bara slæmt að við skulum ekki eiga
mai-ga til þess að leysa hans hlut-
verk með Patreki ef til kemur. Við
erum orðnir ríkari af miðjumönnum
en skyttum, það er af sem áður var.
Gunnar Berg Viktorsson hefði kom-
ið til greina, en nú er hann frá vegna
axlarmeiðsla." Þorbjörn segir enn-
fremur að æfingar hjá þeim leik-
mönnum sem leika með íslenskum
liðum auk Arons Kristjánssonar,
sem leikur með Skjern í Danmörku,
hafi byrjað sl. mánudag, en aðrir
leikmenn sem koma frá Þýskalandi
bætist í hópinn 22. maí þegar deilda-
keppninni lýkur í Þýskalandi. „Við
spilum þrisvar í þessari viku og eins
í þeirri næstu við 20 ára-landsliðið
sem er að undirbúa sig fyrir undan-
keppni EM. Þá daga sem ekki eru
leiknir æfingaleikir eru hefðbundn-
ar æfingar. Bjarki er sá eini sem
ekki hefur getað verið með okkur.“
Litlar breytingar
Um andstæðing íslands, Mak-
edóníu, sagði Þorbjörn ljóst vera að
lið þeirra væri líkt og sl. haust þegar
þjóðimar áttust við í undankeppni
EM. Lítilsháttar breyting hefði átt
sér stað auk þess sem annar þjálfari
væri við stjórnvölinn.
„Þannig að ég á von á hörkuleikj-
um við Makedóníu að þessu sinni
enda erum við að leika um sæti í
næstu heimsmeistarakeppni. Að
sjálfsögðu viljum við taka þátt í HM
í Frakklandi í janúar,“ sagði Þor-
björn.
Fema Ásthildar
ÞAÐ verða KR og Valur sem mætast í úrslitaleik deildabikars
kvenna í knattspyrnu á mánudagskvöldið kemur. KR vann auð-
veldan sigur á Stjörnunni, 6:0, og Valur lagði Breiðablik í hörkuleik,
3:2, en báðir leikirnir fóru fram á Ásvöllum í gærkvöld.
Asthildur Helgadóttir lék sinn
fyrsta leik með KR í vor en hún
er nýkomin heim frá Bandaríkjun-
um. Hún er greinilega í góðri æfingu
því hún skoraði
fjögur marka KR-
inga í leiknum. KR
hafði algera yfir-
burði allan tímann
og Stjaman, sem hafði unnið alla
leiki sína til þessa, komst aldrei í takt
við leikinn og virðist enn vanta
herslumun til að blanda sér í toppb-
Ingibjörg
Hinriksdóttir
skrifar
aráttuna í sumar. Helena Ólafsdóttir
gerði eina mark fyrri hálfleiks á 28.
mínútu. Olga Færseth kom KR í 2:0
á 52. mínútu og síðan tók Ásthildur
við. Hún skoraði á 53., 66., 77. og 79.
mínútu. Annað mark hennar var sér-
lega glæsilegt, skoraði með þrumu-
skoti af 25 metra færi.
Valur vann í spennuleik
Mikið fjör var á upphafsmínútun-
um hjá Val og Breiðabliki því fjögur
mörk voru skoruð á fyrsta korterinu.
Rakel Ögmundsdóttir kom Blikum
yfir strax á fyrstu mínútu en Ásgerð-
ur H. Ingibergsdóttir jafnaði á 4.
mínútu. Katrín Jónsdóttir kom Val í
2:1 á 11. mínútu en Eyrún Oddsdótt-
ir jafnaði metin fjórum mínútum síð-
ar. Eftir tvísýna baráttu og færi á
báða bóga, þar sem Valur átti m.a.
stangarskot, var það ung og efnileg
stúlka, Guðný Þórðardóttir, sem
tryggði Val sigurinn. Hún kom inn á
sem varamaður og skoraði úrslita-
markið örskömmu síðar, níu mínút-
um fyrir leikslok.
Miðað við leikina í gærkvöld verða
það KR, Valur og Breiðablik sem
berjast um toppsætin þrjú í sumar
eins og undanfarin ár.
Judit og
Hind til
Fram?
: JUDIT Rán Esztergal,
fyrrverandi leikmaður
Hauka í handknattleik, og
: Hind Hannesdóttir, sem
var í íslandsmeistaraliði
ÍBV á nýliðnu tímabili,
hafa æft með liði Fram að
: undanfömu og em að
íhuga félagaskipti.
Judit, sem síðustu árin
hefur verið einn albesti
leikmaðurinn í 1. deild
: kvenna, lék fyrri hlutann
af nýliðnu tímabili en hún
hætti að spila með Haukun-
; um eftir að hún sagði starfí
súiu lausu sem þjálfari liðs-
: ins.
Hind er ein af ungu og
efnilegu handboltakonun-
um sem komið hafa fram á
sjónvarsviðið á undan-
fömum ámm og eins og
Judit yrði hún liði Fram
góður styrkur.
Gústaf Bjömsson, sem
j tók við Framliðinu á miðju
tímabili, hefur verið endur-
1 ráðinn þjálfari Safamýrar-
liðsins.
■ VALGARÐ Thoroddsen, hand-
knattleiksmaður, er genginn til liðs
við Val á ný eftir tveggja ára fjar-
veru. Valgarð lék með Víkingum í
vetur en með ÍBV tímabilið þar á
undan.
■ SJÖTTI meistaratitillinn í röð í
þýska handboltanum blasir við Kiel
eftir öruggan sigur á Flensburg,
32:25, í uppgjöri toppliðanna í
gærkvöld. Kiel hefur þar með 50
stig en Flensburg 48 þegar tvær
umferðir eru eftir og annað árið í
röð er Flensburg að missa af titlin-
um á síðustu stundu. Nenad Pemn-
icic skoraði 11 mörk fyrir Kiel en
Andrej Klimovets 6 fyrir Flens-
burg.
■ HELGI Jónas Guðfinnsson og fé-
lagar í RB Antrwerpen töpuðu fyrir
deildameisturum Oostende, 95:89, í
leik númer tvö um belgíska meist-
aratitilinn í körfuknattleik í gær-
kvöld. Allt stefndi í góðan útisigur
Antwerpen, sem náði 14 stiga for-
ystu í seinni hálfleik en heimaliðið
jafnaði í lokin og vann í framleng-
ingu. Liðin eru því jöfn, 1:1, en þrjá
sigra þarf til að vinna titilinn.
■ GUÐMUNDUR Benediktsson og
félagar í Geel féllu í gærkvöld úr
efstu deild belgísku knattspyrn-
unnar þegar þeir töpuðu, 0:2, fyrir
Club Bmgge í lokaumferðinni.
Amar Þór Viðarsson lék með Lok-
eren, sem vann Lierse, 2:1, á úti-
velli og endaði í 10. sæti. Þórður
Guðjónsson lék ekki með Genk,
sem vann Mechelen, 3:1, og hafnaði
í 8. sæti.
■ ANDRI Marteinsson, sem
Breiðablik fékk frá FH fyrir þetta
tímabil, missir af þremur fyrstu
leikjum Kópavogsliðsins. Andri er í
námi í Bandaríkjunum og kemur
þaðan um næstu mánaðamót.
■ MAREL Baldvinsson, sem hefur
átt við þrálát meiðsli að stríða síðan
á miðju síðasta sumri, er byrjaður
að æfa með Breiðabliki og talið er
að hann geti byrjað að spila í 3. eða
4. umferð deildarinnar. Bjarki Pét-
ursson er meiddur og hætta er á að
hann missi af fyrsta leik Breiða-
bliks.