Morgunblaðið - 12.05.2000, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000
GOLF
MORGUNBLAÐIÐ
Læra ekki
skrifl án þess
að hafa blýant
„Ætli golfklúbbarnir heima að ná árangri
í háum gæðaflokki verður aðstaða til
kennslu að vera í lagi. Ef ekki, kemur ekki
upp kynslóð með rétta sveiflu - leikurinn
verður aldrei annað en hálfkák,“ sagði Arn-
7
ar Már Olafsson, þegar Viggó Sigurðsson
sótti hann heim í Haren í Norður-Þýska-
landi, þar sem hann er yfírkennari og
hefur séð um uppbyggingu á glæsilefflim
18 holu golfvelli.
ARNAR Már Ólafsson, sem er ís-
lenskum golfunnendum að
góðu kunnur, hefur starfað sem at-
vinnugolfkennari í Þýskalandi síð-
astliðin fjögur ár við góðan orðstír.
Hann býr í Haren í Norður-Þýska-
landi, við landamæri Hollands,
ásamt eiginkonu sinni Helgu Lárus-
dóttur og dætrunum Ástrós 7 ára og
Sólrúnu 3 ára.
Arnar er fyrsti íslendingurinn til
að ljúka prófi frá sænska PGA-at-
vinnukennaraskólanum - fetaði þar
með í fótspor Þorvaldar Ásgeirsson-
ar og varð annar íslendinga með
golfkennaramenntun.
Hvers vegna hélt Arnar Már í vík-
ing, þegar mikil uppsveifla hefur
verið í golfíþróttinni á íslandi? Var
ekki nóg að gera fyrir Arnar Má
heima?
„Golfíþróttin hefur verið í sókn á
íslandi, þannig að margir möguleik-
ar voru fyrir hendi, en mig langaði
að breyta til og víkka sjóndeildar-
hringinn eftir að hafa verið við
kennslu heima samfleytt í níu ár,“
sagði Arnar Már, sem er uppalinn í
Kópavogi. „Það var hrein tilviljun að
ég fór að æfa golf en ekki aðra íþrótt.
Eg fékk áhugann þegar ég fór ungur
með pabba á Hvaleyrina í Hafnar-
firði, þar sem hann lék golf hjá Keili.
Þegar ég var svo tólf ára fór ég dag-
lega í strætisvagni til Hafnarfjarðar
til að æfa og leika mér. Ég man að
það vakti mikla athygli þegar ég rog-
aðist með golfsettið í strætó - pok-
inn var stærri en ég. Ferðin á Hval-
eyrina tók á annan tíma. Já, það má
segja að h'f mitt hafi fijótlega snúist
um golf - ekkert annað en golf. Ég
var allan daginn - langt fram á kvöld
úti á velli við golfiðkun. Ég missti oft
af síðasta strætisvagninum heim,
þannig að ég varð að sníkja far. Oft
þurfti klókindi til að koma sér heim.“
Mikil þörf fyrir golf kennara
„Það er svo árið 1987, þegar Þor-
valdur Ásgeirsson, sem þá var golf-
kennari hjá Keili, lést, að ég tók að
mér að leiðbeinenda byrjendum. En
ekki leið á löngu þar til ég var bókað-
ur allan daginn langt fram á kvöld -
svo mikil var eftirspumin. Þá var
mikil þörf fyrir starfandi kennara
hjá golfklúbbunum og er enn.
Ég var ekki ánægður með þessa
þróun - að vera að kenna golf allan
liðlangan daginn, án þess að hafa
ekki réttindi til þess. Ég ákvað í
kjölfarið að sækja um að komast að
hjá sænska golfkennaraskólanum.
Það var árið 1989 og það má með
sanni segja að ég hafi haft heppnina
með mér, ég komst strax inn í skól-
ann,“ sagði Arnar Már, sem hélt
áfram að kenna á fullum krafti hjá
Keili, auk þess að vinna hjá golf-
klúbbi Flugleiða. „Það starf létti
mér verulega kostnað vegna flug-
ferða til Svíþjóðar, sem auðvitað
voru tíðar. Þá var ég líka í starfi
framkvæmdastjóra hjá Bandalagi ís-
lenskra sérskólanema."
Amar Már segir að þegar hann
hóf nám í PGA-skólanum í Svíþjóð
var skólinn aðeins 5 ára gamall. „Það
má kannski segja að ég hafi rutt
brautina fyrir aðra sem á eftir hafa
komið, eins og Sigurð Pétursson og
fleiri. Það var ánægjuleg þróun sem
þá fór af stað - að Islendingar með
full réttindi fóru að leysa útlending:
ana af hólmi við kennslu heima. í
dag eru starfandi allt að tíu íslenskir
golfkennarar í nær fullu starfi, sem
sýnir okkur hvað uppsveiflan í golfi
heima er hröð.
Nú eru jafnvel uppi hugmyndir
um að setja á stofn íslenskan golf-
skóla - með sama fyrirkomulagi og
sænski skólinn," sagði Amar Már.
Aðstæður slæmar
á íslandi
Hann sagðist aldrei hafa verið
fullkomlega ánægður heima - segir
allar aðstæður yfirleitt mjög slakar,
og sums staðar fyrir neðan allar hell-
ur. „Erfitt var að vinna við golf-
kennsluna í fullu starfi, vegna veðurs
og ytri aðstæðna. Á sumrin var mað-
ur að vinna við golfkennslu allt að
fjórtán tíma á sólarhring, en síðan
datt kennslan niður yfir vetrar-
tímann vegna aðstöðuleysis.
Það er ótrúlegt í allri þeirri þróun
sem orðið hefur á golfinu - að að-
staða kennaranna við klúbbanna
hefur hreinlega gleymst. Aðstæður
þeirra eru óviðunandi, og hreinlega
fjandsamlegar. Ég var alltaf ánægð-
ur hjá Keili, en fyrst í stað kenndi ég
á fyrstu braut og þegar kylfingar í
leik léku á vellinum urðu þeir að leita
að boltunum sínum innan um alla æf-
ingaboltana. Það voru að sjálfsögðu
skrautlegar kringumstæður fyrir
kennarann og ekki síst kylfingana.
Ég þurfti svo að handtína alla bolt-
ana að æfingu lokinni, eitthvað sem
enginn léti bjóða sér í dag. Þá voru
engar vélar til, sem hirtu boltana
upp.“
Bjó til orðaforða á
þýsku - með áttatíu orðum
Arnar Már sagði að fyrir fjórum
árum, 1996, hafi hann ákveðið að
halda út - bæði til að geta sinnt
kennslunni í fullu starfi og þróað sig
sem golfleikara.
„Ég komst í samband við John
Prior sem er kennari í Bruchsal í
Þýskalandi. Hann vantaði aðstoðar-
mann, svo ég hugsaði mig ekki tvisv-
ar um - sló til og fór út alfarinn til
Bruchsal, sem er geysilega fallegur
staður og völlurinn frábær. Þá er öll
aðstaða þar til kennslu frábær. Það
varð strax mikið að gera - mikill
áhugi og fullbókað í alla tíma.
Ég var alveg mállaus á þýsku, en
tók þá ákvörðun strax að kenna á
þýskunni samt sem áður. Ég fékk til
liðs við mig Ríkharð Pálsson, tann-
lækni, sem þarna var og talar málið.
Ég tók hann í nokkra tíma og lét
hann snara öllum helstu áherslum
yfir á þýsku. Þegar ég taldi mig svo
vera búinn að ná þessu helsta, bjó ég
til orðaforða með áttatíu orðum. Þá
tók ég Ríkharð aftur í tíma og
kenndi honum svo á orðaforða mín-
um í þýskunni - stakk mér svo í íska-
ldan sjóinn.
Mér var í raun ótrúlega vel tekið
hér í Þýskalandi. Fólkið afar hlýlegt
og ánægt að ég skyldi kenna á þýsku
- þó svo ég kynni ekkert í málinu.
Ég eignaðist góðan vinahóp, en fann
samt sem áður að þetta var ekki al-
veg það sem var í huga mínum þegar
ég ákvað að gersta atvinnugolfkenn-
ari. Ég vildi hafa meira að segja í
starfinu og utan þess vildi ég vera
höfuðpaurinn á staðnum."
Draumastarfið í Haren
„Þegar ég sá auglýsta lausa stöðu
aðalkennara í Haren, Gut Duneburg,
ákvað ég að sækja um hana. Það
voru miklar áætlanir í gangi í Haren
um uppbyggingu nýs vallar og nýs
golfklúbbs, en ekkert enn farið í
gang. Þó, öfugt við hlutina heima,
KRR
Reykjavíkurmót mfl. karla
Gervigrasvöllur Laugardal
ÚRSLIT
FYLKIR - VALUR
föstudaginn 12. maí
kl. 20
Aðgangseyrir kr. 500 fyrir 16 ára og eldri
Ókeypis fyrir 15 ára og yngri
Völlurinn í Haren, Gut Duneburg, er sk
•-
mm
Peter von Oeynl
Amar Már Ólafsson ásamt eiginkonu sinni Helgu Lámsdóttur og
dætrunum Ástrós 7 ára og Sólrúnu 3 ára.