Morgunblaðið - 18.05.2000, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.05.2000, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000 B 3 ÍÞRÓTTIR ÍBV - Fylkir Hásteinsvöllur í Vestmannaeyjum, 1. umferð, fimmtudaginn 18. maí 2000 kl. 20. Dómari: Kristinn Jakobsson. Aðstoðarddmarar: Eyjólfur Finnsson og Gunnar Gylfason. IBV: Júgóslavarnir Goran Aleksic og Momir Mileta koma ekki til landsins fyrr en á morgun. Baldur Bragason tæpur vegna meiðsla. Fylkir: Engin meiðsli og engin leikbönn. Fyrri leikir: ÍBV hefur unnið alla 4 leiki lið- anna í efstu deild, alla með einu marki. ■ Frægasta viðureign liðanna var í lokaum- ferðinni 1993. ÍBV sigraði þá 1:0 í Eyjum með marki Martins Eyjólfssonar 2 mínútum fyrir leikslok. Þar með björguðu Eyjamenn sér frá falli og sendu Fylki niður. ■ Bjarni Jóhannsson, sem stýrði IBV 1997- 1999, er nú þjálfari Fylkis. Aðstoðarþjálfari hans og leikmaður er Sverrir Sverrisson, sem varð íslandsmeistari með ÍBV1997. Keflavík- Breiðablik Keflavíkurvöllur, 1. umferð, fimmtudaginn 18. maí 2000 kl. 20. Ddmari: Gylfi Þór Orrason. Aðstoðarddmarar: Ólafur Ragnarsson og Erlendur Eiríksson. Keflavík: Eysteinn Hauksson er meiddur. Breiðablik: Bjarki Pétursson og Marel Bald- vinsson meiddir. Árni K. Gunnarsson og Krist- ján Óli Sigurðsson í leikbanni. Fyrri leikir: Félögin hafa mæst 30 sinnum í efstu deild, fyrst 1971. Keflavík hefur unnið 15 leiki, Breiðablik 8 og 7 hafa endað með jafntefli. Keflavík hefur skorað 53 mörk en Breiðablik 38. ■ Breiðablik vann síðast í Keflavík í efstu deild árið 1983, þá 2:0. Af sex leikjum í Keflavík síðan hafa heimamenn unnið 4 og 2 endað með jafntefli. í fyrra unnu liðin sinn hvorn heimaleik- inn og enduðu báðir 2:1. ■ Kristján Brooks skoraði bæði mörk Kefla- víkur í leik liðanna í Keflavík í fyrra en Salih Heimir Porca svaraði fyrir Breiðablik. ■ Óvæntustu úrslit í leikjum liðanna voru árið 1972 þegar Breiðablik vann í Keflavík, 4:3, en Keflavík var þá íslandsmeistari frá árinu áður. ■ Árið eftir skildu liðin jöfn, 4:4, í Keflavík en heimamenn voru þá orðnir íslandsmeistarar en Blikar fallnir í 2. deild. ■ Breiðablik er með þrjá fyrrum Keflvíkinga í sínum röðum, Kjartan Einarsson, Karl Finn- bogason og Georg Birgisson. Enginn fyrrum Bliki spilar með Keflavík. skríð Pippen kominn á PORTLAND TrailBlazers og Los Angeles Lakers komust í lokaúr- slit Vesturdeildar eins og flestir höfðu spáð eftir góða sigra í fyrrinótt gegn Phoenix Suns og Utah Jazz. Sérfræðingar um í Bandaríkjunum halda því flestir fram að þetta séu tvö langbestu liðin og að sigurvegarinn í rimmu liðanna muni verða krýndur meistari deildarinnar í júní. Fimmti leikur Portland og Utah var æsispennandi og skemmti- legur. Utah hafði forystu nær allan leikinn, en Portland „ var aldrei langt und- Valgeirsson an- Þegar um sex skrifarfrá mínútur voru eftir Bandaríkjunum Jazz sex s(jga forystu, en Portland jafnaði, 71:71, um þremur mínútum fyrir leikslok og lokakaflinn var æsispennandi. Scottie Pippen skoraði mikilvæg- ustu körfu leiksins þegar þriggja stiga skot hans rataði í körfuna þegar sjö sekúndur voru eftir. Portland náði eins stigs forystu með körfunni, 80:79, en Bryan Russell misnotaði tvö vítaskot þegar þrjái- sekúndur voru eftir og Portland marði sigur- inn, 81:79. Portland vann fjóra af fimm leikj- um liðanna og virðist liðið nú vera að ná sér á strik eftir slakan síðasta kafla í deildarkeppninni. Scottie Pippen var stjama leiksins og hefur gildi hans fyrir liðið aukist eftir að úr- slitakeppnin hófst. Hann skoraði 23 stig, tók níu fráköst og gaf átta stoð- sendingar. „Ég lagði áherslu á það við samherja mína fyrir leikinn að við þyrftum á okkar besta leik að halda til að slá þá út. Utah leikur svo agað að það þýðir ekkert annað,“ sagði kappinn í leikslok. Karl Malone var stigahæstur Utah með 27 stig. Ljóst er að aldurinn er farinn að segja til sín hjá Utah. Jeff Hornacek lék sinn síðasta leik fyrir Jazz. Hann hefur verið ein besta skyttan í deildinni um árabil og er sjónarsviptir af honum. LA Lakers tók Phoenix Suns í karphúsið í fimmta leik liðanna í Staples Center, 87:65. Lakers tók leitónn strax í sínar hendur, náði tutt- ugu stiga forystu um miðjan fyrri hálfleik og setti síðan á sjálfstýringu eftir það. Cobe Bryant var stigahæst- ur Lakers með 17 stig, en Shaquille O’Neal setti 15 og tók 21 frákast. „Leikir okkar voru mjög jafnir í deildarkeppninni, en í sjö leikja seríu getur allt gerst og spumingin verður hvemig liðin aðlaga sig milli leikja eftir töp,“ sagði Bryant þegar hann var beðinn að spá í framhaldið. Phoenix liðið var óþekkjanlegt frá fjórða leik liðanna á sunnudag þegar það skoraði 71 stig í fyrri hálfleik. I þessum leik varð staðan 49:23 og eru þessi 23 stig lægsta hálfleiksskor í sögu úrslitakeppninnar! Útilíf hefur formlega sölu á hinum nýja og glæsilega KR-búningi á morgun, föstudaginn 19. maí kl. 14. Af því tilefni mæta þeir Andrí Sigþórsson, Guðmundur Benediktsson, Haukur Ingi Guðnason og David Winnie í verslunina milli kl. 14 -16 og árita KR-treyjurnar. Fyrstu 100 seldu treyjunum fylgir frímiði á fyrsta heimaleik KR. Fyrstir koma fyrstir fá! UTILIF \ 'SáR* A ■'JtvI ’l l/< GLÆSIBÆ Sími 545 1500 • www.utilif.is Póstsendum samdægurs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.