Morgunblaðið - 21.05.2000, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 21.05.2000, Qupperneq 1
-Rllrn hringinn edda@edda.is • www.edda.is Hestamiðstöðin íshestar í Hafnarfirði Fjölskylduhátíð í da OPIÐ hús verður hjá Ishestum efh. í dag frá klukkan 13-17, fyrir alla fjölskylduna þar sem sumardagskrá hestamiðstöðvarinnar verður kynnt íshestai' opnuðu í mars hestamiðstöð við Kald- árselsveg í Hafnarfirði. „Um er að ræða glæsilega hestamiðstöð í stórbrotnu umhverfi sem veitir óendalega útivistai-möguleika,“ segir Sólveig Lilja Einarsdóttir hjá Ishestum. „Öll aðstaða er eins og hún gerist best og hingað eru allir vel- komnir til að njóta útivistar í fylgd fagmanna. íshestar bjóða upp á fjölda styttri ferða, veitinga- aðstaða er á staðnum og þarna er sannkölluð hestastemmnmg með söng og gleði. Frá opnun hestamið- stöðvarinnar höfum við fundið fyrir miklum áhuga ekki síst foreldra að kynna bömum sínum hestamennskuna. Við höfum því ákveðið að í sumar verði opið hús fyrsta sunnudag hvers mán- aðar þar sem bömin verða í fyrirrúmi. Þar verður m.a. boðið upp á styttri hestaferðir, ferðir á hestvagni og teymt verður undir bömum.“ SUNNUDAGUR 21. MAÍ BLAÐ C Lj ósmynd/Scanpix Búið er að reisa japanskt þorp í Lególandi en það tók rúmlega 6.000 klukkustundir að byggjaþað úr 810.000 kubbum. Búið að stækka Legó- land um fimmtung BÚIÐ er að stækka Lególand í Billund í Dan- mörku um fimmtung eða sem svarar þrettán þúsund fermetrum. Þar er nú búið að reisa nýjan þemagarð, Ævintýraland svokallað, þar sem hættur leynast við hvert fótmál eins og krókódílar úr legókubbum og þar heyja líka þekktar legófígúrar mikla bardaga. A svæðinu er framskógarstígur og þar reynir á hæfileika ungra gesta við að halda jafnvægi, hoppa, vagga sér og fara á handahlaupum. I garðinum er hægt að kaupa veitingar af útigrilli ef svengd fer að segja til sín. Miklar framkvæmd- ir hafa staðið yfh' á þessu nýja svæði sem var flatlendi áður en nýtt landslag var þar mótað sem nú einkennist af fjöllum og gljúfrum. Þá hefur einnig verið útbúið japanskt svæði í Lególandi og er um að ræða lítil þorp, hrís- grjónaakra, stórborg og frægu hraðlestina Shinkansen, allt búið til úr kubbum. Vinnan við að byggja japanska landið tók um sex þús- und klukkustundir og voru 810 þúsund kubbar notaðir til verksins. Endurbætt gestakort Reykjavíkur GESTAKORT Reykjavíkur er kom- ið út í nfunda sinn og hefur verið endurbætt sérstaklega, því Reykja- vík er ein af menningarborguin Evrópu í ár, að sögn Vilborgar Guðnadóttur hjá Upplýsinga- miðstöð ferðamála í Reykjavík. Kortið veitir aðgang að ellefu söfn- um, öllum sjö sundlaugum Reykja- víkur, Fjölskyldu- og húsdýragarð- inum í Laugardal og gildir auk þess sem farmiði í Strætisvagna Reykja- vfkur. Kortið er selt með gildistíma í einn sólarhring og kostar þá 900 Gestakort Reykjavíkur veitir aðgang að 19 stöðum, þar á meðal Þjóðmenningarhúsinu. opnað Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsinu." Hliðstæð kort í öðrum borgum Allar helstu borgir í heimi bjóða upp á hlið- stæð gestakort, þar sem margskonar menning og þjónusta er í boði á hagstæðu verði. Með þeim endurbótum, sem nú hafa verið gerðar á kortinu, stendur það jafhfætis þeim kortum, sem eru á boðstólum í nágrannaborgum okk- ar, að sögn Vilborgar. Kortið er selt í Upplýsingamiðstöð ferða- mála í Bankastræti, auk flestra þeirra staða, sem veita ferðamönnuin þjónustu. f hand- bókinni eru líka upplýsingar um söfn þar sem aðgangur er ókeypis. krónur, tvo sólarhringa á 1.200 krónur eða þrjá sólarhringa á 1.500 krónur. Ætlað íslendingum jafnt sem erlendum ferðamönnum Kortið er ekki síður ætlað innlendum ferða- mönnum í Reykjavík og Reykvíkingum sjálf- um en útlendingum, að sögn Vilborgar. „Til- gangurinn er að gefa sem flestum ódýran aðgang að þeirri ijölbreyttu þjónustu og menningarstarfsemi, sem er að finna í Reykja- vík. Með kortinu fylgir einnig, í fyrsta sinn, handbók með ítarlegum upplýsingum um söfn og staði í Reykjavík. Meðal þess sem kortið veitir aðgang að eru sýningarsalir í Þjóðmenningarhúsinu og ný- london T. n « , stanstedl meö flugvallarskatti báðar leiðir 250 kr. aukaafsláttur ef bókað er á go-fly.com l nýja lágfargjaldaflugfélagið í eigu british airways miöast viö eftirspurn I samkvæmt skilmálum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.